Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÖTTIR MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTÉMBER 1989 <¦'¦ 43 4 4 4 i i KNATTSPYRNA Sjö voru dæmdir í leikbann Sjö Ieikmenn voru dæmdir í eins leiks leikbann á fundi hjá aga- nefnd KSÍ í gær. Það voru þeir: Atli Einarsson, Víkingi, Freyr Sverrisson, Keflavík, Gísli Davíðs- son, Einherja, Vilhjálmur Einars- son, Víði, Hafþór Kolbeinsson, KS, Heimir Þorsteinsson, Þrótti Nes- kaupsstað og Jóhann Gylfason, Reyni frá Árskógsströnd. ' FRJALSAR IÞROTTIR / HEIMSBIKARMOTIÐ Sigurður í Evrópuúrvalinu Keppir á heimsbikarmótinu í Barcelona. Var valinn í stað heimsmethafans Jan Zeleznys, sem er meiddur SIGURÐUR Einarsson spjót- kastari hefur veríð valinn f úrvalslið Evrópu, sem keppir á heimsbikarmótinu ífrjáls- um íþróttum f Barcelona á Spáni um næstu helgi. Á mótinu eigast við átta úrvals- lið frá öllum heimsálf um. Va- lið er mikil viðurkenning fyrir Sigurð og kemur í kjölf ar frá- bærrar frammistöðu hans í stigamótum Alþjóða f rjálsí- þróttasambandsins ísumar. Upphaflega var heimsmethaf- inn í spjótkasti, Jan Zelezny frá Tékkóslóvakíu, valinn í Evr- ópuliðið en eftir að Ijóst var að hann gæti ekki keppt á mótinu vegna meiðsla var Sigurður til- nefndur í hans stað. Hvert lið sendir aðeins einn keppanda í grein á mótinú. lið Evrópu verður að teljast sigurstranglegt, því að með því keppa Sovétmenn en þeir urðu að bita í það súra epli að hafna í þriðja sæti í Evrópubikarkeppn- inni á dögunum. Hins vegar verða tvær efstu þjóðirnar þar, Bretar og Austur-Þjóðverjar með sérlið. Hin liðin fimm eru frá Banda- ríkjunum, Mið- og Suður- Ameríku, Afríku, Asíu og Eyja- álfu. Mótið hefst næsta föstudag og. lýkur á sunnudag. Það er hakUð í tengslum við þing Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins, sem nú stendur yfir í Barcelona. Mikill áhugi er á mótimt enda verða flestir beztu frjálsfþróttamenn heims meðal keppenda. í gær höfðu 45.000 miðar verið seldir í forsölu á alla dagana þrjá. Um tólf hundruð blaðamenn víðs veg- ar að munu fylgjast með mótinu. Árið 1985 var Einar Vilhjálms-. son valinn í Evropuliðið í þessari sömu. keppní en gat þá ekki keppt vegna meiðsla. KNATTSPYRNA / EM 21 Morgunblaðið/Rúnar Eyjólfur Sverrisson sést hér kasta sér fram og skalla knöttinn í netið hjá Finnum - 1:0. HANDHNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Þeir leika á Akureyri Bogdan Kowalczyk, landsliðs- þjálfari íslands í handknatt- leik, valdi í gærkvöldi landslið sitt sem leikur gegn A-Þjóðverjum á Akureyri í kvöld kl. 20. Landsliðið er þannig skipað: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, FH Hrafn Margeirsson, Víkingi Línu- og hornamenn: Guðmundur Guðmundsson, Víkingi Gunnar Beinteinsson, FH Bjarki Sigurðsson, Víkingi Þorgils Ó. Mathiesen, FH Geir Sveinsson, Granollers Útispilarar: Kristján Arason, Teka Atli Hilmarsson, Granollers Gunnar Gunnarsson, Ystad Óskar Ármannsson, FH Guðjón Árnason, FH Eyjólfur Sverrisson skoraði fjögur mörk gegn Finnum. KORFUKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN IMjarðvíkingar leika gegn Leverkusen Keflvíkíngar og KR-ingar mæta enskum liðum BIKARMEISTARAR Njarðvík- ur drógust gegn einu sterk- asta félagsliði V-Þýskalands í Evrópukeppni bikarhafa í körf uknattleik, en dregið var í Evrópukeppninni ígær. Njarðvík leikur gegn Bayer Leverkusen og fer fyrri leikur- inn f ram í Njarðvík 26. sept- ember og seinni leikurinn í Leverkusen 3. október. Islandsmeistararnir frá Keflavík drógust gegn enska meistara- liðinu Bracknel frá London, sem er mjög sterkt. Liðið, sem vann íslenska landsliðið með þrjátíu stiga mun í London sl. vetur, flaggar nær eingöngu Banda- ríkjamönnum. Keflavík Ieikur fyrri leikinn í London - 28. sept- ember, en heimaleikinn í keflavík 5. október. KR-ingar fara. einnig til Lon- don. Þeir drógust gegn Hemel