Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989 H Hjartans þakkir fœri ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum í tilefni af 80 ára afmœli mínu þann 11. ágúst sl. GitÖ blessi ykkur öll. Guðný Jónsdóttir Bieltvedt, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. Þakka fmndfólki vinum og vandamönnum innilega fyrir að gleðja mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum, kveðjum og simtölum á 90 ára afmœlinu. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Tyrfingsdóttir, Litlu-Tungu, Holtum. TIL SOLU MERCEDES BEIMS 190E árgerð 1988. Til Velvakanda. í heilagri ritingu kristinna manna, Biblíunni, má lesa eftirfar- andi vers í Sálmunum: „því að þín vegna bíður hann út englum sínum, til þess að gæta þín í öllum vegum þínum.“ (Sálm. 91:11) Svo hughreystandi og upplífg- andi orð er unaðslegt að mega lesa á göngu okkar í gegnum lífið, þar sem svo oft mæta okkur hætt- ur og ógnir við hvert fótmál. Þá er gott að vita af þessu fyrirheiti Guðs, englum sem fylgja okkur, svo að við steytum ekki fætur við steinum og hrösum. Þegar allt virðist blása á móti, örvænting í hugans fjötrum, líkamlegir sjúkdómar, dauðans angist og lífvana tilvera, er oft eina von mannsins að leita í auð- mýkt til Guðs í bæn. (Sálm. 86:7). Hann hefur gefið okkur fyrirhei- tið, að heyra bænir okkar, sem við berum fram falslaus og velviljuð í huga, og svara þeim. Áfram stendur skrifað: „Ég leitaði Drott- ins og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því er ég hræddist.“ (Sálm. 34:5). Himneskar hersveitir Drottins eru tugþúsundir á þúsundir ofan. Það er dásamlegt að fá að biðja um hjálp englanna. Hvílík forrétt- indi sem Guð hefur gefið þeim er trúa. Einar Ingvi Magnússon Sjálfskiptur, centraliæsingar, topplúga, hljómflutnings tæki, álfelgur, glæsilegurbíll. EgiII Vilhjálmsson hf Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 og 77202. FLOTT FORM í Kramhúsinu Flottform-æfingakerfið styrkir, liðkar, grennir og veitir góða slökun. Tækin eru hönnuð með það í huga að veita alhliða þjálfun án of mikils álags. Auknar birgðir súrefnis og bætt blóðstreymi hjálpa til við að brjóta niður erfiða appelsínuhúð og losa um vöðvabólgu, bakverk svo og aðra álagssjúkdóma. Verið velkomin í áhrifaríka og þægilega líkamsrækt. Tímabókanir standa yfir í símum 15103 og 17860. VIÐ BERGSTAÐASTRÆTI Gullkort veita ekki áfslátt Til Velvakanda. Eru svokölluð „gullkort" blekk- ing ein og eingöngu ætluð til að auka á gróða kreditkortafyrirtækj- anna? Fyrir um 2 árum tóku kredit- kortafyrirtækin að auglýsa upp svokölluð „gullkoit". Þetta kort var eingöngu ætlað skilvísum not- endum og átti að sýna traust kort- hafans. Hann átti í vændum betri þjónustu og ýmsan afslátt auk betri ti-ygginga, sem átti að gera hátt árlegt kortagjald (kr. 5.400) réttlætanlegt. Ég fékk „gullkort“ hjá Eurocard í mars 1988 og hugðist njóta betri fyrirgreiðslu og afslátta á ferðum mínum um Luxemburg, Þýskaland og Frakkland, sumarið 1988. Hvergi þar sem þessu „Gullkorti“ var framvísað, varð maður var við betri þjónustu eða að afsiáttur væri gefinn vegna kortsins. Reyndar varð ég undrandi yfir hvað óvíða var boðið upp á greiðslukortaviðskipti. Ég endurnýjaði þó „gullkortið“ ’89, þar sem ég hafði ákveðið ferð til Bandaríkjanna og hélt að þar mundi kortið nýtast mér ög ég fengi afslætti sem réttlættu hátt kortagjald. Hvergi varð ég var við að „gullkortið" veitti nokkuð um- fram hið venjulega kreditkort og engan afslátt út á „gullkortið“ var að fá í þessari ferð, frekar en í þeirri fyrri. Sem dæmi um þetta, þá tók ég bílaleigubíl í 4 vikur hjá bílaleig- unni AVIS. Samkvæmt upplýsing- um frá Eurocard bar mér 15% afsláttur hjá þessari bílaleigu, út á fylgikort „gullkortsins" þ.e. IAPA- kortið. Þessu var algjörlega hafnað hjá bílaleigunni