Morgunblaðið - 07.09.1989, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEFrEMBER 1989
Vörugjald fellt niður af nokkrum vöruflokkum:
Yöruverð ætti að
lækka um rúm 8%
Fjármálaráðherra kynnti í gær niðurfellingu vörugjalds af nokkrum
vöruflokkum, sem tók gildi 1. september sl. Gjaldið var 9% af inn-
lendri iramleiðslu annarri en sælgætis- og gosdrykkjaframleiðslu.
Áætlað tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er 350 milljónir króna á þessu
ári og yfir 1.000 milljónir á því næsta. Vöruverð ætti að lækka um rúm
8% vegna þessa.
Vöruflokkarnir eru meðal annars
öll húsgögn, innréttingar, hurðir,
gluggar, miðstöðvarofnar, loftræsti-
kerfi, þakjárn, þakrennur, raf-
magnsvír, plaströr, pípulagningar-
efni, spónaplötur, krossviðarplötur,
heflaður viður, stengur og leiðslur
úr stáli, jámi og áli. Miðað var við
að gjaldið félli niður af innlendri
framleiðsiu og ýmsum erlendum að-
föngum til hennar, en á þau var lagt
11,25% gjald. Niðurfelling gjaldsins
Mosfellsbær:
Fundur um
sorpurðun
BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar
samþykkti á fundi í gær að boða
til almenns fúndar um sorpurðun
í Álfsnesi. Samþykktin er í fram-
haldi af kröfu 370 bæjarbúa. Þeir
töldu að atriði sem lúti að frá-
gangi sorpsins, staðsetningu þess
og mengunarhættu hafi ekki verið
skýrð almenningi. Forráðamönn-
um Sorpeyðingar höfúðborgar-
svæðisins verður boðið á fundinn.
Að sögn Páls Guðjónssonar bæjar-
stjóra skýrist um komandi helgi hve-
nær fundurinn verður. „Það þarf að
safna saman upplýsingum um málið,
svo hægt verði að svara öllum spum-
ingum almennings," sagði hann.
Bæjarráð Mósfellsbæjar sam-
þykkti í síðustu viku einróma bókun
þar sem segir að vegna nálægðar
urðunarstaðarins við Leirvog og
byggð í Mosfellsbæ áskilji ráðið sér
allan rétt til að setja fram ábending-
ar og kröfur um umgengni, aðbúnað,
og aðrar ráðstafanir' til að tryggt sé
að urðunin valdi ekki ekki ónæði,
óþægindum eða mengun gagnvart
íbúum Mosfellsbæjar og umhverfi.
er í samræmi við ákvörðun ríkis-
stjómarinnar frá síðastliðnu vori til
þess að greiða fyrir kjarasamningum.
Áætlað er að vegna þessara að-
gerða verði byggingarvísitala 1-1,5%
lægri en ella. Það hefur síðan áhrif
á vísitölur framfærslu og lánskjara,
þannig að lánskjaravísitalan ætti að
verða um 0,5% lægri en ella.
Þorleifur Jónsson framkvæmda-
stjóri Landssambands iðnaðarmanna
kvaðst fagna því að menn hefðu séð
að sér. „Það er dreginn til baka vem-
legur hluti af breytingunni sem gerð
var á vörugjaldslögunum, hins vegar
era eftir einstakir vöraflokkar sem
við hefðum viljað sjá vöragjaldið
hverfa af,“ segir hann.
Fjármálaráðherra hefur óskað eft-
ir því að viðskiptaráðherra feli Verð-
lagsstofnun að fylgjast með verð-
lækkunum framangreindra vörateg-
unda á næstunni.
Morgunblaðið/Frimann Ólafsson
Verkstæðið kvikmyndað íHöftium
Grindavík.
Byrjað er að kvikmynda Verkstæðið við bæinn
Kalmannstjörn í Höfiium, sem er gamalt eyði-
býli. Kvikmyndin byggir á leikgerð Bílaverk-
stæðis Badda, sem sýnt hefúr verið við góða
aðsókn á litla sviði Þjóðleikhússins. Ólafur Hauk-
ur Símonarson hefiir gert nýtt handrit sem bygg-
ir að hluta til á leikgerðinni og Lárus Ymir
Óskarsson leikstýrir verkinu. Þeir tveir, ásamt
Sigurjóni Sighvatssyni, sem er framleiðandi
myndarinnar, standa að fyrirtækinu Verkstæði
hf., en það var stofnað um þessa kvikmynd. Bessi
Bjarnason, Sigurður Sigurjónsson og Egill Ólafs-
son eru í aðalhlutverkum. Þetta mun vera fyrsta
íslenska kvikmyndin sem byrjað er á á þessu ári
og gæti orðið sú eina.
