Morgunblaðið - 13.09.1989, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13.' SEPTEMBER 1989 '
Baula hf. hyggst greiða
hærra verð fyrir mjólkina
Jón Jóhannes-
son, fyrrv.
stórkaup-
maðurlátinn
JÓN S. Jóhannesson, fyrrverandi
stórkaupmaður, lést í Reykjavík
síðastliðinn mánudag. áttræður að
aldri. Hann fæddist á ísafirði þann
17. júní árið 1909, sonur hjónanna
Pálínu Brynjólfsdóttur og Jóhann-
esar Jenssonar, skósmiðs þar í bæ.
Jón fluttist ungur til Reykjavíkur
og átti heima þar síðan. Að loknu
burtfararprófi frá Samvinnuskólan-
um starfaði Jón meðal annars hjá I.
Brynjólfssyni og Kvaran og Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga uns
hann stofnaði eigið fyrirtæki, Jón
Jóhannesson og co. árið 1942.
Jón varð snemma virkur í íþrótta-
og félagsmálum. Hann lagði stund á
fimleika hjá ÍR og varð íslandsmeist-
ari fjónim sinnum. Hann átti sæti í
stjórn ÍR um árabil. Hann beitti sér
fyrir stofnun Tennis- og badminton-
félags Reykjavíkur og var fyrsti for-
maður þess og síðar fyrsti heiðurs-
félagi. Hann átti um skeið sæti í
stjóm Félags íslenskra stórkaup-
manna og sat lengi í stjóm Lífeyris-
Jón Jóhannesson
sjóðs verslunarmanna fyrir hönd
stórkaupmanna. Jón var mikill
áhugamaður um vestræna samvinnu
og einn af stofnendum samtaka um
vestræna samvinnu. Hann átti lengi
sæti í fulltrúaráði sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík.
Jón Jóhannesson gekk að eiga
eftirlifandi konu sína, Katrínu
Skaptadóttur árið 1935 og áttu þau
þrjú börn, sem öll eru á lífi. Þau
em: Pálína, húsmóðir í Garðabæ,
Sveinborg, bankastarfsmaður í
Reykjavík, og Jens Agúst, sem rekið
hefur fyrirtækið Jón Jóhannesson og
co. síðastliðin fjögur ár.
Selfossi.
BAULA hf. í Hafiiarfirði er tilbú-
in að flytja starfsemi sína til
Hellu á Rangárvöllum, fáist já-
kvætt svar frá Byggðastofnun við
erindi fyrirtækisins um þátttöku
stofiiunarinnar i aúkningu hluta-
§ár þess.
Með auknu hlutafé hyggjast
stjómendur Baulu hf. fjármagna
flutning fyrirtækisins frá Hafnar-
firði til Hellu. Þetta kom fram í
máli Þórðar Ásgeirssonar fram-
kvæmdastjóra Baulu hf. á fundi sl
mánudag, 11. september, á Hellu
hjá Lionsklúbbnum Skyggni. Þar
kom einnig fram að umbeðin hluta-
fjáraðstoð nemur 10 milljónum
króna og að hlutafé Baulu hf. er
12 milljónir.
Verði af flutningi Baulu hf. til
Hellu mun fyrirtækið starfa sem
afurðastöð og kaupa óunna mjólk
af bændum. Þegar liggur fyrir
uppkast að samningi um slíkt við
nokkra bændur en fyrirtækið notar
nú um 500 þúsund lítra af mjólk á
ári til framleiðslu sinnar. Örn Vig-
fússon framleiðslustjóri Baulu hf.
sagði að þeir gerðu ráð fyrir að
greiða bændum hærra verð fyrir
mjólkina en þeir fá nú hjá Mjólkur-
búi Flóamanna.
