Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989 Umboðsmaður Alþingis: Hækkun á póstburðargj öldum óheimil meðan verðstöðvun gálti Utgáfa gjaldskrár Bifreiðaskoðunar tslands í bága við lög GAUKUR Jörundsson, umboðsmaður Alþmg-is, hefur komist að þeirri niðurstöðu að hækkun á póstburðargjöldum, sem kom til fram- kvæmda 16. október 1988 á meðan verðstöðvun var í gildi, hafi ver- ið óheimil. Þá álítur hann að útgáfa gjaldskrár fyrir Bifreiðaskoðun Islands, sem gefin var út 2. janúar siðastliðinn, hafi einnig farið í bága við lög um verðstöðvun. Neytendasamtökin sendu um- boðsmanni Alþingis kvörtun í jan- úar síðastliðnum vegna hækkunar á póstburðargjöldum og ákvarðana stjórnvalda um hækkanir bensín- gjalds, þungaskatts og bifreiða- gjalds í árslok 1988. Óskuðu Neyt- endasamtökin eftir áliti hans á lög- mæti hækkananna með tilliti til ákvörðunar stjórnvalda um verð- stöðvun á tímabilinu 27. ágúst 1988 til 28. febrúar 1989. Gaukur Jörundsson segir í áliti sem hann hefur sent frá sér vegna kvörtunar Neytendasamtakanna, að hann telji að ákvarðanir stjóm- valda um hækkanir bifreiðagjald- anna hafi ekki farið í bága við þá verðstöðvun sem í gildi var. Hins Reykjanesskóli við ísafjarðardjúp: Skólasljóráin í ársleyfi SKARPHÉÐINN Ólafsson skóla- stjóri Reykjancsskóla við Isafjarð- ardjúp hefúr ákveðið að taka árs- Kindakj ötssalan; 1000 tonn seld í ágúst SALA á kindakjöti í ágúst er talin hafa verið um 1.000 tonn, um 100 tonnum meira en í júlí. Sala kindakjöts innanlands á verðlagsárinu verður því væntan- lega nálægt 8.700 tonnum, en það er svipuð sala og var næstu tvö verðlagsár á undan. leyfi frá störfum en Svavar Gests- son menntamálaráðherra bauð honum að fara í leyfí eða verða vikið úr stöðunni. Búið er að aug- lýsa stöðuna lausa til umsóknar. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Skarphéðinn að hann væri ósáttur við þau vinnubrögð mennta- málaráðuneytis að auglýsa stöðuna án nokkurs samráðs við sig. Hann hefði viljað láta starfsfólk og kenn- ara skólans vita um það sjálfur að ráða ætti annan skólastjóra. Skarphéðinn segist ekki vilja vera á staðnum áfram og hyggst því flytja með fjölskyldu sína frá Reykjanesi. Ætlast er til að þeir skólamenn sem fá ársleyfi frá störfum nýti það til að setjast á skólabekk en vegna þess hve fljótt þetta ber að segist Skarp- héðinn ekki vita hvar eða hvenær hann komist til náms. vegar hafi ekki verið heimilt að láta hækkun á póstburðargjöldum koma til framkvæmda á meðan verðstöðv- un var við líði. í svari samgöngu- ráðuneytisins við bréfi Gauks, þar sem hann óskaði skýringa ráðu- neytisins vegna kvörtunar Neyt- endasamtakanna, kemur fram að hækkun póstburðargjaldanna sem gildi tók 16. október hafi verið sam- þykkt á ríkisstjómarfundi 5. júlí 1988. Um hafi verið að ræða hluta af gjaldskrárbreytingu sem gildi tók 16. júlí, og þar sem hækkunin hafi verið samþykkt og auglýst áður en bráðabirgðalög um verðstöðvun tóku gildi þá hafi hún ekki brotið í bága við þau. Gaukur kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að fyrir- mæli í bráðabirgðalögunum verði að skýra á þann veg, að óheimilt hafi verið að hækka gjaldskrár fyr- irtækja á vegum ríkis og sveitarfé- laga á meðan verðstöðvun var í gildi nema undantekningarákvæði í þeim hefðu átt við. Svo hafi ekki verið í þessu tilfelli, og hann telji því umrædda hækkun á póstburðar- gjöldunum hafa verið óheimila fyrr en eftir 28. febrúar 1989. Gaukur Jörundsson tók að eigin frumkvæði til athugunar hækkun á gjöldum fyrir skráningu ökutækja og skráningarmerki, svo og á gjöld- um fyrir skoðun ökutækja sam- kvæmt gjaldskrá fyrir Bifreiðaskoð- un íslands, sem birt var í Stjórnar- tíðindum 6. janúar síðastliðinn. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að telja verði Bifreiðaskoðun ís- lands fyrirtæki á vegum ríkisins, og því hafi gjaldskrárhækkunin brotið í bága við lögin um verð- stöðvun. Saltað hjá Pólarsíld. Síldveiðar má hefla 8. október Kvótinn nemur 1.100 tonnum á hvern bát Sjávarútvegsráðuneytið hefúr ákveðið að síldveiðar megi almennt heQa þann 8. október nk. Þeir aðilar, sem tryggt hafa sér móttöku á síld til frystingar, um borð eða í landi, fyrir þann tíma, geta þó hafið veiðar 20. september, en þurfa áður að sækja sérstaklega um slíka undanþágu til ráðuneytisins, að sögn Jóns B. Jónasson- ar, skrifstofustjóra í sjvarútvegsráðuneytinu. Heildarsíldarkvóti á vertíðinni, sem stendur til áramóta, nemur 90 þúsund lestum og koma 1.100 lestir í hlut hvers síldarbáts, eitt hundrað tonnum meiri kvóti heldur en í fyrra. Alls hafa nú 87 skip síldveiði- réttindi, en vitað er að nokkur skip fara ekki til veiða. Skip hafa mátt framselja veiðiheimildir sínar þrjú ár í röð. Hinsvegar hafa tíu skip af þessum 87 skipum, sem nú hafa veiðiréttindi, ekki rétt til framsals lengur. Ef þau hyggjast nýta kvóta sína, þurfa þau sjálf á síldveiðar. Þau tíu skip, sem um ræðir, eru: Elliði GK, Helga RE, Sólfell EA, Siguijón Arnlaugsson HF, Helguvík AR, Hilmir SU, Þórunn Sveinsdóttir VE, Una í Garði GK, Sæþór EA og Hvanney SF. Ali álegg ■ . ■ hefurðu smakkað eitthvað betra? Rúllupylsa ■ Spœgipylsa ■ Hamborgarahryggur ■ Skinka ■ Malakoff ■ Pepperoni • MortadeUa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.