Morgunblaðið - 07.09.1989, Síða 45
45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989
----«-----j----i-----(----H------‘--------
urflugvelli, ég á skrifstofu eldneytis-
deildar, en hún var skrifstofustjóri á
skrifstofunni, sem sá um búslóða-
flutning hermanna (Household Go-
ods Office). Einn daginn bauð hún
mér starf, sem var að losna á skrif-
stofu hennar. Ég hikaði í fyrstu, en
tók svo boðinu eftir nokkra um-
hugsun. Því hefi ég aldrei séð eftir.
Eins og bömin mín segja í dag,
hún átti stærstan þátt í því að koma
mér upp úr sorginni og söknuðinum
með glaðlyndi sínu og elskulegheit-
um.
Við fórum margar ferðir saman
til útlanda og var Austurríki okkar
uppáhaldsland. Vínaróperan, Lista-
hátíð í Salzburg og margt fleira kem-
ur mér í huga. Sumardvöld við
Gardavatn, útileikhúsið í Verona.
Búnar að sjá Aidu kvöldið áður og
komnar aftur til að sjá Svanavatnið.
Við sáum sko vatnið, en það var nú
án svana, því skyndilega brast á
hræðilegt veður með þrumum, eld-
ingum og voðalegu vatnsveðri. Við
sátum sem fastast í regnkápum okk-
ar með vatnið rennandi sem fossa-
föll niður stallana, sem við sátum á
og hreyfðum okkur hvergi, fyrr én
sýningunni var aflýst seint um kvöld-
ið.
Og hérna heima, sinfóníutónleikar,
kammertónleikar, óperu- og leikhús-
ferðir, að ógleymdum ferðum innan-
lands, einni skemmtilegri vestur í
Isafjarðardjúp, að heimsækja systir
mína og mág. Kristján sonur hennar
við stýrið og minnist hann enn þann
dag í dag á ferðina, sem hann varð
að hlusta á Pavarotti syngja í belg
og biðu, án þess að geta nokkrum
vörnum við komið, en við vorum
nýbúnar að fá segulbandsspólu, sem
við þurftum að hlusta á.
Námskeiðin, sem við fórum á, til
að reyna að fá svör við ýmsum spurn-
ingum, svo sem hvaðan við kæmum
og hvert við færum, að loknu þessu
lífi og ýmislegt um andleg mál.
Heimilið hennar að Unufelli 23.
Shangri-La kallaði ég það. Þangað
var hægt að koma hvenær, sem
manni datt í hug, án þess að gera
boð á undan sér og alltaf mætti
manni sama ljúfa viðmótið hjá henni
og Kristjáni syni hennar. Þar
gleymdist amstur hversdagsins á
yndislegu heimili, góðgerðir þegnar,
rabbað saman eða hlustað á góða
tónlist, en hún átti mikið og gott
plötusafn, og alltaf fór maður þaðan
ánægður með lífið og tilveruna.
Vinkona mín hafði yndi af góðri
tónlist og hafði mjög þroskaðan tón-
listarsmekk. Hún hlustaði ekki á
hvað sem var og var alls ófeimin við
að segja sitt álit ef henni líkuðu ekki
þau verk, sem hún var að hlusta á
og datt mér oft í hug saga H.C.
Andersen um Nýju fötin keisarans,
þegar fólk var að hæla einhverjum
verkum, en hún var eins og litla
barnið í þeirri sögu og þorði að segja
sitt álit umbúðalaust, á sinn hrein-
skilna hátt.
Börnin hennar fjögur Jóhann,
Kristján, Anna Ruth og Guðrún
sanna það fornkveðna ... að sjaldan
fellur eplið langt frá eikinni. Prúð
og elskuleg bera þau uppeldi móður
sinnar fagurt vitni. Samband hennar
við börnin og fjöiskyldur þeirra var
einstakt og einkenndist af væntum-
þykju og virðingu og barnabörnin sín
sex elskaði hún heitt.
Þau eiga nú öll ásamt móður henn-
ar Önnu Bergmann, stjúpföður henn-
ar Áka Jenssyni og stjúpmóður Önnu
Óiafsdóttur um sárt að binda. Sendi
ég þeim öllum innilegar samúðar-
kveðjur mínar og barna minna um
leið og ég þakka forsjóninni fyrir að
hafa kynnst og átt vináttu þessarar
indælu konu.