FÓ
Lúðvík gagnrýnir vinnubrögð
við kaupin á Samvinnubanka
Meirihluta bankaráðs var gerð grein fyrir málinu daginn fyrir undirskrift
LÚÐVÍK Jósefsson, einn af
bankaráðsmönnum Landsbank-
ans, gagnrýnir vinnubrögð þau
sem bankastjórn Landsbankans
viðhafði við kaupin á hlut Sam-
bandsins í Samvinnubankanum.
Lúðvík segir að samkvæmt lög-
um sé það verkefni bankaráðs
en ekki bankastjómar að kaupa
eignir, þ.m.t. hlutabréf. Telur
hann vinnubrögð bankastjórnar
í málinu óeðlileg, einkum þar
sem hann var ekki látinn vita
fyrirfram af samkomulaginu um
kaupin á Samvinnubankanum.
Sverrir Hermannsson banka-
sljóri, sem bar hitann og þungan
af samningunum við Sambandið,
segir að hann muni ekki svara
þessum orðum Lúðvíks að sinni.
Rannsókn tveggja kókaínmála lokið:
Lagt hald á 600 g kókaíns,
bíl og 330 þúsund krónur
NÚ ER ljóst, að 23 menn verða
kærðir fyrir aðild að kókaínmálij
sem fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík heíúr rannsakað síðan
í lok apríl. Samtals var lagt hald
á tæp 434 grömm'af kókaíni, auk
bifreiðar, sem hafði verið keypt
fyrir ágóða af sölu efúisins. Þá
lagði lögreglan hald á um 140
grömm af kókaíni í tengslum við
rannsókn annars máls, sem kom
upp í lok júlí. í síðara tilfellinu
var um hreint kókaín að ræða og
í því fyrra var efnið nær hreint.
Kókaín er gjaman blandað til að
drýgja það og auka þannig sölu-
verðmæti. Gramm af kókaíni er
selt á 8-12 þúsund krónur. Sölu-
verðmæti þeirra rúmu 600
gramma af kókaíni, sem lagt var
hald á, er því a.m.k. um 5-7 millj-
ónir króna.
Fyrstu handtökur í fyrra málinu
voru í lok apríl og fékk lögreglan
16 húsleitarheimildir í framhaldi af
því. Lagt var hald á 433,9 grömm
af kókaíni, sem fannst víða, meðal
annars í bankahólfi. Þá var lagt hald
á eina bifreið, sem er talin keypt
fyrir ágóða af sölu kókaíns. Komið
hefur fram við rannsókn málsins, að
um eitt kíló af efninu var flutt til
landsins frá Bandaríkjunum í nóvem-
ber á síðasta ári, faíið í bifreið, en
rúmlega hálft kíló var komið í dreif-
ingu. Alls sátu 7 manns í gæsluvarð-
haldi vegna málsins, mislangan tíma.
Þrír menn, tveir 25 ára og einn 28
ára, stóðu að innflutningnum og sit-
Morgunblaðið/Þorkell
Fíkniefnalögreglan lagði hald á þessa bifreið, sem hún taldi keypta
fyrir ágóða af sölu kókaíns. Taki dómarinn undir sjónarmið lögregl-
unnar og geri bifreiðina upptæka með dómi verður hún seld og
andvirði hennar rennur í ríkissjóð.
ur einn þeirra enn inni. Þeir hafa
ekki komið við sögu í fíkniefnamálum
áður. Meirihluti þeirra 23, sem kærð-
ir verða fyrir aðild að málinu, era
kaupendur efnisins hér á landi. Mál-
ið verður sent nkissaksóknara til
umfjöllunar á næstu dögum.
Síðara kókaínmálið kom upp í lok
júlí. Maður, sem búsettur hefur verið
í mörg ár í Bandaríkjunum, var hand-
tekinn þann 28. júií. Við húsleit á
dvalarstað hans fundust um 60
grömm af efninu. Lögreglan leitaði
í sex húsum í framhaldi af þessum
fundi og fann 80 grömm til við-
bótar. Auk þess var lagt hald á um
330 þúsund krónur, sem var hagnað-
ur af sölu efnisins. Tveir menn voru
úrskurðaðir í gæsluvarðhald þann
29. júlí og var öðrum sleppt 8. ágúst,
en gæsluvarðhald hins, þess sem
fyrstur var handtekinn, var fram-
lengt að kröfu ríkissaksóknara til 27.
október næstkomandi. Hann hefur
viðurkennt dreifingu á 180 grömm-
um af efninu. Sá sem látinn hefur
verið laus hafði keypt kókaín af hon-
Málið verður tekið til umræðu á
fúndi bankaráðs á sunnudaginn.
