Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR.6.. SEPTEMBER 1989 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ „Draumurinn er að kveðja með sigurleik í Laugardal - segirÁsgeirSigurvinsson, sem lék sinn fyrsta landsleikfyrirsautján árum 11 ÁSGEIR Sigurvinsson, litríkasti knattspyrnumaður íslands, leikur að öllum líkindum kveðjulandsleik sinn gegn A- Þjóðverjum á Laugardalsvellin- x umídag. Stuttgart hefur sett „rautt Ijós" á að hann leiki með Islandi gegn Tyrklandi 23. sept- ember, þar sem Stuttgart er að leika gegn Bayern Múnchen í Stuttgart sama kvöld. „Ég sé ekki að neinar breytingar verði á því hjá Stuttgart, að ég fái mig lausan - þannig að kveðju- stundin er runnin upp," sagði Ásgeir Sigurvinsson, sem lék sihn fyrsta landsleik fyrir sautj- án árum - gegn Dönum á Laug- ardalsvellinum 3. júlí 1972. Leikurinn gegn A-Þjóðverjum verður mjög erfiður. A-Þjóð- verjar, sem hafa verið í öldudal, y$ gera allt til að rífa sig upp úr hon- um undir stjórn nýja þjálfarans, Eduard Geyer. „Við verðum að leíka öruggan leik og yfirvegað. Verðum að taka frum- kvæðið og leika til sigurs. Eitt er víst að við sættum okkur ekki við jafntefli. Við munum selja okkur dýrt og ætlum okkur ekkert nema sigur. Við þurfum tvö stig til að eiga möguleika á að komast í loka- keppnina á ítalíu. Við eigum harma að hefna frá því að við töpuðum, p»0:2, í Austur-Berlín. Þar fengu A-Þjóðverjar __ gefins fyrra mark sitt," sagði Ásgeir, sem á aðeins Island Leikaðferð: 5-3-2 Markvörður: Friðrik Friðriksson Varnarmenn: Guðni Bergsson Gunnar Gíslason Ágúst Már Jónsson Sævar Jónsson Viðar Þorkelsson Miðvallarleikmenn: Arnór Guðjohnsen Ásgeir Sigurvinsson Ómar Torfason Framherjar: Sigurður Grétarsson Guðmúndur Torfason eina ósk - að kveðja í sigurleik á heimavelli. Mörg eftirminnileg atvik Ásgeir sagði að hann ætti marg- ar eftirminnilegar minningar frá landsleikjum með íslandi á sautján árum. „Það er þó leiðinlegast að ég hef ekki leikið nema fjörtíu og fjóra landsleiki á þessum langa tíma, eða rúmlega tvo leiki á ári. Þegar ég hugsa til baka, þá voru það mistök að vera ekki með hrein- ar línur í samningum mínum um að ég fengi mig lausa í landsleiki þegar KSI óskaði eftir því, eins og nú er komið í samninga hjá atvinnu- knattspyrnumönnum. Þegar maður rennur huganum aftur til baka, þá skjótast margir skemmtilegir félagar upp í hugann. Sjáðu til - þegar ég lék minn fyrsta leik Laugardalsvellinum, 17 ára, þá lék ég með köppum eins og Jóhann- esi Atlasyni, Elmari Geirssyni og Hermanni Gunnarssyni. Eftirminnilegasti landsleikurinn sem ég hef leikið er án efa sigurleik- urinn, 2:1, gegn A-Þjóðverjum í Evrópukeppni landsliða, á Laugar- dalsvellinum 1975. Leikurinn var mjög góður og stemmningin ólýsan- leg á vellinum. Þá gleymi ég seint leiknum gegn Wales, 2:2, í Swansea 1981," sagði Ásgeir, sem skoraði bæði mörk íslands í þessum sðgu- lega leik. „Það hefur gaman að fylgjast með þeim miklu breytingum sem hafa orðið í sambandi við landsliðið. Breytingar sem hafa verið mark- visst í rétta átt og nálgast það sem gerist í atvinnumennskunni. Hér áður fyrr fóru leikmenn með því hugarfari í leiki að tapa með sem minnstum mun, en nú mæta menn til að vinna sigra." „Erum að nálgast kynslóða- skipti" „Þeir leikmenn, sem hafa leikið með landsliðinu undanfarin ár, eru að hverfa á braut. Kynslóðaskipti eru í sjónmáli. Það tekur alltaf smátíma til að skóla menn til. Við þurfum ekkert að kvíða framtfð- inni. Margir góðir ungir leikmenn hafa verið að banka á dyrnar. Leik- menn sem eiga eftir að fara út í •^ÆSSi Byrj endanámskeið 4ra mánaða námskeið hefst hjá karatedeild Stjörnunnar, Garðabæ, þriðjudagkl. 18.40-19.30, fimmtudag kl. 18.40-19.30 í íþróttahúsinu Ásgarði, Garðabæ. Ókeypis kynningaræfingarfimmtudaginn 7. sept. og þriðjudaginn 12. sept. kl. 18.40. Allirvelkomnir. Aðalþjálfari er Karl Pirttinen, 1. DAN, frá Svíþjóð. Allar upplýsingar á æfingatíma í síma 53066. Morgunblaðiö/BAR Ásgeir Sigurvinsson og Siegfried Held, landsliðsþjálfari fslands, kveðja báðir íslenska landsliðið á Laugardalsvellinum í kvöld. Þeir hafa báðir verið þýðingarmiklir hlekkir í landsliðskeðjunni. atvinnumennsku og halda merki íslands á lofti. Vandamálið verður alltaf hvað leikmenn okkar leika í mörgum löndum. Við eigum erfiðara með að kalla landslið okkar saman held- ur en aðrar þjóðir. Þess vegna er þjálfari