Morgunblaðið - 13.09.1989, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDÁGUR 13. SEPTEMBER 1989
35
KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA
i
Morgunblaðið/RAX
Skagamanna var vel gætt er þeir nálguðust vítateig Liege. Á þessari mynd eru níu leikmenn, þar af sex Belgar.
Skagamenn réðu
ekki við Belgana
Töpuðu 0:2 fyrir.Liege í 1. umferð Evrópukeppninnar
IA-FC Liege
0 : 2
Akranesvöllur, Evrópukeppni félags-
liða, 1. umferð, fyrri leikur, þriðjudag-
inn 12. september 1989.
Mörk Liege: Luc Emes (5.), Frederic
Waseige (81.).
Dómari: Dennis McArdie frá Norður-
írlandi. Dæmdi mjög vel.
Áhorfendur: 684.
Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, Harald-
ur Ingólfsson, Heimir Guðmundsson,
Alexander Högnason, Sigurður B.
Jónsson, Júlíus P. Ingólfsson (Aðal-
steinn Víglundsson vm. á 85. mín.),
Karl Þórðarson, Sigursteinn Gíslason,
Bjarki Pétursson, Guðbjöm Tryggva-
son, Stcfán Viðarsson (Bjarki Gunn-
laugsson vm. á 85. mín.).
Lið Liege: Jacques Munaron, Bemard
Wegria, Jean-Marie Houben, Luc Er-
nes, Jean-FYancois de Sart, Moreno
Giusto, Danny Boffin, FYederic Wa-
seige, Zvonko Varga, Jean-Marie Bos-
man, Mevosja Malbasa (Angelo Nij-
skens vm. á 60. mín.).
MÖGULEIKAR Skagamanna á
að komast í 2. umferð Evrópu-
keppni félagsliða eru ekki mikl-
ir eftir tap fyrir belgíska liðinu
Liege í 1. umferð, 0:2, á Akra-
nesi. Skagamenn voru reyndar
óhepppnir, nýttu ekki ágæt
færi og fengu á sig tvö ódýr
mörk, en sigur Beiganna var
sanngjarn.
Belgarnir bytjuðu vei og náðu
forystunni strax á 5. mínútu.
Luc Ernes skoraði með þrumuskoti
af löngu færi. Þetta mark setti
Skagamenn út af
FráSigþóri laginu og í fyrri
Eiríkssyni hálfleik voru Belg-
óAkranesi arnir mun sterkari
og fengu nokkur
ágæt færi en Óiafur Gottskálksson
varði vel í marki Skagamanna. Sig-
ursteinn Gíslason og Haraldur Ing-
ólfsson áttu bestu færi Skaga-
manna í fyrri hálfleik en ágæt skot
þeirra fóru framhjá marki Liege.
Liege fék tvö ágæt færi í upp-
hafi síðari hálfleiks en eftir það
tóku Skagamenn við sér og komust
betur inní leikinn. Á 59. mínútu
fengu þeir besta færi sitt er Bjarki
Pétursson komst einn í gegn eftir
sendingu frá Stefáni Viðarssyni en
Jacques Munaron, markvörður
Liege, varði mjög vel með úthlaupi.
Munaron bjargaði vel skömmu síðar
er hann komst fyrir sendingu frá
Haraldi Ingólfssyni.
Annað mark Liege kom á 81.
mínútu og var nokkuð gegn gangi
leiksins. Vasage fékk boltann rétt
utan við vítateiginn og hálf mis-
heppnað skot hans fór í jörðina og
yfir Ólaf Gottskálksson og í netið.
Guðbjörn Tryggvason, Haraldur
Ingólfsson, Bjarki Pétursson og
Karl Þórðarson áttu allir góðan leik
í liði ÍA og Ólafur Gottskálksson
varði vel.
Skagamenn hefðu vissulega get-
að sloppið betur frá þessum leik.
Þeir fengu ágæt færi og léku á
köflum mjög vel, einkum í síðari
. hálfleik. Sigur Liege var þó sann-
gjarn og Skagamenn eiga erfiðan
leik fyrir höndum í Liege.
