Morgunblaðið - 06.09.1989, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1989
MORGUNULAÐIÐ; MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1989
23
JltangtiuMfifetfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Bændur vilja
hægfara aðlögun
Ef litið er til frásagna af
aðalfundi Stéttarsam-
bands bænda sem lauk á
Hvanneyri um helgina og um-
mæli nokkurra fulltrúa á fund-
inum hér í blaðinu í gær er
ljóst, að bændur hafa fullan
skilning á því að laga þurfi
framleiðslu á landbúnaðarvör-
um að breyttum aðstæðum.
Framleiðsla framleiðslunnar
vegna er ekki lengur á dagskrá
hjá neinum. Sæmilegt jafnvægi
hefur skapast í mjólkurfram-
leiðslu og menn átta sig á því
að gera verður átak til að laga
sauðíjárframleiðsluna að mark-
aðsaðstæðum.
Á fundi Stéttarsambandsins
kom fram, hve mikla óvissu það
skapar hjá bændum að eiga
jafn mikið undir ríkisvaldið að
sækja og raun ber vitni. Innan
ríkisstjómarinnar er ágreining-
ur um hvort endurnýja beri
búvörusamning við bændur. Þá
er einnig ágreiningur um það
milli landbúnaðarráðherra og
fjármálaráðherra, hvemig stað-
ið skuli að því að skerða full-
virðisrétt vegna þess samnings,
sem nú er í gildi. Hefur ríkis-
endurskoðun gert athugasemd
við framkvæmd samningsins en
óvissa er um, hvemig við þeim
athugasemdum verður bmgð-
ist.
Vegna þessarar óvissu í
stjórnarráðinu ákváðu fulltrúar
á fundi Stéttarsambandsins að
bíða átekta og samþykkja ekki
neinar fastmótaðar ályktanir
um þessi viðkvæmu mál. í þeirri
afstöðu kemur einnig fram vilji
til viðræðna og samkomulags á
víðtækum grunni. Skiptir miklu
að allir aðilar þekki nú sinn
vitjunartíma og leggist á eitt
um að finna nýjar leiðir er létti
í senn róðurinn hjá bændum,
dragi úr útgjöldum neytenda
og minnki hlut ríkisins.
Bændur átta sig á því að
umræður um innflutning á
landbúnaðarvömm eiga rætur
að rekja til megnrar óánægju
vegna hins háa verðlags á
neysluvömm. í Morgunblaðs-
samtali segir Guðmundur Lár-
usson, bóndi á Stekkjum í Flóa
og formaður Landssambands
kúabænda, réttilega: „Varðandi
þær kröfur sem fram hafa kom-
ið um aukinn innflutning á
landbúnaðarvömm, þá er að
mínu mati ekki nema eitt svar
við þeim, en það er að leita
verði allra leiða til að lækka
verðið á innlendu framleiðsl-
unni.“
Vandi landbúnaðarins er að
vemlegu leyti pólitískur. Það
þarf að ná samstöðu stjórn-
málaafla um nýja stefnu. Slík
samstaða næst ekki í þeirri
ríkisstjórn sem nú situr og ekki
fyrr en eftir kosningar. „Þá
þurfa að taka til hendinni
stjórnmálaöfl," segir Ólafur
ísleifsson hagfræðingur í Morg-
unblaðsgrein í gær, „sem reiðu-
búin em til að takast á við stör-
verkefnin sem nú blasa við.
Þessi verkefni em að lækka
framleiðslukostnað búvöm og
framfærslukostnað heimilanna
án þess að sveitir landsins legg-
ist í auðn, að draga saman af-
kastagetu fiskiskipastóls og
fiskvinnslustöðva til samræmis
við afrakstur fiskistofna án
þess að komi til stórfelldrar
byggðaröskunar, og að taka að
nýju upp vestræna stjómar-
háttu í atvinnumálum og aukið
samstarf við nágranna- og við-
skiptaþjóðirnar í efnahagsmál-
um.“
Skattur á
sparifé
Skömmu eftir að ríkisstjórn-
in settist að völdum lét Ól-
afur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, eins og ekkert
væri sjálfsagðara en að skatt-
leggja sparifé. Þá reis almenn-
ingur upp og mótmælti með
eftirminnilegum hætti og ráð-
herrann dró sig í hlé en féll
ekki frá áformum sínum eins
og nú er að koma í ljós. Tillög-
umar um þennan nýja skatt eru
sama marki brenndar og svo
margt annað sem ríkissinnar
hafa á pijónunum, það eiga
ekki að gilda sömu reglur um
sparnað sem gagnast ríkinu og
spamað á öðmm vettvangi.
