Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1989 tnmtQMÚMItfb Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Bændur vilja hægfara aðlögun Ef litið er til frásagna af aðalfundi Stéttarsam- bands bænda sem lauk á Hvanneyri um helgina og um- mæli nokkurra fulltrúa á fund- inum hér í blaðinu í gær er ljóst, að bændur hafa fullan skilning á því að laga þurfi framleiðslu á landbúnaðarvör- um að breyttum aðstæðum. Framleiðsla framíeiðslunnar vegna er ekki lengur á dagskrá hjá neinum. Sæmilegt jafnvægi hefur skapast í rnjólkurfram- leiðslu og menn átta sig á því að gera verður átak til að laga sauðfjárframleiðsluna að mark- aðsaðstæðum. Á fundi Stéttarsambandsins kom fram, hve mikla óvissu það skapar hjá bændum að eiga jafn mikið undir ríkisvaldið að sækja og raun ber vitni. Innan ríkisstjórnarinnar er ágreining- ur um hvort endurnýja beri búvörusamning við bændur. Þá er einnig ágreiningur um það milli landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra, hvernig stað- ið skuli að því að skerða full- virðisrétt vegna þess samnings, sem nú er í gildi. Hefur ríkis- endurskoðun gert athugasemd við framkvæmd samningsins en óvissa er um, hvernig við þeim athugasemdum verður brugð- ist. Vegna þessarar óvissu í stjórnarráðinu ákváðu fulltrúar á fundi Stéttarsambandsins að bíða átekta og samþykkja ekki neinar fastmótaðar ályktanir um þessi viðkvæmu mál. í þeirri afstöðu kemur einnig fram vilji til viðræðna og samkomulags á víðtækum grunni. Skiptir miklu að allir aðilar þekki nú sinn vitjunartíma og leggist á eitt um að finna nýjar leiðir er létti í senn róðurinn hjá bændum, dragi úr útgjöldum neytenda og minnki hlut ríkisins. Bændur átta sig á því að umræður um innflutning á landbúnaðarvörum eiga rætur að rekja til megnrar óánægju vegna hins háa verðlags á neysluvörum. í Morgunblaðs- samtali segir Guðmundur Lár- usson, bóndi á Stekkjum í Flóa og formaður Landssambands kúabænda, réttilega: „Varðandi þær krðfur sem fram hafa kom- ið um aukinn innflutning á landbúnaðarvörum, þá er að mínu mati ekki nema eitt svar við þeim, en það er að leita verði allra leiða til að lækka verðið á innlendu framleiðsl- unni." Vandi landbúnaðarins er að verulegu leyti pólitískur. Það þarf að ná samstöðu stjórn- málaafla um nýja stefnu. Slík samstaða næst ekki í þeirri ríkisstjórn sem nú situr og ekki fyrr en eftir kosningar. „Þá þurfa að taka til hendinni stjórnmálaöfl," segir Ólafur ísleifsson hagfræðingur í Morg- unblaðsgrein í gær, „sem reiðu- búin eru til að takast á við stor- verkefnin sem nú blasa við. Þessi verkefni eru að lækka framleiðslukostnað búvöru og framfærslukostnað heimilanna án þess að sveitir landsins legg- ist í auðn, að draga saman af- kastagetu fiskiskipastóls og fiskvinnslustöðva til samræmis við afrakstur fiskistofna án þess að komi til stórfelldrar byggðaröskunar, og að taka að nýju upp vestræna stjórnar- háttu í atvinnumálum og aukið samstarf við nágranna- og við- skiptaþjóðirnar í efnahagsmál- um." Skatturá sparifé Skömmu eftir að ríkisstjórn- in settist að völdum lét Ól- afur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, eins og ekkert væri sjálfsagðara en að skatt- leggja sparifé. Þá reis almenn- ingur upp og mótmælti með eftirminnilegum hætti og ráð- herrann dró sig í hlé en féll ekki frá áformum sínum eins og nú er að koma í ljós. Tillög- urnar um þennan nýja skatt eru sama marki brenndar og svo margt annað sem ríkissinnar hafa á prjónunum, það eiga ekki að gilda sömu reglur um sparnað sem gagnast ríkinu og sparnað á öðrum vettvangi. Skatturinn á að ná til þeirra er spara í bönkum en ekki þeirra sem spara með því að kaupa bréf af ríkissjóði. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði réttilega um þessi áform í Morgunblaðssamtali: „Þetta getur ekki leitt til annars en þess að sparnaður í bönkum mun hrynja, en sparnaður ríkis- sjóðs vaxa. Menn lifa ekki á ríkissjóði heldur verðmæta- sköpun atvinnulífsins. Mér sýn- ist að þarna sé enn einu sinni að koma fram skilningsskortur- inn á því af hálfu þessarar ríkis- stjórnar." Richard R. Best, sendiherra Breta á tslandi, í hópi styrkþega 21 hlýtur styrk til há- skólanáms í Bretlandi BRESK STJÓRNVÖLD veita tuttugu og einum Islendingi styrk til háskólanáms í Bretlandi skólaárið 1989-90. Síðastliðinn vetur hlutu átján íslendingar þennan styrk. Styrktarféð, sem að þessu sinni nemur 7 milljónum króna, er úr sjóði sem er í vörslu breska utanrík- isráðuneytisins, Foreign and Commonwealth Office Scholarships and Awards Schemes. Féð er til greiðslu skólagjalda nemendanna, ýmist hluta þeirra eða að fullu. Að auki fá sumir þeirra svonefndan ORS-rannsóknarstyrk frá Ráði bre- skra háskólarektora. Þeir sem hljóta námsstyrk frá bresku stjórninni í vetur eru: Kristín Bergsteinsdóttir taugalíffræði, Sig- urður Einarsson eðlisfræði, Adólf Friðriksson fornleifafræði, Sigurður Greipsson líffræði, Sigmundur Guð- mundsson stærðfræði, Jón Gústafs- son fjölmiðlafræði, Matthías Hall- dórsson skipulag og fjármögnun heilsugæslu, Björn Harðarson jarð- fræði, Birgir Jóhannesson efna- fræði, Guðrún Jónsdóttir hagnýt félagsfræði, Sigþrúður Jónsdóttir búnaðarfræði, Guðmundur Jónsson efnahagsleg sagnfræði, Kesera Jónsson plöntuerfðafræði, Erna Kettler fjölmiðlafræði, Helgi Magn- ússon erfðafræði, Rögnvaldur Möll- er stærðfræði, Jón Ólafsson líffræði, Sigurður Pálsson geisla- virkni og umhverfisvernd, Alexand- er Smárason læknisfræði, Sigfríður Gunnlaugsdóttir samanburðarbók- menntir og Rögnvaldur Ingólfsson matvælafræði. Húsnæðismál MR: Ríkið kaupir hús KFUM og K á 32 milljóiúr króna RÍKIÐ hefur fest kaup á húsi KFUM og K við Amtmannsstíg í Reykjavík og var samningur þess efhis undirritaður á þriðjudag- inn. Húsið verður afhent Mennta- skólanum í Reykjavík næsta vor. og er gert ráð fyrir að þar verði hægt að kenna í að minnsta kosti níu stofum í framtíðinni. Kaup- verð hússins var 32 milh'ónir króna og er gert ráð fyrir að nauðsynlegar breytingar á því muni kosta um 15 miujónir. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins og KFUM og K undirrituðu kaupsamn- inginn síðastliðinn þriðjudag en Ólaf- ur Ragnar Grímsson, fjármálaráð- herra, greindi formlega frá kaupun- um í gær. Kom þá meðal annars fram, að kaupverð eignarinnar hafi verið 32 milljónir króna, sem greið- ast ættu með hefðbundnum kjörum fasteignamarkaðarins. Að auki væri gert ráð fyrir að verja þyrfti 15 millj- ónum til breytinga og lagfæringa eftir afhendingu þess, þannig að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna kaupanna yrði um 47 milljónir á núverandi verðlagi. Þegar fjármálaráðherra hafði gert grein fyrir kaupunum afhenti Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, Guðna Guðmundssyni, rektor Menntaskólans í Reykjavík, húsið með formlegum hætti. Bygging KFUM og K við Amt- mannsstíg er tæplega 900 fermetrar að stærð. Guðni Guðmundsson, segir að mikil bót sé að því fyrir skólann að fá húsið til umráða. Ein stofa þar verði tekin í notkun strax í haust og hugsanlega bætist fleiri við um áramótin. Húsið verði afhent í heild næsta vor og þá sé gert ráð fyrir að þar verði að minnsta kosti níu kennslustofur. Morgunblaðið/Börkur Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, afhendir Guðna Guðmunds- syni, rektor Menntaskólans í Reykjavík, hús KFUM og K fyrir hðnd ríkisins. Skólinn fær eina stofu þar til umráða í haust en aUt húsið á fardögum í vor. Ráðstefha Verkfræðing; lands um íslenskar flugs í TILEFNI af því að 70 ár eru liðin frá stofhun fyrsta íslenska flug- félagsins heldur Verkfræðingafélag íslands ráðstefnu um íslenskar flugsamgöngur í Kristalssal Hótel Loftleiða föstudaginn 8. septem- ber. Á ráðstefhunni verður fjallað um íslenskar flugsamgöngur í fortíð, nútíð og framtíð, þróun flugsamgangna í heiminum og sam- spil byggðarstefnu og flugsamgangna. Ráðstefnan hefst klukkan 9.15 með ávarpi Odds B. Björnssonar, formanns Verkfræðingafélags ís- lands. Þá flytur Sveinn Sæmunds- son, fyrrrum blaðafulltrúi Flug- leiða, ávarp sem hann nefnir Saga flugþjónustunnar og Valdimar 01- afsson, yfirflugmálastjóri fj'allar um tæknisögu flugsins. Eftir kaffihlé flytur Bjarni Einarsson, aðstoðar- forstjóri byggðarstofnunar, erindi um efnahagsstærðir flugsins og Steingrímur J. Sigfússon, alþingis- maður, og Sigfús Jónsson, bæjar- stjóri á Akureyri, flytja erindi um flug og byggð. Um klukkan 13.15 fjalla, Sigurður Helgasson stjórnar- formaður Flugleiða, Kristinn Sig-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.