Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989 13 Brúkslist ________Myndlist Bragi Ásgeirsson Maður stendur á stundum sjálf- an sig að því að spyrja, hvert stefnir listin og hönnunin hér á landi á síðustu tímum? Listrýnar um víða veröld anda léttar er þeir rita um núlistasýn- ingar, sem ekki eru eins og ma- treiddar fyrir fjöldann, og ef þeir koma í safn, sem kynnir sjálf- stæða hugsun í vali verka er það þeim sérstakt tilefni til að nota upphrópunarmerkin! Hér á landi virðist vera uppi sterk tilhneiging til að vinna sér hlutina létt með því að taka það einfaldlega upp, sem aðrir eru búnir að gera skil í útlandinu í stað þess að leggja á sig þrot- lausa vinnu og miskunnarlaus andleg átök. Að gera hlutina vel úr garði í hönnun er ekki nóg ef menn vilja teljast fullgildir sem skapandi listamenn. En hins vegar er það fullgilt og réttlætanlegt að fram- leiða góða hluti til brúks, sem hafa verið hannaðir af öðrum, ef það er gert undir réttum formerkj- um. Einn af nafntoguðustu hönnuð- um Bandaríkjanna og alls heims- ins um leið á tímum „Nýja stflsins; eða Art Nouveau og Jugendstil, eins og stefnan er ýmist nefnd, var Louis Comford Tiffani (1847—1933), og þekkja það nafn allir, sem eitthvað eru inni í þeim málum. Hann stofnaði árið 1879 „Tiffani Glass and Decorating Company". Verk hans eru fjarræn og margslungin, en um leið mögn- uð einhvetjum mjög jarðneskum en þó ævintýralegum töfrum. Maðurinn og nafnið er þjóðsaga í sínu heimalandi, ekki síst eftir að hann tók við skartgripaverzlun föður síns í New York árið 1902, en verzlunin er eitthvað alveg sérstakt í borginni, sem allir þekkja og bera takmarkalausa lotningu fyrir. Það hefur mátt sjá áhrif frá þessum snillingi víða um heim, eins og að líkum lætur, en frum- gerðir hlutir eftir hann kosta ævintýralegar fjárhæðir. Þessi formáli er til kominn vegna þess, að á dögunum skoðaði ég sýningu á tvívíðum glerverkum og brúks- hlutum (lömpum) eftir Hrafnhildi Ágústdóttur í „Galleríi List“ í Skipholti 52. Er skemmst frá að segja, að lamparnir og þá sér í 'lagi hjálmarnir báru sterkan svip af Tiffany-hönnun og nýstflnum almennt. Annað á sýningunni er eftir þessu, en tvívíðar glugga- myndirnar stinga þó nokkuð í stúf, en eru ekki átakamikil verk. Svo er annað mál, að lampam- ir eru ákaflega vel gerðir og eigu- legir hlutir og leiða hugann að þessu yndislega tímabili í hönnum, sem hefur líka réttilega verið nefnt „fagra tímabilið" „Belle Epoque". Gestalcennari vetrarins HappyMiller kemur aó þessu sinni frá Bandaríkjunum. Hann hefur kennt víóa og á sér aö baki litríkan dansferil. Aórir kennarar eru: Sóley, Emelía, Jón Egill og Bjargey I vetur bjóóum vió uppá 12 vikna námskeiö í jazz - modern - ballet fyrir byrjendur og fram- haldshópa á öllum L. R SÓLEYJA aldri. Haustönn hefst 11. sept. og lýkur meö nem- endasýningu. Innritun hefst 4. sept. í símum 687701 - 687801 í Dansstúdíói Sóleyjar í tilef ni af 70 ára afmæli fyrirtækisins gefur NOREGI - SVÍÞJÓÐ viðskiptavinum okkar allt að 30% afslátt af stressless hvíldarstólum - sófaboróum o.fl. I^sófasettum — borðstofuhúsgögnum - húsgögn = vönduð húsgögn húsgögn eru öðruvísi 1919-19 8 9 I/ZS4® Opið laugardag 10-16 krisuán siggeirsson Hesthálsi vA/esturlandsveg, sími 91-672110.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.