Þórður Ásgeirsson sagði nauð-
synlegt fyrir Baulu hf. að geta
keypt óunna mjólk til framleiðsl-
unnar og losna þannig við að greiða
7,5 milljónir á ári fyrir vinnslu sem
fyrirtækið gæti framkvæmt sjálft
með eigin tækjum. Baula hf. hefur
leitað eftir því við Mjólkursamsöl-
una að fá keypta óunna mjólk en
fengið synjun. Þórður sagði enn-
fremur að með því að fá óunna
mjólk inn í fyrirtækið opnuðust
möguleikar á því að auka fram-
leiðsluna. Aðrir möguleikar Baulu
hf. að fá óunna mjólk til fram-
leiðslu sinnar eru að kaupa hana
af bændum í nágrenni höfuðborgar-
innar og flytja til sín í tankbíl. Þá
eru möguleikar á því að flytja starf-
semina til Borgarness eða Húsavík-
ur. Beiðni fyrirtækisins til Byggða-
stofnunar tengist eingöngu mögu-
legum flutningi til Hellu. Hjá Baulu
hf. vinna nú 9 manns, þar af fjórir
við vinnslu.
— Sig. Jóns.
Nefiid skip-
uð um vemd
eldri hverfa
BORGARRÁÐ hefiir samþykkt til-
lögu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar
formanns skipulagsnefndar um að
skipuð verði þriggja manna nefnd
er Qalli um vemdun eldri byggða
og mannvirlga í borginni.
í tillögunni er gert ráð fyrir að
nefndina skipi forstöðumaður Árbæj-
arsafns, borgarverkfræðingur og
forstöðumaður borgarskipulagsins.
VEÐUR
ÍDAGkl. 12.00:
V
Heimild: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá Id. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR íDAG, 13. SEPTEMBER
YFIRLIT í GÆR: Suövestankaldi, en stinningskaldi austantil á rnið-
um í fyrstu og skúrir. Vestangola eða kaldi og léttirtil austantil í nótt.
SPÁ: Breytileg átt, gola eða kaldi. Skúrir á víð og dreif um mest
allt land. Hiti 4 til 11 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt
og heldur svalt. Skúrir um sunnan- og vestanvert landið en þurrt
að mestu norðaustanlands.
TÁKN:
■Ói
'mm
m
x Norðan, 4 vindstig:
*' Vindörin sýnir vind-
-J0° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir
Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig. # V El
Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka
/ / / zzz Þokumóða
Hálfskýjai * / * 9 ? 9 Súld
Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur
# # # —j- Skafrenningur
Alskýjað # # # * Snjókoma # # * K Þrumuveður
w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 11 alskýjað Reykjavík 8 úrkoma i grennd
Bergen 16 skýjað
Helsinki 11 alskýjað
Kaupmannah. 16 hálfskýjað
Narssarssuaq 2 léttskýjað
Nuuk 1 alskýjað
Osló 16 léttskýjað
Stokkhólmur 17 1 i
Þórshöfn 11 hólfskýjað
Algarve 24 skýjað
Amsterdam 21 mistur
Barcelona 24 mistur
Berlín 20 léttskýjað
Chicago 12 skýjað
Feneyjar 22 þokumóða
Frankfurt 23 léttskýjað
Glasgow 17 skýjað
Hamborg 18 hálfskýjað
Las Palmas vantar
London 20 mlstur
Los Angeles 18 alskýjað
Lúxemborg 20 mistur
Madríd 22 mistur
Maiaga vantar
Mailorca 27 skýjað
Montreal 14 þoka
New York 21 skýjaö
Orlando 24 léttskýjað
París 21 skýjað
Róm 24 þokumóða
Vfn 16 rigning
Washington 22 skúr
Winnipeg vantar
Borgarráð Qallar um afgreiðslutíma áfengis:
Veitingastaðir haldi
óbreyttum leyfum
„ÞAÐ er ekki rétt að það sé
vilji borgaryfirvalda að veit-
ingastaðir, sem síðastliðin fimm
ár hafa haft veitingaleyfi til
klukkan 1 virka daga og til
klukkan 3 um helgar, séu svipt-
ir leyfinu fyrirvaralaust. Það
mætti halda að við byggjum í
lögregluríki," sagði ViUijálmur
Þ. Vilhjálmsson fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í borgarráði.
