Morgunblaðið - 07.09.1989, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989
53
vallarspilari Belgíu, var ánægður
eftir sigurleikinn, 3:0, gegn Port-
ugal. „Við eigum ekki að gera far-
ið út af brautinni - við erum á leið-
inni til Ítalíu.
■ SKOTAR skoruðu tvö sjálfs-
mörk - Steve Nicol og Gary Gil-
lespie á tveimur mín. og tryggðu
Júgóslövum sigur, 3:1.
■ „VIÐ erum búnir_ að tryggja
okkur farseðilinn til Ítalíu. Leik-
menn mínir vöknuðu upp þegar
Skotarnir skoruðu fyrsta mark
leiksins," sagði Ivica Osim, liðs-
stjóri Júgóslava.
■ SKOTAR þurfa aðeins eitt sig
út úr leikjum gegn Frökkum (úti)
og Norðmönnum (lieima), til að
tryggja sér farseðilinn til Italíu.
^ Hvað sögðu Austur-Þjóðverjar?
„íslendingar hugmyndasnauðir"
Eg átti von á mun betra liði
og það kom mér á óvart hve
lítil barátta var í liðinu. Mér fannst
íslendingar mjög hugmyndas-
nauðir og það var ekkert sem kom
á óvart í spili þeirra nema hve
slakir þeir voru,“ sagði Rainer
Ernst, leikmaður austur-þýska
Iandsliðsins eftir leikinn. „Við lék-
um vel, allir sem einn, og vörn
okkar var mjög sterk.“
„Sofnuðum á
verðinum"
- sagði SævarJónsson, fyrirliði
KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN
Englend-
ingar
þurfa
eitt stig
Englendingar og Svíar gerðu
markalaust jafntefli í Stokk-
hólmi í 2. riðli í gær. Englendingar
eru svo gott sem er komnir í loka-
keppnina á Ítalíu, þurfa aðeins eitt
stig úr síðasta leik sínum gegn
Pólveijum til að gulltryggja sig.
Markvörðurinn, Thomas Ravelli,
var hetja Svía því hann bjargaði
hvað eftir annað með góðri mar-
kvörslu, sérstaklega frá Gary Line-
ker. „Það er hálfgerð martröð að
mæta Englendingum í slíkum ham.
En þrátt fyrir allt er ég ánægður
með annað stigið því við erum enn
með í baráttunni um sæti í loka-
keppninni," sagði Ole Nord, lands-
liðsþjálfari Svía.
Terry Butcher var fyrirliði enska
landsliðsins í fyrsta sinn í gær í
fjarveru Bryans Robson sem er
meiddur. Butcher, sem leikur með
Glasgow Rangers, lék með skurð á
enni út leikinn eftir samstuð við
Johnny Ekstrom . í fyrri hálfleik.
Hann var ilja útleikinn af blóði er
hann gekk af velli. „Við fengum
betri færi í leiknum, en Svíar vörð-
ust vel og ég held að jafntefli hafi
verið sanngjörn úrslit,“ sagði Bobby
Robson, landsliðseinvaldur Eng-
lendinga.
„Leikkerfið
gekk upp“
- sagði þjálfari Aust-
urríkis eftir jafntefli
gegn Sovétríkjunum
„VIÐ náðum takmarkinu, sem
var að fá að minnsta kosti eitt
stig. Við iékum mjög agaðan
leik, leikkerfið gekk upp gegn
liði, sem var á allt öðru og
hærra plani en okkar, þó úrslit-
in beri það ekki með sér,“
sagði Josef Hickersberger,
þjálfari Austurríkis, eftir
markalaust jafntefli gegn Sov-
étríkjunum í Vín í gærkvöldi.
Austurríkismenn kræktu í dýr-
mætt stig, sem getur komið
þeim í úrslitakeppnina. Þeir lögðu
áherslu á öruggan varnarleik og
héldu Alexander Zavarov og Oleg
Protasov, framheijum Sovétmanna,
niðri — Artner og Pfeffer fylgdu
þeim sem skuggar og gáfu þeim
aldrei frið.
„Lrtíl barátta"
„Mér fannst afskaplega lítil
barátta í íslenska liðinu og það
var eins að það hefði ekki að neinu
að keppa,“ sagði Ulf Kirsten.
„Mér fannst íslendingar of vark-
árir og það hefði verið eðlilegra
fyrir þá að taka áhættu. En hvað
okkur varðar getum við verið án-
ægðir. Við lékum vel og fengum
tvö dýrmæt stig.“
„Góð byrjun"
„Ég er mjög ánægður með sig-
urinn því þetta er fyrsti leikúV
minn í undankeppni heimsmeist-
arakeppninnar og byijunin lofar
góðu,“ sagði Eduard Geyer, þjáif-
ari austur-þýska liðsins eftir leik-
inn. „Við erum að ná okkur á
strik eftir slæma byijun og ég yar
mjög ánægður með þennan leik.
Allir gerðu það sem fyrir þá var
lagt.
íslenska liðið var ekki jafn gott
og ég átti von á. Við sáum liðið
leika vel gegn Austurríki en nú
fannst mér liðið baráttulaust,"
sagði Geyer.