Morgunblaðið ræddi við banka-
ráðsmenn Landsbankans um þetta
mál, utan Eyjólfs K. Siguijónsson-
ar, sem er staddur erlendis. Kristinn
Finnbogason segir að Sverrir hafi
boðað bankaráðið á sinn fund á
fímmtudag í síðustu viku, eða dag-
inn áður en fyrrgreint samkomulag
var gert. Á þeim fundi, sem var
óformlegur, gerði Sverrir bankaráð-
inu grein fyrir stöðu málsins. Þrír
bankaráðsmenn sátu þennan fund
með Sverri, þeir Kristinn, Pétur
Sigurðsson formaður bankaráðs og
Jón Þorgilsson. Eyjólfur er erlendis
sem fyrr greinir. Kristinn segir að
ekki hafi tekist að ná í Lúðvík þar
sem hann hafi verið í laxveiði á
þessum tíma, en Lúðvík segir að
hann hafi komið til borgarinnar á
miðvikudagskvöld og hafi verið í
Landsbankanum fimmtudag og
föstudag.
í máli Lúðvíks kemur fram að
hann kunni ekki við þau vinnubrögð
að hafa ekkert fengið að vita um
kaupverð, greiðsluskilmála eða ann-
að sem í samkomulaginu felst.
Hann segir að meðferð þessa máls
sé ekki í samræmi við lög um við-
skiptabanka frá árinu 1986. Þar sé
kveðið á um að það sé í verkahring
bankaráðs að taka ákvarðanir sem
þessar. Hann bendir einnig á að
ekki hafi enn verið aflað heimildar
frá bankamálaráðherra til kaup-
anna á Samvinnubankanum en
samkvæmt fyrrgreindum lögum
geti ríkisbankastofnun ekki yfirtek-
ið aðra innlánsstofnun án heimildar
ráðherra.
Pétur Sigurðsson formaður
bankaráðs segir að ekkert sé óeðli-
legt við vinnubrögð bankastjómar
í þessu máli. Undir það sjónarmið
taka bæði Kristinn Finnbogason og
Jón Þorgilsson. Pétur segir að menn
verði að átta sig á því að engin
kaup hafa farið fram og muni ekki
fara fram fyrr en bankaráðið leggur
blessun sína yfir þau. Því hafi lögin
um viðskiptabanka ekki verið brot-
in, „Ákvæði laganna taka ekki til
málsins fyrr en bæði kaupandi og
seljandi hafa samþykkt sölu bank-
ans fyrir sitt leyti,“ segir Pétur.
Hann segir það einnig rangt að
ekkert hafi verið rætt um málið
innan bankaráðs því þar hafi það
oft borið á góma.
Kristinn Finnbogason segir að á
hinum óformlega fundi með Sverri
á fimmtudag hafi meirihluta banka-
ráðs verið gerð grein fyrir stöðu
málsins í stórum dráttum og þróun
þess fram að þeim tíma. Kristinn
segir að hann telji að kaupin á
Samvinnubankanum séu Lands-
bankanum til hagsbóta og geti orð-
ið bankanum hagstæð, einkum með
tilliti til þeirrar endurskipulagning-
ar sem nú stendur fyrir dyrum þar.
Jón Þorgilsson segir að hann
hafi ekkert við vinnubrögð banka-
stjómar að athuga í þessu máli.
Telur hann að framgangsmáti þess
hafi verið eðlilegur. Samkomulag
það sem gert var er með fyrirvörum
um samþykki bankaráðs og það
muni svo ráðast af vilja ráðsins
hvort samkomulagið verður sam-
þykkt.
Félagsstofinun
stúdenta:
Þrír deildar-
stjórar segja
upp störfum
ÞRÍR deildarstjórar hjá Félags-
stofúun stúdenta, yfirmenn Bók-
sölu og Ferðaskrifstofu stúdenta
og húsnæðisdeildar FS, hafa sagt
störfúm sínum lausum. Að sögn
framkvæmdastjóra FS eru manna-
breytingar hluti af fyrirhugaðri
endurskipulagningu.
Eiríkur Ingólfsson framkvæmd-
stjóri sagði að næstu 6-8 mánuði
yrði rekstur fyrirtækisins endur-
skipulagður til að lækka kostnað,
minnka yfirbyggingu og fækka í yfir-
stjórn. „Tveir deildarstjóranna höfðu
þegar áformað að hætta störfum á
næstu mánuðum. Þrír sögðu upp, en
aðeins einn er hættur nú þegar. Hin-
ir hætta einhvern tímann fyrir ára-
mótin,“ sagði Eiríkur. „í húsnæðis-
málunum ætlum við að leggja meiri
áherzlu á tæknimálin og setja hér
upp eins konar tæknideild með
tæknifræðingi til að annast viðhald
á húsunum."