Skatturinn á að ná til þeirra
er spara í bönkum en ekki
þeirra sem spara með því að
kaupa bréf af ríkissjóði.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði
réttilega um þessi áform í
Morgunblaðssamtali: „Þetta
getur ekki leitt til annars en
þess að spamaður í bönkum
mun hrynja, en sparnaður ríkis-
sjóðs vaxa. Menn lifa ekki á
ríkissjóði heldur verðmæta-
sköpun atvinnulífsins. Mér sýn-
ist að þarna sé enn einu sinni
að koma fram skilningsskortur-
inn á því af hálfu þessarar ríkis-
stjómar.“
Richard R. Best, sendiherra Breta á íslandi, í hópi styrkþega
21 hlýtur styrk til há-
skólanáms í Bretlandi
BRESK STJÓRNVÖLD veita tuttugu og einum íslendingi styrk
til háskólanáms í Bretlandi skólaárið 1989-90. Síðastliðinn vetur
hlutu átján Islendingar þennan styrk.
Styrktarféð, sem að þessu sinni
nemur 7 milljónum króna, er úr
sjóði sem er í vörslu breska utanrík-
isráðuneytisins, Foreign and
Commonwealth Offíce Scholarships
and Awards Schemes. Féð er til
greiðslu skólagjalda nemendanna,
ýmist hluta þeirra eða að fullu. Að
auki fá sumir þeirra svonefndan
ORS-rannsóknarstyrk frá Ráði bre-
skra háskólarektora.
Þeir sem hljóta námsstyrk frá
bresku stjóminni í vetur eru: Kristín
Bergsteinsdóttir taugalíffræði, Sig-
urður Einarsson eðlisfræði, Adólf
Friðriksson fornleifafræði, Sigurður
Greipsson líffræði, Sigmundur Guð-
mundsson stærðfræði, Jón Gústafs-
son fjölmiðlafræði, Matthías Hall-
dórsson skipulag og fjármögnun
heilsugæslu, Bjöm Harðarson jarð-
fræði, Birgir Jóhannesson efna-
fræði, Guðrún Jónsdóttir hagnýt
félagsfræði, Sigþrúður Jónsdóttir
búnaðarfræði, Guðmundur Jónsson
efnahagsleg sagnfræði, Kesera
Jónsson plöntuerfðafræði, Ema
Kettler fjölmiðlafræði, Helgi Magn-
ússon erfðafræði, Rögnvaldur Möll-
er stærðfræði, Jón Ólafsson
líffræði, Sigurður Pálsson geisla-
virkni og umhverfisvernd, Alexand-
er Smárason læknisfræði, Sigfríður
Gunnlaugsdóttir samanburðarbók-
menntir og Rögnvaldur Ingólfsson
matvælafræði.
Húsnæðismál MR:
Ríkið kaupir hús KFUM
og K á 32 milljónir króna
RÍKIÐ hefur fest kaup á húsi
KFIJM og K við Amtmannsstig í
Reykjavík og var samningur þess
efiiis undirritaður á þriðjudag-
inn. Húsið verður afhent Mennta-
skólanum í Reykjavík næsta vor
og er gert ráð fyrir að þar verði
hægt að kenna í að minnsta kosti
níu stofiim í fiamtíðinni. Kaup-
verð hússins var 32 milljónir
króna og er gert ráð fyrir að
nauðsynlegar breytingar á því
muni kosta um 15 milljónir.
Fulltrúar íjármálaráðuneytisins og
KFUM og K undirrituðu kaupsamn-
inginn síðastliðinn þriðjudag en Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, fjármálaráð-
herra, greindi formlega frá kaupun-
um í gær. Kom þá meðal annars
fram, að kaupverð eignarinnar hafí
verið 32 milljónir króna, sem greið-
ast ættu með hefðbundnum kjörum
fasteignamarkaðarins. Að auki væri
gert ráð fyrir að verja þyrfti 15 millj-
ónum til breytinga og lagfæringa
eftir afhendingu þess, þannig að
heildarkostnaður ríkissjóðs vegna
kaupanna yrði um 47 milljónir á
núverandi verðlagi.
