Morgunblaðið - 01.10.1989, Side 1
96 SÍÐUR B/C
223. tbl. 77. áirg.
SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Boga beitt á
hreindýrin
NORSKUR bogveiðimað-
ur hefur að undanföruu
dvalist við veiðar í
grennd við Syðri-
StraumQörð á Græn- Lmmbwm
landi og hefur hann fellt eitt hreindýr.
Hefur þessi veiðiskapur mælst illa fyrir
á grænlenska landsþinginu. Frá þessu
er greint í norska vikublaðinu Fiskur-
en. Bogmaðurinn á hins _ vegar sína
fylgjendur á Grænlandi. „Ég hreifst af
skotfimi Norðmannsins,“ sagði Jan
Thrysoi, lögreglumaður staðarins.
„Það var mikill áhugi á meðal bæj-
arbúa á þessum veiðiskap."
Dönsk dagblöð
í erfiðleikum
Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun, fréttaritara
Morgunblaðsins.
DÖNSKU dagblöðin eiga mörg hver á
brattan að sækja um þessar mundir en
verst er komið fyrir Det Fri Aktuelt
og Kristeligt Dagblad. Hefur það fyrr-
nefnda brugðist við vandanum með
uppsögnum en það síðarnefhda er að
hleypa af stokkunum landssöfhun sér
til styrktar. Fyrir aðeins tveimur árum
samþykkti danska alþýðusambandið að
leggja Aktuelt til rúma þrjá miiljarða
ísl. kr. en nú er svo komið, að sunnu-
dagsblaðið er hætt að koma út og upp-
lagið virka daga er minna en áður.
„Lifi Kristeligt Dagblad“ er herópið í
landssöfnun, sem blaðið gengst nú fyrir
og er það ekki í fyrsta sinn, sem á það
ráð er brugöið.
Dýrt gaman
New York. The Daily Telegraph.
Aukin harka hefúr færst
í baráttuna fyrir borgar-
stjórakosningarnar í New
York í nóvembermánuði.
Annar firambjóðandinn,
Rudolph Giuliani, þóttist
hafa himin höndum tekið
er þekktur grínisti og
ákafur stuðningsmaður hans, James
Mason að nafni, féttst á að gerast
„hirðfífl" hans í kosningabaráttunni.
Mason hefur nú verið gert að taka pok-
ann sinn vegna ummæla sem hann lét
falla um blökkumenn og gyðinga en
David Dinkins, andstæðingur Giuliani,
er blökkumaður. Mason sagði í blaðavið-
tali að gyðingar væru fullir sektar-
kenndar gagnvart blökkumönnum.
„Gyðingar eiga við sjúklegt vandamál
að stríða; ævinlega skulu þeir kjósa
blökkumanninn þótt viðkomandi sé öld-
ungis óhæfur,“ sagði grínistinn og bætti
við að Dinkins væri „eins og svört fyrir-
sæta í atvinnuleit". Telja margir, að
Giuliani eigi nú titla möguleika á að
sigra David Dinkins
* __ __ Morffunblaðið/RAX
FEAFFJALLI
Fé rekið í sandstormi yfir úfið hraun norðan Heklu. Myndin var tekin er smalað var í fjállferð á Landmannaafrétti.
Sjá grein um leitina „Hundrað Qalla smalar" á forsíðu C-blaðs.
Ræða Virgilios Barcos, forseta Kólombíu, á allsherjarþingiriu:
Þjóðir heims skipi sér í
flokk í eiturlyfjastríðmu
Sameinuðii þjóðunum. Reuter.
„Eiturlyfjaskelfingin virðir engin landamæri, í þessu stríði finnst enginn griðastað-
ur,“ sagði Virgilio Barco, forseti Kólombíu, í ræðu, sem hann flutti í fyrrakvötd á
allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Skoraði hann á allar þjóðir tieims að taka
höndum sanian undir einum gunnfána í baráttunni við glæpalýðinn og risu fundar-
menn þá úr sætum og fögnuðu lengi og innilega. Ber öllum saman um, að langt
sé síðan jafn áhrifamikil ræða hafi verið flutt á þinginu.
Stundin er upp runnin, þjóðir heims verða
nú að ákveða hvar þær vilja skipa sér
í flokk í þessu stríði. Við Kólombíumenn
erum í fremstu víglínu, við getum ekki bar-
ist með orðunum einum. Kólombískir þing-
menn og borgarstjórar, tugir blaðamanna,
þúsundir her- og lögreglumanna og tug-
þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið í
valinn. Þetta hugrakka fólk má ekki hafa
dáið til einskis. Réttlætum þessar fórnir
með því að sigrast á bölvaldinum, eiturlyfj-
unum og glæpalýðnum," sagði Barco og
komst augljóslega við þegar hann fann fyr-
ir samúð og hluttekningu fundarmanna.
Barco lagði til, að allsheijarþingið boðaði
til sérstaks fundar um eiturlyfjavandann og
sagði, að fela ætti alþjóðlegri ráðherranefnd
að skipuleggja samræmdar aðgerðir. Hann
nefndi líka oft, að eiturlyfjasalarnir í
Kólombíu nytu stuðnings ýmissa manna í
Norður-Ameríku og Evrópu, fengju frá þeim
vopn og efni til að vinna kókaín og aðstoð
við að fela eiturgróðann. Sagði hann, að
ganga yrði jafn hart að þessum mönnum
og gengið væri að örsnauðum, kólombískum
bændum, sem frarhfleyttu sér með kóka-
rækt.
Barco minnti'ejnnig á, að eiturbyrlararn-
ir væru víðar en í Kólombíu. „Sumir þess-
ara manna eru vissulega fæddir í landi mínu
en þeir eru ekki Kólombíumenn nema að
nafninu til. Þeir eru alþjóðlegir glæpamenn
á flótta undan lögum og rétti. Þeir eiga
hvergi heima.“
Mikil öryggisgæsla var viðhöfð þegar
Barco flutti ræðuna. Sérþjálfaðar skyttur
voru uppi á nálægum húsum og fjölmennur
vörður fylgdi honum hvert fótmál.
KG
í andlitslyftmgu
10/11
LOTHAMS-
mnm
12/13
UMÖNNUN GEGN
ALNÆMl
GÖNGUDEILD FYRIR
ALNÆMISSJÚKLINGA
SETT Á LAGGIRNAR
16