í Evrópukeppni félagsliða og leika fyrri leikinn heima 27. september, en seinni leikinn í London 4. okt- óber. Eyjólfur jafnaði 38 ára markamet Ríkharðs Skoraði fjögur mörk þegar ísland skellti Finnlandi, 4:0, á Akureyri ^* EYJÓLFUR Sverrisson frá Sauðárkróki var heldur betur í sviðsljósinu á Akureyri í gær- kvöldi - þegar ísland vann Finnland, 4:0, í Evrópukeppni 21 árs landsliða. Eyjólfur skor- aði öll mörk íslands og jaf naði þar með 38 ára gamalt met Ríkharðs Jónssonar frá Akra- nesi, sem skoraði fjögur mörk í landsleik gegn Svíum, 4:3, á Melavellinum 1951. Þetta er draumur allra knatt- spyrnumanna - að skora fjög- ur mörk í landsleik. Ég er í sjöunda himni," sagði Eyjólfur eftir leikinn ¦¦¦¦¦¦ og bætti við: „Okkur Frá tókst að hefna Reyni ófaranna frá því í ^AkT'i Finnlandi, þar sem við vorum óheppnir að tapa, 1:2." Guðni Kjartansson, þjálfari íslenska liðsins, var að vonum án- URSLIT Knattspyrna - EM 21: ísland - Finnland............._....................4:0 Eyjólfur Sverrisson 4 (41., 64., 66., 87. mín.) Áhorfendur: 450. fsland: Ólafur Gottskálksson, Ólafur Kristj- ánsson, Alexander Högnason, Steinar Adolfsson, Einar Páll Tómasson, Kristinn R. Jónsson, Eyjólfur Sverrisson, Þorsteinn Halldórsson (Heimir Guðjónsson 78. mín.), Kjartan Einarsson (Baldur Bjarnason 59. mín.), Ólafur Þórðarson, Haraldur Ingólfs- son. STAÐAN: V-Þýskaland.......................4 3 1 0 7:1 7 ísland..................................4 1 2 1 7:4 4 Finnland..............................4 1 1 2 3:9 3 Holland...............................4 0 2 2 2:5 2 Leikir sem eftir eru: V-Þýskaland - Finn- land, Holland - ísland, V-Þýskaland - ís- land, Holland - Finnland. England 2. DEILD: Barnsley - Stoke......................................3:2 4. DEILD: Wrexham - Stockport..............................0:1 Handknattleikur ísland 21 - USA..................................34:15 Mörk Íslands: Héðinn Gilsson 6, Konráð Olavson 5, Sigurður Sveinsson 4, Þorsteinn Guðjónsson 4, Árni Friðleifsson 3, Davíð Gíslason 3, Hilmar Hjartarson 2, Sigurður Bjarnason 2, Július Gunnarsson 2, Halldór Ingðlfsson 1, Einar Gunnar Sigurðsson 1. ægður eftir leikinn. „Strákarnir gerðu allt rétt. Þeir börðust vel og létu knöttinn ganga. Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni. Hér voru á ferðinni framtíðarlandsliðsmenn íslands," sagði Guðni. Eyjólfur lék aðalhlutverkið í leiknum. Hann skoraði fyrsta mark- ið með því að kasta sér fram eftir sendingu frá Ólafi Þórðarsyni og skalla knöttinn í netið. Eyjólfur skoraði annað markið einnig með skalla og það þriðja skoraði hann eftir mikinn dugnað - vippaði. knettinum yfir finnska markvörð- inn. Fjórða markið skoraði hann með þrumufleyg eftir óbeina auka-. spyrnu - sendi knöttinn fram hjá átta manna varnarmúr Finna og í netið. Ólafur Þórðarson fékk tvö gullin tækifæri til að skora mörk, en hon- um brást bogalistin. íslenska liðið lék mjög vel og létu leikmenn knött- inn ganga manna á milli. FOU< ¦ JÚGÓSLAVARNIR Luca Kostic og Bojan Tanevski, sem leikið hafa með Þór í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar, munu verða áfram á Akureyri í vetur. ¦ PÁLL Arnar mun leika með liði Vals í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í vetur. Páll hefur leikið með Valsmðnnum undanfarin ár en söðlaði um í fyrra og lék með ÍS en er kominn aftur til Vals. ¦ GUNNAR Guðmundsson, frjálsíþróttamaður úr ÚIA, sigraði í 400 metra hlaupi á móti sem frai fór á Bislett-leikvanginum í Osló í gærkvöldi. Hann hljóp á 48,53 sek. Agnar Steinarsson, ÍR, varð í þriðja sæti á 50,13 sek og er það hans besti árangur. Erlingur Jó- hannsson varð í 3. sæti í B-riðli 800 metra hlaupsins á 1:50.97 mín. sem er besti árangur hans í sumar. Guðmundur Skúlason, FH, varS^ í 2. sæti í B-riðli á 1:53.14. mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.