Morgunblaðið - 07.09.1989, Side 31

Morgunblaðið - 07.09.1989, Side 31
........-... - M()H(iUNBl,A1)H) FIMMTUDAGUR 7: SEPTKMBEH l'989 ------ ................................ . . . ■ . ■ -.............- ....... ...... .. ■ .................... 2000 laxa múrinn rofinn í Kjósinni Nú eru komnir um 2.050 laxar á land úr Laxá í Kjós og bendir ekkert til að aðrar ár nái slíkri veiði. Laxá verður toppáin annað árið í röð. Veitt er til 9. septem- ber og spurning nú aðeins hvort að talan 2.100 náist. Það gengur lítið í ána þessa dagana, en dijúg- ur lax er í ánni og fisk að finna á flestum veiðistöðum. Laxá á Ásum endaði með 720 stykki 720 laxar veiddust í Laxá á Ásum og töldu kunnugir menn ýmsir að lítið hefði verið eftir af laxi í ánni í vertíðarlok. Þetta gerir 360 laxa á hvora dagsstöng í ánni á 90 dögum og sést glöggt að það er engin neyð. Þ.e.a.s. þar til að verð veiðileyfa er skoðað en það er kapítuli út af fyrir sig og þeir sem veiða í Laxá ætla sér flestir eða allir miklu mun stærri hlut heldur en ijóra laxa eftir daginn. Hér og þar og alls staðar í fyrradag voru komnir 850 laxar úr Víðidalsá og voru þá menn að ljúka tveggja daga veiði með 38 laxa sem var mjög gott miðað við afrakstur flestra hópa í sumar. Enn verður veitt í nokkra daga þannig að talan gæti nálg- ast þúsund, helmingi ntinna en í fyrra. Selá gaf nýlega 850 laxinn. Þar á eftir að veiða í nokkra daga og að sögn nákunnugs Selármanns veiðist nú fremur lítið á neðra svæðinu, en menn séu enn að lenda í góðurn tökum á Leifsstaða- svæðinu. Hofsá hefur gefið heldut' færri fiska. Veiði er lokið í Þverá/Kjarrá og veiddust um 1.300 fiskar. Einn 25 punda fiskur veiddist frammi á ijalli undir lok veiðinnat', en all nokkrir 20 til 22 punda laxar veiddust hér og þar í sumar. í Norðurá var léleg veiði og er ver- ið að taka saman heildartöluna þessa daganna. Eigi er víst að hún nái 900 iöxum. Loks má geta þess, að nokkuð líf færðist í Svartá með septemb- ermánuði, feðgarnir Garðar Þór- hallsson og Garðar Garðarsson veiddu í ánni daganna l.til 3. sept- ember og drógu 9 fiska á þurrt. Var það methollið í sumar og sáu þeir félagar nokkuð af laxi, sér- staklega í ármótunum við Blöndu. Þetta voru 4 til 15 punda fiskar og voru þá komnir um 90 laxar á land. Námsgagnastoftiun: 2 smábækur HJÁ Námsgagnastofitun eru komnar út bækurnar Lax lærir að hlusta og Hani lærir að fljúga. Höfundur bókanna er Árni Árnason og er Sigurður Örn Brynjólfsson, höfundur myndefitis. Báðat' eru bækurnar í flokki svokallaðra smábóka, en það eru bækur sem ætlaðar eru börnum sem eru að læra að lesa. Söguefni bó- kanna byggir á orðaforða sem lagður er til með lestrarbókinni Við' lesum A, sem N ámsgagnastofn- un gefur út, og eiga bækurnar því að vera hentugt framhaldslestrar- efni við þá bók. Bækurnar eru 24 bls. hvor í brotinu A5 prentaðar í lit í prent- smiðjunni Rún hf. og litgreindar í Myndamótum hf. (Frcttatilkynning) Fiskverð á uppboðsmörkuðum 6. september FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verðfkr.) Þorskur • 62,00 40,00 55,52 2,155 119.643 Ýsa 127,00 80,00 97,68 3,254 317.864 Ufsi 24,00 24,00 24,00 0,199 4.776 Steinbitur 33,00 33,00 33,00 0,022 726 Lúða 310,00 270,00 295,56 0,036 10.640 Koli 49,00 46,00 46,08 0,450 20.736 Skötuselur 70,00 70,00 70,00 0,005 350 Gellur 300,00 áoo.oo 300,00 0,015 4.500 Kinnar 81,00 81,00 81,00 0,044 3.564 Samtals 78,12 6,180 482.799 1 dag verða meðal annars seld 30 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu, 2 tonn af steinbít, 0,250 tonn af lúðu og óákveðið magn af öðrum tegundum úr Stakkavík ÁR og fleiri bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 66,00 52,50 56,29 148,904 8.382.197 Þorskur(smár) 37,00 37,00 37,00 0,229 8.473 Ýsa 113,00 74,00 99,15 10,143 1.005.697 Karfi 37,00 35,00 36,59 23,195 848.714 Ufsi 32,00 31,00 31,47 9,956 313.330 Steinbítur 45,00 45,00 45,00 0,167 7.515 Hlýri+steinb. 45,00 45,00 45,00 1,357 61.065 Langa 37,00 34,00 34,39 3,890 133.772 Lúða(stór) 205,00 105,00 162,66 0,730 118.745 Lúða(smá) 200,00 200,00 200,00 0,045 9.000 Grálúða 45,00 45,00 45,00 '0,475 21.375 Skarkoli 52,00 50,00' 50,12 0,659 33.030 Skata 25,00 25,00 25,00 0,041 1.025 Samtals 54,78 199,792 10.943.868 Selt var úr Sigurey BA, Drangey SK og fleirum. í dag verða meðal annars seld 130 tonn af þorski, 6 tonn af ýsu, 30 tonn af karfa og 5 tonn af ufsa úr Engey RE, Gylli ÍS og bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 63,50 63,50 63,50 3,277 208.110 Ýsa 100,00 87,00 90,50 8,386 758.964 Karfi 34,50 15,00 30,90 0,092 2.843 Ufsi 35,00 15,00 32,48 0,755 24.525 Steinbítur 58,00 42,00 50,31 0,745 37.482 Langa 34,50 15,00 31,16 0,357 11.125 Blálanga 35,00 33,00 34,00 1,710 58.140 Lúða 320,00 210,00 257,00 0,070 17.990 Sólkoli 60,00 60,00 60,00 0,504 30.240 Keila 20,50 10,00 15,92 5,950 94.701 Skötuselur 370,00 370,00 370,00 0,011 4.070 Lax 235,00 235,00 235,00 0,035 8.225 Samtals 57,39 21,892 1.256.415 i dag verða meðal annars seld 8 tonn af ýsu, 6 tonn af karfa og 3 tonn af ufsa úr Hjalteyrinni EA, Jóhannesi KE og Reyni. Einn- ig verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. Þorsteinn frá Sjón Kristján Hrafitsson Hamri Ljóðaveisla Dags DAGUR Sigurðarson, skáld og myndlistarniaður, býður í ljóðaveislu í kvöld, fimmtudag, klukkan 21. Veislan fer fram í nýopnuðunt sýningarsal í Hafnarstræti 4. í veislu Dags verða lesin Ijóð auk þess sem ýmis lítið þekkt tjáningarform verða kynnt. Þau skáld sem lesa ljóð sín eru; Bragi Ólafsson, Þorsteinn 1‘rá Hamri, Sjón, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, Kristján Hrafnsson, Jón Stefánsson, Einar Melax, Elísabet Jökulsdóttir, Þorri Jóhannsson, Ferdinand, Jóhamar og Jón Gnarr. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúrn leyfit'. Kynnir er Ari Bragason. Rauða hringekj- an komin út RAUÐA hringekjan er nafit á nýútkominni bók með píanóút- setningum, sem ætlaðar eru fyr^ ir eitt píanó og Qórar hendur. I bókinni eru 18 létt píauólög og er • höfundur hennar Elías Davíðsson, skólastjóri Tónlistar- skólans í Ólafsvík. Nöfn laganna lýsa vel þeirri fjöl- breytni sem einkennir bókina, segir í fréttatilkynningu, en þar er t.d. að finna lög sem bera heitin: Viki- vaki, París 1920, Palli prakkari og Tína kátína, Drekahátíð, í Maura- landi, Kafara-Ragtime og Rauða hripgekjan. íslensk tónverkamiðstöð gefur bókina út á þremur tungumálum: íslensku, þýsku og ensku. Rauða hringekjan er önnur bókin sem Tónverkamiðstöðin gefur út eftir Elías Davíðsson en sú fyrri heitir Á tíu fingrum urn heiminn. Kápu bókarinnar hannaði Erl- ingur Páll Ingvarsson og var hún prentuð í ísafoldarprentsmiðju. Rauða hringekjan fæst í íslensku tónverkamiðstöðinni, Freyjugötu 1 og ýmsúm bókaverslunum. SigluQörður: Skemmdir unnar á símaklefa SÍMAKLEFINN á Siglufirði hef- ur enn einu sinni orðið fyrir barðinu á skeinmdarvörgum. Aðfararnótt þriðjudagsins var rúða í honunt brotin en skömmu áður höfðu símtólið og skífan verið slitin af símtækinu. Stutt er síðan klefinn og síintækið voru lagfærð fyrir 30-40.000 krónur eftir að skemmdarvargar höfðu verið þar siðast á ferð. Einar Albertsson stöðvarstjóri Póst og síma á Siglufirði sagði í samtali við Morgunblaðið að svo virtist vera sem lögreglueftirlit væri mjög slakt í bænum á kvöldin og nóttunni því skemmdarvörgum tækist .yfirleitt að eyðileggja síma- klefann aftur um leið og búið væri að gera við hann eftir þá síðustu. Einar sagði að sér þætti skrítið að Islendingar kynnu ekki að meta þessi öryggistæki sem símaklefar eru því hvergi fá þeir að vera í friði. Nokkrum sinnum hefur tekist að hafa uppi á sökudólgunum og þeir látnir bot'ga fyt'ir viðgerð á símakiefanum. Fyrirlestur um jarðtækni NORBERT R. Morgenstern, ný- kjörinn forseti alþjóða jarð- tæknisambandsins, heldur fyrir- lestur í kvöld, fimmtudag, í stofu 158 í húsi Verkfræði-og raunvís- indadeilda Háskóla Islands. Dr. Morgenstern er hér staddur á vegum Alntannavarna ríkisins, til ráðgjafar varðandi skriðuföll. Hann er prófessor við háskólann í Edmonton í Kanada og hefur feng- ist við rannsóknir, t.d. á jarðstí- flum, skriðuföllum, og grundunar- eiginleikum jarðvegs. Fyrirlesturinn, sem nefnist á ensku „Limitations of slope stabi- lity analysis in engineering prae- tice“, hefst klukkan 16.30. Nafinarugl í myndatexta NAFNARUGL varð í mynda- texta með mynd frá afhendingu Borgarleikhússins til Leikfélags Reykjavíkur í þriðjudagsblað- inu. Þar segir að Rúrík Haraldsson leikari sé meðal gesta á stóra svið- inu en ntyndin vat' af Róbert Arn- finnssyni leikara og fleirum. Merkjasöludag- ar Hjálpræðis- hersins Hjálpræðisherinn á íslandi er nú byrjaður á nítugasta starfsári sínu. Starfið liefiir verið marg- þætt, bæði á líknar- og trúboðs- sviðinu. Margir Islendingar hafa notið góðs af þessu starfi. Það hefur verið árviss viðburður í tugi ára að starfsmenn Hjálpræð- ishersins hafa staðið á götum úti eða gengið í hús og selt blórna- rnerki til styrktar starfi okkar hér á landi. Blómamerkið hefur verið lítið gerviblóm á títupijónshaus með íslenskum fánaborða. Ekki er leng- ur hægt að útvega svona blóm, en þess í stað munu liðsmenn Hjálp- ræðishersins selja blómamerki sem er prentað á límmiða. Merkin verða seld á Akureyri og í Reykjavík í þessari viku, 6.