Morgunblaðið - 01.10.1989, Síða 11
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989
eftir Ásgeir Sverrisson
Nafnið og þó einkum skammstöflin þess hefur hingað til nægt til að
hræða líftóruna úr sovéskum ríkisborgurum og það ekki að ástæðulausu.
Sagt er að starfsmönnum stofhunarinnar sé ekkerf. heilagt enda gilda
hefðbundin viðmið ekki í þeirri atvinnugrein sem þeir stunda. Á
Vesturlöndum er stofnun þessi alræmd enda er starfsemi hennar talin
ógnun við lýðræðið og öryggi þeirra þjóða sem valið hafa sér annað
stjórnkerfí en það sem kommúnistar innleiddu í Sovétríkjunum. Þar í
landi er stofiiun þessi ríki í ríkinu og ræður yfir her sem að líkindum
telur eina og hálfa milljón manna. Starfsmennirnir eru sagðir vera um
500.000 og fullvíst má telja að einhveijir þeirra þiggja laun fyrir að
dvelja hér á landi. „Öryggismálanefhd ríkisins" er að sönnu ekki sérlega
ógnvekjandi nafn og nefhdin sú á ekkert sameiginlegt með þeirri sem
íslenska ríkið starfrækir að Laugavegi 26. Höfuðstöðvar sovésku
öryggismálanefhdarinnar eru í risastórri byggingu við
Dzerzhinskíj-torg í miðborg Moskvu. Á rússnesku nefnist
öryggismálanefnd ríkisins Komítet Gosudarstvennoj Bezopasností, sem
segir mönnum vafalaust heldur lítið en skammstöfunin KGB ætti að
hljóma kunnuglega.
myndir um friðhelgi einkalífsins.
Starfsemi KGB hefur á hinn bóginn
aldrei talist til gamanmála í Sov-
étríkjunum. Völd mannannna við
Dzerzhinskíj-torg hafa frá upphafi
verið óskoruð. Reynt hefur verið að
dylja þessi völd eins og glögglega
kemur fram í nafninu „öryggismála-
nefnd“ sem gefur til kynna að stofn-
unin heyri undir eitthvert ráðuneytið.
Svo er ekki, stofnunin er öldungis
sjálfstæð. Undir KGB heyrir sjálf-
stæður her, innanríkisherinn, en til
hans teljast sveitir óeirðalögreglu og
landamærasveitir. Þessum herafla
hefur m.a. verið beitt til að brjóta á
bak aftur mótmælaaðgerðir þjóðern-
issinna. Því hefur verið haldið fram
að allt að ein og hálf milljón manna
heyri undir þennan sérstaka her sem
ætlað er að tryggja innra öryggi
ríkisins.
KGB fylgist grannt með ferðum
og gerðum sovéskra andófsmanna
en hermt er að sérstök deild innan
öryggismálanefndarinnar hafi haft
hugmyndafræðileg málefni og þar
með andóf á sinni könnu. Mönnum
ber saman um að miklar breytingar
hafi átt sér stað á þessu sviði frá
því Míkhaíl Sergejevítsj Gorbatsjov
hófst til valda í Sovétríkjunum. Þann-
ig var þremur mjög þekktum andófs-
mönnum sleppt úr haldi árið 1986.
Andrei Sakharov fékk að flytjast
aftur til Moskvu eftir að hafa dvalið
í útlegð undir eftirliti KGB í borginni
Gorkíj. Júrí Orlov var sleppt úr haldi
en hann hafði m.a. unnið sér það til
óhelgi að stofna samtök sem ætlað
var að fylgjast með því að Sovét-
stjómin virti mannréttindaákvæði
Helsinki-sáttmálans og Anatolíj Sjar-
anskíj, sem KGB hafði haft í haldi
í 12 ár var sleppt og fékk leyfi til
að flytjast frá Sovétríkjunum.
Að auki er það verkefni liðsmanna
KGB að halda uppi eftirliti með öllum
þeim og öllu því sem talið er hugsan-
leg ógnun við öryggi Sovétríkjanna.
