Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐÍÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1989 Umbæturí gengismálum eftir Vilhjálm Egilsson Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur nú kynnt stefnu sína um umbætur í gengismálum sem marka grundvallarbreytingu á fyr- irkomulagi gengisskráningar hér á landi. Hverfa á frá pólitískri stýr- ingu á genginu en láta á markaðs- aðstæður fyrst og fremst ráða ferð- inni. Ekki á að halda uppi rangri gengisskráningu með erlendum lán- tökum. Umbætur í gengismálum eru feikilegt hagsmunamál fyrir út- flutningsatvinnuvegina og lands- byggðina sem byggir afkomu sína svo mikið á útflutningi sjávaraf- urða. Allt of lengi hefur atvinnulíf landsmanna goldið rangrar gengis- skráningar og þeirrar stefnu að eytt hefur verið um efni fram með erlendum lántökum. Samkvæmt stefnu sjálfstæðis- manna eiga útflutningsatvinnuveg- irnir að standa undir gjaldeyris- eyðslu þjóðarbúsins en ekki erlendir lánardrottnar. Þessi gengisstefna leiðir því af sér mikið aðhald í stjóm peningamála. Agaleysi í peninga- málum kemur mjög fljótt fram í verðbólgu með hinni nýju skipan og ekki verður hægt fyrir stjórn- völd að freista þess að taka ekki afleiðingum gerða sinna með því að slá erlend lán. Hlutverk Seðlabankans Hlutverk Seðlabankans breytist samkvæmt þessum hugmyndum. Verður meginhlutverk bankans annars vegar að marka grunngengi og frávik frá því og hins vegar að kaupa og selja erlendan gjaldeyri í því skyni að varðveita og efla gjald- eyrisvarasjóð landsmanna, viðhalda jafnvægi í viðskiptum við útlönd og jafna. skammtímasveiflur á gjald- eyrisverði. Seðlabankinn á þannig að mynda stærri gjaldeyrisvarasjóð þegar aðr- ir opinberir aðilar og einkaaðilar taka erlend lán og getur helst minnkað gjaldeyrisvarasjóðinn ef aðrir innlendir aðilar minnka skuld sína erlendis eða eignast eignir er- lendis. Þeir sem heimild hafa til við- skipta með erlendan gjaldeyri, þ.e.a.s. bankar og sparisjóðir, eiga sjálfir að ákveða verð á gjaldeyri innan þeirra frávika frá grunngengi sem Seðlabankinn markar. Ef leyfi- legt frávik er t.d. 3% geta bankarn- ir sjálfir eftir markaðsaðstæðum hækkað eða lækkað gjaldeyrisverð að því marki. Hér er átt við meðal- gengi skv. viðskiptavog eða m.v. SDR en ef gengi einstakra gjald- miðla breytist innbyrðis geta bank- arnir að sjálfsögðu brugðist við því. Seðlabankinn verður hins vegar skyldugur til þess að kaupa eða selja allan þann gjaldeyri sem óskað er eftir innan þessara frávika frá grunngengi og þess vegna geta bankamir ekki farið út fyrir þau mörk. Ef t.d. Landsbankinn ætlaði að selja gjaldeyri á hærra verði en t.d. 3% yfir grunngengi myndi eng- inn kaupa vegna þess að Seðla- bankkinn væri tilbúinn að selja á lægra verði. Hlutverk Seðlabankans er því að halda skammtímasveiflum á gjaldeyrisverði innan hóflegra marka. Ákvörðun á grunngengi Ekki er ólíklegt að sú staða komi upp að markaðsverð á gjaldeyri leiti upp að efri mörkum þess sem Seðla- bankinn ákvarðar óg sé þar um nokkurt skeið. Þá þarf bankinn að ákveða hvort hann breytir grunn- gengi eða ekki. Það á bankinn að gera á grundvelli þess hvort um raunverulega skammtímasveiflu sé að ræða sem þýðir að vænta megi að markaðsverð á erlendum gjald- eyri muni lækka fljótlega aftur eða hvort á ferðinni er varanleg breyt- ing á forsendum þess grunngengis sem markað hefur