-8. september, og munu þau kosta krónut' 100. Sýnir ljósmyndir á Mokka Á MOK- KAKAFFl við Skólavörðustíg hefst sýning í dag, fimmtu- dag, á u.þ.b. 30 svarthvítum ljósmyndum eft- ir Davíð Þor- steinsson. Myndirnar eru úr borgarlands- lagi og sýna mótíf eins og tré, glugga, múrveggi og mannfólk. Flestar eru teknar á síðastliðnutn fjórum árunt í gamla bænum í Reykjavík og nokkrar á ferðalögum í Skotlandi og Frakklandi. Davíð hefur tvisvar áður sýnt á 31 Mokka; fyrst árið 1985, myndir frá götum Reykjavíkur og síðastliðið sumar portrett af gestum Mokka- kaffis. Sýningin stendur næstu þtjár vikur eða til 28. september. Davíð Þor- steinsson Danskar forsæt- isráðherra- nefiidir í heim- sókn UNDANFARIÐ hafa verið hér á landi tvær nefndir á vegum danska forsætisráðuneytisins, alls Qórtán manns, en verkefhi þeirra er að gera tillögur til úrbóta á fjárhagsvandamálum Grænlands og Færeyja. Danimir kynntu sér ýmis skipulagsmál hérlendis með það í huga hvort umræddar nágrannaþjóðir geti eitthvað af Islendingum lært. Nefndirnar tvær bera nöfnin Færeyjanefnd og Grænlandsnefnd og ræddu við embættismenn og ráðamenn auk þess að heimsækja stofnanir og fyrirtæki. Má nefna Hagsstofuna, Fiskmarkaði, Ha- frannsóknarstofnun og margt fleira. Heimsókn dönsku nefnd- anna lauk í gær. Sýning á Hvolsvelli UM þessar mundir eru til sýnis í Hliðarenda á Hvolsvelli 30 olíu- og vatnslitamyndir. ■ Eru þær eftir Sigurð Hauk Lúðvíksson og verður sýningin sem er sölusýning opin þennan ntánuð allan. Djasshátíð í Norræna húsinu Á DJASSHÁTIÐ, sem haldin verður í Norræna húsinu fóstu- daginn 8. september, koma fram þeir Tómas R. Einarsson, Eyþór Gunnarsson og Sigurður Flosa- son og auk þeirra þeir Pétur Ostlund trommuleikari og Jens Winther trompetleikari. Á efnisskrá eru lög eftir Tómas R. Einarsson og hafa þtjú þeirra ekki verið flutt opinberlega áður. Lögin verða hljóðrituð af fimm- menningunitm um helgina og gefin út á plötu og geisladisk í haust. Þetta verða einu tónleikar kvint- ettsins og hefjast þeir kl. 21. Vélskólinn: Mikil aðsókn ný- nema MIKIL aðsókn er nú að Vélskóla íslands. Við skólasetningu 1. september kom frant hjá Andr- ési Guðjónssyni skólameistara að innritaðir voru um 200 nem- ei’-tur, þar af um 100 nýnemar. Kennsla á haustönn hefst sam- kvæmt stundaskrá 11. september. Fyrirhugað er að halda vélavarða- námskeið fyrir iðnsveina, sem kvöldnámskeið. Ef næg þátttaka fæst mun það hefjast um rniðjan september og ljúka í desember. Kjarvalsstaðir: Sýningum sumarsins að ljúka Góð aðsókn hefur verið að sýn- ingunni Alþjóðleg nútímalist, sýn- ingu á Ijósmyndum Yosuf Karsh og sumarsýningu á verkunt Kjarv- als á Kjarvalsstöðum í sumar. Öll- um þessum sýningum lýkur næst- komandi sunnudag, 10. september. Þangað til geta gestir virt þær fyr- ir sér milli klukkan 11 og 18 alla daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.