Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 20
J'í 20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1989 Pólland: Kommúnistar í aukahlutverki í stjórn landsins Varsjá. Reuter. TADEUSZ Mazowiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur því sem næst lokið við að mynda ríkisstjórn þar sem kommúnistar fara í fyrsta sinn frá 1940 með aukahlutverk í stjóm landsins, að sögu heimildarmanns innan pólska þingsins í gær. Heimildarmaðurinn sagði að Sam- staða myndi fara með sex ráðuneyti auk embættis aðstoðarforsætisráð- herra og annarra mikilvægra emb- ætta. Kommúnistar munu fá þijú til flögur ráðuneyti, þ.e. varnarmála- ráðuneyti, innanríkis- og samgöngu- málaráðuneyti og hugsanlega ut- anríkisráðuneyti, ásamt embætti að- stoðarforsætisráðherra. Utanríkis- ráðuneytið, sem hefur verið helsta bitbein flokkanna sem að stjómar- mynduninni standa, fellur í skaut utanflokksmanns. Mazowiecki leggur ráðherralista sinn fyrir neðri deild pólska þingsins á morgun. Eftir því sem næst verður Sááekki fund sem finnur Tampere. Reuter. FINNI nokkur, sem „fann“ rúmlega 66 miHjónir ísl. kr. á bankareikningnum sínum, var á mánudag dæmdur í nærri þriggja ára fangelsi fyrir að hafa notað peningana eins og hann ætti þá. Frá því í febrúar og fram í júní streymdu peningamir inn á reikning Perttis Kumpumakis, sem býr í Tampere í Finnlandi, en að réttu lagi hefðu þeir átt að fara inn á reikning fyrirtækis nokkurs. Voru reikningar þess og Kumpumakis eins að öðru leyti en því, að annar hafði núllinu fleira. Á fyrmefndum tíma bámst 52 greiðslur inn á reikninginn að upphæð 66 milljónir kr. og Kump- umaki fór að lifa í vellystingum. Hann keypti sér skemmtibát, tvær íbúðir, hlutabréf í fyrirtækj- um og ferðaðist um fjarlæg lönd. Einhveiju virðist hann líka hafa komið undan því að nú, þegar allt hefur komist upp, getur hann ekki gert grein fyrir fénu nema að litlu leyti. Hj altlandseyj ar: Kindur í ann- arlegu ástandi komist mun Samstaða fá í sinn hlut iðnaðarráðuneyti, fjármálaráðuneyti, húsnæðismálaráðuneyti, mennta- og vinnumálaráðuneyti og nýstofnað samskiptamálaráðuneyti. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, er nú í fjögurra daga heimsókn í Vestur-Þýskalandi. Þar hyggst hann leita eftir stuðningi vestur-þýskra stjórnmálaleiðtoga og iðjuhölda við efnahagsumbætur í Póllandi. Reuter Stuðningsmaður Lechs Walesa gaf leiðtoga Samstöðu skeifu við komu hans til Vestur-Þýskalands gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Walesa kemur til landsins. Brasilía: 48 irianns lifðu af nauðlend- ingu í Amazonfrumskóginum Sao Paulo. Reuter. BJÖRGUNARMENN hafa fiindið Boeing-737 flugvél Varig-flugfé- lagsins I Brasilíu sem týndist á sunnudag þegar henni var flogið með 54 menn innanborðs ýfir frumskóga Amazon. Að sögn Globo- sjónvarpsins í Brasilíu voru að minnsta kosti 48 manns á lífi þeg- ar vélin fannst. „Ég ætla að biðja fyrir sam- fylgdarmönnum mínum og reyna nauðlendingu," sagði flugmaður- inn við flugmann annarrar flugvél- ar skömmu áður en fjarskiptasam- band rofnaði. Samkvæmt upplýsingum tals- manns Varig-flugfélagsins sagðist flugmaðurinn ætla að lenda í skóg- arijóðri sem hann hafði komið auga á. Flugmaðurinn tilkynnti flugumsjónarmanni á Belem-flug- velli að siglingatæki vélarinnar hefðu bilað. Flugumsjónarmenn gátu hins vegar enga aðstoð veitt þar sem ratsjá flugtumsins var í lamasessi. Helio Smidt, forstjóri Varig-flugfélagsins, sagði í sjón- varpi í gær að einn eftirlifenda hefði gengið frá slysstað að sveitabæ til að sækja hjálp. Þaðan hefðu verið send boð sem radíóa- matörar hefðu numið. Talsmaður brasílska flughers- ins, Antonio Telles Ribeiro, sagði að vélin hefði fundist um 300 km vestur af bænum Sao Felix do Araguaia í Mato Grosso-fylki. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hve margir komust lífs af úr slysinu. Talsmaðurinn sagði fyrr um daginn að leit færi einkum fram í suðurhluta Para-fylkis, en indíán- ar þar um slóðir höfðu tilkynnt stjórnvöldum að þeir hefðu heyrt brothljóð aðfararnótt mánudags. Um borð í flugvélinni var út- búnaður til að auðvelda mönnum að komast af í frumskóginum og matarbirgðir fyrir 109 manns í 72 klukkustundir. Vélin var á leið frá bænum Maraba í Amazon til Belem. EITURLYFJASTRIÐIÐ I KOLUMBIU Bandaríkjamenn senda hergögn og hernaðarráðgjafa til landsins Medeilin, Bogota. Reuter. TVEIR menn létust og tólf særðust þegar maður hóf skothríð á lögreglumenn á flugvellinum í Medellin í gær. Sjónarvottar sögðu að lögreglumenn hefðu snúist til vamar og skotið manninn til ólífis. Auk þess beið bana óbreyttur borgari sem átti leið um flug- völlinn. Byssumaðurinn er talinn hafa verið leigumorðingi kólumb- ískra eiturlyfjasala. Talsmaður lögreglunnar sagði að byssumaðurinn héfði verið „sic- ario“, eða leigumorðingi eins af hinum illræmdu eiturlyfjahringum sem nú heyja stríð við kólumbísk stjómvöld. Tveir lögreglumenn voru á meðal hinna særðu. Atta bandarískar orrustuflug- vélar lentu við strönd Karíbahafs- ins í gær og verður þeim beitt gegn velvopnuðum sveitum eitur- lyfjasala. Á sunnudag bámst kól- umbískum stjómvöldum tvær C- 130 flutningavélar og í gær vom fimm UH-1 Huey þyrlur væntan- legar til landsins frá Bandaríkjun- um. Vélarnar em liður í neyðarað- stoð bandarísku ríkisstjómarinnar við kólumbísk stjómvöld. Banda- ríkjastjóm hefur jafnframt til- kynnt að 100 hemaðarráðgjafar verði sendir til landsins. John Sununu, skrifstofustjóri Bandaríkjaforseta, sagði að bandarísk stjórnvöld myndu íhuga það hvort senda bæri bandarískar hersveitir gegn kólumbískum fíkniefnaþijótum og hemm þeirra ef óskir bæmst um það, en að engin tilmæli í þá vem hefðu bo- rist frá ríkisstjórn Kólumbíu. Bandaríkin: Krakk heldur innreið sína í sveitir landsins Washington. Reuter. KRAKKNEYSLA hefiir færst ny'ög I aukana til sveita í Banda- ríkjunum, samkvæmt upplýsingum bandarísku fikniefiialögregl- unnar. Sú staðreynd er einnig kunn að sala á krakki í stórborgum Bandarikjanna hefiir breytt þessum sömu borgum í vígvelli, þar sem bófaflokkar svífast einskis til að geta starfað óáreittir. St. Andrews á Skotlandi. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morg- unblaðsins. ÆR á Hjaltlandseyjum sækja nú ákaft í berserkjasveppi og valda hættu fyrir ökumenn. Einn íbúa eyjanna lét hafa eftir sér að ökumenn yrðu að fara með sérstakri gát vegna þess að heilir flokkar af fénaði hegðuðu sér mjög undarlega. „Það er rétt eins og kind- umar séu dmkknar. Þær detta hver um aðra og kæra sig kollóttar um umferðina," sagði hann. Berserkjasveppir vaxa í miklu magni á Hjaltlandseyjum á þessum tíma árs. Víkingar neyttu þeirra til að auka sér hugrekki í oirustum og á sjöunda áratugnum sóttu hippar til Hjaltlandseyja til að neyta þeirra, en það hefur svipuð áhrif og ofskynj- unarlyfið LSD. Landbúnaðarráðunautur á eyjunni taldi að skortur á magnesíum í kind- unum væri líklegri skýring á ásókn- inni. Þó væri ekki útilokað að of- skynjanir fylgdu sveppaátinu. Tvær sprengjuárásir voru gerð- ar í Medellin skömmu áður en 10 klukkustunda útgöngubann skall á aðfaramótt mánudags. Miklar skemmdir urðu á banka og trygg- ingfyrirtæki í annarri af árásun- um. í borginni Monteria, vestan við höfuðborgina Bogota, sprakk bensínsprengja við flugvél í eigu fíkniefnadeildar bandaríska inn- anríkisráðuneytisins. Miklar skemmdir urðu á vélinni en hún var notuð í baráttunni gegn eitur- Iyfjasölum í Perú. Á laugardag sprakk geysiöflug sprengja við rit- stjómarskrifstofur dagblaðsins E1 Espectador. 83 menn slösuðust í sprengingunni, þar af 11 alvar- lega. Dagblaðið hefur barist hat- rammlega gegn starfsemi fíkni- efnasala í landinu. Auk þess spmngu þijár sprengjur í miðborg Medellin í gærkvöld og særðust þrír vegfarendur í tilræðunu. Morðaldan sem gengur yfir höf- uðborgina Washington er til að mynda rakin krakkfaraldursins. Yfir 300 morð hafa verið framin í höfuðborginni það sem af er þessu ári. Krakk er ekki eina fíkniefnið sem hefur haldið innreið sína í ríki Bandaríkjanna, allt frá Alabama í suðri til Alaska í norðri, en lög- gæslumenn, sem hafa séð þann óskunda sem efnið hefur valdið í stórborgum landsins, óttast út- breiðslu þess meira en annarra fíkniefna. í skýrslu bandaríska dómsmála- ráðuneytisins frá síðasta mánuði segir að aukinnar krakkneyslu hafi einkum orðið vart í suðurríkjum Bandaríkjanna, en einnig í Ohio, Oklahoma, Pennsylvaníu, Texas, Virginíu og Vestur-Virginíu, þar sem neysla efnisins þekktist tæp- lega áður. „Krakk er skyndibiti fíkniefn- anna,“ sagði í nýlegri skýrslu Fíkni- efnadeildar bandarísku lögreglunn- ar. Eins og skyndibitamatur er krakk ódýrt og tilbúið til neyslu. Krakkmoli kostar á götunum sem svarar tæplega 200 ísl. krónum. Hins vegar kostar 1 gramm af kók- aíndufti um 3.000 ísl. krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.