verið. Forsendur grunngengis hafa breyst ef Seðlabankinn þarf sífellt að eyða úr gjaldeyrisvarasjóði og taka ný erlend lán til að selja gjald- eyri. I slíkum tilfellum er Seðla- bankanum skylt að lækka grunn- gengi krónunnar þannig að verð á erlendum gjaldeyri geti hækkað. Þannig á bankinn að bregðast við ef fyrirsjáanleg er þynging á skuldastöðu landsins gagnvart er- lendum aðilum. Jafnvægi í viðskiptum við útlönd eða gjaldeyriseyðsla í samræmi við gjaldeyrisöflun verður þannig einn helsti mælikvarðinn á hvort gengi krónunnar er rétt skráð eða ekki. Þetta hefur verið mikið baráttumál þeirra sem eiga allt sitt undir af- komu útflutningsatvinnuveganna og þess vegna er þetta hagsmuna- mál þjóðarinnar allrar. Minni verðbólga þegar frá líður Fram hafa komið áhyggjur um að meiri markaðstenging á verði erlendra gjaldmiðla muni leiða til stóraukinnar verðbólgu. Hér er um misskilning að ræða. Sannleikurinn er sá að verðbólga verður ekki ham- in með því að halda niðri með hand- afli verði á erlendum gjaldmiðlum fremur en almennt á vörum eða þjónustu. Ástæðan fyrir verðbólgu liggur í umframeftirspurn eftir vör- um og þjónustu umfram það sem atvinnulíf landsmanna framleiðir. Við fastgengisstefnu leiðir slík eft- irspurn til skuldasöfnunar og kostn- Vilhjálmur Egilsson „Þeir sem heimild hafa til viðskipta með er- lendan gjaldeyri, þ.e.a.s. bankar og spari- sjóðir, eiga sjálfir að ákveða verð á gjaldeyri innan þeirra frávika frá grunngengi sem Seðla- bankinn markar. Ef leyfílegt frávik er t.d. 3% geta bankarnir sjálf- ir eftir markaðsaðstæð- um hækkað eða lækkað gjaldeyrisverð að því marki.“ aðarhækkana fyrir útflutningsat- vinnuvegina sem fyrr eða síðar hef- ur í för með sér að stjómvöld verða að breyta gengi. En þá verður geng- isfellingin mun stærri en annars þyrfti að vera vegna þess að fyrir- tækin eru orðin skuldsettari. Þegar verð á erlendum gjaidmiðl- um ræðst með þeim hætti sem hér er kynnt kemur umframeyðslan fyrr fram í verðbólgu, þ.e.a.s. áður en farið er að auka erlendar skuld- ir. Verðbólgunni er því ekki frestað með lántökum erlendis eins og t.d. núverandi ríkisstjórn reynir að gera. Slík frestun á verðbólgu kostar líka sitt og þegar fresturinn er úti kem- ur verðbólgan fram með vöxtum, vaxtavöxtum og okurvöxtum frá því sem verið hefði ef ekki hefði verið reynt að betjast við lögmál efnahagslífsins. Verðbólgan verður fyrst kveðin niður þegar umfram- eyðslan er hamin og samkvæmt hugmyndum sjálfstæðismanna á Seðlahankinn reyndar að leika stórt hlutverk í því efni með aðgerðum í peningamálum. Máttlítil andstaða Áhugavert er að fylgjast með viðbrögðum manna við þessum hug- myndum. Flestum þykir að með þeim hafi verið sett fram skýr og trúverðug stefna sem leiði til raun- verulegra umbóta í efnahagslífi landsmanna. Hinir fáu úrtölumenn nota ýmis rök sem mörg ganga þvert hvert á annað. T.d. er sagt að hér sé um sjálfvirka kaupmáttar- lækkun að ræða. Það er rétt að því leyti að ekki verður lengur unnt að halda uppi fölskum kaupmætti með erlendum lántökum. Því er þetta mikil framför og verður til þess að styrkja útflutningsatvinnuvegina, gera fyrirtækin öflugri og stóreykur kaupmátt þegar frá líður. Þessi umkvörtun er því hjáróma rödd úr fortíðinni sem byggir á því að það sé hægt að bæta lífskjör með því að setja fyrirtækin á klafa erlendra skulda og opinberra sjóða. Eða er það allt í