Morgunblaðið - 07.09.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.09.1989, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989 Gjaldþrot Holiday Inn: Heildarkröfur í búið nema um 710 milljónum króna 30 milljónir eftir til greiðslu 270 milljóna skulda SKIPTAFUNDUR I þrotabúi Guð- björns Guðjónssonar hf., sem átti Holiday Inn hótelið, var haldinn á mánudag. Heildarkröfúr námu um 710 milljónum. Kaupverð hótels- ins, um 396 milljónir, rann til veð- hafa að frátöldum 22 milljónum, en um 30 milljónir eru eftir af eignum búsins til úthlutunar í 271 milljón króna kröfúr, sem bústjóri mælir með að verði samþykktar. Við gjaldþrotið lá fyrir tilboð frá bresku hótelkeðjunni Trusthouse Forte í hótelið upp á 7 milljónir doll- ara. Miðað við gengi 1. apríl nam það 370 milljónum króna. Að frátöld- um 22 milljónum króna rann kaup- verðið allt til veðhafa, en skuldir vegna veðsetningar og kaupleigu- samninga námu rúmum 420 milljón- um. Fram kemur hjá bústjóranum, að þótt eignimar hefðu selst fyrir allt að 60 milljónum meira, það eru þær kröfur sem kaupendumir lýstu ekki, hefðu veðhafar á eftir Iðnaðar- banka og Glitni ekki fengið neitt í V élstj órasamningnr felldur FÉLAGAR í Vélstjórafélagi Suðumesja felldu samhljóða nýgerðan kjarasamning félagsins við viðsemjendur á fúndi á mánudagskvöld. Samningurinn gilti til áramóta og var á svipuðum nótum og samningur ASI frá því í vor. Vélstjórar höfðu boðað verkfall frá 4. september, en frestuðu því þegar samningar tókust á föstudaginn var. Jón Kr. Olsen, formaður félagsins, sagði að þýðingarmikil atriði hefðu ekki fengist inn í samninginn og því hefði verið samstaða um að fella hann. Hann sagði að fundur hefði verið ákveðinn með vinnuveitendum í gærkveldi og eftir hann yrði tekin ákvörðun um framhaldið. sinn hlut, þar sem þeir lýstu ekki um 60 milljóna kröfum í búið. Að frádregnu söluverði hótelsins og greiðslu til veðhafa, nema lýstar kröfur rúmum 317 milljónum króna en bústjóri mælir með samþykkt 271,2 milljóna króna. Til greiðslu á þeim kröfum koma 30,3 milljónir króna, þar af renna 11,5-20,6 milljónir til greiðslu for- gangskrafna, allt eftir niðurstöðu skiptaréttarmáls sem Gjaldheimtan í Reykjavík höfðar gegn búinu vegna ágreinings um hvort 9,1 milljóna króna vanskil á staðgreiðslu opin- berra gjalda beri að flokka með for- gangskröfum eða almennum. Ogreiddar kröfur utan skuldaraðar nema 71,7 milljónum króna, sam- kvæmt afstöðu bústjóra, og aðrar almennar kröfur 188 milljónum, þar með talin fyrrgreind krafa Gjald- heimtunnar. í nokkrum tilfellum hef- ur afstöðu bústjórans verið mótmælt og kunna því almennar kröfur enn að hækka. VEÐURHORFUR íDAG, 7. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Búist er við stormi á Austur- og Færeyjadjúpi. Austur víð IMoreg er 978 mb lægð á leið aust-norðaustur og minnk- andi 998 mb lægð skammt vestur af Reykjanesi þokast austur. Heldur kónar í veðri. SPÁ: Norðan- og norðvestan gola eða kaldi og smáskúrir á annesj- um norðan- og austanlands, en hægviðri og þurrt og bjart veður sunnan- og suðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg suðvestan átt, smáskúrir á Suðvest- urlandi en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Fremur svalt. HORFUR Á LAUGARDAG: Stíf sunnanátt og hlýnandi veður. Þurrt á Norðausturlandi en annars rigning víða um land. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma híti veður Akureyrí 6 alskýjað Reykjavik 8 úrkoma Bergen 13 skýjað Helsinki 17 skýjað Kaupmannah. 17 skýjað Narssarssuaq 3 léttskýjað Nuuk 2 þoka ósia 21 léttskýjað Stokkhólmur 18 skýjað Þórshöfn' 11 skýjað Algarve 26 léttskýjað Amsterdam 22 mistur Barcelona 24 alskýjað Berlín 20 léttskýjað Chicago 21 alskýjað Feneyjar 23 léttskýjað Frankfurt 19 léttskýjað Glasgow 15 rigning Hamborg 16 mistur Las Palmas vantar London 24 léttskýjað Los Angeles 17 heiðskírt Lúxemborg 19 léttskýjað Madrid 16 súld Malaga 25 skýjað Mallorca 23 úrkoma Montreal 16 skýjað New York 16 skýjað Orlando 26 iéttskýjað Paris 21 léttskýjað Róm 25 skýjað Vín 19 léttskýjað Washington 19 alskýjað Winnipeg 17 skýjað Morgunblaðid/Magnús Gíslason Þórir B. Guðjónsson, viðgerðarmeistari ferðarinnar, Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, Erla Sandholt, eldabuska og skrif- stofústúlka og Gunnar