Morgunblaðið - 06.09.1989, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIjCUDAGUR 6. SEPTEMBER 1989
5
Vöruútflutningur janúar-júní:
V erðmætaaukning
um 10% síðan í fyrra
VERÐMÆTI vöruútflutnings var um 10% meira fyrstu sex mán-
uði þessa árs en á sama tíma í fyrra, miðað við fast gengi. Sjávar-
afurðir voru uin 73% alls vöruútflutnings á þessum tím og verð-
mæti þeirra jókst um 5% frá fyrra árshelmingi 1988. A þessum
tíma var vöruskiptajöfhuður hagstæður um Ijóra milljarða króna,
en var í fyrra óhagstæður um 1,2 milljarða. I júnímánuði voru
fluttar út vörur fyrir röska 7,5 milljarða króna og inn fyrir nær
6,3 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn I júní var því hagstæður um
1,25 milljarða. Þetta kemur fram í yfirliti Hagstofúnnar um vöru-
skipti við útlönd.
Fyrstu sex mánuði þesas árs
voru fluttar út vörur fyrir 37,9
milljarða króna, en inn fyrir rösk-
lega 33,9 milljarða. Reiknað til
sama gengis var útflutningur á
fyrra árshelmingi í fyrra að verð-
mæti 34,6 milljarðar og innflutn-
ingur 35,8 milljarðar. Utflutnings-
verðmæti hafa því aukist um 9,5%,
á meðan verðmæti innflutts varn-
ings hefur minnkað um 5,3%. Miðað
er við meðalgengi á viðskiptavog,
24,9% hærra í janúar til júní 1989
heldur en sama tíma 1988.
Sjávarafurðir eru 73% vöruút-
flutnings og hafa verðmæti þeirra
aukist um 5%. Álútflutningur var
25% meiri en í fyrra og útflutning-
ur kísiljárns 53% meiri.
Verðmæti innflutnings hefur
dregist saman, með nokkrum und-
antekningum þó. Verðmæti olíu-
vara jókst um 26,8%, flugvéla úr
74,4 milljónum í 3.084 milljónir,
þá jókst innflutningur til Lands-
virkjunar, járnblendiverksmiðjunn-
ar og lítillega til álversins. Verð-
mæti innfluttra skipa minnkaði um
45,4%.
í júnímánuði jókst verðmæti út-
Stöð 2;
Áskrift hækk-
ar um 8,9 %
Hefur hækkað um
tæp 40% á rúmu ári
ÁSKRIFT að myndlyklum Stöðv-
ar 2 hækkaði 1. september um
8,9%. Frá því í júní í fyrra, eða
á rúmu ári, hefur áskriftin hækk-
að um tæp 40%. íris Erlings-
dóttir yfirmaður áskriftardeildar
Stöðvarinnar segir að þessi
hækkun nú sé vísitöluhækkun en
einnig komi til gengisfall krón-
unnar og aukinn kostnaður er-
Iendis.
í júní i fyrra hækkaði áskriftin
úr 1.380 krónum í 1.465 eða um
6,2%. Næsta hækkun varð í apríl í
ár er áskriftin hækkaðþ i 1.795
krónur eða um 22,5%. í dag, 1.
september hækkaði áskriftin svo í
1.955 krónur á mánuði sem er 8,9%
hækkun, sem fyrr greinir.
flutnings um 5,2% miðað við júní
1988 og innflutningur dróst saman
um 18,3%.
Morgunbiaðið/Sigurgeir Jonasson
Vestmannaeyjar:
Hjól atvinnu-
lífsins af stað
Vestmannaeyjum.
EFTIR sumarlokun hafa frystihúsin í Eyjum
öll hafið vinnslu á ný. Hjól atvinnulífsins eru
því tekin að snúast aftur en rólegt hefúr verið
yfir atvinnulífi í Eyjum síðan um Þjóðhátíð.
Öll frystihúsin lokuðu fyrstu daga ágústmánað-
ar og hafa ekki tekið á móti fiski til vinnslu síðan.
Sumarlokanir þessar hafa viðgengist um nokkurra
ára skeið og hefur fólk stílað sumarferðir sínar
inn á þennan tíma. Það er því yfirleitt fremur
rólegt yfir mannlífinu í Eyjum fyrstu vikurnar
eftir Þjóðhátíðina en þegar að stöðvarnar hefja
vinnslu aftur fer að lifna yfir bæjarbragnum. í
vikunni barst fiskur á ný til vinnslu í stöðvunum
eftir lokun og er vinnsla því hafín af fullum krafti.
Grímur.
Sjö umsóknir
um stöðu skóg-
ræktarstjóra
SJÖ umsóknir bárust um stöðu
skógræktarstjóra ríkisins, sem
auglýst var laus til umsóknar 26.
júlí síðastliðinn. Umsóknarfrest,-
ur rann út 1. september síðastlið-
inn en embættið er veitt frá 1.
janúar 1990.
Umsækjendur • eru: Aðalsteinn
Sigurgeirsson, skógfræðingur,
Svíþjóð, Arnór Snorrason, skóg-
fræðingur hjá Skógrækt ríkisins,
Baldur Þorsteinsson skógfræðingur
hjá Skógrækt ríkisins, Guðmundur
Órn Árnason starfsmaður á Mó-
gilsá, Haukur Ragnarsson skógar-
vörður á Vesturlandi, Jón Loftsson
skógarvörður á Hallormsstað og
Sigvaldi Ásgeirsson skógfræðingur
hjá Skógrækt ríkisins.
<28 AUGiySINGAÞJÖNUSTAN / SlA
Þettaer
Mobiia
Gtyman
farsímin
í fullri
stærö!
- Enn stígur Mobira
skref i f ramar í
farsímatækninni
Með Mobira Cityman
farsímanum nýtirðu tíma
þinn beturog eykur
athafnafrelsið svo um
munar, því hann ersá
minnsti, léttasti og því einn
sá allra notadrýgsti fyrir
athafnafólk á ferð og flugi.
• í bílnum
• í skjalatöskunni
• Á skrifborðinu
• Ávélsleðanum
• í hnakktöskunni
• Á bakvaktinni
- Reiðubúinn að
koma þér í öruggt
samband.
Hafðu samband við okkur
eða komdu í Ármúlann og
fáðu nánari upplýsingar.
||
Hátæknihf.
Ármúla26, símar: 91 -21500-36700
108Reykjavík »
rðiækkun *£. ®mantarsímutn
á Niobira CW"®^ þúsund
íti'etniþessaðaÞ. I a|S
AÐEINS 790 GROMM!
■