einu orðin krafa að nota rangt skráð gengi og erlend lán til að halda uppi kaupmætti? Ólíklega, því sú leið er ekki lengur fær. Önnur gagnrýni sem heyrist er að hér sé í raun ekki nein grundvall- arbreyting á gengisskráningu á ferðinni heldur aðeins tæknileg breyting sem engu máli skipti. Þetta er ekki síður en svo marklítil gagnrýni vegna þess að breyting- amar eru róttækar svo lengi sem Seðlabankinn fer eftir þeim lagafyr- irmælum sem honum eru sett sam- kvæmt þessum hugmyndum. Ef Seðlabankinn fer ekki að lögum er að sjálfsögðu sama hvaða lög um starfsemi hans em sett og þá þarf að sjálfsögðu að gera grundvallar- breytingar á Seðlabankanum. Með hugmyndum sjálfstæðismanna er gert ráð fyrir því að markaðsað- MEÐAL ANNARRA ORÐA Siðferði í framkvæmd eftir Njörð P. Njarðvík Breska vikublaðið Observer birti nýlega athyglisvert og fróð- legt viðtal við tékkneska leikrita- höfundinn Vaclav Havel, sem ekki er síður þekktur fyrir mannrétt- indabaráttu sína. Hann er einn af forvígismönnum hreyfingarinn- ar Carta 77, svo sem kunnugt er, og hefur mátt sæta mörgum kárínum yfirvalda fyrir bragðið. í þessu viðtali er mikið rætt um stjórnmál, eins sem vænta mátti, og í því samhengi lætur Havel orð falla, sem hafa verið að veltast í huga mínum: „Stjórnmál ættu í rauninni að vera siðferði i fram- kvæmd.“ Að leyfa sér ekki hvað sem er Nú ber að vísu að hafa í huga, að Havel býr við stjórnarfar, sem ekki virðir lýðræði; þar sem stjórnvöld leyfa sér m.a. hand- tökur og fangelsanir að eigin geð- þótta. Og það hefur hann mátt reyna á sjálfum sér. Engu að síður er þessi kenning hans einnig at- hyglisverð hér, enda þótt við höf- um vanist því að líta á mannrétt- indi sem sjálfsagðan hlut. Að baki þessum orðum felst sú hugsun að stjórnmál séu ekki einungs efna- hagsmál, ekki einungis kjaramál, ekki einungis peningar, eins og ætla mætti af svokallaðri stjóm- málaumræðu hér á landi. Heldur séu stjómmál framkvæmd þess siðgæðis sem er grundvöllur skipulegs samfélags manna og krefst af þegnum sínum, háum sem lágum, að þeir leyfi sér ekki hvað sem er í samskiptum við aðra. Stjómvöld, sem senda vopn- aðar hersveitir á vettvang til að drepa friðsamlegá mótmælendur, eins og nýlega gerðist í Kína, eru ekki að framkvæma siðferði. Þeir eru villimenn. Slík villimehnska er ekki bundin tiltekinni hug- myndafræði. Stjómvöld í Þýska- landi, Bretlandi, Frakklandi, ít- alíu, Grikklandi, Spáni, Portúgal, Sovétríkjunum og víðar í Evrópu hafa sýnt af sér viðlíka villí- mennsku á þessari öld: að fang- eisa, pynda og drepa hugmynda- fræðilega andstæðinga sína. Og em þetta þó allt taldar siðmennt- aðar þjóðir. Við tilteknar aðstæð- ur hefur grimmdin orðið siðferð- inu yfirsterkari. Oft er þetta tengt kúgun stórveldis á smáþjóð. Mig minnir að haft sé eftir Adolf Hitl- er, að stórveldi eigi ekki siðferði, einungis hagsmuni. Að leggjast lágt til að sýnast fínn Við Norðurlandabuar höfum yfírleitt óbeit á grimmd og of- beldi. Hér á íslandi em ofbeldis- glæpir sem betur fer sjaldgæfir, ég held meira að segja sjaldgæ- „Stjórnvöld, sem senda vopnaðar hersveitir á vett- vang til að drepa friðsam- lega mótmælendur, eins og nýlega gerðist í Kína, eru ekki að framkvæma sið- ferði.