Morgunblaðið - 17.09.1989, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989
C 5
ansi hvekktir af kaffiskorti. Ég hef
vanið mig á annan bragðgóðan holl-
ustudrykk, lýsi.“
Kl. 12
713 km. Vestan við
02 Hellu. Það sést í bláan
himin. Umferðin er
farin að aukast.
— Er ekki þreytandi að þurfa allt-
af að hleypa bílum fram úr?
„Jú það getur verið það en verst
er hvað þeir eru seinir þegar þeim
er gefinn sjans. Annars er stærsti
gallinn við akstursmáta íslendinga
sá að þeir vita ekki hvar hægra hjól-
ið er. — Þ.e.a.s. Þeirn finnst þeir
þurfa að aka á mjðjum vegi.“
wmmmmmm 803 km. Ekið í hlað
VI 1030 hjá Vöruflutningamið-
lil. lu stöðinni í Borgartúni.
Hafist er handa við að afferma þá
lausavöru sem á að fara í vörumót-
tökuna af tengivagninum, þar er
fiutningurinn flokkaður á bretti til
mismunandi viðtakenda. Rúnar og
Ólafur Alfreð Sigurðsson afgreiðslu-
maður athuga að nóturnar stemmi.
„Það er pappírsvinnan! Nótan eða
vörufylgibréfið er í fimmriti. Frum-
rit, hleðsluseðil, tveir fyrir bókhaldið
og einn sem er kvittun sendanda og
nú stendur til að setja þetta líka inn
á tölvu.“
Tómur bíll.
er ekið í hlað við vöru-
|l| <142 geymslu Sölumið-
’ stöðvar hraðfrystihús-
anna við Héðinsgötu. Þar eru 48
kassar af umbúðaborðum afhentir
þ.e.a.s. 240 km af borðum. Samband
íslenskra samvinnufélaga fékk sama
skammt í umbúða- og veiðarfæralag-
er sinn við Holtaveg. Milli fjögur og
fimm var ýsan frá Síldarvinnslunni
losuð á Faxamarkað. Flutningurinn
tókst vel; daginn eftir seldist hún á
92,79 krónur kílóið.
Þótt ýsan sé ákaflega fríður fiskur
og vinsæl á borðum landsmanna
lætur Rúnar ekki dragast að þrífa
bílinn.
er bíl og tengivagni
VI 1156 ut-an v*ð hin nýju
nl. I/ heimkynni hjónanna
Gísla Gylfasonar og Önnu Bjarna-
dóttur í Mávahlíð 17. Búslóðin er í
góðu ásigkomulagi enda vel innpökk-
uð. Það tekur ekki nema stundar-
fjórðung að afferma tengivagninn.
Túrnum er lokið; tómur bíll.
— Og hvað ætlar þú að fara að
gera núna?
„Ætli ég fari ekki til systur minnar
að sofa. Svo verður að undirbúa túr-
inn austur. Alltaf gott að fara heim.“
BÍLSTJÖRINN
Rúnar Gunnarsson er 32
ára, borinn og barnfæddur
á Neskaupstað. Sonur hjón-
anna Gunnars Davíðssonar úr
Norðfjarðarsveit og Nikólínu
Halldórsdóttur frá Mjóafirði.
Sambýliskona Rúnars er Inga
Þorláksdóttir frá Reykjavík.
Rúnar á 97% hlutafjár í vöru-
flutningafyrirtækinu Viggó hf.
Fyrirtækið á tvær vöruflutn- _
ingabifreiðir og tengivagna. Á
þriðjudögum og föstudögum
fara bílarnir af stað; annar frá
Neskaupstað en hinn frá
ReykjavSc. Auk Rúnars starfa
Loftur Magnússon bílstjóri og
Linda Guðmundsdóttir af-
greiðslumaður við fyrirtækið.
Rúnar sér ekki einungis um
flutninga til Neskaupstaðar
heldur einnigtil Eskiijarðar,
Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarð-
ar, Breiðdalsvíkur og Djúpa-
vogs.
Kl. 0004
Einhvers staðar í
Suðursveit. Kind
skýst yfir veginn.
— Hefurðu einhvern tímann keyrt
niður rollu?
„Tvisvar og í annað skiptið borg-
aði ég vitlausum manni. Fór með
skrokkinn á næsta bæ og spurði
hver ætti þennan grip og bóndinn
hélt nú heldur betur að hann ætti
þetta óbætanlega metfé. Ég mátti
þakka fyrir að borga. Fór svo í burtu
sæll og glaður. Um haustið var svo
hringt þar af næsta bæ og spurt
hvort ég ætlaði ekki að borga rolluna
sem ég hefði sálgað.“
— Það er orðið dálítið áliðið, hvar
ertu vanur að sofa á suðurleiðinni?