Á fundi borgarráðs í gær lögðu
þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
Katrín Fjeldsted og Magnús L.
Sveinsson fram eftirfarandi tillögu
og var hún samþykkt samhljóða:
„Varðandi framkvæmd nýrrar
reglugerðar um sölu og veitingar
áfengis beinir borgarráð þeim til-
mælum til lögreglustjóra að þeir
veitinga- og skemmtistaðir í
Reykjavík sem hafa haft heimild
til áfengisveitinga til kl. 01:00
virka daga og sunnudaga og til
kl. 03:00 og óska áfram eftir sams
konar heimild haldi henni. Fyrir-
varalaus breyting á opnunartíma
ofangreindra staða getur haft í för
með sér alvarlegar afleiðingar á
rekstur þessara fyrirtækja svo og
atvinnu starfsmanna þeirra."
Jafnframt samþykkti borgarráð
að tilnefna Vilhjálm Þ. Vilhjálms-
son og Bjarna P. Magnússon, í
nefnd til viðræðna við lögreglu-
stjóra um nýsetta reglugerð og
framkvæmd hennar.
Vilhjálmur sagði að þegar hefðu
tvö veitingahús verið svipt leyfum
sínum fýrirvaralaust og í báðum
tilvikum væri um staði að ræða
sem hefðu bestu fáanleg meðmæli
og aldrei hefði verið kvartað und-
an. „Þama er verið að kippa fótun-
um undan fyrirtækjunum með
gjörbreyttum forsendum fyrir
rekstri og það án nokkurs fyrir-
vara,“ sagði Vilhjálmur.
2% hækkun
framfærslu-
vísitölunnar
Framfærsluvísitala sept-
embermánaðar er 2,0%
hærri en í ágúst. Vísitala
september er Í31,l stig,
miðað við 100 stig í maí
1988. Síðastliðna 12 mánuði
hefiir vísitala framfærslu-
kostnaðar hækkað um
19,2%.
Hækkun framfærsluvísitölu
undanfarna þrjá mánuði er
4,1%, sem jafngildir 17,6%
verðbólgu á heilu ári, sam-
kvæmt útreikningum Hag-
stofunnar.
2,7% hækkun á verði mat-
vöru olli 0,5% hækkun vísi-
tölunnar. 4% hækkun á verði
fatnaðar olli 0,3% hækkun og
hækkun á verði nýrra bíla olli
um 0,2% hækkun vísitölunnar.
Verðhækkun ýmissa annarra
vöru- og þjónustuliða vegur
1,0% í nýrri vísitölu.
Stj órnmálafræði kennd í Verslunarskólanum:
Nemendurnir höfðu
kennarann tiltækan
Verslunarskóli íslands hefúr
tekið upp kennslu í stjórnmála-
fræðum og hefiir Hannes Hólm-
steinn Gissurarson, lektor í
stjórnmálafræðum við Háskóla
íslands, verið ráðinn til kennslu-
starfa þar.
Þetta er í fyrsta skipti sem tek-
in er upp kennsla í stjórnmála-
fræðum við Verslunarskólann, en
nemendur sjötta bekkjar eiga rétt
á einni valgrein og óskuðu þeir
eftir stjómmálafræðum. „Ég fór
fram á það við nemenduma að
þeir aðstoðuðu mig við að útvega
kennara þar sem þessi ósk þeirra
kom fram á síðustu stundu þegar
skóla var að ljúka sl. vor. Ég ætl-
aði hinsvegar að bera það fyrir
mig að ég hefði ekki kennara til-
tækan í þetta. Það kom hinsvegar
á daginn að nemendur höfðu hann
á reiðum höndum og var Hannes
Hólmsteinn þar með ráðinn í starf-
ið,“ sagði Þorvarður Elíasson,
skólastjóri Verslunarskóla íslands,
í samtali við Morgunblaðið.