Mun sérstök stjómardeiid, deild
númer tvö, hafa þetta verkefni með
höndum. Fram til þessa hafa útlend-
ingar, ekki síst fréttamenn, verið
taldir til þessa hóps.
lessaður vertu, þeir
eru alls staðar,“
sagði ungur en að
sönnu lífsreyndur
erlendur fararstjóri
| við þann er þetta
ritar er við tókum
tal saman á hóteli
einu í Moskvu-borg á síðasta ári.
Nokkrum dögum áður hafði greinar-
höfundur fengið að kynnast starfsaö-
ferðum KGB lítillega þegar öryggis-
verðir á Sjermetjevo-flugvelli stálu
segulbandsspólum, brutu forláta hár-
greiðu hans í tvennt og muldu verkja-
töflumar dýrmætu yfir svörtu jakka-
fötin áður en taskan var flutt inn í
flugstöðvarbygginguna. Kunnáttu-
menn segja að KGB skiiji oft eftir
sig þess háttar „nafnspjöld".
Fararstjórinn hló lengi og innilega
er minnst var á skruðninga og truf-
lanir í símtækinu á hótelherberginu
þegar hugmyndin var sú að koma
fréttum til íslands og kannaðist vel
við útvarpstæki, sem skyndilega fóru
í gang án þess að á þeim hefði verið
kveikt. „í hvert skipti sem ég kem
hingað fæ ég yfirleitt sama herberg-
ið og síðast eða a.m.k. herbergi á
sömu hæð. Þannig getur KGB auð-
veldlega fylgst með þeim sem þeir
hafa sérstakan áhuga á, hlerað bæði
herbergið og símann. Maður venst
þessu,“ bætti hann við.
Haft hefur verið á orði að einung-
is lyftumar virki á sovéskum hótelum
en menn gleyma þá gjaman að nefna
öryggisgæsluna sem er í öldungis
bráðfínu lagi. Fylgst er vandlega
með öllum þeim sem inn koma og
hafi menn ekki tilskilin skilríki er
þeim vísað á dyr. Sömu skilríki eru
síðan afhent desjúrnajunni, stúlku
sem vaktar hveija hæð. Hún skráir
komu- og brottfarartíma og afhendir
herbergislykla. Desjúmajumar era
misjafnlega liðlegar en allar neita
þær því að vera félagar í Kommúni-
staflokki Sovétríkjanna.
Sjálfstæð stofiiun
Þetta er sú hlið öryggiseftirlitsins
sem blasir við ferðamanninum í
Moskvu-borg og verður í endurminn-
ingunni fyrst og fremst spaugileg
hafí menn ekki full háleitar hug-
Umsvif erlendis
Njósnir í víðtækasta skilningi þess
orðs, öryggisgæsla og eftirlit með
sendiráðsmönnum eru helstu verk-
efní KGB erlendis. Hlutur iðnaðar-
og ábatanjósna mun í seinni tíð hafa
vaxið í samræmi við umbótaáform
valdhafa í Sovétríkjunum en hemað-
amjósnir eru sagðar hafa minnkað
að sama skapi. Umsvif sovéskra
sendiráðsmanna eru mjög mismikil í
hinum ýmsu löndum og raunar getur
verið fróðlegt að bera þau saman.
Þannig segja heimildarmenn á
Filippseyjum að sovéskir stjórnarer-
indrekar þar láti eins lítið á sér bera
og nokkur kostur er. Þetta kemur á
óvart þar sem á Filippseyjum er að
finna mikilvægustu herstöðvar
Bandaríkjamanna í þessum heims-
hluta.
Umsvif sovéska sendiráðsins hér
á landi eru umtalsverð svo sem al-
kunna er og tæpast þarf að íjölyrða
um hernaðarlegt mikilvægi landsins.
Hér á landi búa að jafnaði rúmlega
80 sovéskir ríkisborgarar en 17
þeirra rnunu_ skráðir sem erlendir
sendimenn. Átta bandarískir sendi-
menn era hér á landi en tæplega 40
bandarískir ríkisborgarar munu búa
hér og era þá makar og börn starfs-
manna sendiráðsins með talin.
