Morgunblaðið - 17.09.1989, Síða 26
Guðrún J. Guð-
mundsdóttir
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989
i§~ð
Minning:
Fædd6. september 1932
Dáin 17. apríl 1989
Það haustar og blómin eru tekin
að fölna. Það er búið að kalla eina
dýrmæta rós burt frá okkur. Hugur-
inn reikar til baka, til birtunnar og
hlýjunnar, sem ávallt var að finna
hjá Gunnu frænku. Minningarnar
streyma fram. Ég man þegar ég
fimm ára gömul sat í eldhúsinu hjá
henni í Eyjum, sötrandi kaffi með
mjólk og miklum sykri. Strax á
þessum árum töluðu Gunna og Olli
við mig sem jafningja og leyfðu
mér að taka þátt í því sem þau
höfðu fyrir stafni hveiju sinni. Þau
fengu mér hlutverk. Ég, litla mann-
eskjan, tók hlutverk mitt alvarlega,
hvort sem var að hræra í pottunum,
skreyta borðið með servíettum eða
skjótast í sendiferðir. Gunna og
Olli voru sannir vinir mínir.
Tilhlökkunin og spenningurinn
sem fylgdi því að fara til Eyja og
halda þjóðhátíð með þeim var ólýs-
anlegur. Alltaf þegar við landkrabb-
arnir, ég og Þórhildur systir, kom-
um þá var allur undirbúningur í
höfn. Aðeins eftir að fara í nýju
sjoarifötin og laga hárgreiðsluna.
Eg gleymi aldrei systrunum Gunnu,
mömmu, Baddý og Sellu túberandi
hver aðra, spreyjandi hárlakkinu
um allt á fallega speglabaðinu
hennar Gunnu. Að sjálfsögðu
gleymdist ég ekki í öllu tilstandinu.
Það voru settar í mig rúllur og
meðan hárið þornaði í hárþurrkunni
lakkaði Gunna á mér neglurnar.
Við tók uppljómaða ævintýralandið;
Herjólfsdalur. Spennan náði há-
marki þegar ég fór á barnaballið
og frændi minn, hann Guðmundur
Jóhann, spilaði og söng í unglinga-
hljómsveitinni. Mikið var ég stolt
af honum.
Gunna og Olli eignuðust fimm
börn. Guðmundur Jóhann var orð-
inn tólf ára þegar hann eignaðist
fjórar systur á sex árum. Eg man
eftir prinsessuvöggunni sem þær
voru lagðar í, fóðruð bleiku satíni.
Gunna nostraði við dætur sínar.
Sífellt saumandi á þær eins kjóla,
krullaði á þeim hárið og setti viðeig-
andi slaufur í. Allt virtist þetta
koma af sjálfu sér. Sjaldan sá mað-
ur þreytumerki á henni. Börnin og
Olli voru hennar líf og yndi. Þau
hjónin voru óvenju samhent í heim-
ilishaldinu. Unnu allt af einstakri
kostgæfni. Ef mamma var ekki
heima leitaði ég ávallt til Gunnu
þegar ég þurfti á aðstoð eða ráð-
leggingum að halda.
Einkennilegt, en ég tengi Gunnu
svo við jólin. Hún sló alla út í jóia-
undirbúningnum. Alltaf var hún til-
búin með aðventukransinn í tíma.
Svo kveiktu þau Ollí hátíðlega á
fyrsta kertinu með stelpunum
sínum. Húsið var skreytt hátt og
lágt. Allt gegnum hreint. Hún kunni
að gera svo fínt.
Gunna var fallegt, viðkvæmt
blóm. Hún var mikil tilfinninga-
manneskja, hjálpfús og tilbúin að
gera allt fyrir vini sína og vanda-
menn. Hún fæddist að vori og dó
að hausti. Elsku Olli og fjölskylda.
Orð megna lítils á svona stundu.
Missirinn er svo sár. En veganestið
sem hún hefur gefið okkur er ómet-
anlegt. Brosið er sagt vera fegursta
blóm lífsins. Brosinu -hennar Gunnu
gleymi ég aldrei.
