Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 18
■i& MORCUKBLAÐIi) MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1989 Japönsk þingnefiid hér á landi: Fagna auknum innflutn- ingi o g opnun sendiráðs JAPÖNSK þingnefnd er nú stödd hér á landi í boði forseta Samein- aðs alþingis, Guðrúnar Helgadóttur. Þingmennimir em þrir, þeir Seigo Suzuki, sem er formaður nefndarinnar og fyrrverandi dóms- málaráðherra Fijálslynda lýðræðisflokksins, Teiko Karita, en hún er þingmaður Komeito (Gott siðferði í stjórnmálum), og Hiroshi Isay- ama, þingmaður kommúnista. Blaðamaður Morgunblaðsins átti við þá viðtal og spurðist fyrst fyrir um erindi þeirra til Islands. „Á Japansþingi starfar sérstök. um ríkjandi stjórn. nefnd, sem hefur bætt samskipti Japans og íslands með höndum. For- seti Sameinaðs alþingis bauð forseta efri deildar japanska þingsins (Diet), Yoshihiko Tsuchya, að koma hingað til lands, en svo vill til að hann er jafnframt formaður nefndarinnar. Hann átti hins vegar ekki heiman- gengt, svo þessi sendinefnd fór í hans stað,“ sagði Suzuki. „Sendinefnd hefur engin sérstök verkefni önnur en þau að efia og treysta vináttu landanna. Löndin eiga margt sameiginlegt: bæði eru umlukin hafi og eru háð innflutningi og bæði eru á virku eldfjallasvæði og nýta jarðhita." Suzuki var spurður hvort hann sæi fram á að viðskiptatengsl ísiands og Japans kynnu að breytast á næst- unni, en ísland er eitt fárra landa, sem hefur jákvæðan vöruskiptajöfn- uð við Japan. „Við erum ekki færari en aðrir við að spá fyrir um framtíðina. Islend- ingar flytja aðallega frumfram- leiðsluvöru eins og fisk til Japans, en við vonum að í framtíðinni verði meira um innflutning á vöru eins og áli og járnblendi frá íslandi, en þar njótið þið ódýrrar orku, sem við Jap- anir höfum hins vegar ekki. Um þá þróun höfum við ekkert nema gott eitt að segja. Þá hefur verið rætt um að Islendingar opni sendiráð í Tókíó. Slíkt myndi að sjálfsögðu ekki draga úr viðskiptatengslum okkar og við myndum fagna slíku fram: taki.“ Suzuki kvaðst hins vegar ekki vita hvar þau mál stæðu, en sagði að þau kynnu að vera rædd á fundi nefndar- innar með Jóni Baldvini Hannibals- syni, utanríkisráðherra, sem fram fer í dag og að sér yrði sönn ánægja að koma skilaboðum þar að lútandi til ríkisstjórnar sinnar. Þingmennirnir voru spurðir um þær hræringar, sem átt hafa sér stað í japönsku stjórnmálalífi að undanf- örnu. Karita taldi stjórnina sitga a.m.k. fram í mars, en þá verða fjárlög af- greidd. Hún vildi einnig ítreka að þrátt fyrir pólitískan ágreining væri það venjan að allir Japanir fylktu sér Hvað afsögn Sosukes Unos varð- aði taldi Karita að hann hefði aðeins verið óheppinn: hann hefði verið í sviðsljósinu þegar umræða um per- sónulegt siðferði stjómmálamanna hófst. Suzuki tók undir þetta og bætti við að í vændum væri — enda nauð- synlegt — að opna flokkskerfi Fijáls- lynda lýðræðisfiokksins, þannig að leiðtogar hans væru valdir í prófkjör- um og þar yrði forsætisráðherraefni flokksins líka valið, en það er þingið, sem velur forsætisráðherra. Þingmennirnir voru að lokum spurðir hvort síðustu kosningar væru vísbending um að konur væru