Morgunblaðið - 07.09.1989, Page 14

Morgunblaðið - 07.09.1989, Page 14
gI' 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 7.-SEPTEMBER ið; & eftir Pétur Einarsson flugmálastjóra Engar þjóðir eru eins háðar öflugum samgöngutækjum milli landa, og eyþjóðir. Islendingar urðu illilega varir við það á öld- um áður. Land okkar byggðist á niundu öld landnemum, sem hingað komu á skipakosti þess tíma. Skipin voru síðan okkar ieið til útlanda um ellefú alda skeið. Engan áttu Islendingar viðinn til skipasmíða og telja margir að þess vegna höfúm við misst sjálfstæði okkar. Land okk- ar, þó gott sé, hefúr ekki þá kosti að hér geti fólk búið án aðdrátta frá útlöndum. Samgöngur innan eyjar okkar voru og eru einnig nauðsyn til vöruskipta, menningareflingar og að halda saman ríkiseining- unni. Þar sem landið er Qöllótt, hijóstrugt og því skipt af illfær- um, beljandi jökulelfúm þá var þaðum aldir mjög erfitt yfirferð- ar. í fyrrgreind ellefú hundruð ár notuðust menn við tvo jafii- fljóta og þarfasta þjóninn, en svo var íslenski hesturinn jafiian kallaður. í aldanna rás þróaðist svo hérlendis einstakt hestakyn, er aðhæfðist landinu og er í dag eitt af djásnum þjóðarinnar. Oblíð náttúra hefúr hert og stælt dýr og menn í þessu landi um aldir og kennt okkur að bjargast við óvæntar aðstæður og vera úrræðagóðir. Frá gerð Gamla sáttmála 1262 til þess er við fáum sljórnarskrá 1874, ein- angrast þjóðin smám saman frá útlöndum, vegna lélegra sam- gangna. Eldgos, plágur og óáran drógu kjark úr þjóðinni. Islend- ingar voru því við upphaf tuttug- ustu aldar, frumstæð, fátæk en vel lesin þjóð. En á nítjándu öld var sáð fræj- um frelsis, nýrrar tækni og nýrra hugmynda með þjóðinni. Ungir íslenskir menntamenn bera heim kraft og endurnýjaþrótt. Fjölnis- menn voru þar í fylkingarbijósti. A fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar koma áhrif frelsis- vakningarinnar í ljós. Oflugar félagshreyfingar verða til. Eim- skipafélag Islands er stofiiað og aðeins sextán árum eftir fyrsta vélflug Wright-bræðra í Banda- ríkjum Norður-Ameríku, stofha íslendingar sitt fyrsta flugfélag og verða með fyrstu þjóðum heims til þess. íslensk flugsaga hefst árið 1919. Hingað til hefúr íslensk flugsaga verið sögð með manna- nöfiium. Víst er það rétt að fátt hefst án forgöngumanns og eftir hann koma sporgöngumenn. En hitt er eins rétt að þjóðfélags- bylting er aldrei verk eins manns heldur er þar samvirkni manna og aðstæðna. Ég mun því hér líta á flugsöguna, sem tímabil i . þjóðlífinu, reyna að álykta hvers vegna þróunin varð og gera líklegri framtíðarþróun skóna. Flugsögu okkar frá 1919 til 1989, eða 70 árum má skipta í tvö skeið : Tímabil innanlands- hyggju árin 1919-1952 ogtíma- bil alþjóðahyggju eftir það. Sú skipting er byggð á eðli flugstarf- seminnar og skýrist á meðfylgj- andi yfirlitsmynd um þróun flugs á íslandi til okkar daga. Innanlandshyggja Alþjóðahyggja Evrópuflug Grænlandsflug NorOur Atlandshafeflug Pílagrimaflug Tilraunaskeiö Landhelgisgaesluflug Mannflöldi / farþ. um Isl. þúsund flugvelli Landgræösluflug Sfldarleit CHIukreppa 1500 1200 900 600 300 Fjöldi flugvéla 300 Striösárin Heimskreppan |--------1 |------------1 Hverfilhreyfla flugvélar Farþegar Fjölhreyfla flugvélar Tveggjahreyfla flugvélar Einshreyfils / Sjóflugvélar Fl 1919 Fí 1928 É . o |----------r Air Artic 1984 / Ailanta 1986 Amarflug 1976 Þór 1971 ||f| Air Viking 1970 /, aí, Baharm 1969 Flugvelar Fraktflug 1969/ iscargo 1973 Flughjólp 1969 / Caigolux 1972 Flugleiðir 1973 Bjöm Pálsson 1949 Noröurflug 1959 / Flugfólag Noröuriands 1975 Flugsýn 1959 Flugstööin / Elieser Jónsson 1962 Helgi Jönsson 1964 P^***"*r Sverrir Þóroddsson 1973 BÉ Flugféiag Austurlands 1974 250 200 150 100 50 1900 ‘05 '10 MíT ‘20 25 '30 ‘40 ‘45 '50 ‘55 ‘60 '65 ‘70 '75 ‘80 ‘85 '86 ‘87 ‘88 Ath: Yfirlft þetta er ekki hárnákvæmt.en gefur gróta mynd af þróun flugsins ÞRÓUN FLUGS Á ÍSLANDI # GRÍMSEY RAUFARHÖFN KÓPASKER SUÐUREYRI tSHÖFN SIGLUFJÖRÐUR FtAT^i ÞINGEfÉ (KAFJÖRDUR ÓLAFÍ kFJÖRÐUR BLÖNDIK PATREKSFJÖRDUB ' HOfUrjönouR STYKKISHÓLMUH