Lilja Hjartardóttir Howser
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér sinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Sb. 1886 - V.Briem)
Nú er hún horfin sjónum okkar,
mín ástkæra vinkona Esther. Minnin-
gamar um þessa elskulegu konu
munu fylgja mér ævina út. Á stund
sem þessari skortir mann orð, en
samt er svo margt að segja. Okkar
fyrstu kynni urðu, er við sóttum
námskeið hér í bæ. Esther vakti strax
athygli mína, hún var mjög glæsileg
kona og við kynningu reyndist hún
jafn góð og hún var falleg. Hún hef-
ur ætíð sýnt mér og fjölskyldu minni
mikla tryggð og vináttu. Það eru
sannarlega mikil forréttindi að hafa
átt hana að vini.
Esther var óvenjulega sterkur per-
sónúleiki, hún háfði ákveðriár skoð-
anir og hélt þeim fram með prúð-
mennsku og stillingu. Þótt ekki yrði
komist hjá ýmsu andstreymi í lífi
hennar var henni lítt tíðrætt um sín
fyrri kjör og leit svo á að manni
bæri að draga lærdóm af því sem
fyrir kæmi á lífsleiðinni. Fyrir tæpum
þremur árum lét hún af starfí sínu
sem deildarstjóri hjá varnarliðinu en
þar hafði hún unnið um tuttugu ár
og hóf störf hjá heilbrigiðisráðuneyt-
inu. Hún hafði lengi hlakkað til að
minnka við sig og hafa meiri tíma
fyrir áhugamálin og fjölskylduna.
Én þá barði sá vágestur að dyrum,
sem nú hefur lagt hana a'velli. Ekki
kvartaði Esther undan veikindum
sínum, heldur lét sem lítið væri og
gekk full atorku til baráttu við sjúk-
dóminn með bros og bjartsýni að
vopni.
Esther var mikill fagurkeri og
unni góðri tónlist og bókmenntun,
sótti mikið tónleika og ballettsýning-
ar bæði hér heima og erlendis. Tón-
listin var hennar líf og yndi. Einnig
var hún mikil hannyrðakona og lista-
kokkur og liggja margir fallega unn-
ir hlutir eftir hana og er undirrituð
svo lánsöm að eiga slíka hluti í fórum
sínum.
Framlag Estherar til þeirra sem
hún unni var ávallt mikið og ríkulega
veitt bæði á andlegu og veraldlegu
sviði, enda var hún sannur vinur vina
sinna. Hún var ætíð mjög nátengd
börnum sínum, tengdabörnum og
barnabömum og var alltaf boðin og
búin til að hjálpa, styðja og hugga,
þegar erfiðleikar steðjuðu að. Eins
sýndi hún mikla ræktarsemi við
móður sína og stjúpa og aldraða
stjúpu. „Svo uppskerðu sem þú sá-
ir.“ Þessa setningu hafði hún oft
yfir. Kom þetta hvað best fram í
veikindum hennar, hún var umvafin
ástúð og kærleika barna sinna sem
aldrei viku frá henni, tóku hana inn
á heimili sín og reyndu hvað þau
gátu að létta henni þessa erfiðu bar-
áttu. Henni var fullljóst að leikslok
væru skammt undan og hafði því
gengið vel frá öllum sínum málum.
Esther er nú farin í þá ferð sem bíður
okkar allra.
Við sem kynntumst Esther mun-
um aldrei gleyma brosinu hennar
bjarta og augunum sem geisluðu af
lífsgleði og atorku. Sú birta og ylur
sem stafaði frá henni smitaði út frá
sér og gerði tilveruna bjartari og
betri fyrir okkur hin.
Ég votta bömum hennar, tengda-
börnum, barnabömum, móður og
stjúpa mína dýpstu samúð.
Guð blessi ykkur öll.
