Morgunblaðið - 07.09.1989, Síða 32
a
Harður árekstur
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þrennt var flutt í sjúkrahús eftir harðan árekst-
ur við gatnamót Norðurlandsvegar og Lauga-
landsvegar, skammt norðan við Leirubrú við
Akureyri rétt fyrir klukkan ijögur í gær. Tveir
fólksbílar skullu saman við gatnamótin, kona og
barn sem voru í öðrum bílnum sluppu ómeidd,
en allir sem í hinum bílnum voru meiddust. Að
sögn lögreglu var fljótt á litið talið að meiðsl
hefðu ekki verið mikil. Biíreiðirnar skemmdust
báðar mikið og voru fjarlægðar af slysstað með
kranabíl.
Frystihúsið Ólafsfirði:
lands-
Góðar atviimuhorf-
ur fram til áramóta
ALLT bendir til að takist að halda uppi fullri vinnu við frystihúsið á
Ólafsfirði fi-am til áramóta og segir Agúst Sigurlaugsson á skrifstofu
Verkafýðsféfagsins Einingar að þau tíðindi hafi komið mönnum gleði-
lega á óvart. Atvinnuástand hefur verið gott á Ólafsfirði frá því í
mars er vinnsla hófst aftur í frystihúsinu.
Ágúst sagði að næg vinna hefði
verið á Ólafsfirði í sumar og menn
væru bjartsýnir á framhaldið. Það
væri frekar að vantaði fólk til vinnu
í bæinn. Nú eru 6 skráðir atvinnu-
lausir á Ólafsfirði, en Ágúst sagði
að þeir hefðu skerta vinnugetu og
gætu ekki gengið í hvaða störf sem
Að sögn Finnboga Baldvinssonar,
framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss
Ólafsfjarðar, eru um þúsund tonn
af kvóta eftir hjá frystihúsinu og
dugir það til að halda uppi fullri
atvinnu út árið. „Þessi tíðindi koma
okkur gleðilega á óvart," sagði
Ágúst. Síðustu ár hefur komið til
tímabundins atvinnuleysis á Ólafs-
firði á haustmánuðum, en Ágúst
sagði að útlit væri fyrir að svo yrði
ekki nú.
Næg atvinna hefur verið hjá iðn-
aðarmönnum í sumar og sagði Ágúst
að einkum hefði byggingariðnaður-
inn verið blómlegur. Þá hafa fram-
kvæmdir á vegum bæjarins verið
með mesta móti, en nú er unnið af
kappi við gerð grasvallar og einnig
hefur mikið verið um að vera varð-
andi gatnagerð. Fegrunarátak hefur
staðið yfir í sumar og mikið áunnist
í þeim efnum. Meðal annars var
unnið við að græða upp eftir skriðu-
föllin í fyrra og sagði Ágúst hreint
ótrúlegt hversu vel hefði til tekist í
þeim efnum.
Fjórðungssamband Norðlendinga:
Bein fólksfækkun
byggðinni efltir aldamót
Beta Geirs
27 þúsund manns flylja til höfuðborgarinnar af landsbyggðinni fram til ársins 2010
Bók um list
Betu Geirs
LISTAVERKABÓK um
Betu Geirs kemur út í haust,
en að útgáfunni standa fé-
lagskonur úr Delta Kappa
Gamma, Akureyrardeild,
ásamt börnum Betu og eftir-
lifandi maka hennar.
Bókin verður prýdd fjölda
iitmynda af listaverkum henn-
ar, einnig verða þar ljóð eftir
listakonuna og þau lög sem
varðveist hafa, nótusett af
Birgi Helgasyni söngkennara.
Fremst í bókinni verður
birtur nafnalisti þeirra sem
gerast áskrifendur, en áskrift-
arverð verður mun iægra en
verð út úr búð. Þeim, sem
gerast vilja áskrifendur að
bókinni, er bent á að hafa
samband við einhvern af eft-
irtöldum: Ljósmyndastofuna
Norðurmynd á Akureyri,
Bókabúð Jónasar, Iðunni
Ágústsdóttur, Jenný Karls-
dóttur, Guðnýju M. Magnús-
dóttur, allar á Akureyri, eða
Hönnu Salómonsdóttur,
Hrafnagilsskóla, fyrir 10.
september næstkomandi.
í fréttatilkynningu segir að
Beta Geirs hafi verið eitt af
náttúrubörnum íslenskrar
listasögu, nánast ómenntuð í
listsköpun hafi hún náð undra-
verðum árangri á öllum þeim
listasviðum sem hún lagði
stund á.
EFTIR AÐ hafa gengið í gegnum hreinsunareld tveggja síðustu
þinga er nú almenn samstaða ríkjandi á meðal fulltrúa í Fjórðungs-
sambandi Norðlendinga um að hag sambandsins sé best borgið í
einu stóru sambandi beggja kjördæmanna á Norðurlandi. Fjórð-
ungsþingi lauk á Akureyri á laugardagskvöld og var samþykkt
að næsta þing yrði á Sauðárkróki að ári. Meginmál þingsins voru
tvö, verkaskipting ríkis og sveitarfélaga annars vegar og hins
vegar opinn fundur sem bar yfirskriftina; Stefhir norðlensk byggða-
þróun í blindgötu?
Tvö erindi voru flutt á þinginu
til kynningar. Valur Þórarinsson
gerði sveitarstjórnarmönnum
grein fyrir staðgreiðslukerfi skatta
og málefnum' gjaldheimtu og
Bjarni Einarsson aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Byggðastofnunar
hafði framsögu um skýrslu stofn-
unarinnar til stjórnamálaflokk-
anna: Byggðastefna í nýju ljósi.