Hinn mikli fjöldi sovéskra ríkis-
borgara hér á landi hefur vakið furðu
margra erlendra gesta sem til ís-
lands koma. Miklar breytingar hafa
átt sér stað á sviði utanríkisviðskipta
í Sovétríkjunum frá því Gorbatsjov
var kjörinn aðalritari kommúnista-
flokksins árið 1985. Stofnun sú sem
fór með viðskipti við útlönd hefur
verið lögð niður en völdin hafa verið
færð I hendur stjómvalda og fyrir-
tækja í lýðveldunum 15. Hugmyndin
er augljóslega sú að draga úr mið-
stýringu og afskiptum embættis-
manna. Áhrif þessara breytinga
munu raunar enn ekki hafa komið
fyllilega fram í viðskiptum íslendinga
og Sovétmanna, alltjent hafa stjóm-
völd í Moskvu enn ekki séð ástæðu
til að fækka sendimönnum hér á
landi eftir því sem næst verður kom-
ist.
Dæmalaus blaða-
mannafundur
En nú herma fréttir að umbóta-
andvarinn sem leikið hefur um Sov-
étríkin frá því Míkhaíl S. Gorbatsjov
komst til valda hafi náð að smeygja
sér inn um dymar við Dzerzhinskíj-
torg. Raunar segja erlendir fréttarit-
arar í Moskvu að hafin sé herferð
til að bæta ímynd leyniþjónustunnar
illræmdu. Þánnig voru fréttamenn á
dögunum kvaddir á blaðamannafund
í alþjóðlegu blaðamannamiðstöðinni
við bakka Moskvu-fljóts þar sem
helstu ráðamenn KGB boðuðu breyt-
ingar á starfsháttum stofnunarinnar.
Fundur þessi þótti dæmalaus en
merkilegust þótti tæplega klukku-
stundar löng mynd sem gerð hefur
verið um stofnunina og nefnist „KGB
á voram dögum“. Þess má geta í
framhjáhlaupi að erlendar sjónvarps-
stöðvar geta tryggt sér sýningarrétt-
inn fyrir rúmar sex milljónir íslenskra
króna.
í myndinni era áhorfendur leiddir
um höfuðstöðvamar við Dzerz-
hinskíj-torg og sýndar eru æfingar
liðsmanna KGB. Þá munu vera
óborganleg atriði sem tekin era upp
í eldhúsi Lefortovo-fangelsis þar sem
kokkurinn á staðnum upplýsir að
fangarnir geti valið um grænmetis-
rétt eða kjötrétt á degi hveijum.
Leiðsögumaðurinn bragðar á einum
réttinum, snýr sér að myndavélinni
og lýsir yfir því að svona góðan mat
Hermenn úr innanríkishernum,
sem heyrir undir KGB, handtaka
Jyóðernissinna í sovétlýðveldinu
Uzbekístan.
búi eiginkona hans ekki til. Kim
Philby, frægasti njósnari KGB og að
líkindum einn sá mikilvægasti, sést
í íbúð sinni í Moskvu en í öðru atriði
ræðir ekkja hans, Rufa, við Júrí
Modín sem var tengiliður KGB við
Philby. Loks eru sýndar myndir frá
jarðarför Philbys í Moskvu á síðasta
ári.
Á fundinum með erlendu blaða-
mönnunum í Moskvu minntist Júrí
Modín Philbys með eftirfarandi orð-
um: „Philby var alúðlegt glæsi-
menni, heiðarlegur og vanrækti aldr-
ei skyldu sína. í upphafi var hann
ekki neitt, hann var blaðamað-
ur. . .“
Raunverulegar breytingar?
„Myndin „KGB á vorum dögum“
vakti fyrst og fremst kátínu meðal
viðstaddra,“ sagði Wolfgang Koydl,
Útifundur í Gorkíj-garði í Moskvu. Á spjaldinu lengst til vinstri segir: „Engar pólitískar handtökur11. Á
spjaldinu sem stúlkan hægra megin á myndinni heldur á er þess krafíst að Ljúbíjanka-fangelsinu, sem er
í höfúðstöðvunum við Dzerzhinskíj-torg verði breytt í safii til minningar um fórnarlömb ógnarsljórna
fyrri tíma í Sovétríkjunum. Maðurinn fyrir miðju krefst þess hins vegar að tékkneska andófsmanninum
Vaclav Havel verði sleppt úr haldi í Prag en stjórnvöld þar hafa hundsað umbótastefhu Míkhaíls S.
