Morgunblaðið - 17.09.1989, Side 21

Morgunblaðið - 17.09.1989, Side 21
MORGUNBI.AÐH) FJÖLMIÐLAR sunnudágur it. SEPTEMBER'1989 Œ 21 Aflog í skólum Tomma og Jenna að kenna? B > ugs Bunny, Andrés önd og 'Tommi og Jennj auka árásar- hneigð barna að því er fram kom á þingi samtaka breskra kennara ný- lega. Samtökin kröfðust þess að minna yrði sýnt af ofbeldi í sjónvarpi og skoruðu á foreldra að gera sér grein fyrir þeim áhrifum, sem sjón- varp hefði á börn þeirra. Sagt var frá því á þinginu að þess væru dæmi að þriggja ára börn meiddu hvert annað þegar þau líktu eftir atriðum úr teiknimyndum. Þeg- ar slíkt komi fyrir verði börnin undr- andi á því að þau skuli meiðast. Varaskólastýra barnaskóla nokk- urs, frú Anne Spencer, gagnrýndi Tomma sérstaklega fyrir að vera vondur við Jenna. Hún spurði for- eldra: „Sættið þið ykkur í raun og veru við það að dýrum sé sýnd grimmd, jafnvel þótt aðeins sé um mús í teiknimynd að ræða?“ Kennslukona frá Hull sagði: „Allt að sex morð eru framin á skjánum Dagskrárstjórar Rásar 1 og 2; Stefán Jón og Margrét Frá og með næstu áramótum verð- ur sú breyting á stjórnun Ríkisút- varpins hljóðvarps að stofnaðar verða stöður dagskrársljóra yfir útvarpsrásunum tveimur. Yfir- maður Rásar 1 verður Margrét Oddsdóttir sem gegnt hefur stöðu dagskrárstjóra fræðslu- og skemmtideildar. Dagskrársljóri Rásar 2 verður Stefán Jón Haf- stein yfirmaður dægurmáladeilar. Dagskrárstjórarnir munu hafa yfirumsjón með öllu efni, bæði tónlist og töluðu efni. Þetta nýja fyrirkomulag mun ekki hafa neinar breytingar á dagskrá Ríkisútvarpsins í för með sér og deildarskipulag inn- an þess breytist ekki að öðru leyti. Nefnd sú sem unnið hefur að því að endurskoða starfshætti Ríkisút- varpsins mun ekki skila áliti fyrr en um áramót, en ein af tillögum hénn- ar mun vera sú að staða aðstoðar- framkvæmdastjóra verði lögð niður. Samtök lands- málablaða sett á stofti Stofnfúndur Samtaka landsmála- blaða er fyrirhugaður síðari hluta októbermánaðar næstkomandi, en alls eru starfrækt um 60 héraðs- og kjördæmablöð vítt og breitt um landið. Er nýju samtökunum fyrst og fremst ætlað að gæta sameigin- legra hagsmuna þeirra er að útg- áfu landsmálablaða standa. Fríða Proppé ritstjóri Fjarðar- póstsins í Hafnarfirði er ein þriggja sem sæti eiga í undirbúnings- nefnd samtakanna. Sagði hún að útgefendur landsmálablaða hefðu ýmissa sameiginlegra hagsmuna að gæta. Bæri helst að nefna áralanga baráttu þeirra við ríkisvaldið vegna kröfu þeirra um eðlilega hlutdeild að auglýsingum á vegum hins opin- bera. Minnti Fríða á áskorun til stjórnvalda sem 43 þingmenn undir- rituðu nýverið, að verða við kröfum útgefenda héraðs- og kjördæmablaða um að þeir verði.látnir sitja við sama borð og aðrir íjölmiðlar í landinu í þessum efnum. Samhliða stofnfundi nýju samtak- anna í október verður haldin ráð- stefna þar sem kallaðir verða til ýmsir aðilar úrþjóðfélaginu, fulltrúar ' ríkisvaldsins svo og auglýsingastofa þar sem ofangreind auglýsingamál verða meðal annars rædd. Bugs Bunny. sakað- ur um að æsa börn til ofbeldis. heima hjá ykkar á hveiju kvöldi." Þó slík atriði sjáist ekki fyrr en eftir kl. 9 á kvöldin í Bretlandi hafi það ekkert að segja, því að flestir eigi myndbandstæki og stálpuð börn þar séu ekki farin að hátta kl. 9. Fjalakötturinn á Stöð 2: Sovéskar myndir allsráðandi Vetrardagskrá Fjalakattarins, kvikmyndaklúbbs Stöðvar 2, hefst næstkomandi mánudag 18. september með sýningu myndarinnar Frankenstein eftir James Whale Irá árinu 1931. Alls verða sýnd- ar um 30 myndir í vetur og mest áhersla lögð á sovéska kvik- myndagerð. Að sögn Páls Baldvins Bald- vinssonar umsjónarmanns Fjalakattarins hefur gengið þokkalega að afla kvikmynda til sýninga í vetur. í nóvember hefj- ast sýningar á verkum rússneska kvikmyndagerðamannsins Sergei Eisenstein og verða þtjár mynda hans sýndar fyrir jói; Verkfall, Beitiskipið Potemkin og Október. Eftir áramót verða seinni kvik- myndir hans á dagskrá, frá árun- um 1929 til 1946. Þá verða sýnd- ar nýjar sovéskar kvikmyndir eft- ir lchikawa, Ozu, Mezaros, Losey, Bokova og Vertov. Jafnframt verða á dagskrá nokkrar ítalskar myndir eftir Olmi, Antonioni, Taviani-bræður, Fellini, Bertolucci og Visconti, frá árunum 1950 til 1982. Af öðrum myndum má nefna Scarface eftir Howard Hawks frá 1932 og Mon- key Business eftir Marx-bræður frá árinu 1931. Þá verður sýnd kvikmyndin Orustan um Alsíreft- ir Gillo Pontecorvo frá árinu 1965, en hún var tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna. ÁGÆTI NÁMSMAÐUR! Nóma Landsbankans er þjónusta sem léttir undir meS námsmennum, I.KGGÐUiFKÁ * 1»ÉR jafnvel þótt þeir hafi úr litlu aö spila. í Námuna getur þú sótt þjónustu BÓKINA^ANDARTAK, á borÖ vii útreikninga á greiðslubyrði, sveigjanlegri afberganir lána, -HUGSAÐU UM NÁMU. yfirdráttarheimild, VISA-kort og afhendingu skjala vegna LÍN. Fyrstu VEISTU AÐ I LANDS- þrjú tékkheftin færðu endurgjaldslaust og með tímanum eignastu svo BANKANUM ER NÁMA Einkanámu! Með þátttöku í Námunni öftlast þú einnig rétt til aö sækja FYRI NAMSFOLK. um 100.000 króna námsstyrk og námslokalán, allt aÖ 500.000 krénum. Náman er ný fjármálaþjónusta í Landsbankanum, sérstaklega ætl- uö námsfólki frá 18 ára aldri. Því ekki aö hefjast handa nú þegar og sækja í námu Landsbankans. Með því að skapa þér gott orð í Landsbankanum - þó í litlu sé, leggurðu grunninn að fjárhagslega öruggri framtíð. Allar nánari upplýsing- ar, fúslega veittar í næsta Landsbanka. Yið bjóðum námsfólk velkomið. Nýttu þér námuna. LAHPSBANKI Í S L A N D S N * A • M • A ■ N

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.