Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR «.. SEP3)EMBER,1989 „ AS Isbúj ri, cxuubvlbcxb ¦" Ast er... verðlaun þín. TM Reg. U.S. Pat 0(1—all rights reserved • 1989 Los Angeles Tjmes Syndicate ^ I Coa &&* Ég réði ekkert við hund- inn, sem sá kött og elti hann hingað inn ... HÖGNI HREKKVÍSI . E<S ER. HRÆDDUR UM AE> þÖ VERE>II? AÐ AF"HJ0PA Þ\G>, HÖGNI." Þessir hringdu . . . Heimskulegt neyðarúrræði G.Þ. hringdi: „Stjórn sú er nú situr er ekki óvinsæl af ástæðulausu. Matar- skattar, ekknaskattar o. fl. virðast ekki duga til að koma lagi á ríkis- fjármálin og nú á að grípa til þess að skattleggja sparifé lands- manna. Enn er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því sjálf- sagt er það fyrst og fremst eldra, fólk sem á peninga á sparisjóð- reikningum. Afleiðingin verður auðvitað sú að það dregur úr sparnaði og fólk fer að eyða pen- ing^unum jafnóðum í stað þess að láta ríkið hirða þá. Stjórnarherr- arnir telja sig víst ekki þurfa á irinlendum fjármagnsmarkaði að halda. Það er bara að taka erlend lán og láta allt lafa fram að næstu kosningum og lofa þá öllu fögru. Ég hvert sparifjáreigendur til að láta til sín heyra og því það skipt- ir miklu máli fyrir alla þjóðina að einhverjir spari í þessu landi." Slæmir vegir Erlendur hringdi: „Vegirnir í Öskjuhlíðinni eru mjög slæmir og brekkan fyrir ofan Nauthólsvíkina má heita ókeyr- andi. Þetta hefur versnað um all- an helming í rigningunum undan- farið. Er ekki tími til kominn að taka þarna til hendinni og bæta vegina." Ónóg löggæsla Lesandi hringdi: „Það er mikið líf í Miðbænum á góðviðrisdögum en það hefur líka sína skuggahliðar. Eg vinn í Miðbænum og veit því vel hvað ég er að segja. Það er mikið um alls konar lýð sem heldur til á bekkjunum og kemst gamalt fólk ekki að fyrir þessu fólki sem sumt hagar sér. illa. Lögreglan sést varla nema þegar kemur til vand- ræða. Ég tel mikla þörf á því að lögreglumenn sýni sig við og við í göngugötunni þegar gott er veð- ur og er sannfærður um að það yrði til mikilla bóta. Þetta er held- ur ekki góð landkynning að svona takmörkuð löggæsla sé á svo fjölf- örnu torgi," Demantshringur Demantshringur tapaðist á ¦ fimmtudag í eða við Stúdíó Jóníu og Ágústu Skeifuni 7 'eða við Reyinimel. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Ingu i síma 29577 eða 14728. Hjól Peugeot keppnishjól var tekið fyrir utan biljarstofuna í Hamra- borg í Kópavogi. Hjólið er 12 gíra með svörtum gjörðum. Það var læst og hefur verið borið í burtu. Allir sem geta gefið upplýsingar eru beðnir að hringja í síma 44223. Bleikt Euro star telpuhjól fannst við Hraunholtslæk í Garðabæ fyrir nokkru. Upplýsing- ar í síma 641455. Armband Gullarmband tapaðist í maílok milli Kambasels og Fjarðarsels eða við bílasölu í Skeifunni. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 77510 eftir kl. 19. Fjallgönguskór Fjallgönguskór tapaðist á leið frá Gnúpverjahreppi að Skafta- felli fyrir um það bil mánuði. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 23295. Myndavél Myndavél af gerðinni Canon AEl tapaðist laugardaginn 19. ágúst. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 14660. Fundarlaun. Víkverji skrifar IMoskvu höfuðborg Sovétríkj- anna er ástandið nú þannig, að settar hafa verið reglur um það í hvaða röð . almenningur má kaupa nauðsynjar. Hafa Moskvubúar forgang gagnvart þeim sem búa utan höfuðborgar- innar. í þessu felst að Moskvubú- ar .einir mega kaupa fágætan varning eins og skó, föt og sjón- varpstæki. Stórverslanir verða lokaðar almenningi í nokkrar klukkustundir á viku hverri til að gefa starfsmönnum í verksmiðjum og stofnunum færi á að versla. Svipaðar reglur hafa verið settar í Eystrasaltslöndunum. Ástæðan fyrir þessum skömmt- unaraðgerðum er sú að þrátt fyrir perestrojku Gorbatsjovs getur hið miðstýrða sovéska kerfi ekki full- nægt óskum almennings. Eystra- saltsríkin og Moskva hafa haft sérstöðu, þar hefur vöruframboð verið meira en annars staðar. Þangað streymir því fólk í leit að öllu frá kjöti til ísskápa, sem hef- ur einfaldlega horfið úr venjuleg- um verslunum á landsbyggðinni. Fréttaritari New York Times í Moskvu telur, að hinar nýju skömmtunarreglur muni enn auka á óánægju almennings í sovésku lýðveldunum. Víkverji minnist frétta frá því fyrr í sumar, þegar sovéskur ráðherra var gerður út af örkinni og sendur til London til að kaupa þar meðal annars milljónir af sokkabuxum. Var þetta um svipað leyti og Flugleiðir voru að semja við flugfreyjur um þennan klæðn- að, en sovéski ráðherrann hélt í innkaupaferð til að unnt væri að standa við loforð Gorbatsjovs til námumanna sem voru í verkfalli. Kröfðust þeir þess meðal annars að fá sokkabuxur handa konum sínum. Á skömmtunartímunum hér var eftirspurn eftir nælonsokkum svo mikil, að kannski hefði verið unnt að leysa vinnudeilur með því að senda ráðherra til útlanda til að kaupa slíkan varning handa kon- um verkfallsmanna. Engum datt það þó víst í hug, enda höfum við sem betur fer aldrei kynnst lífskjörum á borð við þau, sem öreigar kommúnistaríkjanna eiga að venjast. x x H ér var nýlega á ferð einn af foringjum jafnaðarmanna í Vestur-Þýskalandi Oskar La- fontaine og hafði þann bbðskap helst fram að færa, að bæta ætti umhverfið og stytta vinnutímann. Myndi flestur mannlegur vandi leysast við það enda yrði með ein- hverjum ráðum (opinberum líklega) séð til þess, að menn not- uðu frítímann til annars en að glápa á sjónvarp. Víkverji er síður en svo á móti styttri vinnutíma eða umhverfisvernd. Á hinn bóg- inn skilur hann ekki, að í því fe- list sú allsherjarlausn sem La- fontaine gefur til kynna. I blaðagrein þar sem Lafontaine var nefndur við hlið þeirra Brandts og Palme stóð þetta: „Er ekki laust við að maður öfundist við þá sem eiga eftir að taka þátt í að reisa veröldina úr rústum kapítalismans á næstu fimmtíu árum eða svo." Ef þeir sem fá ekki að versla í Moskvu og þurfa að loka námum til að fá sokkabux- ur svo að ekki sé talað um Pól- verja eða aðrar þjóðir sem eru á leið frá sósíalisma til kapítalisma sæju þessi tilvitnuðu orð myndu þeir líklega halda á þau hafi verið rituð fyrir að minnsta kosti sjötíu árum. Skrifstofutækninám Betra verð - einn um tölvu Tölvuskólí íslands S:67 14 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.