Gorbatsjovs.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989
Vladímír Kijútsjkov, yfirmaður
KGB, hefur verið mjög áberandi í
herferð þessari. Kijútsjkov var á
dögunum gerður að fullgildum félaga
í stjórnmálaráði kommúnistaflokks-
ins og sögðu viðmælendur Morgun-
blaðsins í Moskvu að svo snöggur
frami heyrði til undantekninga í Sov-
étríkjunum. Kijútsjkov hefði átt sæti
í miðstjórn flokksins og því hefði
verið eðlilegt að hann yrði gerður
að félaga í stjórnmálaráðinu án at-
kvæðisréttar. Kijútsjkov hefur komið
fram í sjónvarpi og ritað fjölda
greina. í mynd Novostí-fréttastof-
unnar kemur hann fram og ræðir
um áhrif perestrojku og glasnost á
starfsemi KGB. Haft hefur verið eft-
ir Kijútsjkov að fimmta stjórnardeild
KGB hafi verið lögð niður en deild
sú hefur m.a. farið með málefni and-
ófsmanna og njósnað um þá. Þessa
illræmdu deild stofnaði Júrí An-
dropov, fyrrum Sovétleiðtogi og vel-
gjörðarmaður Gorbatsjovs á sínum
tíma en áður en Andropov var kjör-
inn aðalritari Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna stjórnaði hann KGB.
Erlendum blaðamönnum í Moskvu
' hefur ekki tekist að sannreyna hvort
deildin hafi í raun og veru verið lögð
af.
Á hinu nýja fulltrúaþingi Sov-
étríkjanna hafa verið uppi kröfur um
að höfuðstöðvar KGB verði fluttar
úr miðborginni í eitthvert úthverfið
þar sem minna beri á þeim. Tals-
menn KGB, þ.á m. ígor Prelín, taka
þunglega í það. „Siíkt myndi hafa í
för með sér of mikla röskun á starf-
semi hinna ýmsu deilda auk þess sem
færa þyrfti allan fjarskiptabúnaðinn
úr stað. Það er einfaldlega óger-
iegt,“ sagði hann á blaðamannafund-
inum dæmalausa. Ummæli þessi
þykja gefa til kynna að þrátt fyrir
allt tal um breytingar standi ekki til
að raska hefðbundinni starfsemi sov-
ésku öryggismálanefndarinnar. Fjöl-
margir vestrænir embættismenn og
sérfræðingar hafa látið svipaðar efa-
semdir í ijós. Þekktur sovéskur
mannréttindafrömuður sem býr í
Moskvu vildi segja þetta eitt er Morg-
unblaðið leitaði eftir skoðun hans:
„Hér hefur ekkert breyst."
Hluti höfuðstöðva KGB við
Dzerzhinskíj-torg. Innfellda
myndin er af núverandi yfirmanni
sovésku leyniþjónustunnar,
Vladimír Krjútsjkov, sem nýverið
var gerður að fullgildum félaga
í stjórnmálaráði sovéska
kommúnistaflokksins.
Sovétríkjanna og verkefni fréttastof-
unnar hefur ávallt og ævinlega verið
það að koma áróðri á framfæri og
að fegra ímynd Sovétríkjanna á er-
lendum vettvangi. Þeir vilja selja
erlendum sjónvarpsstöðvum myndina
og fá greitt í gjaldeyri.“
Nýtt hlutverk
Wolfgang Koydl sagðT og greini-
legt að KGB vildi einnig bæta ímynd
sína í Sovétríkjunum. Birtar hefðu
verið greinar um starfsemi KGB jafnt
nú á tímum sem áður. í sumum
þeirra væri stofnunin að leita eftir
samstarfi við óbreytta borgara.
