Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBtAÐIÐ MIÐVIKyDAQURt6., SEPTEMBER 1989 Sameining sveitarfélaga við Eyjafjörð: Oskynsamlegt að hafa hér um 20 sveitarfélög - sagði Pétur Reimarsson á þingi Fjórðungssambands Norðlendinga „ÉG HELD að hljóti að verða að koma til sameining og stækkun sveitarfélaga. Það virðist ekki mikil skynsemi í því að við Eyjafjörð séu hátt í tveir tugir sveitarfélaga." Þetta sagði Pétur Reimarsson framkvæmdastjóri Sæplasts hf. á Dalvík í erindi sem hann hélt á þingi Fjórðungssambands Norðlendinga, en þar var spurt hvort norðlensk byggðaþróun stefndi í blindgötu. Sveitarstjórnarmenn sem Morgunblaðið ræddi við voru sammála um að samvinna sveitarfélaga við Eyjafjörð myndi aukast í framtíðinni og einhver sameining þeirra eiga sér stað. í erindi sínu varpaði Pétur einnig fram spurningunni um hvort ein- hver skynsemi væri í því að byggja 6-7 hafnir við Eyjafjörð, þar sem samgöngur séu að verða þannig að nánast er góð færð á milli allra þéttbýliskjarna árið um kring á bundnu slitlagi. „Með færri sveitar- félögum er áreiðanlega hægt að taka meira á í atvinnumálum en við núverandi skilyrði," sagði Pét- ur. Hann benti á að lykilatriði allrar byggðaþróunar væri góðar sam- göngur, þar sem auðveldara væri fyrir fólk að sækja vinnu og þjón- ustu milli byggðarlaga og hið sama ætti við um atvinnureksturinn. „Með því að þjappa byggðinni saman verður rekstur, viðhald og stofnkostnaður samgöngu- og orkumannvirka ódýrari. Þjónustan verður hagkvæmari og vegalengdir milli manna styttri. Röskunin kem- ur hins vegar illa við marga ein- staklinga, samtök þeirra og félög og við því þarf að bregðast," sagði Pétur. Birgir Þórðarsón oddviti á Öngul- stöðum í Öngulstaðahreppi sagðist taka undir með Pétri. Stefnt hefur verið að sameiningu hreppanna þriggja innan Akureyrar og sagði Birgir að hann byggist við að af henni yrði áður en langt um liði. „Ég sé ekki fyrir mér stærri eining- ar fyrsta kastið, enda tel ég ekki farsælt að einingarnar séu of stór- ar," sagði Birgir. Hann sagði að hrepparnir þrír, Öngulstaða-, Hrafnagils- og Saurbæjarhreppur væru hvor um sig með stærri hrepp- um, en við sameininguna yrði um að ræða tæplega 1.000 manna sveitarfélag sem án efa yrði sterkt.„Það er undir íbúunum kom- ið hvað verður gert," sagði Birgir, en innan skamms verður efnt til skoðanakönnunar á meðal þeirra varðandi þetta mál. „Ég sé fyrir mér frekari sam- vinnu sveitarfélaga við Eyjafjðrð í framtíðinni," sagði Guðný Sverris- dóttir sveitarstjóri í Grýtubakka- hreppi. „Og innan fárra ára hefur eflaust einhver sameining átt sér stað." Guðný benti á að þegar væri samvinna á milli sveitarfélaga við Eyjafjörð nokkur, m.a. rækju nokkrir hreppar Tónlistarskóla Eyjafjarðar og iðnþróunarfélag væri starfandi sem og einnig heil- brigðiseftirlit og heilsugæsla. Bjarni Kr. Grímsson bæjarstjóri í Ólafsfirði kvað það rétt hjá Pétri Reimarssyni að veruleg hagræðing næðist með sameiningu, en bætti við að smáar einingar gætu einnig verið hagkvæmar. „Innan tíðar verður eflaust meiri samstaða á milli sveitarfélaganna og þá sér- staklega á sviði fjárfrekra fram- kvæmda." Bjarni sagði að sveitarfé- lögin í Ölafsfirði, Dalvík, Svarfað- ardal og á Árskógsströnd hefðu með sér samvinnu um sorpeyðingu sem í heildina hefði gengið vel og þeirri samvinnu yrði haldið áfram. Hvað hafnarmálin varðar sagði hann að fundað hefði verið með Dalvíkingum og haldið yrði áfram viðræðum um einhvers-konar sam- vinnu, en óvíst yrði með hverjum hætti hún yrði. tjfjr^ft^* ^4^^0.