Kristbjörg Hrund
„Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag", kvað Tómas Guðmunds-
son. Já, undarlegt ferðalag er þessi
tilvera okkar. Elskuleg mágkona
mín, Guðrún J. Guðmundsdóttir, og
svili, Olgeir Jóhannsson, komu í
heimsókn til okkar hjónanna að
kvöldi fimmtudagsins 31. ágúst sl.
Þau voru að koma til þess að kveðja
okkur og ræða um verðandi sum-
arfrí. Þau flugu til Kaupmanna-
hafnar á laugardagsmorgninum og
á sunnudeginum skyldi flogið til
Aþenu. Eftirvæntingin, sem bjó í
bijóstum vina minna þennan laug-
ardag í Kaupmannahöfn, snerist í
nístandi angist, er líða tók á nótt.
Guðrún veiktist skyndilega, og þrátt
fyrir snör viðbrögð lækna og hjúkr-
unarliðs tókst ekki að bjarga lífi
hennar. Hún andaðist að morgni
6. september aðeins 57 ára gömul.
Banameinið var heiiablóðfall.
Ekki er undarlegt, þótt ljóðlínur
Tómasar komi upp í huga minn.
Langþráð sumarfrí fimm barna for-
eldra varð „Ferðin sem aldrei var
farin“. Undarlegur er vilji örlag-
anna. Sesselja, yngsta systir henn-
ar, fórst í bílslysi 9. janúar 1987 á
leið í frí erlendis.
Guðrún Jónína Guðmundsdóttir
fæddist í Vestmannaeyjum 17. apríl
1932, elst sjö barna hjónanna Sigr-
únar Þórhildar Guðnadóttur og
Guðmundar Hróbjartssonar skó-
smiðs frá Landlyst í Vestmannaeyj-
um. Gunna, en svo var hún ávallt
kölluð af vinum og ættingjum, ólst
upp í glöðum systkinahópi umvafin
elsku góðra foreldra. Snemma
komu einstakir húsmóður- og móð-
ureiginleikar hennar fram, sem birt-
ust í umhyggju og ábyrgð fyrir
yngri systkinum sínum og hjálpsemi
við foreldrana. Þegar Gunna var
aðeins sex ára gömul veiktist Guð-
mundur faðir hennar af lömunar-
veiki. Lömunarveikin olli fötlun,
sem reyndi á samtakamátt fjöl-
skyldunnar og var samstaða systk-
inanna annáluð. Hún Gunna mín
varð kjarninn í því að gera Land-
lystarfjölskylduna að samhentri
fjölskyldu, og þess hefi ég notið í
ríkum mæli.
Árin liðu og systkinin flugu hvert
af öðru úr hreiðrinu og stofnuðu
heimili með mökum sínum. Fyrr en
varði var hópurinn orðinn að stór-
fjölskyldu, og fyrri samstaða systk-
inanna varð aðalsmerki hópsins.
Stórfjölskyldan hélt ekki jóla- og
afmælisboð af skyldurækni heldur
af innri þörf fyrir að koma saman
og gleðjast. Þessi fjölskyldusam-
kvæmi voru glaðvær og oft á tíðum
hávaðasöm, en yngri kynslóðin lék
í kringum hina eldri með ærslum
sínum og barnagleði. Það skapaðist
snemma sú hefð að ganga saman
í kringum jólatréð. Jólasöngvarnir
voru æfðir og sungnir ijórraddað
saman undir öruggri stjórn yngsta
bróðurins, Guðna organista í Bú-
staðakirkju.
Fyrir um það bil 10 árum fór ég
að taka þessar fjölskyldusamkomur
upp á myndsegulband. í dag er
þetta ómetanlegur fjársjóður, og
einkum nýtur yngsta kynslóðin þess
að geta séð sjálfa sig vaxa úr barn-
æsku til þroska unglingsáranna á
einni kvöldstund.
Við Gunna og Olli áttum margt
sameiginlegt. Við svilarnir kynnt-
umst systrunum, eiginkonunum
okkar, um svipað leyti. Þær deildu
saman herbergi í 18 ár eða þar til
við skildum þær að. 17. júní 1954
opinberuðum við fjórmenningarnir
trúlofun okkar. Húsmóðirin í Land-
lyst bakaði stóra „Hnallþóru“, við
kölluðum tertuna reyndar Draum-
tertu. Þetta var bjartur og fagur
dagur og síðan höfum við sameigin-
lega minnst þessa dags.
