Morgunblaðið - 17.09.1989, Page 36

Morgunblaðið - 17.09.1989, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989 tt£i Áttu viku eftir af sumarfríinu? Finnst þér nóg komið afíslensku sumri? Gœtirðu þegið örlítinn en ótrúlega notalegan sumarauka í góðu veðri, við bestu aðstœður - og það sem meira er, á góðu verði? Golf, innkaup, sólskin og skemmtun: Vikuferðir frá 30. september. Frábœr 9 holu golfvöllur, 10 mín. akstur frá Sa Coma. Veður á Sa Coma fimmtud. 14. og föstud. 15. sept.: heiðskírt, 33°C. Þú getur valið um 4 brottfarir í beinu leiguflugi. Verð Kr. 28.300,- Verð Kr. 31.800,- Miðað er við 4 í íbúð. Miðað er við 2 í íbúð. ferð eldri borgara til Majorku 30/9-28/10 Rebekka Kristjánsdóttir fararstjóri sér um að eldri borgurum líði vel á Úrvalsstaðnum Sa Coma þar sem allar aðstœður eru eins og best verður á kosið. Nokkur sœti laus. Verð frá Kr. 56.800,- Miðað er við 2 í stúdíóíbúð. FERDASKRIFSTOFAN URV - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtræti 13 - Sími 26900. yffmr Jfy 3> ■ .. SA COMA * MAJORKA * SA COMA HHBHuBfflSHSS 'f A * C A f* i \ v rt&k t I I IVft & tx O VIKUFEBDIR ÍOKTÓBíR m BAKÞANKAR Bragö er að þá ... Salvador Dali sagði að eftir- minnilegasta tímabil ævi sinnar hafi verið í móðurkviði. Ekki var ég alveg jafn bráðger. Ég á samt sæg af minningum frá ^— þeim tima er ég var i vagni og ég man að það sem ergði mig einna mest var hvað málið hamlaði mér. Mig dauð- langaði oft að ræða við fólk um fagrar listir, en eina svarið sem ég fékk var: kúdsí, kúdsí, kú. Á þessu skeiði hafði ég einn grófan löst, mér fannst önnur smábörn svo andsk . . . vitlaus. Ég man sérstaklega einn fagran vordag er systir mín trillaði mér i vagni niður Laugaveginn. Þar hittir hún stöllu sína og þær ákveða að bregða sér saman inn í búð að skoða eitthvert tjull og dudd. Þær finna upp á því bráð- snjalla bragði að láta barnavagn- ana vita hvorn á móti öðrum svo við gotungarnir höfum eitthvað okkur til dægrastyttingar á með- an þær eru inni í búðinni. Smá- barnið á móti mér var algjör auli, það hélt varla snuði svo ekki tjáði að vera með neitt kóketteri fram- an í það. Þetta barn gerði lítið annað en slefa og flengja i ákafa yfirdekkið á vagninum sínum. Ég hafði harðneitað að brúka snuð eins og múgurinn, hafði fundið upp hentuga aðferð til að sjúga putta og beitti henni þarna, yfir mig féll notaleg værð, ég hrökk upp við það að yfirdekks- flengjarinn var byrjaður að grenja, stúlkurnar komu út með böggla, sennilega hafa þær verið að kaupa á sig nælonsokka til að taka sig út á balli í Silfurtún- inu eða Vetrargarðinum. Áfram trilluðum við niður Laugaveginn. Þá mætir systir mín annarri ungri konu. Sú var með bróður sinn meðferðis í vagni. Ógnar bolta. Þær mösuðu og ákváðu síðan að bregða sér inn í aðra búð til að versla með eitthvað spennandi. Vögnunum var stillt upp á sama máta. Ég reyndi að vingast við þann hnöt- tótta á móti en hann virti mig ekki viðlits. Ég reyndi að kenna honum að sjúga putta með minni aðferð en hann gaf ekki fimmaur fyrir það. Hann leit með myrkum augum undan ullarhúfunni á fólkið á gangstéttinni, áþekkur rússneskum hershöfðingja á leiðinni á samningafund. Stúlk- urnar koma úr búðinni með sitt ylhýra mas, þær ákveða að verða samferða, allt í einu er stoppað við nammibúð, þar sem önnur þarf að kaupa sér pakka af Chesterfield. Ég ærist þegar ég sé nammi- hraukana í glugganum. Ég reyni að tala en aðeins kokhljóð og rýtur komast út yfir varirnar. Ég finn að málið leikur undir tung- unni sem fljót, ég þrái að bresti á jökulhlaup en ekkert bofs heyr- ist, þær gera sig reiðubúnar að halda af stað með vagnana. Þá segir félagi minn fasmikill við systur sína: Keyptu handa mér brjósik, eða ég segi um þig og kærastann. Eitthvað hlýtur blessuð stúlk- an að hafa haft á samviskunni, hún stokkroðnaði, dró budduna sína upp úr hliðartöskunni, skaust í sjoppuna og eftir augna- blik höfðum við félagarnir úr töluverðu að moða. Þær kveðjast á mótum Banka- og Þingholtsstrætis. Vinur minn hverfur mér skælbrosanai í vagninum, þykkur súkkulaðilög- urinn flýtur upp í honum. Eg sporðrenni síðasta lakkrísbútn- um. Við Gamla Bió varð mér loks málið laust. Ég leit í reiði upp á systur mína og saggði: Ég segja um þig. En sú hlýtur heldur betur að hafa haft snjóhvíta samvisku. Það eina sem hún aðhafðist var að setja nögl undir hökuna á mér og segja: Kúdsí litli minn. Kúdsí kú. eftir Ólof Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.