að ryðja sér rúms í japönskum stjóm- málum, en fram að þessu hafa fáar konur tekið þátt í þeim og kosninga- þátttaka þeirra takmörkuð. Teiko Karita átti lokaorðið og sagði stutt og laggott við góðar undirtektir karl- anna tveggja: „Að sjálfsögðu". Morgunblaðið/BAR Japönsku þingmennirnir, f.v.: Teiko Karita, Seigo Suzuki, formaður sendineindarinnar, og Hiroshi Isayama. Már Guðmundsson efiiahagsráðgjafi: Skattlagning á fjármagns- tekjur dregur ekld úr spamaði Spáir hækkun vaxta, komist skatturinn á MÁR Guðmundsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, telur að misskilnings gæti í viðbrögðum bankamanna við hugmyndum um skattlagningn á fjármagnstekjur. I samtölum við bankamenn, sem birtust í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, kemur fram ótti við að spamaður minnki ef skattlagning á fjármagnstekjur verður að vem- leika. Már hafði samband við Morgun- blaðið og sagði meðal annars í sam- tali við blaðið að aðalatriðið í skatt- lagningu fjármagnstekna væri það, að hún gerði skattkerfið réttlátara. Launatekjur og arður væri skattlagð- ur, og ekki ætti að mismuna fólki eftir því hvaðan tekjur þess kæmu. „Það er alveg ljóst að ef skattkerf- ið á að hygla einhvetjum, þá á það að vera sá sem er að leggja hlutafé í atvinnurekstur eða ijárfesta beint í atvinnulífinu, en alls ekki þeim, sem er að leggja fram lánsfé," sagði Már. „Við það að farið er að skatt- leggja raunvexti og skattalegum frá- drætti vegna fjárfestingar í hluta- bréfum er haldið eða hann jafnvel aukinn, réttum við þetta hlutfall af og gerum miklu eftirsóknarverðara að íjárfesta í atvinnurekstri en ein- hveiju öðru, sem er einmitt það sem þurfti að gera,“ sagði Már. Hann sagði að alþjóðleg samræm- ing væri einnig rök fyrir þessum skatti. „Skattlagning á fjármagns- tekjum er alls staðar til nema í ein- staka löndum. Innan Evrópubanda- lagsins eru menn á því að það þurfi að samræma þessa skatta, samhliða því að það verður opnað fyrir streymi fjármagns. Þau lönd sem vilja það ekki, verða að lokum pínd til þess. Ég veit ekki hvort menn vilja heldur hafa það þannig að við verðum þvin- guð til að taka upp þennan skatt í alþjóðlegum samningum frekar en að taka hann upp sjálf af eigin hyggjuviti," sagði Már. Hann sagði að áhrif á sparnað yrðu óveruleg. „í fyrsta lagi er lagt til að eignarskattar lækki á móti, svo að áhrifin verða minni. í öðru lagi er gert ráð fyrir því að liðkað verði til fyrir Ijárfestingum í hlutabréfum, þannig að það, sem kann að tapast af innlánum í bönkum eða skulda- bréfaeign getur að einhveiju leyti unnizt upp í formi sparnaðar í hluta- bréfum," sagði Már. „Það er síðan alveg ljóst að þessi skattur verður ekki borinn að öllu leyti af sparifjáreigendum sjálfum eða eigendum skuldabréfa. Vextirnir munu koma til með að hækka eitt- hvað við innheimtu skattsins. Sumir vilja ganga svo langt að þeir muni hækka sem skattinum nemur. Ef það gerist verða áhrifin á sparnað nátt- úrulega engin. Ég hef reyndar enga trú á því að svo fari. Skattbyrðin mun dreifast milli fjármagnseigenda og annarra. Fjármagnseigendur munu kannski bera meira af skattin- um núna heldur en ef hann hefði verið