BBB
i Þrír leikmenn
l.deildar
í leikbann
Aganefnd KSÍ kom saman til
fundar í gær og voru 59 mál
tekin fyrir. Þrír Ieikmenn 1. deildar
verða í ieikbanni í 18. og síðustu
umferð íslandsmótsins á laugar-
daginn. Þeir eru: Þorvaldur Örlygs-
son, KA, Guðmundur Baldursson,
Val og Siguijón Sveinsson, ÍBK.
Sex leikmenn úr 2. deild taka
út leikbann, eða leikbönn. Kristján
Davíðsson, Einheija, fékk þriggja
leikja bann fyrir það sem kallað er
ofsaleg framkoma í leik ÍBV og
■ Einheija um síðustu helgi. Kristján
I sló til dómarans, Árna Þórðarsonar
sem var að dæma sinn fyrsta 2.
» deildarleik, eftir að hafa fengið að
1 sjá rauða spjaldið og fær því þriggja
leikja bann fyrir bragðið. Aðrir sem
fengu eins leiks bann voru: Hörður
Theódórsson, ÍR, Marteinn Guð-
geirsson, Tindastóli, Sævar Sveins-
son, Selfossi, Hörður Benónýsson,
Völsungi og Unnar Jónsson, Völs-
1 ungi.
ENGLAND
Stærsti sigur
Liverpool
M.deild
- sigraði Crystal Palace 9:0!
Liverpool tók nýliða Crystal Palace í kennslustund
í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi,
sigraði 9:0! Þetta er stærsti sigur liðsins í 1. deild frá
upphafi, en fyrra metið var 7:0 sigur gegn Tottenham
1978.
Fyrsta markið gerði Steve Nicol. McMahon bætti
öðru markinu við og Ian Ruch því þriðja og þannig
var staðan í hálfleik.
Gillespie og Beardsley gerðu fjórða og fimmta
markið. Liverpool fékk síðan vítaspymu sem John
Barnes neitaði að taka, vildi fá John Aldridge inná
sem varamann. Ronnie Whelan skipti við Aldridge sem
skoraði úr vítaspymunni, hans 64. mark í 104 leikj-
um. Eftir leikinn kastaði Aldridge skónum og treyj-
unni upp til áhorfenda í kveðjuskyni þar sem hann
mun að öllum líkindum skrifa undir samning við Real
Sociedad í dag.
. John Barnes gerði sjöunda markið, Glenn Hysen
það áttunda - hans fyrsta mark fyrir Liverpool. Steve
Nicol bætti því níunda við, en mörkin liefðu getað
orðið enn fleir slíkir voru yfirburðirnir.
ÚRSLIT
Evrópukeppni bikarhafa
US Luxemborg (Luxemborg)—Djurgarden (Svíþjóð).............0:0
Áliorfendun 429.
Partizan Belgrad (Júgósl.)—Celtíc (Skotlandi).............2:1
Milojevic (21.), Djurdjevic (55.) - Galoway (41.)
Áhorfendur: 15.000.
Slovan Bratislava (Tékkósl.)—Grashop|>ers (Sviss) ........3K)
Timko (35), Vankovic (53.), Tittel (88.).
Ferencvaros (Ungveijalandi)—Valkaekosken (Finnlandi)......5:1
Kinzses (1.), Iimperger (10.), Szeibert (29. og 64.), Dzurjak (80.)
- Paavola (4.)
Áliorfendun 22.000
Real Valladolid (Spáni)—Hamrun (MSItu).........................5K)
Albisceascoechea (22. og 70.), Valverde (38. og 46.), Ayarza (58.)
Áliorfendur: 12.000.
Evrópukeppni félagsliða
Valetta (Möltu)—Foto Net (Ausbirriki)......................... 1:4
Zarb (72.) - Sjálfsmark (15.), Balzis (40.), Vidreis (51.), Heraf (86.)
Áhorfendun 6.500
Vitosha (Búlgaríu)—Antwerpcn (Bclgíu)......................00
Áhorfendun 18.000.
ÍA—FC Liege (Belgiu)..................................... 0:2
- Luc Emes (5.) og FVederic Waseigc (81.) Áhorfendur 700.
Gomik Zabrzc (l’ólbuidi)—Juventus (Ítalíu).............„..0:1
- Alexander Zavarov (73.). Áliorfendun 35.000.