Þegar fjármálaráðherra hafði gert
grein fyrir kaupunum afhenti Svavar
Gestsson, menntamálaráðherra,
Guðna Guðmundssyni, rektor
Menntaskólans í Reykjavík, húsið
með formlegum hætti.
Bygging KFUM og K við Amt-
mannsstíg er tæplega 900 fermetrar
að stærð. Guðni Guðmundsson, segir
að mikil bót sé að því fyrir skólann
að fá húsið til umráða. Ein stofa þar
verði tekin í notkun strax í haust
og hugsanlega bætist fleiri við um
áramótin. Húsið verði afhent í heild
næsta vor og þá sé gert ráð fyrir
að þar verði að minnsta kosti níu
kennslustofur.
ðhu Í5
Morgunblaðið/Börkur
Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, afhendir Guðna Guðmunds-
syni, rektor Menntaskólans í Reylqavík, hús KFUM og K fyrir hönd
ríkisins. Skólinn fær eina stofii þar til umráða í haust en allt húsið
á fardögum í vor.
Hringur Jóhannesson málar í Aðaldal:
„Haustlitirnir í Aðal-
dalshrauni heilla mig“
Húsavík.
HRINGUR Jóhannesson listmálari hefiir undanfarin 20 ár dvalið
á sumrin á sinum bernskustöðvum, Haga í Aðaldal í Suður-
Þingeyjarsýslu, við listastörf. Það hefur verið fastur siður hjá
mér að heimsækja hann þá liðið er á ágústmánuð til að fá að sjá
sköpunarverk sumarsins, áður en hann pakkar og heldur til síns
heima I Reykjavík.
í þetta skipti átti ég við hann
stutt viðtal.
— Þú ert eins og farfuglarnir,
kemur að vori og hverfur að hausti,
og ert nú farinn að pakka.
„Já, ég kem um varptímann og
fer þegar berin eru fullsprottin, þá
árferði er gott. Mér þykir gott að
vera hér. Hér er ég fæddur og
uppalinn og á hér ágæta vinnu-
stofu. Hér er rólegt og gott að
vera og mér verður mikið úr verki,
meira en annars staðar."
— Þinn listaferill hefst hér í
Haga. Faðir þinn var kennari hér
í sveitinni, kenndi hann teikningu?
„Nei, það var ekki kennd teikn-
ing í farskólunum þegar þeir voru.
En í sambandi við kennsluna átti
pabbi meira af pappír en annars
hefði verið, og við systkinin vorum
öll mikið gefin fyrir að vera að
teikna og teiknuðum mikið og átt-
um griffla og spjöld. Þegar ég var
14 ára eignaðist ég fyrstu litina.
Bræðurnir mínir, sem voru eldri,
dvöldu í Reykjavík og sendu mér
liti. Þá fór ég að spreyta mig sjálf-
ur og málaði eftir myndum á póst-
kortum og síðan úti í náttúrunni.
Árið eftir var ég svo vetrarpart á
Húsavík og naut tilsagnar Jóhanns
Bjömssonar, sem nú er þekktari
fyrir útskurðarlist sína en málara-
list.
Faðir minn sýndi mínum áhuga-
málum mikinn skilning og hafði
áhuga fyrir því að ég fengi að læra
það, sem hugur minn stóð til. Síðan
fór ég í Handíða- og myndlistaskól-
ann, sem þá var undir stjóm
Lúðvíks Guðmundssonar.“
— Hafði einhver kennari mest
áhrif á þig í náminu?
„Nei, enginn sérstakur. Þetta
voru svo ólíkir kennarar. Sigurður
Sigurðsson var aðalkennarinn,
hann kenndi mér teikningu. Svo
vom þama Þorvaldur Skúlason,
Valgerður Briem, Jóhannes Jó-
hannesson, Björn Th. Björnsson og
fleiri. Ég varð engri þeirra stefnu
háður, fór fljótt að fara mínar eig-
in leiðir, þó ég hafi margt af þeim
lært, og hefi svo haldið mína leið.“
— Nú ert þú hér í víðum dal,
með mikilli og fallegri fjallasýn, en
þín mótíf mörg em mjög þröng og
afmörkuð.