Hrafnhildur
Minning:
Stefán Ólafsson
veitingamaður
I gær kvaddi ég vin minn og
tengdaföður, Stefán Ólafsson, sem
lést langt fyrir aldur fram. Þegar ég
kynntist honum, fyrir um það bil fjór-
um árum, fann ég að þar fór óvenju-
legur maður. Hann var maður sem
geislaði af starfsorku og lífsgleði og
var bjartsýnn á lífið og tilveruna.
Hann sá alltaf eitthvað gott út úr
öllum hlutum. Orðið uppgjöf var ekki
til í hans huga. En hvers vegna þurfa
þá svona menn að fara svo snemma?
Þeirri spurningu fáum við seint svar-
að, en ætla má að hans uppbygging-
arstarfi hér á jörðu hafi verið lokið
og að hann hafi verið kvaddur á vit
nýrra og stærri verkefna. Stefán var
einn af þeim fáu mönnum sem ég
hef kynnst í lífínu sem bar ekki öf-
und til annarra manna yfír því sem
þeir gerðu og eignuðust, heldur var
hann lítillátur og ánægður með það
sem hann hafði, sem er í raun veldi
út af fyrir sig. Þær stundir sem ég
átti með Stefáni voru alltaf góðar,
alltaf hafði hann tíma til að hlusta
á mig og frjálslega miðlaði hann
reynslu sinni til mín. Hann var góður
maður, og kom fram við mig sem
jafningja, þannig að maður fann fyr-
ir væntumþykju.
Stefán beindi lífi mínu inn á stærri
og betri brautir og kenndi mér
margt. Þess vegna verður söknuður-
inn svo mikið meiri. Þetta er stór
missir og sár missir. Ég þakka fyrir
að fá að hafa þekkt þennan mann.
Með foreldrum mínum, Iðunni og
Kristjáni G. Kjartanssyni, og Stefáni
og Jóhönnu konu hans, tókst náin
vinátta, og sáu þau fram á margar
gleðistundir með þeim hjónum. Öll
biðjum við að minningin um Stefán
Ólafsson megi styrkja hans yndislegu
eiginkonu, Jóhönnu, og bömin þtjú,
Jóhannes, Ingvar og Kristínu, svo
og aðra ástvini. Blessuð sé minning
hans.
„Láttu smátt, en hyggðu hátt,
heilsa kátt, ef áttu bágt.
Leik ei grátt við minni mátt.
Mæltu fátt og hlæðu lágt.“
(Einar Ben.)
Halldór K. Kristjánsson
og Qölskyldan Einimel 7
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
MARÍU LILJU JÓNSDÓTTUR,
Nónvörðu 2,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilstaðaspítala.
Guðný Gunnarsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir,
Sigurður Gunnarsson,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Gunnar Gunnars,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hilmar Harðarson,
Elsa Júlfusdóttir,
Frímann Guðmundsson,
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
frá Múlalundi... §
. þær duga sem besta bók. >
Z>
Q
Múlalundur
Endurbœtt námskeib fyrir konury sem
reka lítilfyrirtceki eba hyggjast stofna
jyrirtœki.
Námskeibib Stofnun og rekstur fyrirtcekja
verburhaldib 12.—23. september.
Mebal efnis: Frumkvödullinn, stofnácetlun,
stefnumótun, markabsmál, fjármál,
formfyrirtcekja og reiknisskil.
Námskeiðið fer fram í kennslusal
Iðntæknistofnunar í Keldnaholti.
Kennt er þri., fim. og lau.
Þátttaka tilkynnist í síma 687000.
nlÐNTÆKNISTOFNUN
ÍSLANDS
rekstrartæknisvið.
Ræðumennska og mannleg samskipti.
Kynningarfundur
Kynningarfundur verður haldinn í kvöld
kl. 20.30 á Sogavegi 69, gengið inn að
norðanverðu.
★ Námskeiðið getur hjálpað þér að:
★ Öðlast HUGREKKI
og meira SJÁLFSTRAUST.
★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann-
færingarkrafti í samræðum og á fundum.
★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér
VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU.
★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu
komin undir því, hvernig þér tekst að um-
gangast aðra.
★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI
— heima og á vinnustað.
★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum
og draga úr kvíða.
Fjárfesting í menntun
gefur þér arð ævilangt.
Innritun og upplýsingar í síma: 82411