Morgunblaðið - 17.09.1989, Page 27

Morgunblaðið - 17.09.1989, Page 27
MORGru^Bi^ÐiÐ MIN NI NCiAR^ifsWJipwsvff ^sesptemp^r 1^9 mikinn metnað í að gera sem snyrti- legast. Þar eignaðist hún marga góða vinnufélaga sem ég veit að sakna hennar mikið. Eftir að afi Guðmundur dó árið 1975 og amma varð ein sýndi mamma henni mikla umhyggju. Alltaf var mikill gestagangur hjá mömmu og hún höfðingi heim að sækja. Fyrr en varði hafði henni tekist að töfra fram veisluborð, jafnvel úr því sem hversdagslegt þykir. Þrátt fyrir mikla vinnu utan heimilis var heimilið ávallt fínt og fágað. Voru mamma og pabbi mjög samhent í þeim efnum. Við erum 5 systkini sem áttum því láni að fagna að eiga svo góða móður. Lengi vel var barnahópurinn lítill, reyndar bara einn strákur sem fékk óskipta athygli í 12 ár. Þegar mamma er 36 ára koma þijár stúlk- ur hver á sínu árinu og 1973 fæð- ist síðan yngsta dóttirin. Það var því líf og fjör á heimilinu eins og nærri má geta. Ömmubörnin eru nú orðin þijú og von er á því fjórða. Það verður því sárt fyrir þau að geta ekki lengur komið til ömmu Gunnu í heimsókn. Hennar sem allt- af var til í að koma í laugina og alltaf gaf leyfi til að fá svolítið nammi í poka þrátt fyrir mótmæli pabba og mömmu. Það er komið haust. Mamma fór í sína hinstu för án ákveðins áfangastaðar. Við sem trúum því að líf okkar sé ekki án tilgangs, án markmiðs, vitum að áfangastað- urinn er ákveðinn þegar í upphafi. Við vitum einnig að vel er tekið á móti mömmu þar sem hún dvelur eftirleiðis. Við sem eftir sitjum með sorg í hjarta verðum að beygja okkur undir vilja þess sem öllu ræður og trúa því að ákveðinn tilgangur sé með því sem gerst hefur. Eg bið Guð að blessa minningu ástkærrar móður minnar og þakka henni fyrir allt sem hún var mér. Einnig bið ég Guð að gefa föður mínum og systrum styrk til að líta fram á veginn. Þrátt fyrir að skammdegið sé í nánd rís sól að nýju og fyrr en varir er aftur komið vor. Sonur Fyrir rúmri viku lést í Kaup- mannahöfn mágkona mín, Guðrún Jónína Guðmundsdóttir. Gunna var ásamt eiginmanni sínum, Olgeiri Jóhannssyni, á leið í sumarfrí, ferð sem tók óvænta stefnu. Það er oft ótrúlega stutt á milli gleði og sorgarstundanna í lífi okkar. Ég kynntist Gunnu fyrst í Vest- mannaeyjum, þegar ég flutti þang- að 1969, en þar byrjuðu þau Olli sinn búskap, á Heiðavegi 60. Þá og alla tíð síðan, eftir að við fluttum öll til Reykjavíkur, var hún mér alltaf traustur og góður vinur, sem hægt var að leita til í blíðu og stríðu. Heimilið á Háaleitisbrautinni bar vott um smekkvísi hennar og þann hlýleika sem henni fylgdi. Alltaf þegar okkur datt í hug að líta inn, var heitt á könnunni og margt skrafað og skeggrætt. Það eru svo ótal margar góðar minningar, sem leita á hugann. Ég man alltaf þeg- ar við Gunna fórum út í Klauf að tína söl með krakkana og hvað mér fannst þetta vont. Ég skyldi nú samt læra að meta þetta hollmeti hvað sem tautaði! En nú eiga margir um sárt að binda, Olli, börnin þeirra fimm, tengdadóttir og barnabörn, Þór- hildur tengdamamma mín, og systkinin, sem sjá nú að baki ann- arri systur sinni, með fárra ára millibili. Ég bið góðan guð að styrkja ykkur öll í ykkar miklu sorg. Eg kveð Gunnu mína með mínum fá- tæklegu orðum, en um leið með þessum fallega sálmi eftir afa minn, Valdimar V. Snævarr. Hinsti bjarmi dagsins dvín, dimman foldu vefur. Astarfaðir upp til þín önd vor glöð sig hefur. Send oss vernd, af himni hljótt helgra máttarvalda. Láttu engla nú í nótt náttvörð um oss halda. Stella mágkona Q 2,1 * Ragnar Ag. Sigurðs- son - Kveðjuorð Fæddur 26. ágúst 1966 Dáinn 30. júlí 1989 Það var á Þjóðhátíð í Eyjum 1986 að kynni okkar við Ragga hófust. Þá lék allt í lyndi og skemmtum við okkur konunglega í góðra vina hópi. Einnig stunduðum við saman nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Það var ávallt gott að sjá og tala við þennan góða vin okkar, ætíð með bros á vör og létt- ur í lund. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar og ávallt var slegið á létta strengi. Engin orð fá því lýst hversu vænt okkur þótti um Ragga. Það ríkir mikil sorg í hjörtum okkar að hafa misst svo yndislegan vin sem Raggi var. Fréttin um hið hörmulega flugslys kom sem reiðar- slag yfir okkur. Það er erfitt að sætta sig við að vinur manns sé hrifinri á braut svo úngur að árum og með framtíðina fyrir sér. Hann var vinur í raun, traustur og vina- margur. Það var ósjaldan að við stöllurnar rákumst á Ragga í brekkunum í Skálafelli þar sem að hann aðstoð- aði unga, efnilega skíðakappa. Sjálfur var Raggi mjög góður á skíðum og mikill íþróttamaður. Allt sem að hann tók sér fyrir hendur leysti hann með festu og þraut- seigju. Það er erfitt að finna hans líka, svo innilegan og góðan strák sem Raggi var. Það eru svo sannarlega orð að sönnu að vegir guðs eru órannsak- anlegir. Missirinn er mikill og ristir djúp sár í hjörtu okkar, en minning- in um góðan dreng mun ætíð lifa. Við vottum foreldrum Ragnars, ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Hildur Björk og Halla Karen Birting a fmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafii- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. . LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmom/Granít Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjöröur Blómastofa Fnðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Legstelnar Framleiðum ailar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _______um gerð og val legsteina._ Ifi S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ■ r J' I SKEMMUVEGI 48-SÍMI 76677 + Útför HARALDAR STEINGRÍMSSONAR rafvirkja, Hvassaleiti 127, fe: fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. september kl. 13.30. Þyrí Gisladóttir, Steingrímur V. Haraldsson, Alma Birgisdóttir, Guðni Á. Haraldsson, Stefania Jónsdóttir, Fríða Sigrún Haraldsdóttir, Sigurbjörn Helgason, Guðrún Steingrímsdóttir, Már Egilsson, Margrét Steingrímsdóttir, Gunnar Árnason, Rannveig Steingrímsdóttir, Ásta Steingrímsdóttir, Þór Steingrímsson, Magnea Þorsteinsdóttir, Tryggvi Steingrímsson, Ása Karlsdóttir og barnabörn. Ástkær sonur okkar, faðir, tengdafað- ir og afi, KARL STEINAR KARLSSON bifreiðastjóri, Asparfelii 6, Reykjavík, verður jarðsunginn í Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. september kl. 13.30. Svanfríður Guðjónsdóttir, Karl Finnbogason, Hrafnhildur Steinarsdóttir, Eyþór Steinarsson, Þorbjörg Steinarsdóttir, Birgir Hafliði Steinarsson, Ingibjörg Steinarsdóttir og barnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, afa og langafa, PÁLS KRISTÍNS MARÍUSSONAR, Skipholti 28, Reykjavík. Kristjón Sævar Pálsson, Pálín Ármannsdóttir, Svala Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför sonar míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁGÚSTAR VALS EINARSSONAR, Álfhóisveg 26, Kópavogi, Rögnvaldína Ágústsdóttir, Emil Ágústsson, Erla Ragna Ágústsdóttir, Helga Ingunn Ágústsdóttir, Einar Ágústsson, Anna María Ágústsdóttir, tengdabörn og barnabörn. + Hjartans þakkir til allra sem sýndu okk- ur samúð og heiðruðu minningu sonar okkar, vinar, bróður og mágs, ÞÓRÐAR JÓHANNS GUNNARSSONAR íþróttakennara. Sérstakar þakkir til félaga úr sunddeild Selfoss. Helga Þorðardóttir, Gunnar Jónsson, Arne Daugbjerg, Eygló Gunnarsdóttir, Ásta Gunnarsdóttir, Oddrún Gunnarsdóttir, Erla Bára Gunnarsdóttir, Símon Ingi Gunnarsson, Gunnar Gunnarssson, Trausti Gunnarsson, Ingvar Eiríksson, Sveinn Aðalbergsson, Stefán Jónsson, Magnús Þorsteinsson, Kolfinna Sigtryggsdóttir, Gyða Steindórsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir. Lokað Skrifstofa vor verður lokuð eftir hádegi mánudag- inn 18. september vegna jarðarfarar HARALDAR STEINGRÍMSSONAR. Lögmenn, Lækjargötu 2, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.