RIF/ÓLAFSVÍK Ibreiddalsvík HORNAFJÖROUR VESTfMNNAEYJAR Tímabil innanlandshyggju - Flugáhuginn vakinn í lok fyrri heimsstyijaldarinnar hefst töluverð þjóðfélagsumræða um möguleika flugsins. Vakin var athygli á að umtalsverð þróun hafi orðið í gerð flugvéla í styijöldinni og þær væru orðnar hentugri til almennra samgangna. Lögð var áhersla á að góðar samgöngur væru fjöregg efnahagslífsins, en t.d. póstsamgöngur hérlendis væru í molum. Langt yrði þar til járn- brautir myndu lagðar um okkar fjöllótta land , vegir fáir og illir yfirferðar. Brúargerð var á frum- stigi. Fyrir atbeina þekktra at- hafnamanna í viðskiptum, vísindum og stjómmálum var stofnað Flugfé- lag Islands hið fyrsta og flugtil- raunir gerðar 1919 og 1920. Ein- göngu var flogið yfir suðvesturhorn landsins, með farþega í kynningar- flugi. Félagið hætti störfum vegna fjárhagserfiðleika. Tugir karla og kvenna flugu, en flugáhuginn var vakinn. Nokkrir menn halda vakandi umræðu um þörf fyrir flugflutninga á íslandi næstu árin. Þeir nefna helst til þörf fyrir farþegaflutninga, póstflutninga, mjólkurflutninga, allskonar varningsflutning, sjúkra- flutninga, landmælingar og strand- varnir. Tillögur eru fluttar á Al- þingi um stuðning við frekari ftug- tilraunir, en þrátt fyrir það gerist lítið til ársins 1928 en þá er stofnað Flugfélag íslands hið annað. Það félag starfaði til ársins 1931. Á þvi tímabili var flogið var til 45 staða og um 2.600 farþegar voru fluttir. Síldarleit úr lofti hófst og sjúkraflug var umtalsvert. í kjölfar heims- kreppunnar neyddist félagið til að hætta starfsemi vegna fjárskorts. íslensk flugsaga verður ekki reif- uð án þess að getið sé tveggja manna. Annars vegar Alexanders Jóhannessonar háskólarektors, sem nú verið settar 35 reglugerðir, margar mjög viðamiklar, grundvall- aðar á lögunum. Auk þess gildir fjöldi annarra fyrirmæla og er- lendra samninga. Embætti flugmálaráðunauts ríkisins er stofnað 1935 og gegndi því Agnar Kofoed-Hansen. Emb- ætti flugmálastjóra er stofnað 1945 og gengdi Erling Erlingsen verk- fræðingur fyrstur því embætti. Flugráð er fyrst skipað 1947 og varð Agnar Kofoed-Hansen fyrsti formaður þess. Flugmálastjórn ís- lands hefur nú árið 1989 um 250 starfsmenn á launaskrá og veltir um einum milljarði króna. Árið 1945 taka íslendingar yfir alþjóðaflugþjónustuna á norður- hluta Norður-Atlantshafsins og var hún og er mjög mikilvæg undir- staða undir tækniþekkingu og um- svif okkar í flugi. í dag nær svæð- með mikilli elju og kappsemi varð frumkvöðull að stofnun Flugfélags íslands 1928 og hins vegar Agnars Kofoed-Hansen flugmálastjóra, sem varð frumkvöðull að mikilli áhugavakningu um flugmál á fjórða áratug þessarar aldar. Agnar var m.a. hvatamaður að stofnun Flug- málafélags íslands, Svifflugfélags íslands 1936 og Flugfélags Akur- eyrar, sem stofnað var 1937 og seinna varð Flugfélag Islands hið þriðja. Sama ár er stofnað Svifflug- félag Akureyrar og 1939 hefst út- gáfa tímaritsins Flugs. í kjölfar þessara atburða fylgir samfelld flugsaga landsins. Eftir 70 ár - 320 þúsund farþegar í innanlandsflugi til 30 fúgvalla Fram til ársins 1952 annast þrír aðilar innanlandsflug þ.e. Flugfélag íslands h.f. og Loftleiðir h.f. sem höfðu með höndum reglubundið flug. Auk þess flaug Björn Pálsson sjúkraflug og leiguflug. Stöðug efl- ing verður í innanlandsflugi þjóðar- innar einkum eftir lok síðari heim- styrjaldarinnar allt til þessa dags. Á árunum 1960 til 1980 heija margir aðilar flugrekstur og flest innanlandsflugfélaga, sem nú starfa voru stofnuð á þeim tíma. Á þessu ári fljúga fimm flugfélög áætlunarflug til 30 flugvalla og önnur sjö fljúga leiguflug. Fluttir voru um 320 þúsund farþegar inn- anlands árið 1988. Þegar flug varð svo snar þáttur af þjóðlífinu hófust afskipti ríkis- valdsins. Fyrstu lög um flugmál nr. 32/1929 voru einföld í sniðum, en er þau voru endurbætt með núgild- andi lögum nr. 34/1964 var lögtek- inn 189 greina lagabálkur og hafa Áætlunarleiðir í innanlandsflugi sumarið 1989. f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.