Morgunblaðið - 07.09.1989, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989
13
Brúkslist
________Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Maður stendur á stundum sjálf-
an sig að því að spyrja, hvert
stefnir listin og hönnunin hér á
landi á síðustu tímum?
Listrýnar um víða veröld anda
léttar er þeir rita um núlistasýn-
ingar, sem ekki eru eins og ma-
treiddar fyrir fjöldann, og ef þeir
koma í safn, sem kynnir sjálf-
stæða hugsun í vali verka er það
þeim sérstakt tilefni til að nota
upphrópunarmerkin!
Hér á landi virðist vera uppi
sterk tilhneiging til að vinna sér
hlutina létt með því að taka það
einfaldlega upp, sem aðrir eru
búnir að gera skil í útlandinu í
stað þess að leggja á sig þrot-
lausa vinnu og miskunnarlaus
andleg átök.
Að gera hlutina vel úr garði í
hönnun er ekki nóg ef menn vilja
teljast fullgildir sem skapandi
listamenn. En hins vegar er það
fullgilt og réttlætanlegt að fram-
leiða góða hluti til brúks, sem
hafa verið hannaðir af öðrum, ef
það er gert undir réttum formerkj-
um.
Einn af nafntoguðustu hönnuð-
um Bandaríkjanna og alls heims-
ins um leið á tímum „Nýja stflsins;
eða Art Nouveau og Jugendstil,
eins og stefnan er ýmist nefnd,
var Louis Comford Tiffani
(1847—1933), og þekkja það nafn
allir, sem eitthvað eru inni í þeim
málum. Hann stofnaði árið 1879
„Tiffani Glass and Decorating
Company". Verk hans eru fjarræn
og margslungin, en um leið mögn-
uð einhvetjum mjög jarðneskum
en þó ævintýralegum töfrum.
Maðurinn og nafnið er þjóðsaga
í sínu heimalandi, ekki síst eftir
að hann tók við skartgripaverzlun
föður síns í New York árið 1902,
en verzlunin er eitthvað alveg
sérstakt í borginni, sem allir
þekkja og bera takmarkalausa
lotningu fyrir.
Það hefur mátt sjá áhrif frá
þessum snillingi víða um heim,
eins og að líkum lætur, en frum-
gerðir hlutir eftir hann kosta
ævintýralegar fjárhæðir. Þessi
formáli er til kominn vegna þess,
að á dögunum skoðaði ég sýningu
á tvívíðum glerverkum og brúks-
hlutum (lömpum) eftir Hrafnhildi
Ágústdóttur í „Galleríi List“ í
Skipholti 52. Er skemmst frá að
segja, að lamparnir og þá sér í
'lagi hjálmarnir báru sterkan svip
af Tiffany-hönnun og nýstflnum
almennt. Annað á sýningunni er
eftir þessu, en tvívíðar glugga-
myndirnar stinga þó nokkuð í
stúf, en eru ekki átakamikil verk.
Svo er annað mál, að lampam-
ir eru ákaflega vel gerðir og eigu-
legir hlutir og leiða hugann að
þessu yndislega tímabili í hönnum,
sem hefur líka réttilega verið
nefnt „fagra tímabilið" „Belle
Epoque".
Gestalcennari vetrarins
HappyMiller
kemur aó þessu sinni
frá Bandaríkjunum.
Hann hefur kennt víóa
og á sér aö baki litríkan
dansferil.
Aórir kennarar eru:
Sóley,
Emelía,
Jón Egill
og Bjargey
I vetur bjóóum vió uppá
12 vikna námskeiö í
jazz - modern - ballet
fyrir byrjendur og fram-
haldshópa á öllum
L.
R
SÓLEYJA
aldri. Haustönn hefst 11.
sept. og lýkur meö nem-
endasýningu.
Innritun hefst 4. sept. í símum 687701 - 687801 í Dansstúdíói Sóleyjar
í tilef ni af 70 ára afmæli fyrirtækisins gefur
NOREGI - SVÍÞJÓÐ viðskiptavinum okkar
allt að 30% afslátt af
stressless hvíldarstólum - sófaboróum o.fl.
I^sófasettum — borðstofuhúsgögnum -
húsgögn = vönduð húsgögn
húsgögn eru öðruvísi
1919-19 8 9
I/ZS4®
Opið laugardag 10-16
krisuán siggeirsson
Hesthálsi vA/esturlandsveg,
sími 91-672110.