^^}^-.k:-yM'' 't- .^lS&ií **,**& Nbr*Y^jt' +**; H!il R£fÍðT'--ŒK P^'-^&i^&íF W^'-*?*-r.-, %£TM ; ' ' ' B!njJ£-: *-hhLí Éol |P''_r' dr0 '.v"" ^Sil^^fl fc 11 11P fcf ^tfff , , ¦'.'¦ '"¦:¦- :.'¦¦¦. ¦ . ¦ Morgunblaðið/Rúnar Þór Þeir félagar, Jón, Gísli, Þórður, Aðalsteinn og Gunnar, menntaður skógarhöggsmaður frá Svíþjóð, voru að störfum við grisjun lerki- trjáa í Leyningshólum, en allt það eftii sem til fellur verður notað og er þetta í fyrsta sinn sem Eyfirðingar hafa beinar nytjar af skógrækt. Grisjun lerkitrjáa í Leyningshólum; Fyrstu beinu nytjar Ey- firðinga af skógrækt FLOKKUR manna frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga hefur unnið við grisjun lekritrjáa í Leyningshólum í síðustu viku og verður haldið áfram til loka þessarar viku. Allt efnið setn til fellur verður notað, drjúgur hluti fer í eldivið og þá er gert ráð fyrir að um eitt þúsund girðingastaurar fáist, en stærstu stomarnir verða notaðir í smíðavið. Það efni sem fellur til við grisjun- við grisjunina í Leyningshólum, en ina eru fyrstu beinu nytjarnar sem Eyfirðingar hafa af skógrækt. Þau tré sem tekin eru nú eru þau elstu í skóginum í Leyningshólum, en þau voru gróðursett á tímabilinu 1957-60 og eru því um það bil þrjátíu ára. Hæstu trén eru um níu metrar að hæð. Aðalsteinn Sigfússon verkstjóri sagði að tími hefði verið kominn til að hefja grisjunina, en ekki hefði verið grisjað þar í um tíu ár. Nokk- uð er misjafnt hversu margir vinna þegar mest hefur verið voru fímmt- án menn að störfum í skóginum. Jafnframt því að grisja lerkitrén, er einnig verið að gristja stafafuru og grenitré. Girðingastaurarnir sem fást við þetta átak skógræktarmanna verða að hluta til notaðir í nýja fjallgirð- ingu Akureyrarbæjar ofan Kjarna- skógarfen einnig fellur eitthvað af staurum í hlut bænda í Leyningi og Villingadal; eigenda landsins í Leyningshólum. Trén eru dregin úr skóginum á fjórhjóli, þar er þeim staflað í mynd- arlegar stæður og flutt til Akur- eyrar á vörubíl, en vinnsla á efninu fer fram í Kjarnaskógi. Morgunblaðið/Rúnar Þðr Grænlenskur ráðherra skoðar skinnaiðnað Kaj Egede sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra Grænlands kom til Akureyrar í gærmorg- un og skoðaði hann ásamt fylgdarmönnum sínum ýmis fyrirtæki í bænum. I hádeginu var snætt á Hótel KEA í boði Kaupfélags Eyfirðinga og tók danski ræðismaðurinn á Akureyri, Sigurður Jó.