Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1989 33 Minning: ~j---------------- i * SæmundurM. Osk- arsson frá Eyri Hver kynslóð er örstund ung og aftur til grafar ber en eilífðaraldan þung lyftir annarri á brjósti sér þá kveðjumst við öll, vom kvöldi hallar en kynslóð nýja til starfa kallar sá dagur, sem órisinn er. (Tómas Guðm.) Hann Sæmundurbróðir er dáinn. Tveir hlekkir úr systkinahópnum eru brostnir. Steinunn systir okkar dó árið 1969 og var hún elst okk- ar. Sæmundur fæddist á Hyrnings- stöðum í Reykhólasveit 6. desember 1915. Foreldrar hans vbru Óskar Arinbjörnsson og Guðrún Guð- mundsdóttir sem þá bjuggu þar. Þegar Sæmundur var á fjórða ári fluttust þau að Eyri í Gufudals- sveit. Þau höfðu þá fest kaup á hálfri Eyrinni því tvíbýli var þá á jörðinni. Það hefur líklega verið um 1930 sem faðir okkar festi kaup á allri jörðinni. Ekki var Sæmundur eina barnið sem fluttist þangað með þeim, þau áttu þrjú önnur, Stein- unni, Arnór og Kristin, sem þá var yngstur. Eina dóttur höfðu þau misst sem ekki lifði fæðinguna af. Eftir að Guðrún og Óskar fluttust að Eyri eignuðust þau þrjú börn, mig sem þessar línur skrifar, Guð- mund og Guðrúnu sem er yngst. Öll ólumst við upp saman, okkur þótti vænt hvert um annað og tók- um þátt í hvers annars gleði og sorgum. Tilbreyting var ekki mikil í sveitinni í þá daga en alltaf var reynt að gera sér eitthvað til skemmtunar, fara í fjallgöngur, útreiðartúra, fara með öngul og snæri og orm í boxi að ánni að veiða silung í sunnudagsmatinn, að ógleymdum kirkjuferðum. Á vet- urna voru skautaferðir á ísilögðum firðinum, þó skautarnir væru bara tunnustafir, skíðaferðir á snjósköfl- um, eða hlaupið á milli bæja að hitta krakkana. Alltaf var góður andi þar á milli og unnið saman, svo sem þegar safnað var í brennu fyrir gamlárskvöld, þá var oft glatt á hjalla. Þegar aldur færðist yfir hjálpuðu allir til við þau verk sem nauðsyn- legust voru, og árið 1937 réðst pabbi í að byggja steinhús á Eyri með aðstoð sona sinna sem þá voru orðnir liðtækir menn. Þær hrærðu alla steypuna, sem fór í húsið, án þess að hafa nokkra vél. Sæmundur brá sér til Reykjavík- ur og kynntist þá lífsförunaut sínum, Elínu Ingibjörgu Ingimund- ardóttur, ættaðri frá Ystabæli und- ir Eyjafjöllum. Hún flutti vestur og tóku þau við helmingi jarðarinnar Eyri árið 1944. Ekki var nú bú- stofninn mikill og engum allsnægt- um úr að spila. A þessum árum var enginn akvegur kominn þangað, ekkert rafmagn, nema ef einhver hafði efni á að setja upp svokallaða heimarafstöð, og held ég að hún hafi komið þarna seinna. Mikil vinna er í því falin að stunda bústörf, þau eru einnig mjög bindandi. Sjaldan held ég að þau Sæmundur og Elín hafi brugðið sér af bæ, að minnsta kosti ekki í lang- ferðir meðan þau bjuggu á Eyri. Þau kappkostuðu að sinna búpen- ingnum sem allra best. Sæmundur og Elín voru miklir höfðingjar heim að sækja enda áttu þau marga góða vini. Gestrisni þeirra var alveg einstök, hlýlegt viðmót og hlýtt handtak einkenndi þau. Öllum sem þekktu þau bar saman um það. Árið 1954 drukknar Óskar, faðir okkar, og þá verða þáttaskil og Sæmundur og Elín taka við allri jörðinni. Þegar vegasamband komst á vestur á Patreksfjörð varð gest- kvæmara hjá þeim hjónum. Það var reyndar algengt að uppbúin rúm biðu langferðabílstjóranna og mat- ur og kaffi á dekkuðu borði niðri í eldhúsi, sama hvort var að nóttu