„KGB hefur í vaxandi mæli tekið að
sér að beijast gegn glæpastarfsemi
og dreifingu eiturlyfja og lögð hefur
verið áhersla á þetta nýja hlutverk
stofnunarinnar í fjölmiðlum."
Peter Conradi, fréttaritari Reut-
ers-fréttastofunnar í Moskvu tók í
sama streng. „Menn telja sig sjá
ákveðnar breytingar en jafnframt
þykir sýnt að hér sé á ferðinni skipu-
lögð áróðursherferð til að bæta
ímynd KGB. Látið er að því liggja
að liðsmenn KGB sinni nú öðrum
verkefnum og að stofnunin vilji eiga
samstarf við erlendar stofnanir til
að hefta starfsemi alþjóðlegra eitur-
lyfjasala o.s.frv. Ég held að mat
manna á því hvort hér er um raun-
verulegar breytingar að ræða eða
ekki hljóti að ráðast af því hvort
menn trúa því að umbótastefnan
hafi getið af sér raunverulegar breyt-
ingar í Sovétríkjunum."
yfirmaður Moskvu-skrifstofu vest-
ur-þýsku fréttastofunnar Deutsche-
-Presse Agentur (dpa), í símaviðtali
við Morgunblaðið. „Ég efast um að
breytingar þær sem talsmenn KGB
hafa verið að boða séu raunveraleg-
ar. Að mínu mati vilja yfirmenn KGB
láta líta svo út að gerðar hafi verið
umbætur á allri starfsemi stofnunar-
innar. Þeir hafa lagt ríka áherslu á
að bæta ímynd sína. Þannig halda
þeir því statt og stöðugt fram að
enginn þeirra sem starfar á vegum
KGB um þessar mundir hafi tekið
þátt í ofsóknunum á flórða og fimmta
áratugnum. Vitaskuld er ekki hægt
að sannreyna þessa fullyrðingu. Þeg-
ar þeir voru spurðir um kúgun þá
sem andófsmenn sættu á sjöunda og
áttunda áratugnum og állt þar til á
síðustu árum var svarið það að KGB
hefði ekki brotið nein lög sem þá
voru í gildi í Sovétríkjunum. Raunar
sagði einn þeirra sem kom fram á
fundinum, Igor Prelín, yfirforingi í
KGB, að lög þessi væru enn í gildi.
Prelín var mjög áberandi á blaða-
mannafundinum. Hann kvaðst hafa
tekið við stöðu blaðafulitrúa KGB
en sú staða er vitaskuld nýjung hér
í Sovétríkjunum" (sjá rammagrein á
opnunni).
Wolfgáng Koydl kvaðst telja að
KGB vildi bæði bæta ímynd sína
erlendis og innan Sovétríkjanna.
„Novostí-fréttastofan framleiddi
myndina „KGB á vorum dögum“ en
fréttastofan er sögð vera nátengd
KGB. Novostí starfar einungis utan
U
SAMTAL VIÐ BLAÐAFULL TRÚA
KGB í MOSKVU UHHI
Viljum ræda
einslega
vió vini okkar
ÞAÐ vakti almenna undrun í Moskvu er erlendum fréttamönnum
var á dögunum skýrt frá því að sovéska leyniþjónustan, KGB,
hefði opnað upplýsingaskrifstofú. Helsti blaðafúlltrúi
®rX8’&ismálanefiidarinnar en svo neftiist stofiiunin á rússnesku
er Igor Prelín sem kvaðst hafa verið foringi í KGB í 14 ár.
Morgunblaðið ákvað að nýta sér þessa nýju þjónustu og fer
samtalið hér á eftir:
Talsamband við útlönd.
- Góðan dag, þetta er á
Morgunblaðinu. Ég ætla að panta
samtal við Moskvu, síminn er 224
48 48.
' — Er þetta íslenska sendiráðið? Á
ég að biðja um einhvern sérstakan?
— Nei, ég held ég fái bara núme-
rið. Þetta er í höfuðstöðvum KGB.
— Moskva, gjörðu svo vel.
— Góðan dag. Ég er blaðamaður
og hringi frá Islandi. Gæti ég feng-
ið að tala við blaðafulltrúann ígor
Prelín?