í erindi Bjarna kom m.a. fram
að ef mið er tekið af mannfjöld-
aspá og reynslu síðustu ára af
fólksflutningum sýna framreikn-
ingar að stöðnun verður í fjölgun
fólks á landsbyggðinni til alda-
móta og bein fækkun eftir alda-
mót. Á hinn bóginn yrði tæplega
52 þúsund manna fjölgun á höfuð-
borgarsvæðinu, þar af stafaði 27
þúsund manna fjölgun af aðflutt-
um. Bjarni benti á fjölgun að-
fluttra til höfuðborgarinnar væri
ríflega allt Norðurlandskjördæmi
eystra, sem telur um 26 þúsund
manns. „Þetta er gífurleg blóðtaka
fyrir landsbyggðina, en hún bitnar
ekki síður á höfuðborginni,“ sagði
Bjarni. Hann sagði að mikið óhag-
ræði fylgdi þessum fólksflutning-
um, sem kostnað hefði í för með
sér fyrir þjóðina. Mannvirki og
Félagslegar kaupleiguíbúðir:
Fimmtán sóttu
um fímm íbúðir
FIMMTÁN umsóknir bárust um félagslegar kaupleiguíbúðir sem í
byggingu eru við Helgamagrastræti 53 á Akureyri. Frestur til að
sækja um rann út fyrir skömmu.
í húsinu verða tuttugu og tvær
íbúðir, fimm féiagslegar kaupleigu-
íbúðir og tíu almennar kaupleigu-
íbúðir, en hinar verða seldar á al-
mennum markaði.
Jón Björnsson félagsmálastjóri
sagði að þeir sem sæktu um kaup
á félagslegu kaupleiguíbúðunum
væru gjarnan einstæðir foreldrar
sem væru að koma sér upp þaki
yfir höfuðið í fyrsta sinn.
Gert er ráð fyrir að íbúðirnar
verði tilbúnar til afhendingar í apríl
á næsta ári. Félagsmálaráð og
stjórn verkamannabústaða úthluta
íbúðunum og verður það gert síðar
í þessum mánuði.
auðlindir landsbyggðar yrðu van-
nýtt vegna fækkunar fólks, en á
höfuðborgarsvæðinu þyrfti að
byggja ný þjónustumannvirki sem
í mörgum tilfellum væru til staðar
annars staðar..,
Byggðastefnu sagði Bjarni að
reka þyrfti til langs tíma, menn
þyrftu a.m'.k. að sjá 10 ár fram í
tímann, að öðrum kosti yrði árang-
ur enginn. í því sambandi benti
hann á, að ef átak í vegagerð á
áttunda áratugnum hefði ekki vik-
ið fyrir uppbyggingu heilsugæslu-
stöðva og grunnskóla víða um land
sem sett var í forgang hefði mátt
haga framkvæmdum varðandi
þessa þætti öðruvísi og spara
þannig mikið fé með samnýtingu.
Erindi sem flutt voru á opnum
fundi sem bar yfirskriftina Stefnir
norðlensk byggðaþróun í blindgötu
vöktu mikla athygli. Flutt voru
fimm erindi á fundinum, Jóhann
Antonsson íjallaði um sjávarútveg
og varpaði fram þeirri hugmynd
að skylda ætti öll íslensk fiskiskip
til að landa á íslenskum fiskmörk-
uðum Unnur G. Kristjánsdóttir
flutti erindi um atvinnumál þar
sem fram kom að ársverkum hefur
fækkað nokkuð í landbúnaði á
Norðurlandi, en fjölgað í fiskveið-
um og vinnslu og einnig í iðnaði.
Þórólfur Gíslason fjallaði um versl-
un og þjónustu í dreifbýli og þar
sem dregin var upp dökk mynd
að stöðu dreifbýlisverslunarinnar.
Margrét Bóasdóttir hafði fram-
sögu um menningarmál þar sem
hún hvatti menn til að rækta eigin
garð og taka til hendinni heima
fyrir. Að lokum flutti Pétur Reim-
arsson erindi um framtíðarmálefni
og sagði að hvað atvinnulífið varð-
aði væri dugnaður, frumkvæði og
áræðni einstaklinga, samtaka
þeirra og fyrirtækja, það sem allt
ylti á í framtíðinni, en til að virkja
þetta frumkvæði yrði atvinnu-
starfsemin að skila hagnaði. Það
væri óþolandi að almenn efna-
hagsskilyrði væru þannig á ís-
landi, einu landa Vestur-Evrópu,
að fyrirtæki í útflutnings- og sam-
keppnisgreinum séu rekin með
tapi eða við núllið ár eftir ár.
Istess hf.
• •
Ollu starfe-
fólki var-
sag1 upp
ÖLLUM starfsmönnum ístess hf.
hefur verið sagt upp störíum.
Guðmundur Stefánsson fram-
kvæmdasljóri segir ástæðuna
m.a. þá að fiskeldi eigi almennt
erfitt uppdráttar og fyrifsjáan-
legt að svo verði áfram.
„Það er minna um að vera í fisk-
eldi nú og við verðum að aðlaga
okkur breyttum forsendum,“ sagði
Guðmundur. Framundan er róleg-
asti tími ársins í framleiðslu fóðurs
og hjólin snúast þá ekki af sama
krafti og yfir háannatímann, sem
stendur frá vori og fram í oktober.
Guðmundur sagði að það hefði
einnig sitt að segja varðandi uppr
sagnirnar, að fiskeldistöðvar skuld-
uðu fyrirtækinu verulegar upphæð-
ir sem væru í vanskilum.
Upnið er að endurskipulagningu
hjá ístess og sagði Guðmundur að
vonast væri til að þeirri vinnu lyki
fljótlega svo óvissunni yrði tétt áf
starfsmönnum.