Siguijónsson, aldursforseti ferðarinnar, í Stað- arskála, þar sem hópurinn gisti í fyrrinótt. Hj ólastólaferðin: Rúmlega ein milljón hefur safiiast í ferðinni „OKKUR sækist ferðin vel, en veðrið hefúr að vísu verið ansi kulda- legt,“ sagði Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar og einn fjögurra hjólastólaökumanna, sem nú eru á leið frá Akureyri til Reykjavíkur. í nótt gistu þeir og aðstoðarmenn þeirra á Hvanneyri í Borgarfírði. Ferðin í gær hófst frá Reykja- skóla í Hrútafírði og það var aldurs- forsetinn Gunnar Sigurjónsson, 69 ára, sem fór fyrsta spölinn, þriggja klukkustundar ferð að Brú. Hann lauk ferðinni í gærkvöldi, þegar komið var að Hvanneyri á tíunda tímanum. „Við lentum í dálitlum erfiðleikum við Dalsmynni, þar sem nýbúið var að hefla veginn og hann var erfiður yfirferðar,“ sagði Jó- hann. „Áheitasöfnunin gengur vel og nú hefur safnast rúmlega 1 millj- ón. Vegfarendur hafa stöðvað bíla sína og gefið okkur fé og ekki má gleyma að minnast á frábærar við- tökur alls staðar. Þannig var okkur boðin gisting og fæði í Staðarskála og hópurinn leystur út með 10 þús- und krónum. Sama var uppi á ten- ingnum á Blönduósi, Víðigerði og í Hreðavatnsskála. Á síðastnefnda staðnum var stödd rúta með eldri borgara og þeir söfnuðu í snarhasti tæpum 12 þúsund krónum. Ef ég ætti að telja upp alla þá sem hafa lagt eitthvað af mörkum, þá efast ég um að Morgunblaðið dygði til.“ Hópurinn verður um klukkan 10.15 í dag í Borgarnesi, um klukk- an 14.15 við Akranesafleggjarann og endar klukkan 22.30 við Laxá í Kjós. Á morgun lýkur ferðinni í Reykjavík. Ólafiir Ólafs- son ráðinn forstjóri Alafoss STJÓRN Álafoss hf. hefiir ákveðið að ráða Ólaf Ólafsson, framkvæmdastjóra Álafoss USA, sem forstjóra fyrirtækis- ins í stað Jóns Sigurðarsonar, sem senn lætur af störfúm að eigin ósk. Ólafur lauk prófi frá Samvinnu- skólanum árið 1976 og hóf strax að því loknu störf hjá bresku ullar- fyrirtæki. Fljótlega stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Icewear, sem seldi íslenskan ullarfatnað erlend- is. Samhliða því stundaði Ólafur nám við Háskóla Islands og lauk þaðan prófi í viðskiptafræði. í maí 1986 réðst hann sem fram- kvæmdastjóri til Samband Ind- ustries í Ohio og tók síðan við hliðstæðu starfi hjá Álafoss USA, eftir stofnun Álafoss hf. í desem- ber 1987. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær forstjóraskipti hjá Álafoss verða, en í frétt frá stjóm fyrir- tækisins segir, að það verði til- kynnt á næstunni. Larsen til íslands DANSKI skákmeistarinn Bent Larsen kemur til íslands um miðjan mánuðinn og mun tefla talsvert hér á Iandi meðan hann stendur við. Larsen dvelur hér dagana 16.-25. september, en 29. septem- ber hefst í Danmörku keppni hans, Margeirs Péturssonar og fínnska skákmeistarans Jouni Yq'- öla um rétt til þátttöku á milli- svæðamóti á næsta ári. Larsen teflir fjöltefli á Akur- eyri sunnudaginn 17. september á vegum Skákfélags Akureyrar. 19. september keppir hann við gesti og gangandi í Kringlunni og síðan teflir hann við banka- menn 21. september. Þá mun hann taka þátt í helgarskákmóti á vegum tímaritsins Skákar, sem væntanlega fer fram í Keflavík, dagana 22.-25. september. Þrefaldur vinningur í lottóinu TVO síðustu laugardaga hefúr enginn unnið hæsta lottóvinn- inginn og verður potturinn því þrefaldur á laugardaginn. Um miðja þessa viku var vinnings- upphæðin komin upp í tæpar fimm milljónir króna og býst Vilhjálmur Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri Islenskrar get- spár við að hún nemi að minnsta kosti átta milljónum þegar dreg- ið verður í lottóinu á laugardags- kvöldið. Vilhjálmur sagði að þegar pott- urinn væri tvöfaldur ykist sala lot- tómiða til muna og jafnvel enn meira þegar hann er þrefaldur. Annars væri erfitt að sjá hversu stór potturinn verður fyrr en komið er að drætti. Venjulega fer helm- ingur sölunnar fram fyrri hluta vikunnar og til klukkan tvö á laug- ardögum og afgangurinn frá klukkan tvö og þar til sölu er hætt. Þetta er í sjötta sinn frá því að byijað var að draga í lottóinu sem potturinn er þrefaldur og í þriðja sinn á þessu ári. Stærsti vinningur sem hefur komið á einn miða er ellefu milljónir króna, en 119 hafa unnið milljón eða meira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.