lagður á fyrir tveimur árum. Við erum með þroskaðri ijármagns- markað, það er ekki sama umfram- eftirspurnin eftir íjármagni. Það er líka ástæðan fyrir því að þessi skatt- ur er tekinn upp núna, það var að sjálfsögðu engin ástæða til að skatt- leggja raunvexti á meðan þeir voru stórlega neikvæðir," sagði Már. Már sagði að ef áfram yrði haldið að skattleggja ekki vissar fjármagns- tekjur myndi það leiða til þess að hlutfallslegur kostnaður atvinnulífs- ins af öflun hlutaijár annars vegar og lánsfjár hins vegar, og einnig ijár- magnskostnaður miðað við laun, yrði rangur. „Ef ríkið skattleggur einn framleiðsluþátt, það er launin, en Morgunblaðið/RAX Mikil örtröð var á skiptibókamarkaði Pennans í upphafí vikunnar og komu þangað hátt í tvö þúsund nemar á mánudag, sem er metaðsókn. Penninn: Ortröð á skiptíbókamarkaði MIKIL örtröð hefúr verið á skiptibókamarkaði Pennans að undanfórnu en nú stendur yfir sjötta starfsár hans. Á mánudag komu hátt í tvö þúsund framhaldsskólanemar á markaðinn og hafa þeir ekki verið fleiri á einum degi frá upphafi. Gunnar B. Dungal forstjóri sparað sér 10.000 krónur. Pennans segir að aðsókn nema á þennan markað hafi stöðugt aukist frá því að honum var komið á fót. Þeir geta gert góð kaup á þessum markaði. Gunnar segir að fram- haldsskólanemi þurfi að borga sem svarar 24.000 krónum fyrir bækur í haust. Með því að kaupa þær á skiptibókamarkaðinum geti hann „Það er annað sem við höfum tekið eftir á þessum sex árum og það er að meðferð nemanna á bók- um sínum hefur stórbatnað,“ segir Gunnar. „Enda tökum við ekki við bókum sem mikið hefur verið krot- að í eða eru illa farnar að öðru leyti." Skólastjóri Reykjanesskóla við Djúp: í frí eða sagt upp ella starf hefst. Þá vil ég taka fram, að þó deilur hafi verið með mér og skóla- nefndinni þá hef ég átt gott sam- starf við kennara og nemendur þau sjö ár sem ég hef verið skólastjóri." SKÖLASTJÖRI héraðsskólans að Reykjanesi við ísafjarðardjúp ætl- ar að ákveða í dag hvort hann verður við óskum menntamálaráð- herra um að fara í eins árs launað fri firá störfúm, eða þola brott- rekstur ella. Þá hefúr skólanefnd skólans vikið og verður önnur skipuð í hennar stað. Væringar hafa verið með skóla- stjóranum og skólanefndinni um tíma og taldi Svavar Gestsson mennta- málaráðherra þær standa skólastarfi fyrir þrifum. Svavar sagði í gær, að skólastjórinn hefði svarað málaleitan sinni þannig, að hann tæki sér eins árs leyfi frá störfum. „Staða skóla- stjóra verður auglýst, en hann fær greidd laun í eitt ár. Hvað verður að því ári loknu er ekki Ijóst nú,“ sagði ráðherra. Skarphéðinn Olafsson, skólastjóri, sagði það rangt hjá ráðherra að hann hefði gert upp hug sinn í þessum efnum; hann ætlaði að skýra frá ákvörðun sinni í dag. „Ef ég hef skilið ráðherra rétt, þegar hann boð- aði mig á sinn fund á fimmtudag, þá felst í þessu að ég fæ greidd laun í eitt ár, en eigi rétt á stöðunni að nýju að árinu liðnu. Mér var gert Ijóst, að ég yrði að fara frá störfum. Ánnað hvort færi ég í launað frí eða mér yrði vikið frá störfum og þá þyrfti ég að leita til dómstólanna. Ég er afar ósáttur við að þetta mál skuli koma upp rétt áður en