Olli svili er ættaður frá Fáskrúðs-
firði, sonur sæmdarhjónanna Jósef-
ínu Þórðardóttur og Jóhanns Jónas-
sonar. Ekki er ofsagt, að Gunna
var lánsöm að kynnast slíkum öðl-
ingsdreng sem hann er. Þau gengu
í hjónaband 20. desember 1955 á
silfurbrúðkaupsdegi Landlystar-
hjónanna. Þau byggðu sér myndar-
legt einbýlishús í Eyjum á Heiða-
vegi 60 og bjuggu í því þar til þau
fluttu til Reykjavíkur í ágúst 1972.
Síðan hefur heimili þeirra verið á
Háaleitisbraut 51 hér 'í borg.
Börnin urðu fimm, Guðmundur
Jóhann fæddur 14. janúar 1956,
starfandi læknir á Höfn í Horna-
firði, kvæntur Eddu Björk Arnar-
dóttur kennara og eiga þau þrjú
böm, Sigríður Bína fædd 26. janúar
1968 nemi í líffræði við HI, Þór-
hildur Ýr fædd 14. febrúar 1969
nemi í MH, Gyða Björg fædd 20.
júní 1970, nemi í MH, og Olga
Hrönn faádd 27. febrúar 1973 nemi
í MS. Dæturnar eru allar í foreldra-
húsum.
Ólýsanlegur harmur heltekur alla
þá, sem komust í nána snertingu
við hana Gunnu. En sárastur er
harmurinn fyrir eiginmanninn, son-
inn og dæturnar ungu, sem máttu
ekki af móður sinni sjá. Hún Gunna
var falleg og glæsileg kona. Hún
var ekki aðeins falleg, heldur gjaf-
mild og góð. Hún var einstaklega
gestrisin og framúrskarandi hús-
móðir. Heimilið var henni allt og
bar snyrtimennsku hennar fagurt
vitni. Vissulega stóð hún Gunna
ekki ein með hann Olla sér við hlið.
Hjálpsamari eiginmann þekki ég
ekki og sem faðir og uppalandi er
hann einstakur. Þessir góðu eigin-
leikar hans gera það að verkum,
að hann er nú fær um að takast á
við föður- og móðurhlutverkið og
skila því með sóma með Guðs hjálp.
Með Gunnu er fallin frá mæt kona.
Skarð er fyrir skildi og fjölskyldu-
hátíðirnar verða ekki þær sömu án
hennar. En minningin um hana og
allt það, sem hún var fjölskyldu
sinni og vinum, mun lifa í hjörtum
okkar og lýsa okkur um ókomin ár.
Guð blessi minningu hennar
Gunnu.
Sigtryggur Helgason
Það haustar að í lífi hvers manns,
misfljótt að vísu. Að minnsta kosti
finnst mér það þegar ég nú stend
frammi fyrir þeirri óhagganlegu
staðreynd að mamma skuli vera
horfin svo skyndilega, svo ótíma-
bært.
Hún lagði af stað í ferðalag
ásamt föður mínum nú í byijun
septembermánaðar. Ferðinni var
ekki heitið til ákveðins áfangastað-
ar að þessu sinni. Allt átti þetta
að ráðast enda kom á daginn að
enginn ræður sínum næturstað.
Mamma veiktist snögglega og það
illa að ekkert í mannlegu valdi gat
lagst nógu sterklega á sveif með
henni í baráttunni fyrir lífinu. Þrátt
fyrir alla þá tækni sem við höfum
yfir að ráða í dag lést hún eftir fjög-
urra sólarhringa legu á Hvidovre-
sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.
Mamma, Guðrún Jónína Guð-
mundsdóttir, fæddist í Vestmanna-
eyjum 17. apríl 1932 og var elst
sjö systkina. Hún kynntist því fljótt
að lífið er enginn dans á rósum.
Faðir hennar veiktist af lömunar-
veikinni þegar hún er 6 ára gömul.