eða degi. Ég kom þarna og sá með mínum eigin augum, og naut þess að vera gestur þeirra með manni og sjö börnum okkar í heilan mánuð. Eg minnist þeirra daga með þakklæti og gleymi aldrei tímanum sem ég átti með þeim þá. Það er ógleyman- legt. Árið 1978 urðu þau Sæmundur og Elín að bregða búi, heilsu þeirra vegna. Þau þurftu bæði á læknis- hjálp að halda og fluttu suður. Fyrst leigðu þau sér húsnæði en síðan keyptu þau íbúð í Ástúni í Kópa- vogi. Þau bjuggu þar til ársins 1984, þá andaðist Elín, 25. októ- ber, og hafði hún búið við mikla vanheilsu síðustu árin. Konumissir- inn varð Sæmundi eins og gefur að skilja mikið áfall því þau höfðu alla tíð staðið saman og aldrei látið hugfallast í gegnum búskap, heilsu- leysi eða aðra erfiðleika. Þau Sæ- mundur og Elín eignuðust sex börn, einn son og fimm dætur, en eina Ingibjörg Sveins- dóttir - Kveðjuorð Mig langar til að minnast góðrar vinkonu minnar, Ingibjargar Sveins- dóttur frá Fáskrúðsfirði. Hún hefði orðið níræð í dag, 6. september, en hún lést 25. apríl síðastliðinn. Ég kynntist Ingu, eins og hún var ávallt kölluð, fyrir 14 árum síðan þegar ég gitist frænda hennar. Strax tókst með okkur mikil vinátta, þrátt fyirr að aldursmunurinn væri rúm- lega hálf öld. Við áttum margar stundir saman þar sem við ræddum um lífið og til- veruna, var hún sérstaklega mann- glögg og minnug. Inga sagði mér oft frá liðnum tímum og var frásögn hennar svo lifandi og skemmtileg. Hún Inga var sannarlega barn síns tíma og þurfti að hafa fyrir lífinu. Ung þurfti hún að fara úr foreldra- húsum til þess að vinna fyrir sér. Þetta setti mark á hana. Það sem hana langaði mest 'til að gera var ómögulegt, en það var að læra. Hún átti sér drauma sem ekki rættust. Hún kvartaði þó aldrei, hún sagði mér bara frá þessu. Inga var mjög barngóð, siðavönd og heiðarleg manneskja. Börnunum mínum var hún mjög góð. Hún kom í heimsókn eins oft og hægt var, og ævinlega á jólunum. Eitt barnanna sagði að jólin væru komin þegar Inga kæmi. Inga var mjög myndarleg til allra verka. Alltaf gat hún gefið mér góð ráð, hvort sem um handavinnu eða matseld var að ræða. Fyrir tæpum tveimur árum fór Inga að veikjast alvarlega og síðustu mánuðina sem hún lifði dvaldi hún til skiptis á heim- ili okkar og í Landakotsspítala. Það er ómetanlegt að hafa fengið að kynnast manneskju eins og henni. Hún gaf manni svo margt sem ekki er hægt að kaupa fyrir peninga. Mér finnst eins og hún hafi opnað fyrir mér ýmsar'gáttir í lifinu, sem annars hefðu verið mér lokaðar. Við söknum hennar öll mjög mikið. Blessuð sé minning hennar. Erla Skaftadóttir Birting afmæJis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hamarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. BOKFJERSU OG VaWTUN KVÖLDNÁMSKEIÐ Sækið námskeið hjá traustum aðila Haldin verða á næstunni ettirfarandi námskeið: Námskeið Dagsetning Bókfærsla I - fyrri hluti......................12., 14, 19, 21, 26. og 28. sept. Bókfærsla I - seinni hluti.........................3, 5, 10, 12, 17. og 19. okt. Vélritun (byrjendur)...............11, 13,.18, 20, 25, 27. sept, 2, 4, okt. Ýmis stétrarfélög styrkja félaga sína til þátttöku. Skráning og írekari upplýsingar: Sími 91-688400. Verzlunarskóli Islands dóttur misstu þau sólarhrings- gamla. Þau sem upp komust eru: Guðmundur Arinbjörn, býr á Reyk- hólum; Inga Þórunn, býr í Kópa- vogi; Kristín Una býr í