landsíiðsins ekki eins mikil- vægur og hjá öðrum þjóðum. Þjálf- ari landsliðsins hefur lítinn tíma til að undirbúa liðið fyrir leiki. Þjálfar- ar annara þjóða fá aftur á móti góðan tíma til undirbúnings. Leikj- um er frestað til að þjálfarinn geti kallað leikmenn sína saman - til að þeir kynnist betur og fái góðan tíma til að fara yfir leikkerfi og spá í spilin. Þetta er nokkuð sem ekki er hægt að bjóða íslenskum landsliðs- þjálfara upp á - þegar stór hópur leikmanna kemur að utan og leiktímabilið á íslandi er stutt og því erfitt að fresta leikjum," sagði Ásgeir. Asgeir mun hætta að leika með Stuttgart eftir þetta keppnistíma- bil. „Það er nær 90% öruggt að ég legg skóna á hilluna. Það getur þó orðið breyting á. Ef ég verð í góðri æfingu og fæ freistandi tilboð, er aldrei að vita nema ég slái til og leiki knattspyrnu eitt keppnistíma- bil til viðbótar," sagði Ásgeir. yyíslandsban- inn" ekki með AndreasThom kinnbeinsbrotnaði á æfingu Andreas Thom, markaskorar- inn mikli sem oft hefur verið nefndur „íslandsbaninri", verður illa fjam' góðu gamni í leiknum í dag. Hann kinnbeinsbrotnaði á landsliðsæfingu í Austur-Þýska- landi á mánudaginn og tekur því ekki þátt í leíknum. Fjarvera Thom er mikið áfall fyrir Austur-Þjóðverja þar sem hann hefur verið mesti marka- skorari liðsins og þá sérstaklega gegn íslendingum. Hann gerði bæði mörk Austur-Þýskalands í 2:0-sigri á íslendingum í undan- keppni EM 1986 og þrennu f 6:0- sigri á Laugardalsvelli í sðmu keppni 1987. Thom gerði síðan bæði mörkin í 2:0-sigri í fyrri leik liðanna í Austur-Berlín í október í fyrra. Hann hefur því alls skorað sjö af tíu mörkum Austur-Þjóð- verja gegn íslendingum síðust þrjú árín. „Það er gott vera laus við Andreas Thom. Hann hefur verið sálrænn refsivöndur, enda skorað mörk i hverjum leik gegn okkur. Það þýðir þó ekkert að fagna fyr- irfram því það kemur maður í manns stað því Austur-ÞJóðverjar eiga marga góða knattspyrnu- menn," sagði Ásgeir Sigurvins- son. Friðrik Friðriksson Bjarni meiddur Friðrik Friðriksson verðurímarkinu Bjarni Sigurðsson tognaði í nára á landsliðsæfingu á mánudags- kvöldið og í gær kom í ljós að hann getur ekki leikið með í dag. Friðrik Friðriksson, B 1919, kemur inn í byrjunarliðið í hans stað. Guðmund- ur Hreiðarsson, Víkingi, verður varamarkvörður. „Erfiður leikur" - segirSiegfriedHeld Siegfried Held, stjórnar íslenska landsliðinu í síðasta sinn í dag. Hvernig leggst leikurinn í hann? „Þetta verður mjög erfiður leikur. Austur-Þjóðverjar eru með betra lið en staða þeirra í riðlinum segir til um. Við verðum að ná upp svipuðum leik og hér heima gegn Austurríki til að eiga von um að ná hagstæðum úrslitum," sagði Held í samtali við Morgvnblaðið í gærkvöldi. ¦ KSÍ hefur ákveðið að kveðja Siegfried Held, landsliðsþjálfara og þakka honum gott samstarf - í hófi eftir landsleikinn gegn A- Þjóðverjum. ¦ VEÐBANKAR í Svíþjóð telja líklegra að ísland vinni sigur heldur en A-Þýskaland og er staðan þann- ig: 1: 2,25. X: 2,60. 2: 2,40. Eins og sést á þessu eru talið ólíklegast að um jafntefli verði í landsleiknum. A-Þýskaland Leikaðferð: 4-4-2 Markvörður: Dirk Heyne. Varnarmenn: Dirk Stahmann, Ronald Kreer, Burkhard Reich og Mathias Linder Miðvallarleikmenn: Matthias Döschner, Matthias Sammer, Rainer Ernst og Jörg Stiibner Framherjar: Ulf Kirsten og Thomas Doll. „Verðum að vinna í Reykjavík" Austur-Þjóðverjar leika í dag sinn fyrsta landsleik undir stjórn hins nýja þjálfara, Eduard Geyer. Hann þjálfar einnig Dynamo Dresden, en tók við landsliðinu af Manfred Zapf í vor eftir slakt gegni austur-þýska liðsins í undankeppn- inni. Geyer hefur stjórnað liðinu í einum æfingaleik gegn Búlgaríu á heimavelli í águst og endaði hann með jafntefli, 1:1. „Möguleikar okkar liggja í því að vinna alla leikina sem eftir eru í riðlinum. Við spilum því til sigurs gegn Islendingum. Þetta verður erfiður leikur og við erum án nok- kurra lykilmanna," sagði Geyer, eftir æfingu liðsins á Laugardals- velli í gær. Hann sagði að völlurinn vær ágætur en vonaði að veðrið yrði betra, en það hellirigndi meðan á æfingunni stóð. Austur-Þjóðverjar hafa aðeins unnið einn leik í riðlinum, gegn ís- Iendingum ytra í október í fyrra, 2:0. Þeir hafa síðan tapað tvívegis gegn Tyrkjum, einu sinni fyrir Sov- étmönnum og gert jafntefli við Austurríki, 1:1, í maí. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.