Morgunblaðið - 07.09.1989, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989
Frá athafiiasvæði hinnar nýju laxeldisstöðvar Morgunbiaðið/bj
Ný laxeldisstöð í
Oxarflarðarhreppi
Benedikt Kristjánsson verk-
stjóri
Rætt við Benedikt Kristjánsson verkstjóra
Framkvæmdir standa nú yfir við nýja laxeldisstöð í Öxarfjarðar-
hreppi í Norður-Þingeyjarsýslu. Fyrir réttu ári var byijað að
byggja hús yfir starfsmenn og í vor sem leið var byijað að reisa
sex 1.000 rúmmetra ker og tvö 500 rúmmetra ker. Einnig er
fyrirhugað að koma upp fjórum 1.400 rúmmetra kerjum og tveim-
ur 600 rúmmetra keijum. Þegar er kominn lax í tvö ker. Fullbúin
á stöðin að geta skapað fimmtán ársverk.
Þegar blaðamaður Morgun- vatn í nær ótakmörkuðu magni
blaðsins var á ferð þar nyrðra
fyrir skömmu hitti hann að máli
Benedikt Kristjánsson verkstjóra
umræddra framkvæmda, sem við
vinna um 15 manns. Að sögn
Benedikts eru kerin ætluð hvort
sem er fyrir lax eða bleikju. Ef
gert væri ráð fyrir helmingi af
hvoru gæti ársframleiðsla orðið
milli 7 og 8 hundruð tonn. Að-
stæður þarna eru taldar mjög
ákjósanlegar fyrir slíka starfsemi.
Þarna er nærhendis kalt ferskt
og í næsta nágrenni er einnig 35
gráðu heitt vatn. Skammt frá
framkvæmdastaðnum er svo tek-
inn sjór upp úr sandinum gegnum
sigtisrör (drenkerfi). Að byggingu
þessara nýju laxeldisstöðvar
standa m.a. einstaklingar úr
þremur hreppum þar í nágrenni,
Óxarljarðarhreppi, Keldunes-
hreppi og Presthólahreppi. Eig-
endur Seljalax hf., sem er félag
heimamanna, á 35 prósent í þessu
fyrirtæki. Byggðastofnun á 20
prósent, Fiskeldisþjónustan á 35
prósent og landeigandinn, Jón
Ingimundarson á Núpi á 10 pró-
sent. Kpstnaður við þessar fram-
kvæmdir er áætlaður á bilinu 150
til 160 milljónir króna. Kerin eru
framleidd hjá Byggingariðjunni
en botnar þeirra eru steypir á
staðnum. Hönnun er í höndum
verkfræðistofunnar Varmaverks
hf. og heimamanna. Menn gera
ráð fyrir að laxeldisstöðin skapi
fimmtán ársverk. Að sögn Bene-
dikts er talið að stöðin geti fljót-
lega skilað hagnaði ef tekst að
koma henni á laggirnar fyrir ofan-
greinda fjárhæð. Þegar er kominn
fiskur í tvö ker og gert er ráð
fyrir að slátra þeim fiski seinni
hluta næsta árs.
-gsg
Vetraráætlun innanlandsfLugs Flugleiða:
Sætabil aukið í Fokkervélunum
VETRARAÆTLUN innanlandsflugs Flugleiða gengur í gildi hinn
11. september nk. og gildir til 20. maí 1990. Með gildistöku vetrará-
ætlunar fækkar ferðum nokkuð frá því sem var í sumar. Til nokk-
urra staða verða fleiri ferðir en í fyrravetur.
Samkvæmt vetraráætluninni
verður ferðafjöldi til einstakra
staða frá Reykjavík sem hér segir:
Til Akureyrar verða 34 ferðir í
viku, þ.e. fjórar til sex ferðir á
dag. Til ísafjarðar verða tvær ferð-
ir á daga alla daga, samt. 14 ferð-
ir. Til Vestmannaeyja þijár ferðir
á fimmtudögum, föstudögum og
sunnudögum og tvær ferðir aðra
daga, samtals 17 ferðir í viku. Til
Sauðárkróks verða níu ferðir í
viku, þ.e. ferðir alla daga nema
laugardaga en tvær ferðir á mánu-
dögum, fimmtudögum og föstu-
dögum. Til Egilsstaða verður
morgunferð og kvöldferð alla
daga, samt. 14 ferðir í viku. Til
Hornafjarðar verða fimm ferðir í
viku, daglega nema mánudaga og
laugardaga. Til Norðfjarðar verð-
ur flogið á mánudögum, fimmtu-
dögum og laugardögum. Til Pat-
reksfjarðar verður flogið alla daga
nema laugardaga og sunnudaga.
