Morgunblaðið - 07.09.1989, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 07.09.1989, Qupperneq 56
Wt ■WINCHESTER 12 r BYSSUR OG SKOTFÆRI Heildsöludreifing: l.Guðmundsson, sími :24020 SAGA CLASS Fyrir þá sem eru aðeins á undan —■— FLUGLEIÐIR FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Þrotabú Fiskvinnslumiar-Norðursíldar; Tilboð um leigu eigiia verður lagt fram í dag Forráðamenn Gullbergs vilja reka vinnsluna Seyðisfírði. Frá blaðamanni Morgunblaðsins, Birgi Ármannssyni. FORRÁÐAMENN Gullbergs hf. á Seyðisfirði hafa látið í ljós áhuga á að leigja eignir þrotabús Fiskvinnslunnar-Norðursíldar og halda rekstri fyrirtækisins áfram. Formlegt tilboð þessa eftiis verður lagt fram í dag. I gær óskuðu eigendur útgerð- arfyrirtækisins Gullbergs hf. á Seyðisfirði eftir því við bústjóra þrotabús Fiskvinnslunnar-Norð- ursíldar, Árna Halldórsson, að hefja viðræður um leigu á eignum þrotabúsins. Óformlegar viðræður áttu sér stað í gær, en að sögn Adolfs Guðmundssonar, fram- ^ívæmdastjóra Gullbergs, verður formlegt tilboð lagt fram í dag. Adolf segir, að forráðamenn Gull- bergs-hafi áhuga á að leigja eign- ir þrotabúsins fram að áramótum, meðal annars til þess að missa ekki af síldarvertíðinni, sem hefst um næstu mánaðamót. Þeirri hugmynd hefur verið hreyft að Seyðisfjarðarbær og Verkamannafélagið Fram ættu aðild að stofnun hlutafélags, sem tæki yfir rekstur fiskvinnslunnar. Þessi hugmynd hefur þó hvorki verið tekin til umræðu í stjórn Verkamannafélagsins eða bæjar- ráði. Togari Gullbergs, Gullver, hefur til þessa landað hjá Fiskvinnsl- unni-Norðursíld, og eigendur út- gerðarfyrirtækisins eru einnig meðal eigenda fiskvinnslunnar. Kindakjöt: Gert ráð fyrir 7,5% hækkun á verði til bænda GERT er ráð fyrir að grundvallar- verð kindakjöts til bænda hækki um 7,5%, en það er sama hækkun og varð á verðlagsgrundvelli í mjólkurframleiðslu um síðustu mánaðamót. Rciknað er rneð að nýr verðlagsgrundvöllur liggi fyr- ir um næstu helgi. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar ritara sexmannanefndar á eftir að ákvarða hækkanir á ullar- og gæru- verði, en þar er um að ræða um 10-15% af grundvallarverðinu. Fimmmannanefnd á síðan eftir að ákveða slátur- og heildsölukostnað kindakjöts. Þar sem undanfarnar hækkanir eru ekki taldar hafa fylgt verðlagsþróun, mun hann væntan- lega hækka meira en vinnslu- og heildsölukostnaður mjólkur. ISAL: Starfsmenn Utgerðarfélag Akureyringa: -Yfir 50 starfsmenn vantar í fískvinnslu Útgerðarfélag Akureyringa auglýsir þessa dagana eftir starfsfólki og sagði Gunnar Lór- enzson verkstjóri að unnt væri að bæta við á milli 50 og 60 manns svo vinnslusalurinn verði fúllskipaður. Nú eru eftir um 4.000 tonn af kvóta ÚA, en Vil- helm Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri sagði aflabrögð og veðurfar haustmánaðanna Jráða mestu um hvenær kvótinn yrði búinn. Skólafólkið sem unnið hefur hjá ÚA í sumar er nú að hætta störf- um, en um 40 manna hópur skóla- nema er enn við vinnu í frystihús- inu. Þar er um að ræða nemendur framhaldsskólanna, sem ýmist hætta næsta föstudag eða siðar í mánuðinum. Einkum vantar konur til starfa hjá ÚA, en Gunnar sagði reynsluna þá að erfitt væri að fá konur til starfa í september, eða um svipað leyti og skólar væru að fara af stað. Af 18.900 tonna heildarkvóta Útgerðarfélagsins eru nú eftir um 1^000 tonn. Vilhelm Þorsteinsson framkvæmdastjóri ÚA sagði ómögulegt að spá fyrir um hvern- ig mál æxluðust fram að áramót- um. I fiystihúsinu eru unnin að jafnaði frá 2.200 tonnum upp í 3.000 tonn á mánuði, en í síðasta .mánuði fóru 1.200 tonn í gegnum húsið. Morgunblaðiö/Rúnar Þór Festar leystar í Sandgerðisbót óska verk- fallsheimildar Á FUNDUM starfsmanna