Sævar Jónsson, var sáttur við
fyrri hálfleikinn hjá íslenska
liðinu og byijunina í þeim seinni.
„Það virtist, sem við værum að ná
tökum á leiknum, en við sofnuðum
á verðinum. Skyndisóknir eru aðall
Þjóðveijanna og við ætluðum að
koma í veg fyrir þær, en sóttum
of stíft, dekkuðum illa og þá losn-
aði um mótheijana,“ sagði fyrirlið-
inn.
„Fyrsta markið sló okkur út af
laginu og eftir annað markið, sem
var heppni — maðurinn ætlaði ekki
að gera það sem hann gerði en
skaut í sjálfan sig með kunnum
afleiðingum — var allur vindur úr
okkur og vonleysið tók yfir. Við
ætluðum að gera tvö mörk í hverri
sókn, en þeir voru afslappaðir enda
álagið á okkur.
Austur-Þjóðveijar eru alltaf
sterkir og við höfum alltaf lent í
erfíðleikum með þá, en við féllum
nær í sama farið og í 6:0 leiknum
— þetta var fúll leikur. Samt þýðir
ekki að örvænta, því árangur í einni
keppni hefur sjaldan eða aldrei ver-
ið eins góður. Framtíðin er björt,
tuttugu og eins árs liðið er að gera
góða hluti og margir ungir strákar
að koma upp. Það þarf hins vegar
að standa betur að undirbúningi
landsliðsins. Það gengur ekki að
færa til leiki í íslandsmóti og láta
það bitna á landsliðinu. Mótanefnd
og landsliðsnefnd verða að vinna
saman. Landsliðið þarf að fá fleiri
vináttuleiki til að menn öðlist nauð-
synlega reynslu og næsta markmið
hlýtur að vera að færast upp um
styrkleikaflokk," sagði Sævar.
„Uppgjöf"
„Við byijuðum ágætlega og fyrri
hálfleikurinn var þokkalegur. Við
fengum að vísu engin færi en það
vár jafnvægi. í síðari hálfleik
breyttu þeir leik sínum og eftir
markið gáfumst við upp,“ sagði
Friðrik Friðriksson. „Annað markið
var ótrúlegt og mikill heppnisstimp-
ill á því. Hann skaut með vintri
fæti og boltinn breytti stefnu af
hægri fæti hans. Þar með fékk
boltinn á sig snúning og ég náði
ekki að komast fyrir hann.
Það er gaman að koma aftur í
landsliðið og ég hef beðið eftir tæki-
færi. Það er bara leiðinlegt að geta
ekki nýtt það, því í þessum leik
varði ég aldrei, en fékk á mig þijú
mörk,“ sagði Friðrik.
Morgunblaðið/Júlíus
Thomas Doll, besti maður Austur-Þýskalands, í baráttu við Ómar Torfason.
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Oskar Armannsson sést hér bijótast í gegnum vörn A-Þjóðveija og skora
eitt af átta mörkum sínum.
Byijunar-
bragurá
Akureyri
ÞAÐ var byrjunarbragur á leik
íslenska landsliðsins gegn A-
Þjóðverjum á Akureyri í gær-
kvöldi, þar sem A-Þjóðverjar
unnu, 22:24. Allan léttleika
vantaði og leikkerfi gengu ekki
upp. Það var t.d. ekki fyrr en
um miðjan seinni hálfleik að
fyrsta markið var skorað úr
horni - Bjarki Sigurðsson, en
Guðmundur Guðmundsson
komst ekki á blað í leiknum.
Greinilegt er að landsliðið er
ekki komið í leikæfingu og var
leikur liðsins eftir því. Guðmundur
Hrafnkelsson, markvörður, sem
■■■■■■ varði þrettán skot í
Frá leiknum, var hestL.
Reyni leikmaður íslenska
Enkssyni liðsins og þá lék
Óskar Ármannsson,
sem var leikstjórnandi, ágætlega. <
Óskar skoraði átta mörk í leiknum
- þar af fjögur af fimm fyrstu
mörkum liðsins.
Líðin mætast aftur í kvöld
Garðabæ kl. 20.
Island - A-Þýskaland 22 : 24
Vináttulandsleikur í handknattleik. íþróttahöllin á Akureyri, miðvikudagur 6. september
1989.
Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 5:5, 8:8, 9:12. 13:16, 15:20, 21:22, 22:24.
ísland: Óskar Ármannsson 8/3, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Kristján Arason 4, Atli Hilm-
arsson 2, Gunnar Gunnarsson 1, Geir Sveinsson 1, Bjarki Sigurðsson 1, Gunnar Bein-
teinsson, Guðmundur Guðmundsson, Guðjón Árnasson.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 13, Hrafn Margeirsson.
A-Þýskaland: Hauek 4/1, Triepel 4, FVank Wahl 3, Querengaesser 3, Winselman 3,
Handschke 3, Schneider 2, Baryth 1, Fuhrig 1, Hahn.
Varin skot: Gunnar Sehimi*ock 15/1, Luts Grosser.
Áhorfendur: 577.
Dómarar: Josef Koreg og Peter Molnar, Tékkóslóvakíu.