„Veit ekki af hveiju það er. Ás-
grímur og Kjarval vom búnir að
mála svo mikið og vel þessi yfirlits-
mótíf. Ég vildi frekar fást við ein-
falda hluti og gera þeim full skil.
Þetta geta máske verið einhver
erlend áhrif. Það er til dæmis
amerískur málari, sem ég var hrif-
inn af, Andrew-Wieph sem málaði
svona einföld mótíf. Hann bjó upp
í sveit og vann þar alltaf og varð
viðurkenndur málari."
Speglanir og skuggar einkenna
oft þínar myndir og meira en ég
hefi séð hjá öðmm listamönnum.
„ Það er margt hægt að sjá í
skuggum og speglun, sem vakið
hefur mig til umhugsunar. Ég tek
máske eftir hlutum, sem aðrir taka
ekki eftir og er þá að vekja eftir-
tekt á þeim, það er oft spennan í
myndinni. Hraun þótti ljótt þar til
Kjarval gaf því nýtt líf, ef svo má
að orði komast. Eins mætti segja
að ég væri að vekja athygli á spegl-
un og skuggum og hafi þar fundið
nýtt sjónarhorn á íslenskri nátt-
úra.“
sterku litum og miklu litarbrigðum
haustsins á mildan hátt.“
— Nú ert þú á bökkum hinnar
viðfrægu veiðiáar — Laxá í Aðal-
dal — Ertu veiðimaður?
„Ég veiddi í Laxá þá ég var
strákur, en nú geng ég á bökkum
hennar hvert ár, en ekki með veiði-
stöng, heldur með mína teikniblokk
og liti. Það er víða fallegt við Laxá
og ég hefí margar myndir þaðan
málað.“
— Listunnendur sem vita af þér
hér heimsækja þig er mér kunnugt
um.
„Það koma ýmsir til að fá að
skoða. í fyrra kom hér mikill list-
unnandi og listaverkakaupandi og
keypti af mér 12 pastelmyndir og
í sumar komu hér meðal annars
þýzk hjón, sem virtust hafa skilning
og þekkingu á myndlist. Þau
keyptu af mér stórt olíumálverk
og pastelmynd. Annars hefi ég nú
Hringur aú verki.
— Hefur veðurfarið áhrif á þig?
„Það má kannski segja það. Ég
mála bæði úti og inni. Allar pastel-
myndir vinn ég úti í náttúmnni,
en olíuverkin á vinnustofunni. Þeg-
ar mikil ótíð er verða olíumyndim-
ar fleiri — en hinar fleiri í góðu
tíðarfari. Ég sé að ég hefi málað
meira af sólarlagsmyndum í sumar
en oft áður. En þegar ég kom norð-
ur í vor mótuðust viðfangsefnin af
tíðarfarinu, ég málaði þá fyrst
fannirnar og flóðin, sem vora
óvenjulega mikil og svo kom sól-
skinið í júlí og hitinn, sem var
óvenjulega mikill. Ég hefi fylgt
þessum gangi tíðarfarsins.
Haustlitirnir í Aðaldalshrauni
hafa heillað mig. Þeir em nú ekki
farnir að skarta sínu fegursta þá
ég fer venjulega, en ég hefi gert
mér ferðir hingað norður til að
fást við þá. Það á vel víð að mála
haustlitina með pastellitum. Með
þeim getur maður náð hinum
Morgunblaðið/Silli
ekki auglýst dvöl mína hér, því
mér líkar vel að vera hér í kyrrð-
inni.“
— Ég hefi heyrt að það komi
út bók um þig í haust.
„Já, Listasafn ASÍ, Lögberg og
Iðunn eru að vinna að bók um
mig. Aðalsteinn Ingólfsson verður
höfundur texta, Bjöm Th. Bjöms-
son skrifar formála og svo verða
yfir 100 myndir í bókinni.
Jafnframt útkomu bókarinnar
verð ég með sýningu i sal Lista-
safns alþýðu, þar sem ég kem til
með að sýna úrval olíuverka minna,
unnin á þrem síðustu ámnum."
