Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIJCUDAGUR 6. SEPTEMB.ER 1989 1 Vöruútflutningur janúar-júní: Verðmætaaukning um 10% síðan í fyrra VERÐMÆTI vöruútflutnings var um 10% meira fyrstu sex mán- uði þessa árs en á sama tíma í fyrra, miðað við fast gengi. Sjávar- afurðir voru um 73% alls vöruútflutnings á þessum tímog verð- mæti þeirra jókst um 5% frá fyrra árshelmingi 1988. Á þessum tíma var vöruskiptajöfnuður hagstæður um fjóra milljarða króna, en var í fyrra óhagstæður um 1,2 milljarða. í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir röska 7,5 milljarða króna og inn fyrir nær 6,3 milljarða. Vöruskiptajöfhuðurinn í júní var því hagstæður um 1,25 milljarða. Þetta kemur fram í yfirliti Hagstofunnar um vöru- skipti við útlönd. Fyrstu sex mánuði þesas árs voru fluttar út vörur fyrir 37,9 milljarða króna, en inn fyrir rösk- lega 33,9 milljarða. Reiknað til sama gengis var útflutningur á fyrra árshelmingi í fyrra að verð- mæti 34,6 milljarðar og innflutn- ingur 35,8 milljarðar. Utflutnings- verðmæti hafa því aukist um 9,5%, á meðan verðmæti innflutts varn- ings hefur minnkað um 5,3%. Miðað er við meðalgengi á viðskiptavog, 24,9% hærra í janúar til júní 1989 heldur en sama tíma 1988. Sjávarafurðir eru 73% vóruút- flutnings og hafa verðmæti þeirra aukist um 5%. Álútflutningur var 25% meiri en í fyrra og útflutning- ur kísiljárns 53% meiri. Verðmæti innflutnings hefur dregist saman, með nokkrum und- antekningum þó. Verðmæti olíu- vara jókst um 26,8%, flugvéla úr 74,4 milljónum í 3.084 milljónir, þá jókst innflutningur til Lands- virkjunar, járnblendiverksmiðjunn- ar og lítillega til álversins. Verð- mæti innfluttra skipa minnkaði urfi 45,4%. I júnímánuði jókst verðmæti út- Stöð 2; Askrift hækk- ar um 8,9 % Hefur hækkað um tæp 40% á rúmu ári ÁSKRIFT að myndlyklum Stöðv- ar 2 hækkaði 1. september um 8,9%. Frá því í júni í fyrra, eða á rúmu ári, hefur áskriftin hækk- að um tæp 40%. íris Erlings- dóttir yfirmaður áskriftardeildar Stöðvarinnar segir að þessi hækkun nú sé vísitöluhækkun en einnig komi til gengisfall krón- unnar og aukinn kostnaður er- lendis. í júní í fyrra hækkaði áskriftin úr 1.380 krónum í 1.465 eða um 6,2%. Næsta hækkun varð í apríl í ár er áskriftin hækkaði í 1.795 krónur eða um 22,5%. í dag, 1. september hækkaði áskriftin svo í 1.955 krónur á mánuði sem er 8,9% hækkun, sem fyrr greinir. flutnings um 5,2% miðað við júní 1988 og innflutningur dróst saman um 18,3%. MorgunWaðið/Sigurgeir Jónasson Vestmannaeyjar: Hjól atvinnu- lífsinsafstað Vestmannaeyjum. EFTIR sumarlokun hafa frystihúsin í Eyjum 511 hafið vinnslu á ný. Hjól atvinnulífsins eru því tekin að snúast aftur en rólegt hefur verið yfir atvinnulífi í Eyjum síðan um Þjóðhátíð. Öll frystihúsin lokuðu fyrstu daga ágústmánað- ar og hafa ekki tekið á móti fiski til vinnslu síðan. Sumarlokanir þessar hafa viðgengist um nokkurra ára skeið og hefur fólk stílað sumarferðir sínar inn á þennan tíma. Það er því yfirleitt fremur rólegt yfir mannlífinu í Eyjum fyrstu vikurnar eftir Þjóðhátíðina en þegar að stöðvarnar hefja vinnslu aftur fer að lifna yfir bæjarbragnum. I vikunni barst fiskur á ný til vinnslu í stöðvunum eftir lokun og er vinnsla því hafin af fullum krafti. Grímur. Sjö umsóknir um stöðu skóg- ræktarstjóra SJÖ umsóknir bárust um stöðu skógræktarstjóra ríkisins, sem auglýst var laus til umsóknar 26. júlí síðastliðinn. Umsóknarfrest- ur rann út 1. september síðastlið- inn en embættið er veitt frá 1. janúar 1990. Umsækjendur ' eru: Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur, Svíþjóð, Arnór Snorrason, skóg- fræðingur hjá Skógrækt ríkisins, Baldur Þorsteinsson skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins, Guðmundur Örn Árnason starfsmaður á Mó- gilsá, Haukur Ragnarsson skógar- vörður á Vesturlandi, Jón Loftsson skógarvörður á Hallormsstað og Sigvaldi Ásgeirsson skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins. CfflAUGlýSINGAPJÓNUSTAN/SlA ^ Þettaer Mobira Chyman farsímin í fullrí stæró! - Enn stígur Mobira skref i f ramar í farsímatækninni Með Mobira Cityman farsímanum nýtiröu tíma þinn beturog eykur athafnafrelsið svo um munar, þvíhannersá minnsti, léttasti og því einn sá allra notadrýgsti fyrir athafnafólk á ferð og flugi. • íbílnum • í skjalatöskunni • Áskrifborðinu • Ávélsleðanum • í hnakktöskunni • Ábakvaktinni - Reiðubúinn að koma þér í öruggt samband. Hafðu samband við okkur eða komdu í Ármúlann og fáðu nánari upplýsingar. 1 ICllCfcSmlU llli Ármúla 26, símar: 91 -31500 -36700 108Reykjavik *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.