þegar ég gerði við þá samninginn. Þegar ég kom heim til íslands, setti ég mig í samband við. Eurocard, þar sem ég var fullvissaður um að mér hefði borið afsláttur hjá AVIS. Þeir tóku ljósrit af reikningi AVIS og sendu út telex. Svarið kom fljótt og vel, enginn afsláttur var veittur. Eru greiðslukortafyrirtækin að blekkja viðskiptavini sína, með útgáfu þessa svokallaða „gull- korts“? Bjarnþór Aðalsteinsson Víkverji skrifar Yíkveiji ætlar að þessu sinni að birta úr tveimur bréfum, sem honum hafa borist. íslensk kona, sem hefur verið bú- sett í Svíþjóð síðan 1979, segir að það hafí löngum verið gott að vera Islendingur í Svíþjóð, en því miður hafí það verið að breytast undanfar- ið. Telur hún að æ fleiri íslendingar sem flytja til Svíþjóðar líti þannig á, að það sé sjálfsagt að láta „sósíal- inn“ sjá fyrir sér. Þetta hljómi kannski fínt en í þessu felist ekkert annað en segja sig á bæinn eða sveit- ina. Telur bréfritari auk þess að nú sé svo komið að á stöðum, þar sem hún þekkir til og íslendingar áttu áður auðvelt að fá vinnu, sé sagt þvert nei, um leið og vinnuveitendur heyra að umsækjandi sé íslenskur. Það sama eigi við um húsnæði. Segir hún að margir íslendingar hafí stungið af án þess að greiða húsaleigu eða lán, sem þeir hafí tekið. Þetta bitni síðan á þeim, sem vilja standa sig vel. Þeir sem flytja út verði að gera sér grein fyrir að þeir eru að byija frá gi-unni. Enginn verði ríkur á því að flytja. Með bréfinu sem hér hefur verið vitnað til fýlgdi síðan úrklippa úr sænska blaðinu Smálandsposten frá 30. ágúst, þar sem segir frá því að félagsskapur AA-manna í Norr- hult hafí orðið gjaldþrota og hafí ógreidd einkasamtöl íslensks starfs- fólks á vistheimili fyrir eiturlyfjaneyt- 'endur sem félagsskapurinn rak riðið baggamuninn. Er þetta haft eftir Evie Söderberg, sem er forstöðumað- ur fyrir heimilið „Tallhagens Half- Way-House“ Kemur fram að á fjór- um mánuðum hafí AA þurft a'ð borga um 3.000 sænskar krónur eða um .28.000 íslenskar fyrir síma, en við venjulegar aðstæður hefði upphæðin átt að vera 800 s.kr. eða 7.500 ísl. kr. Segir Evie enga aðra skýringu á þessum háa símareikningi en þá, að íslensku ráðgjafamir á heimilinu hefð.u notað símann til einkasamtala við ísland. Víkveiji hefur í sjálfu sér engu við þessa sendingu frá Svíþjóð að bæta. Hann tekur undir að blaðaskrif af þessu tagi eru óskemmtileg fyrir land og þjóð og vonandi sjá þeir sem hlut eiga að máli sér skylt að bregðast við þessum opinberu kvörtunum með viðeigandi hætti og leiðréttingu, ef þær eiga ekki við rök að styðjast. Hitt bréfíð var frá lesanda Morg- unblaðsins sem sá orðið kamel- dýr í texta með mynd af Gaddafí líbýuforseta. Segist lesandinn hafa fyllst skelfingu vegna fákunnáttunn- ar sem í notkun þessa orð felst, þar sem þessi. skepna heiti úlfaldi á íslensku. Úífaldinn greinist í tvær undirtegundir, drómedara með eina kiyppu og kamel með tvær. Þetta hafí verið kennt í bamaskóla. Þá hefði átt að vera gott að muna þetta, því að myndin á Camel-sígarettu- pökkunum væri vitlaus. Þar væri skepnan — úlfaldinn — aðeins með eina kryppu, en ætti að hafa tvær. Samkvæmt enskri málvenju væri þetta að sjálfsögðu rétt, því að á ensku er camel samheiti. Telur lesandinn að íslenskir fjöl- miðlungar átti sig ekki á því að úlf- aldinn skiptist í tvær undirtegundir, þar sem þeir minnist aldrei á drómed- ara. Og hann hrópar: „Ekki gera íslenskuna fátækari! Úlfaldi er hið meraksta orð, og veit enginn ná- kvæmlega hvemig það varð til í íslensku mjög snemma á öldum. Líklega hefur það fyrst orðið til fyrir misskilning — afbökun á elefant', en það dýr köllum við fíl. Skrifstofutækninám Betra verð - einn um tölvu Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 í í < i ( ( i (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.