skóla- ekki annan, þá er verið að skekkja þessi verðhlutföll. Það getur leitt til þess að það verði tekgar ákvarðanir sem eru rangar út frá því sjónarmiði að hámarka velferð og þjóðartekjur. Jafnvel þótt skatturinn leiði til hækk- unar vaxta, er það betra en að hafa þessa skekkju í skattkerfinu, af því að skattkerfi eiga að vera hlutlaus." Már sagði að svo lengi sem raun- vextir væru jákvæðir, hefði gengið mjög erfiðlega að finna sterkt sam- band milli vaxta og sparnaðar. „Ef einhveijir þeirra manna, sem eru að æsa sig út af þessu, geta komið með einhveijar frambærilegar rannsókn- ir, byggðar á viðurkenndum tölfræð- iaðferðum, sem sýna það svart á hvítu að þetta muni leiða til hruns sparnaðar, er sjálfsagt að endur- skoða þetta. Það geta þeir auðvitað ekki,“ sagði Már. Hann sagði að það væri ekki rétt að skattlagning fjármagnstekna myndi flækja skattframtöl eða valda því að almenningur þyrfti að ráða sér skattráðgjafa. Bankar og spari- sjóðir myndu sjá um innheimtu skattsins af vöxtum, um leið og þeir væru greiddir út. Slíkt væri líka hag- kvæmara en að innheimta skattinn eftir á. Már viðurkenndi að það kynni að leiða til hækkunar á þjónustu- gjöldum bankanna. Að sögn Más er það ekki rétt að fjármagnsskattanefnd leggi ekki til að vextir af lánum verði frádráttar- bærir frá skatti. „Við viljum halda því á lánum sem tekin eru til fjárfest- ingar í íbúðarhúsnæði og atvinnu- rekstri, en alls ekki á neyzlulánum. Með neyzlulánum eru menn að flýta neyzlu sinni, og það er fráleitt að veita skattaafslátt til þeirra." Frjálst framtak: íslenskri getspá og ÍSÍ boðið 2400 fin húsnæði FRJÁLST framtak hf. hefúr boðið íslenskri getspá og íþróttasam- bandi íslands 2.400 fm fúllbúið húsnæði í nýju húsi í Smárahvammi. Söluverð er 112 milljónir króna eða 20 milljónum króna lægra verð en kostnaðaráætlun fyrir húsnæði það sem íslenska getspá og ÍSÍ eru að byrja að byggja, en um er að ræða svipað stórt húsnæði. Tilboð Fijáls framtaks miðar við framtak að Islensk getspá og ÍSl séu að afhending húsnæðisins fari fram 1. desember 1990 og lóð verði fullfrá- gengin fyrir 1. ágúst 1991. Gert er ráð fyrir greiðslu byggingarkostnað- ar á byggingatíma og byggingarví- sitölu 145,3 stig. Tilboðið er bind- andi og stendur til 15. september. Hallgrímur T. Ragnarsson fram- kvæmdastjóri byggingarsviðs Fijáls framtaks segir að þeir hafi gert fyrr- greindum aðilum þetta tilboð þar sem sýnt var að Fijálst framtak getur boðið þetta húsnæði á mun lægra verði en kostnaðaráætlun um bygg- ing nýs húsnæðis á þeirra vegum kveður á um. Einnig telur Fijálst jafn vel í sveit sett í Smárahvammi og í Laugardal. Vilhjálmur Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri íslenskrar getspár fékk tilboð þetta í hendur í gærdag. Hann vill ekkert tjá sig um það að sinni. Flestir hlutaðeigandi aðilar innan íslenskrar getspár og ÍSÍ eigi eftir að fjalla um þetta mál. Hann lét þess þó getið að þegar væri byij- að á jarðvinnunni við húsnæði það sem þeir létu hanna og ætla að byggja. Það væri því spurning hvort stökkva ætti á fyrsta tilboð sem bærist eftir að þessi vinna er hafin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.