Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUK 6. SEPTEMBER 1989 17 stæður ráði ferðinni og með því að bankar og sparisjóðir ákveði gengi innan tiltekinna marka verða ákvarðanir markaðarins alltaf leið- andi. Ennfremur er það grundvall- arbreyting að fela Seðlabankanum það verkefni að varðveita stöðu þjóðarbúsins gagnvart erlendum aðilum og sjá til þess að innstreymi erlends lánsfjár fylgi samsvarandi útstreymi þannig að ekki sér eytt um efni fram. Að vísu getur verið að Seðlabankinn treysti sér ekki til þess að gegna slíku hlutverki og þá þarf að sjálfsögðu að styrkja hann tii þess. Mikilvægar umbætur Hugmyndir sjálfstæðismanna um umbætur á fyrirkomulagi gengis- skráningarinnar eru mikilvægt framlag til þeirra breytinga sem þurfa að verða á skilyrðum atvinnu- lífsins þannig að fyrirtækin standi undir betri lífskjörum í stað er- lendra lánardrottna. Því fylgir jafnan áhætta að setja fram frjálslyndar og víðsýnar hug- myndir um umbætur í atvinnumál- um en í þessu máli hafa sjálfstæðis- menn sýnt mikinn pólitískan kjark og lagt til atlögu við trégðulögmál stjórnmálanna. Umbótahugmyndir sjálfstæðismanna hafa víðtækan stuðning ekki síst norðan Kolla- fjarðar og austan Rauðavatns og meðal flestra þeirra sem hafa áhyggjur af atvinnu og lífskjörum almennings. Mótstöðu er fyrst og fremst að finna í nokkrum húsum í kring um Arnarhól þar sem menn eiga að vísu mikið undir sér og hjá örfáum valdamiklum aðilum sem vilja bergja bikar umframeyðslu og skuldasöfnunar erlendis í botn. En þessa andstöðu munu sjálfstæðis- menn yfirvinna og koma umbótun- um fram og bæta þar með stöðu atvinnulífsins og lífskjör þjóðarinn- ar. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisttokks í Norðurlandskjördæmi vestra. Þörungaverksmiðjan hf.: Vonast til að vertíð standi út október VINNSLA hjá Þörungaverk- smiðjunni hf. á Reykhólum mun standa þar til í lok október, ef yeður leyfir, að sögn Valdimars Jónssonar, verksmiðjustjóra. Hann segir að vertíðin hafi geng- ið þokkalega og að nú hafi verið auglýst eftir tveimur mönnum til starfa þar til henni lýkur í haust. Nú vinna um 20 manns hjá Þör- ungaverksmiðjunni og segir Valdi- mar, að nú sé auglýst eftir mönnum í stað skólafólks, er þar hafi starfað í sumar, enda sé vertíðinni ekki lokið. Hún hafi hafist í seinni hluta aprílmánaðar og vonast sé til að hún standi út október. Það sé þó undir veðrinu komið. Valdimar segir, að rekstur verk- smiðjunnar gangi þolanlega um þessar mundir; öll framleiðsla henn- ar seljist, en hins vegar sé það undir veðurguðunum komið hversu mikið sé hægt að framleiða á hverj- um tíma. 9 SVÆBAMEDFEROARSKOLI ÍSLANDS ER TEKINN TIL STARFA * Boðið verður uppá ódýrt nudd af nemendum undir leiðsögn leiðbeinanda. Upplýsingar um námskeið skólans verður föstudag- inn 8. september frá kl. 9-14 eða í síma 687566. Þeir, sem áhuga hafa á að læra um kínversk alþýðu- vísindi, hafi einnig samband í þennan síma. * Kynnmgarkvöld verður haldið á vegum skól- ans föstudaginn 8. september frá kl. 20-21 í Súðarvogi 7. Allir velkomnir. Örn og Helena * Blaðið semþú vaknarvið! BREFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur m z z :5 51 TðLVUNAMSKEIfl Sækið námskeið hjá traustum aðila Haldin verða á næstunni eftirfarandi námskeið: WordPerfect (Orðsnilld) - ritvinnsla............................9.-10. september Word - ritvinnsla.....................................................16.-17. september Multiplan - töflureiknir..............................,.............23.-24. september Ópus - fjórhags- og viðskiptamannabókhald...............30. sept. - 1. okt. dBase IV - gagnagrunnur.................................................7.