Nú líður að hausti. Hringur er
farinn að búa sig til brottfarar,
farinn að pakka myndunum frá
liðnu sumri, svo ég tef hann ekki
lengur, en bíð spenntur eftir lista-
verkabókinni og sýningunni, sem
væntanlega verður í nóvember.
- Fréttaritari
Ráðstefna Verkfræðingafélags ís-
lands um íslenskar flugsamgöngur
í TILEFNI af því að 70 ár eru liðin frá stofnun fyrsta islenska flug-
félagsins heldur Verkfræðingafélag íslands ráðsteftiu um íslenskar
flugsamgöngur í Kristalssal Hótel Loftleiða föstudaginn 8. septem-
ber. Á ráðstefiiunni verður fjallað um íslenskar flugsamgöngur í
fortíð, nútíð og framtíð, þróun flugsamgangna í heiminum og sam-
spil byggðarstefhu og flugsamgangna.
Ráðstefnan hefst klukkan 9.15
með ávarpi Odds B. Björnssonar,
formanns Verkfræðingafélags ís-
lands. Þá flytur Sveinn Sæmunds-
son, fyrrmm blaðafulltrúi Flug-
leiða, ávarp sem hann nefnir Saga
flugþjónustunnar og Valdimar 01-
afsson, yfirflugmálastjóri fjallar um
tæknisögu flugsins. Eftir kaffihlé
flytur Bjarni Einarsson, aðstoðar-
forstjóri byggðarstofnunar, erindi
um efnahagsstærðir flugsins og
Steingrímur J. Sigfússon, alþingis-
maður, og Sigfús Jónsson, bæjar-
stjóri á Akureyri, flytja erindi um
flug og byggð. Um klukkan 13.15
fjalla, Sigurður Helgasson stjómar-
formaður Flugleiða, Kristinn Sig-
tryggsson forstjóri Arnarflugs, Sig-
urður Aðalsteinsson forstóri Flugfé-
lags Norðurlands og Haukur
Hauksson, varaflugmálastjóri, um
flugrekstur nú og í framtíð. Þor-
geir Pálsson,flugverkfræðingur,
flytur erindið ísland og alþjóðafiug
og Leifur Magnússon, framkvæmd-
arstjóri flúgrekstrarsviðs Flugleiða,
flytur erindið Framtíð í hillingum.
Um klukkan 16.00 verða svo pall-
borðsumræður undir stjórn Guð-
mundar G. Þórarinssonar, alþingis-
manns. Ráðstefnunni verður slitið
klukkan 17.00. Þátttaka á ráðstefn-
unni er öllum heimil.
Undirbúningsnefiid ráðstefnunnar. Frá vinstri Gestur Ólafsson, Þor-
steinn Þorsteinsson, Guðmundur Þorbjömsson, Arnbjörg Edda Guð-
björnsdóttir, Sæmundur Þorsteinsson og Pétur Eysteinsson.
Félagar úr ÍFR sem fengu viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu
I Seoul 1988. Fremri röð f.v.: Sóley Axelsdóttir, Sigrún Pétursdóttir
og Reynir Kristófersson. Aftari röð f.v.: Kristín Rós Hákonardóttir,
Halldór Guðbergsson, Ólafiir Eiríksson og Haukur Gunnarsson.
Fatlaðir:
Seoul-farar fá
viðurkenningu
íþróttafélag fatlaðra, Reykjavík og nágrenni, er 15 ára á þessu ári.
A aðalfundi félagsins sem haldinn var nýlega, fengu þeir félagar í
ÍFR sem stóðu sig vel á Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul 1988 viður-
kenningu.
Þeir sem heiðraðir vom fyrir frá-
bæra frammistöðu í Seoul á síðasta
ári vom Sóley Axelsdóttir, Sigrún
Pétursdóttir, Reynir Kristófersson,
Kristín Rós Hákonardóttir, Halldór
Guðbergsson, Ólafur Eiríksson og
Haukur Gunnarsson.
Undanfarin ár hafa fatlaðir æft
boccia, borðtennis, fótbolta og
handbolta í Hlíðaskóla, sund, lyft-
ingar og dans í Hátúni 12 og bog-
fimi í Hátúni 10. Auk þess hafa
fijálsar íþróttir verið æfðar og
trimmað á ýmsum stöðum.