Til Húsavíkur verður flogið alla
dag nema laugardaga og tvær
ferðir verða á mánudögum,
fimmtudögum og föstudögum. Til
Þingeyrar verður flogið á mánu-
dögum, miðvikudögum og föstu-
dögum.
Sú breyting sem gerð var á
sætaskipan í Fokker Friendship
flugvélunum í innanlandsflugi, að
fækka sætum úr 48 í 44 og auka
sætabilið sem því nam hefir mælst
mjög vel fyrir meðal farþega.
Stjórnendur innanlandsflugs Flug-
leiða fylgjast grannt með óskum
viðskiptamanna og má segja að
þær breytingar sem nú eru gerðar
frá fyrri vetraráætlunum byggist
að verulegu leyti á skoðanaskipt-
um og viðtölum við frammámenn
ýmissa bæjar- og sveitarfélaga.
Prentuð áætlun kemur út bráð-
lega og verða í henni auk innan-
landsáætlunar Flugleiða, vetrar-
áætlanir Flugfélags Austurlands,
Flugfélagsins Ernis og Flugfélags
Norðurlands.(FrcttatiIkynning)
ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ
í næstu og þarnæstu viku hefjast ný ættfræðinám-
skeið hjá Ættfræðiþjónustunni, bæði fyrir byrjendur
og lengra komna^Notið tækifærið og leggið grunninn
að skemmtilegri, fræðandi tómstundaiðju. Öll undir-
stöðuatriði ættrakningar tekin fyrir. Þátttakendur fá
þjálfun og aðstöðu til ættarleitar með afnotum af al-
hliða heimildasafni. Leiðbeinandi er Jón Valur Jens-
son. Uppl. og innritun í síma 27101 kl. 9.30-19.30.
Höfum mikið úrval ættfræðibóka til sölu, m.a. mann
töl, niðjatöl, ættartölur, ábúendatöl, stétfartöl o.s.frv.
Hringið eða skrifið og fáið senda ókeypis nýútkomna
bókaskrá.
ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAIM - ÆTTFRÆÐIÚTGÁFAN,
Sólvallagötu 32a, pósthólf 1014, 121 Rvík., sími 27101
Léttu þér róðurinn
hjá Málaskólanum f
GRE- og GMAT-prófum þurfa allir að ná sem ætla í
framhaldsnám í bandaríska háskóla. Próftími er afar
naumur og allar skýringar eru á ensku. Markmið nám-
skeiðanna hjá Málaskólanum er að gera nemendur
fullkomlega undirbúna fyrir prófin sjálf. Farið er niður
í saumana á öllum þáttum prófanna, nokkur æfingapróf
tekin og sérstök áhersla lögð á próftækni.
GRE
Námskeiðið hefst 21. sept.
ENSKA: Orðaforði, framsetning og lestrarskilningur
STÆRÐFRÆÐI: Flatarmálsfræði, algebra og reikniaðgerðir
RÖKHUGSUN: Æfingar og uppsetning skema
GMAT
Námskeiðið hefst 27. sept.
ENSKA: Orðaforði og lestrarskilningur. RÖKHUGSUN:
Æfingar og uppsetning skema. STÆRÐFRÆÐI: Flatarmáls-
fræði, algebra og almennar reiloiiaðgerðir. ÞRAUTIR: Að-
ferðir við úrlausnir. FRAMSETNING ritaðs máls.
Hvort námskeið tekur þrjár vikur. Kennt verður þrisvar í
viku, þrjá tíma í senn. Kennarar á námskeiðunum verða
Bjarni Gunnarsson M.A., Friðrik Eysteinsson M.B.A og
Guðmundur Arnason B.S. Þú færð allar nánari upplýsingar
um námskeiðin hjá Málaskólanum.
Málaskólinn
Borgartúni 24, sími 62 66 55
í-
fA
l
mUFUGLS
tilM til
FLURIUU
Verö frá kr. 47.610,-
Sértilboó
í 7 0 daga ferðir til Orlando
Brottför frá íslandi: 7., 14. og 21. sept., 12. og 19. okt.
Brottför frá Orlando: 17. og 24. sept., 1., 22. og 29. okt.
*lnnifaliö i veröinu er viku notkun á
FORD ÞRUMUFUGLI „ THUNDERBIRD“
(án bensíns og söluskatts af bílnum).
*Mióaó vió aó a.m.k. tveir feróist saman.
Flugvallaskattur ekki innifalinn.
FLUGLEIDIR