„Ég legg bílnum oftast einhvers
staðar í Óræfasveitinni og sef í koj-
unni hér fyrir aftan. Ekkert mál og
bíllinn er góður.“
— Nokkuð farinn að finna fyrir
atvinnusjúkdómum, t.d. verkjum í
baki og öxlum?
„Nei, ekki svo heitið geti. Það sem
gildir er að sitja rétt. En maður er
kannski aðeins farinn að eldast.“
— Hvernig?
„Þegar ég byrjaði í þessu starfi
var ekki þessi stranga áætlun; núorð-
ið bregður maður sér ekki lengur á
ball á Klaustri í túrunum eða milli
túra suður í Reykjavík. Núna fer ég
eins hratt yfir heiman og heim eins
og ég get.“
— Ef ekki böllin, hvað er það sem
gefur þessu starfi gildi, er svona
gaman að keyra?
„Mér finnst hundleiðinlegt að
keyra bíl. — En mér finnst enn verra
að gera það ekki, á erfitt að sitja í
farþegasætinu. Ég held að það séu
ferðalögin sem halda mér í starfinu.
Ég er með ferðaáráttu. Ef maður á
frí fer maður á fjöll."
— En þú ert alltaf að aka sömu
leiðina?
„Nei. Þetta er aldrei sama leiðin.
Umferðin er mismunandi, fragtin er
breytileg, vegurinn og færðin breyt-
ist. Túrarnir eru misjafnlega erfiðir.
Og veðrið breytist; það yrði leiði-
gjarnt ef það væri sól alla leiðina en
maður kemst í rigningu fyrir sunn-
an.“
— Hefur þá ekki verið leiðinlegt
að aka alltaf í sólskini um Austfirð-
ina í sumar?
„Tja. Stundum hefur orðið full
heitt á Neskaupstað. Á tímabili vakn-
aði ég klukkan 5-6 og byijaði að
vinna fyrr og tók svo frí milli 12 og
3. Það var ekki hægt að vinna í
góðviðrinu."
457 km. Rúnar leggur
52 bílnum við Freysnes í
Öræfasveitinni og
leggst til svefns í fleti aftan til í stýr-
ishúsinu. Það er myrkur og úrhelli.
Kl. 1
Kl. 7
er farið á fætur og
00 haldið af stað. Öræfa-
sveitin skartar ekki
sínu fegursta, að vísu rignir ekki í
augnablikinu en skúrir eru í grennd-
inni.
— Segðu mér. Er ekki erfitt að
vera kapítalisti á Neskaupstað,
„rauða bænum“, „litlu Kreml“?
„Ég forðast öll pólitísk afskipti og
einbeiti mér að mínu fyrirtæki. Þar
er um nóg að hugsa; stöðvargjöldin
hjá Vöruflutningamiðstöðinni eru t.d.
207 þúsund á mánuði. Þungaskattur-
inn 16 krónur á kílómetrann.
— Annars þýðir ekkert að grenja.
Það hjálpar manni enginn þótt mað-
ur barmi sér. Ég fengi alveg að fara
á hausinn. Það sem gildir er að fylgj-
ast með kostnaðarliðunum."
— Mikil samkeppni, t.d. við Ríkis-
skip?
„Já, Ríkisskip siglir vikulega aust-
ur. Þeir tilkynntu 14 milljón króna
rekstrarafgang á fyrri hluta ársins.
— En þeir gleymdu að segja frá 90
milljón króna styrknum sem þeir
fengu og trúlega fara þeir að venju
fram yfir styrkinn. Það er erfitt að
keppa við svona lagað. Leggja Ríkis-
skip niður? Ekki endilega en þeir
ættu að hugsa um hagkvæmnina;
fækka frekar ferðum og leggja meiri
áherslu á þungavöruna, fóðurbæti,
sement og þess háttar."
Kl. 9
599 km. Bíllinn stöðv-
55 aður í rigningarsudda
í Vík í Mýrdal og litið
inn í veitingaskálann. Samloka og
kaffi pantað.
„Nei, ég er lítill kaffimaður. Hef
tekið eftir því þegar við höfum verið
að bijótast hérna yfir sandinn á vetr-
um að sumir bílstjórarnir eru orðnir
50%
verðlækkun út september,
takmarkað magn
'efnsTr-^sa®
*r- e.9so
FACIT
HÚSGÖGN
Á HÁLFVIRÐI
Scensk gæðavara " M a
á ótrúlegu
verði.
\
** *'■ 7.s5s“
-tdRQi-
Smiðjuvegi 5 - 200 Kópavogi
Int.tel +354-1-43211 - Telefax +354-1-42100
L