í frétt frá ÍFR segir: „Mikið kapp
hefur verið lagt á að halda æfingum
gangandi og að koma upp íþrótta-
húsi félagsins við Hátún 12. Nú er
verið að steypa upp 2. áfanga húss-
ins og er reiknað með að honum
verði lokið í desember á þessu ári.
Enn vantar mikið fé til þess að
hægt verði að ljúka byggingunni.
Er þess vænst að almenningur og
opinberir aðilar sýni málinu skilning
með ijárframlögum svo hægt verði
að ljúka við húsið sem fyrst. For-
maður bygginganefndar er Arnór
Pétursson.“
Stjórn ÍFR skipa Sigurgeir
Þorgrímsson formaður, Þröstur
Steinþórsson varaformaður, Bjarni
Jónsson gjaldkeri, Elsa Stefáns-
dóttir ritari og Júlíus Arnarson
meðstjómandi.
16 styrkþegar Ful-
bright-stofiiunar
MENNTASTOFNUN íslands og Bandaríkjanna, Fulbright-stofnun-
in, veitir árlega nokkrum hóp Islendinga styrk til framhaldsnáms
við bandaríska háskóla. Styrkirnir eru veittir í október árið áður
en námið á að heíjast. Úr hópi umsækjenda síðasta ár voru valdir
alls 16 styrkþegar; þar af hljóta 12 fullan styrk og 4 ferðastyrki.
Stofhunin veitir hveijum námsmanni ákveðna upphæð og aðstoðar
þá síðan við að sækja um skóla og jafnframt frekari Qárhagsaðstoð
frá bandarískum háskólum, í krafti þess nafhs, sem Fulbright styrk-
þegar hafa getið sér, segir í frétt
I ár nemur framlag Fulbright-
stofnunarinnar til styrkþeganna
40.000 Bandaríkjadala, en banda-
rískir háskólar og aðrir aðilar
styrkja þá um nærri 70.000 banda-
ríkjadali. Alls nemur þessi námsað-
stoð því um 6,6 milljónum króna.
íslenskir Fulbright-styrkþegar
skólaárið 1989-90 em þessir:
Bjarni Þorvarðarson, rafmagns-
verkfræði, University of Wiscons-
in-Madison.
Elvar Aðalsteinsson, rafmagns-
verkfræði, Stanford University.
Guðmundur Guðmundsson, líf-
tækni, Worchester Polytechnical
Institute.
Gunnar Hrafn Birgisson, sál-
fræði, California School of Pro-
fessional Psychology.
Halldór Kr. Júlíusson, sálfræði,
University of Carolina at Chapel
Hill.
Hermann Stefánsson, klarinett-
leik, University of Southern Cali-
fornia.
Hugi Ólafsson, alþjóðleg sam-
skipti, Columbia University.
Jóhannes G. Jónsson, málvísindi,
Universty of Massachusetts at
Amherst.
Laufey Þ. Ámundadóttir, líf-
fræði, Georgetown University
frá Fulbright-stofiiuninni.
Medical Center.
Lára Magnúsdóttir, alþjóðleg
samskipti, Monterey Institute of
International Studies.
Ragnar H. Jónsson, rafmagns-
verkfræði, Georgia Institute of
Technology.
Soffía Áuður Birgisdóttir, bók-
menntir, University of South Caro-
lina.
Svavar Hrafn Svavarsson, forn-
bókmenntir og heimspeki, Harvard
University.
Jafnframt fara einnig til náms
Fulbright-styrkþegamir Óskar Ing-
ólfsson í tónlistarstjórnun, Kolbeinn
Gunnarsson í rafmagnsverkfræði,
og Nína Margrét Grímsdóttir í
píanóleik.
Fulbright-styrkurinn fyrir
skólaárið 1990-91 hefur verið aug-
lýstur, og er umsóknarfrestur til
15. september. Umsóknareyðublöð
liggja frammi á skrifstofu Mennta-
stofnunar íslands og Bandaríkjanna
(Fulbright-stofnunar), Laugavegi
59; skrifstofan er opin kl. 13-17
virka daga.
Formaður stjórnar stofnunarinn-
ar er Peggy Helgason, en fram-
kvæmdastjóri er Eiríkur Þorfáks-
son.