-8. október Ýmis stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku. Skráning og frekari upplýsingar: Sími 91-688400. Verzlunarskóli íslands HÁSKÓLI ÍSLAIMDS Endurmenntunarnefnd og Reiknistofnun TÖLVUNÁMSKEIÐ HAUSTIÐ 1989 Tölvunámskeiö Tövlunotkun fyrir PC-tölvur (42 klst.) Leiðbeinandi: Karl Roth, tölvun- arfræðingur. Tími og verð: Námskeiðið hefst 18. sept. og stendur ífjórtán vik- ur, þriðjudaga kl. 20.00-23.00. Þátttökugjald er kr. 26.000,- (greiðslu má skipta). Orðsnilld (WordPerfect fyrir PC-tölvur) Leiðbeinandi: Hildigunnur Hall- dórsdóttir, sérfræðingur hjá Reiknistofnun HÍ. Tími og verð: 18.-21. sept., kl. 13.00-17.00. Þátttökugjald erkr. 9.000,-. PlanPertect töflureiknir (fyrir PC-tölvur) Leiðbeinandi: Bergþór Skúla- spn, tölvunarfræðingur. Tími og verð: 25.-27. sept. kl. 13-17. Þátttökugjald er kr. 9.000,-. Skráavinnsla í dBase III+ (fyrir PC-tölvur) Leiðbeinadi: Ólafur Bragason, tölvunarfræðingur. Tími og verð: 18.-21. sept. kl. 8.30-12.30. Þátttökugjald er kr. 9.000,-. Forritun í dBase III+ (fyrir PC tölvur) Leiðbeinandi: Ólafur Bragason, tölvunarfræðingur. Tími og verð: 25.-28. sept. kl. 8.30-12.30. Þátttökugjald er kr. 9.000,-. MS-DOS stýrikerfið (fyrir PC tölvur) Leiðbeinandi: Bergþór Skúta- son, tölvunarfræðingur. Tími og verð: 2.-4. okt., kl. 13.00-17.00. Þátttökugjald er kr. 9.000,-. TeX og LaTex ritvinnsla Leiðbeinandi: Jörgen Pind, deild- arstjóri Orðabókar Háskóians. Tími og verð: 9.-12. okt, kl. 8.30-12.30. Þátttökugjald er kr. 10.000,-. Onix kynning Umsjón: Bergþór Skúlason, tölv- unarfræðingur. Tími og verð: 2.-4. okt., kl 8.30-12.30. Þátttökugjald er kr. 8.500,-. Samskipti. Póstur og ráðstefnur Leiðbeinandi: Bergþór Skúla- son, tölvunarfræðingur. Tími og verð: 5.-6. okt., kl. 8.30-12.30. Þátttökugjald kr. kr. 6.000,-. Spss. Tölíræðileg gagnavinnsla (fyrir PC tölvur) Leiðbeinendur: Elías Héðinsson, félagsfræðingur, og Helgi Þórs- son, tölfræðingur. Tími og verð: 16. okt. og stend- ur í sjö vikur, mánud. kl. 13.00- 17.00. Þátttökugjald er kr. 19.000,-. FORRITUNARMAL - fyrir byrjendor Pascal Leiðbeinandi: Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur. Tími og verð: 11.-14. sept., kl. 8.30-12.30. Þátttökugjald er kr. 9.500,-. c Leiðbeinandi: Magnús Gíslason, tölvunarfræðingur. Tími og verð: 11.-14. sept., kl. 8.30-12.30. Þátttökugjald er kr. 9.500,-. Cobol Leiðbeinandi: Ólafur Bragason, tölvunarfræðingur. Tími og verð: 11.-14. sept., kl. 13.00-17.00. Þátttökugjald er kr. 9.500,-. Fortran Leiðbeinandi: N.N. Tími og verð: 25.-28. sept., kl. 8.30-12.30. Þátttökugjald er kr. 9.500,-. Leiðbeinandi: Oddur Benedikts- son, tölvunarfræðingur. Tími og verð: 18.-21. sept, kl. 8.30-12.30. Þátttökugjald er kr. 9.500,-. Logo - ætlað kennurum Umsjón: Helgi Þórsson, tölfræð- ingur. Tími og verð: 23. sept. og stend- ur í fjórar vikur, laugard. kl. 10.00-14.00. Þátttökugjald erkr. 9.500,-. MACINTOSH-NÁMSKEIÐ Endurmenntunarnefnd Hl, ísam- vinnu við Tölvu- og verkfræði- þjónustuna, býður upp á Macin- tosh-námskeið, sem eru meira og minna allan veturinn. Umsjón með námskeiðunum hefur Hall- dór Kristjánsson, verkfræðingur, eigandi og framkvæmdastjóri Tölvu- og verkfræðiþjónustunn- ar. Meðal þeirra námskeiða, sem verða á boðstólum má nefna: Grunnnámskeið - Microsoft Works 2.0 Microsoft Word 4.0 - ritvinnsla PageMaker 3.0 - umbrotsforrit ElleMaker II - gagnasafnskerfi HyperCard - alhliða forritunarkerfi Microsoft Excel 2.2 - töflureiknir MacProject - verkef nisstjórnun og skipulagning Skráning fer f ram á skrifstofu endurmenntunarstjóra í símum 694923,694924 og 694925.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.