ÍSAL í gær var samþykkt að beina því til stjórna og trúnaðarmannaráða að afla verkfallsheimildar. Starfsmenn ÍSAL eiga samtals aðild að tíu verkalýðsfélögum og fundaði hver hópur í gær. Gylfi Ing- varsson, aðaltrúnaðarmaður, sagði að það tæki nokkurn tíma að ganga frá þessum málum í öllum félögum, en þau ættu að skýrast í næstu viku. Þó óskað hafi verið verkfallsheimild- ar hefur engin dagsetning verið nefnd í því sambandi. Stálskip féll frá tilboði sínu í togarann Sigurey Ekki tókst að ná samkomulagi við veðhafa um greiðslur STÁLSKIP hf. í Hafnarfirði hef- ur fallið frá tilboði sínu í togar- ann Sigurey frá Patreksfírði. Sem kunnugt er var Sigurey slegin Stálskipum á 257 milljón- ir króna fyrir skömmu. Stefáni Skarphéðinssyni sýslumanni á Patreksfirði barst símskeyti í gær frá Guðrúnu Lárusdóttur framkvæmdastjóra Stálskipa þar sem honum var tilkynnt um ákvörðun fyrirtækisins. Tilraunir með nýtt slitlag VEGAGERÐ ríkisins hefúr að undanförnu unnið að endurnýjun á slitlagi á Reykjanesbraut við Engidal ofan við Hafnarfjörð. Að sögn Rögn- valds Jónssonar umdæmisverkfræðings er einnig verið að kanna með hvaða hætti er ódýrast og best að gera við Reykjanesbrautina, sem víða er mjög illa farin. Beitt er sömu aðferð og þeg- ar malbik er lagt, en í þess stað kemur þunnt lag af steypu. Á um 100 metra kafla hefur Reykjanesbrautin verið tekin upp til móts við Engidal og steypt á ný og gerðar tilraunir með tvær ólíkar aðferðir. Tilgang- urinn er að reyna að finna slitlag sem þolir betur áraun nagladekkja heldur en malbik og einnig hvaða aðferð er best að beita þegar slitlag Reykjanesbraut- ar verður endurnýjað. ■ Morgunblaðið/Sverrir Njörður Ti*yggvason ft*amkvæmdastjóri Sér- steypunnar sf. og Rögnvaldur Jónsson við vélina sem leggur út steypu í stað malbiks. í símskeytinu segir að ástæður þess að Stálskip féll frá tilboði sínu séu einkum þær að vanskil áhvílandi lána á skipinu hafi verið meiri en eigendur Stálskipa hafi gert sér grein fyrir í bytjun. Þar að auki hafi Stálskipum ekki tek- ist að semja við veðhafa um greiðslur af þessum lánum. Veð- hafar eru einkum Byggðastofnun og Landsbankinn, en einnig Fisk- veiðasjóður. Stefán Skarphéðinsson sýslu- maður var uppboðshaldari á upp- boðinu þar sem Sigurey var seld. Hann getur sem slíkur tekið næsta tilboði ef svo ber undir en það var frá heimarnönnum sem stofnuðu hlutafélagið Stapa til þessa. Stef- án segir að háldinn verði fundur með veðhöfum togarans á mánu- dag og þar rætt um framhald málsins. Stefán segir að hann geti ekkert sagt til um framhald þessa máls fyrr en vilji veðhafa liggi ljós fyrir. Sigurður Viggósson varaform- aður stjórnar Stapa hf. segir að með þessu hafi þeim opnast ný leið í skipakaupamálum sínum. Hinsvegar sé erfitt að segja til um hvort Stapar hf. muni halda við sitt fyrra tilboð. í því tilboði hafi þeir í raun teygt sig lengra en þeir mögulega gátu í tilraun sinni til að halda Sigurey áfram á Pat- reksfirði. „Málið er nú í höndum uppboðs- haídarans og fyrr en vilji hans liggur fyrir getum við lítið tjáð okkur um málið,“ segir Sigurður. „Við höfum að undanförnu verið að skoða önnur skip og Sigurey var ekki inn í myndinni hjá okkur áðúr en þetta mál kom upp.“ Sigurður segir að forráðamenn Stapa hf. muni koma til fundar um mál þetta um næstu helgi eða strax í byrjun næstu viku. Þá ættu línur að vera skýrari. Sveinn Sveinsson bústjóri þrota- bús Hraðfrystihúss Patreksíjarðar' segir að málið sé sem stendur í höndum uppboðshaldarans og veð- hafa. Það kæmi ekki til hans kasta fyrr en þeir aðilar hefðu afgreitt það frá sér. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af Guðrúnu Lárusdóttur í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.