- hannesson, á móti gestum. Að Ioknum hádegis- verði var Fóðurstöð KEA skoðuð, síðan slátur- hús og kjötiðnaðarstöðin og einnig var farið í Odda og bobbingaframleiðsla fyrirtækisins skoð- uð, en Grænlendingar kaupa töluvert magn bobbinga héðan. Þá skoðuðu grænlensku gest- irnir Málningarverksmiðju Sjafnar, ístess hf., Krossanes, Skinnaiðnað Sambandsins og Álafoss. Að lokum var snæddur kvöldverður í boði land- búnaðarrádherra. Haldið var til Reykjavíkur í gærkyöldi og í dag mun ráðherrann m.a. funda með Útflutningsráði, fara að Hvanneyri og skoða bleikjueldisstöð á Laxamýri í Hálsahreppi í Borg- arfirði. Á myndinni sýnir Bjarni Jónasson, for- «töðumaður Skinnaiðnaðar Sambandsins, græn- lenska ráðherranum framleiðsluna. A að skylda íslensk skip til að selja afla sinn á markaði hér? AÐ SKYLDA íslensk fiskiskip til að selja allan sinn afla á íslenskum fiskiuarkaði er hugmynd sem Jóhann Antonsson starfsmaður atvinnu- tryggringasjóðs varpaði fram á opnum l'uiidi sem haldinn var í tengsl- um við fjórðungsþing Fjórðungssambands Norðlendinga. Hann segir að með hinum nýja íslenska fiskmarkaði myndi markaðsstarfsemi sú, sem nú fer fram með íslenskar fiskafurðir á Humber-svæðinu og í Cuxhaven, færast inn í landið, auk þess að hafa í for með sér ha- græðingu í sjávarútvegi og meira frjálsræði í viðskiptum við aðrar þjóðir. Jóhann sagði rekstrargrundvöll sjávarútvegsins brostinn vegna þess að framleiðslutækin væru miðuð við framleiðsluhætti og markaði eins og þeir voru fyrir tíú árum. „Engin gengisfelling getur gert það sem þarf að gera — fækka fiskiskipum og auka hagkvæmni í fiskvinnsl- unni," sagði hann. íslendinga sagði hann knúna til aðgerða, við lifðum í heimi þar sem allir vildu frjáls- ræði í viðskiptum, en jafnvel þau lönd sem státuðu af hve mestu frjálsræði settu sér ramma eða regl- ur til að ýta undir efnahagslíf í höndum eigin þjóðar. Jóhann sagði hugmyndina um að skylda öll fiskiskip til að selja fiskinn á íslenskum fiskmörkuðum fela í sér hvort tveggja, aukið frjáls- ræði í viðskiptum við aðrar þjóðir og hagræðingu í sjávarútvegi. Fisk- vinnslan gæti keypt það sem hún þyrfti á mörkuðum hér, svo framar- lega sem hún væri samkeppnisfær í verði við erlenda aðila, en óhjá- kvæmilegt væri að leyfa útlendum aðilum að bjóða í fiskinn á íslensk- um mörkuðum. Hins vegar væri hægt að setja kvóta á það magn sem sem útlendingum væri leyft að kaupa. „Reyndar búum við okk- ur í leiðinni til góða samningsstöðu við Evrópubandalagið, við gætum t.d. samið um að þeir megi kaupa tiltekið magn á mörkuðum að há- marki, gegn því að felldir verði nið- ur tollakvótar á ferskum flökum, saltfiski og skreið í Evrópubanda- lagsríkin." Jóhann sagði ávinning af þessu fyrirkomulagi margvíslegan, m.a. myndu fjölmörg störf í kringum sölu og dreifingu á íslenskum fiski erlendis flytjast heim og skipum myndi fækka þar sem menn þyrftu ekki lengur að eiga skipsskrokk til að eiga möguleika á að fá fisk til vinnslu í landi. Þetta nýja fyrirkomulag sagði Jóhann fela í sér gífurlega sóknar- möguleika fyrir Norðlendinga. Þekking, reynsla og markaðssetn- ing færðist inn á svæðin.þar sem salan færi fram og þar með einnig inn í fyrirtækin sem vinna úr hrá- efninu. „Það verður að sjálfsögðu bein lyftistöng fyrir atvinnulífið á Norðurlandi. Þess utan mun meira fjármagn komast í hendur þeirra sem selja fiskinn, þ.e. Norðlendinga sjálfra," sagði Jóhann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.