Hibemian (Skotlandi)—Videoton (Ungveijalandi)..............ÍO
Graham Mitchell (25.) Áliorfcndiu-: 14.000.
Sochaux (Frakklandi)—Jeunesse (Luxemborg).......................70
Lada (6. og 24.), Silveslre (22.), Odjani (46. og 73.), Carrasco
(86.), sjálfsmark (89.). Áliorfcndur: 8.000.
ENGLAND
2. dcild:
Portsmouth—Plymouth....................................0:3
Port Vale—Hull ........................;..............1:1
Sheffield United—Swindon..............................2:0
Wolverhampton—Brighton.......................... 2.4
Hvað sögðu þeir?
„Munurinn r
á atvinnu-
og áhuga-
mönnum“
Sigurður Lárusson, þjálfari ÍA:
„Ég var að mörgu leyti mjög
ánægður með leikinn. Við lékum
vel í vöminni og áttum vel útfærðar
skyndisóknir. Mér fannst bæði
mörk Belganna af ódýrari gerðinni.
Þetta belgíska lið var svipað og ég
bjóst við en þeir tóku þennan leik
mjög alvarlega og virtust hræddir,
enda léku þeir af fullum krafti allan
tímann.
Þetta lið er mun sterkara en
ungverska liðið sem við lékum við
í fyrra. Við reynum að gera okkar
besta í útileiknum og ég hef trú á
að við gætum staðið vel í þeim þar
eins og hér,“ sagði Sigurður.
Guðbjöm Tryggvason, fyrirliði
„Mér fannst leikurinn þokkalega
leikinn af okkar hálfu. Ég tel að
munurinn á liðunum sé einfaldlega
munurinn á atvinnu- og áhuga-
mönnum. Við vorum mjög óheppnir
að fá á okkur þetta mark strax á
fyrstu mínútunum, auk þess sem
heppnin var ekki með okkur þegar
við fengum okkar færi í leiknum."
Dennis McArdie, dómari:
„Leikurinn var mjög prúðmann-
lega leikinn og því var ekki erfitt
að dæma hann. Mér fannst völlur-
inn og allar aðstæður ágætar enda
er ég vanur að dæma á svona völl-
um í Norður—írlandi.
Akurnesingar léku vel, miðað við
áhugamannalið, og sérstaklega at-
hygli mína vakti Karl Þórðarson
sem er greinilega mjög leikinn."
Robert Wasage, þjálfari Liege:
„Ég var ekki ánægður með leik
minna manna, einkum sóknar- og
miðjumanna, en vörnin var ágæt.
Völlurinn og veðrið gerðu okkur
erfitt fyrir, enda erum við ekki van-
ir slíkum aðstæðum."
Luc Emes:
„Ég hef nú ekki spilað í verra
veðri, í hávaðaroki á blautum velli.
Það er þó heillandi að leika við
slíkar aðstæður, heyra í Atlants-
hafinu I nokkurra metra fjarlægð.
Ég mun því seint gleyma þessum
leik. Akurnesingar léku vel og komu
mér ekki á óvart því þjálfari okkar
hafði varað okkur við.“
Munaron, markvöröur:
„Ég er nýkominn aftur í liðið en
hafði nóg að gera í þessum leik.
Bjarki Pétursson heillaði mig sér-
staklega því ég lék með bróðir hans,
Pétri, hjá Anderlecht fyrir tíu árum.
Það er greinilegt að Bjarki á eftir
að feta í fótspor bróður síns.“
Athugasemd
I íþróttablaði Morgunblaðs-
ins í gær birtist „frétt“, þar
sem fjallað var um spjót,
sem Sigurður Einarsson,
spjótkastari hefur notað.
I klausu þessari var engra
heimilda getið, og órökstuddar
staðhæfingar settar fram.
Reynt var að ná í Sigurð Ein-
arsson. Það tókst ekki og þá
hefði að sjálfsögðu átt að bíða
með birtingu fréttarinnar.
Þessi vinnubrögð eru brot á
vinnureglum blaðamanna Morg-
unblaðsins og biður blaðið Sig-
urð Einarsson velvirðingar á
þessum mistökum:
Ritstj.