Bolung- arvík; Guðrún Ósk býr í Kópavogi og Sigþrúður Ingibjörg sem býr í Breiðholtinu. Pjórtán voru barnabörn Sæ- mundar orðin og tvö langafabörn. Hann elskaði fjölskyldu sína og langaði oft til að gera meira fyrir hana en hann gat. Hann sagði eitt sinn við mig er við áttum tal sam- an: „Það er verst, ég get svo lítið hjálpað." Sæmundur mátti vera stoltur af börnum sínum, þetta eru allt vel gefnir og góðir þjóðfélags- þegnar. Eftir að Sæmundur missti konu sína, bjó hann ekki nema skamman tíma í Ástúni, heilsa hans leyfði ekki að hann byggi einn. Sæmund- ur flutti til Ingu dóttur sinnar og Magnúsar tengdasonar síns í Hlað- brekku 3 í Kópavogi. Hann var glaður yfir þvF að fá ¦ að dvelja hjá þeim og Inga ekki síður ánægð að fá að hafa föður sinn þessi síðustu ár, og geta hlúð að honum meðan hann þurfti. Það voru alltaf miklir kærleikar milli þeirra feðgina. Sæmundur hafði unnið hjá Olíu- félaginu Skeljungi frá því hann flutti suður vann þá allan daginn, en frá áramótum vann hann hálfan daginn, var honum brugðið, og núna í mars var hann lagður inn á Borgarspítalann mikið veikur og átti þaðan ekki afturkvæmt. Sæmundur var mikill húmoristi, en þó var hann mikill alvörumaður, hló sjaldan og hafði góða stjórn á skapi sínu sem ég veit að var mik- ið ef því var að skipta. Sæmundur var dulur maður, kvartaði aldrei og ræddi ekki um það sem framundan var. Maður veit ekki hvað býr í huga manns sem veit að lokaferðin er í nánd. Ég hef reynt að mynda mér skoðun um það og kemst alltaf að sömu niðurstöðu: Það hlýtur að þurfa mikinn kjark og sterka trú til að taka slíkum fréttum með æðruleysi en það fannst mér hann svo sannarlega gera. Það eina sem við gátum gert var að sitja hjá honum og tala við hann á meðan hann var hress og hann vissi af okkur hjá sér. Inga dóttir hans kom til hans á hverjum degi og sat hjá honum margar klukkustundir í einu og stundum kom hún tvisvar á dag. Guðmundur sonur hans sem býr á Reykhólum tók sér frí til að geta verjð hjá honum, voru það 10 eða 14 dagar sem hann dvaldi hér í einu. 011 reýndu börnin að létta honum síðustu stundirnar eins og í þeirra valdi stóð. . Sæmundur kvaddi þennan heim í Borgarspítalanum 2. ágúst síðast- liðinn og var jarðsunginn frá Foss- vogskirkju 16. ágúst að miklu fjöl- menni viðstöddu. Ég vil þakka hjúkrunarfólki og læknum á deild A6 og A7 á Borgarspítalanum fyrir frábæra hjúkrun, hlýju og nær- gætni sem það sýndi honum á með- an hann dvaldi þar. Börnum hans, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingjum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Drottin gefi dánum ró og hinum líkn sem lifa. Guðbjörg Óskarsdóttir _Dale . Carnegie þjálfuri Ræðumennska og mannleg samskipti. Kynningarfundur Kynningarf undur verður haldinn fimmtu- dag kl. 20.30 að Sogavegi 69, gengið inn að norðanverðu. * Námskeiðið getur hjálpað þér að: * Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. * Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann- færingarkrafti í samræðum og á fundum. * Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. * Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst að um- gangast aðra. * Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað. * Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritunogupplýsingarísíma: 8241 1 STJÓRNUNARSKÓLINN c/o Konráö Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.