“ fari en annars staðar á Norðurl- öndum. Við emm vaxnir upp úr viðbjóði skotvopna. Við höfum meira að segja bannað hnefaleika, og megum vera stoltir af. En það er fleira sem ógnar siðferði en grimmd. Það gerir ágirndin líka, fégræðgi, ijármálaspilling og sú tilhneiging að hygla sjálfum sér og sínum á kostnað annarra. í slíku framferði birtist sú einkenni- lega þversögn að leggjast lágt til að sýnst fínn. Ef nú maður t.d. lætur gefa sér 1.400 flöskur af áfengi af almannafé í skjóli síns embættis, þá vill hann væntanlega láta gesti sína Iíta upp til sín fyr- ir höfðingsskap. En — eins og Halldór Laxness segir í íslands: klukkunni: „Það er vandalítið að vera öriátur á það sem maður á ekki.“ Við íslendingar emm ekki bara veikir fyrir brennivíni, við emm líka veikir fyrir bílum. Ráðherrar hafa um langan tíma talið sjálf- sagt að láta þjóðina gefa sér lúx- usbíla. Ég hef áður getið þess í blaðagrein að í mars 1986 var sagt að bílakostnaður ráðuneyta væri þá um 18 milljónir á ári sem samsvaraði um 40 árslaunum framhaldsskólakennara. Ég geri einnig ráð fyrir að menn vilji aka lúxusbílum til að sýnast fínir. Hins vegar skil ég ekki alls kostar þennan mælikvarða manngildis, að það fari eftir bílaeign og brennivínsbirgðum. I mínum huga er það fremur vitnisburður um tómleika að berast mikið á. Því meira ytra pijál, þeim mun stærra innra tóm. Jafnvel þótt menn greiði allt saman sjálfir. En kemur þetta siðferði eitt- hvað við? Hafa þessir menn ekki allir borið fram þá rökréttu afsök- un að þeir hafi ekki aðhafst neitt ólöglegt, ekki gert neitt sem aðrir hafi ekki líka gert? Nú hefur ver- ið kveðinn upp sá dómur að sá sem skortir siðferði geti ekki dæmt aðra. En hvernig er það með stjórnmálamenn? Geta þeir verið þjóðarleiðtogar, ef þá skort- ir siðferði? Geta þeir verið verk- stjórar yfir „siðferði í fram- kværnd?" Aldrei að níðast í nágrannnalöndum okkar eru gerðar býsna strangar siðferðis- kröfur til stjómmálaleiðtoga, ekki síst á Norðurlöndum. Ráðherrar hafa orðið að segja af sér fyrir brot á siðferði, og er nýlegt dæmi um það úr Noregi. Og í Svíþjóð, þar sem ég þekki best til, væru þeir ráðherrar taldir uppskafning- ar sem ækju um á lúxusbílum. Þar er þess blátt áfram krafist að stjórnmálaleiðtogar berist ekki á. Þeir láta ekki sterka viðskipta- aðila á borð við Aðalverktaka bjóða sér í laxveiði. Og verði þeir uppvísir að því að hygla sér og sínum, eins og komið hefur fyrir háttsetta embættismenn, þá er þeim umsvifalaust vikið frá. Hér heyrir slíkt til þvílíkra undantekn- inga að það er bíöskrunarlegt. í nýlegu blaðaviðtali sagði Þór- ir Steingrímsson rannsóknarlög- reglumaður það vera afleiðingu af réttarvitund íslendinga að lög- regluþjónar beri ekki vopn hér. Ég er ekki viss um að það sé rétt. Ég held að það byggist á andúð okkar á ofbeldisverkum. Sú andúð er lofsverð. Aftur á móti horfum við upp á siðferðisbresti, fjármála- spillingu, hyglun og oflátungshátt með þeim einum viðbrögðum að yppta öxlum. Það er ekki lof- svert. En það er kannski skiljan- legt frá sjónarmiði þess hugboðs að ef til vill sé stutt í oflátunginn í okkur sjálfum. Við dáumst að Gunnari á Hlíðarenda og lofum hann fyrir þann oflátungshátt er hann sýndi með því að ganga á gerða sátt. Og við kunnum öll orð hans um hlíðina fögru. En færri kunnum við orð Kolskeggs bróður hans er hélt utan í útlegð: „Hvorki skal ég á þessu níðast og á engu öðru, því er mér er til trúað." Höfiindur er rithöfiwdur og dósent i íslenskum bókmcnntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.