Þá voru systurnar orðnar þijár og
fjögur börn áttu síðar eftir að bæt-
ast í hópinn. Það var því fljótt sem
mamma þurfti að axla þungar byrð-
ar, en aldrei heyrði maður hana
tala um æsku- og uppvaxtarár sín
í mæðutón heldur með ánægju. Það
eina sem hún taldi sig hafa farið á
mis við voru tækifæri til þess að
menntast. Því hafði hún það sem
sitt aðalmarkmið að koma okkur
systkinunum til mennta. Stöndum
við í mikilli þakkarskuld við hana,
ásamt föður okkar fyrir það.
Mamma var mikill vinnuþjarkur
og virtist alltaf geta á sig bætt ef
svo bar undir. Hún vann í nokkur
ár sem dagmamma eftir að við flutt-
um til Reykjavíkur en síðan hjá
Hagkaup hf. í sjö ár. Var alltaf
gaman að koma til hennar á ávaxta-
torgið í Kringlunni sem hún lagði
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, fósturfaðir og afi,
JÓN SÆDAL SIGURÐSSON,
Rauðarárstíg 32,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. septem-
ber kl. 13.30.
Áslaug Jónsdóttir,
Vignir Jónsson, Sigrún Sveinsdóttir,
Hreiðar Jónsson, Helga M. Sigurjónsdóttir,
Vigdis Jónsdóttir,
Hafsteinn Jónsson, Gunnhildur Arnardóttir,
Kristján Jónsson,
Birgir Guðmundsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐNI BJARNASON
fyrrverandi verkstjóri,
Öldugötu 33,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 18. september
kl. 13.30.
Jónina Davfðsdóttir,
Sigrún Guðnadóttir, Tyrfingur Sigurðsson.
Guðni Tyrfingsson, AuðurÓlsen,
Sigurður J. Tyrfingsson, Hrönn Hreiðarsdóttir,
Þórunn J. Tyrfingsdóttir
og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma okkar,
FRIÐBJÖRG HANNESDÓTTIR,
Álfheimum 66,
lést í Landspítalanum 8. sept. sl.
Útför hennar fer fram miðvikudaginn 20. september kl. 15.00 frá
Fossvogskirkju. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vildu
minnast hennar láti Reykjalund njóta þess.
Hörður Sigurjónsson,
Hulda Harðardóttir, Meyvant Meyvantsson,
Erla Harðardóttir, Þórður Walters,
Hörður Þórðarson, Katrfn Guðmundsdóttir,
Arnar Þórðarson, Svava Björg Þórðardóttir,
Anna Rós Þórðardóttir, Sigurður Frímann Meyvantson
t
Útför systur okkar,
HELGU JÓNSDÓTTUR,
Týsgötu4B,
verðurgerðfrá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. septemberkl. 15.00.
Guðrún Jónsdóttir,
Guðfinna Jónsdóttir,
Kristfn Jónsdóttir,
Steinunn Jónsdóttir,
Jóel Jónsson,
Karl Frfmannsson,
Ari Björn Steindórsson,
Kristfn Nóadóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi,
BJÖRN KJARTANSSON,
frá Seli, Grímsnesi,
til heimilis að Efstasundi 31,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 19. september kl.
15.00
Sigurður Björn Björnsson,
Sigrfður Björnsdóttir,
Guðrún Guðjónsdóttir,
Ólafur Kjartansson,
Sigrfður Elsa Óskarsdóttir,
Sigurþór Þorleifsson,
Ellinor Kjartansson,
Sveinn Kjartansson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður, sonar og bróðurs,
HJÖRTS VIÐARS HJARTARSONAR,
Hrefna Víglundsdóttir,
Hjörtur Kr. Hjartarson,
Svava Hjartardóttir,
Jóhanna Hjartardóttir,
Hjörtur Kr. Hjartarson,
Marfa Hjartardóttir,
Arndís Hjartardóttir,
Ósk Hjartardóttir,
Kristfn Hjartardóttir,
og aðrið aðstandendur.
Hrafnhildur Hilmarsdóttir,
Þórarinn Hannesson,
Jóhanna Arnórsdóttir,
Jón Marteinsson,
Francisco Fernander Bravo,
Viggó Jóhannsson,
Ingvar Ásgeirsson