— Við tölum bara rússnesku hér.
— Ég kann mjög lítið í rússnesku.
Talið þér ensku eða þýsku?
— Talaðu rússnesku, við tölum
aðeins rússnesku.
— Gæti ég fengið að tala við ein-
hvern sem talar ensku?
— Hér talar enginn ensku.
— Ég vii fá að tala við einhvern
sem talar ensku.
— (Hiátur.) Ég vil ekki tala ensku.
— Þú talar þá ensku. Þakka þér
fyrir. Gæti ég fengið að tala við
ígor Prelín?
— Það er ígor Prelín sem talar.
— Undursamlegt. Ég viidi gjarnan
fá að spyija þig nokkurra spurn-
inga um þær stórkostlegu breyting-
ar sem nú munu eiga sér stað inn-
an öryggismálanefndar Sovétríkj-
anna?
— Við veitum ekki slíkar upplýs-
ingar í gegnum síma. Það er vinnu-
regla hjá okkur.
— Því miður sé ég mér ekki fært
að koma tii Moskvu núna og við
höfum ekki fréttaritara þar. Mig
vantar almennar upplýsingar ekki
nákvæmar lýsingar á starfsaðferð-
um KGB. Og mig fýsir einnig að
vita hvemig brejdingarnar koma
til með að snerta litlar þjóðir eins
og íslendinga.
— Fáðu einhvern í símann sem
talar rússnesku.
— Hér talar enginn rússnesku, þvi
miður, og ég þarf að ljúka við grein
mína.
— Við erum tilbúnir til að bíða
eftir þér í Moskvu.
— Ég kemst því miður ekki til
Moskvu og ég get varla lært málið
á leiðinni. Mig vantar almennar
upplýsingar . . .
eiga sér stað innan nefndarinnar?
— Þú átt við nefndina okkar?
— Já.
— Viljirðu fá slíkar uppiýsingar
ráðlegg ég þér að skrifa okkur
bréf og við munum svara spurning-
um þínum. Þú getur einnig reynt
að biðja sendiráðið okkar um hjálp
eða íslenska sendiráðið í Moskvu.
Við megum ekki veita neinar upp-
lýsingar i gegnum símann. Ég get
því rniður ekki hjálpað þér.
— Ég get ekki beðið svo lengi, rit-
stjórinn bíður eftir greininni.
— Þú getur líka sent okkur bréf.
Heimilisfangið er: KGB, Moskvu,
almenn deild. Þú getur skrifað á
hvaða tungumáli sem er.
— Segðu mér, til hvers hafið þið
þennan síma og blaðafulitrúa ef
þið megið ekki veita neinar uppiýs-
ingar?
— Sko, sjáðu til. Málið er það að
í þessum síma getum við veitt svör
við þeim spurningum sem við get-
um svarað í gegnum símann. En
við megum ekki veita upplýsingar
af þessum toga í gegnum síma.
Ástæðan er sú að símalínurnar eru
ekki alltaf í lagi. . .
— Ég kannast við það.
— Og við viljum koma í veg fyrir
mistök. Við viljum ekki gefa rang-
ar upplýsingar og við viljum koma
í veg fyrir misskilning. Þú getur
sent okkur spurningarnar.
— Herra Vasílíev. Ég gerði ná-
kvæmlega þetta einu sinni. Ég
sendi sovéskum embættismanni
spurningalista og fékk svörin
þremur mánuðum síðar.
— Nei, nei. Hugsanlega hefur
þetta tekið svona langan tíma fyrir
nokkrum árum en nú á tímum tek-
ur þetta kannski viku eða svo.
— Hafið þið telex-tæki?
— Nei, því miður ekki enn. Við
fáum bráðum telex og meira að
segja líka telefax-tæki.
— Þú svaraðir ekki spurningunni.
Hvers vegna konar spurningum
getið þið svarað?
— Við getum ekki svarað margvis-
legum spurningum sem snerta
umsvif nefndarinnar.
— Ég er ekki að falast eftir slíkum
uppiýsingum. . .
— Við veitum upplýsingar þegar
við getum rætt einslega við vini
okkar.
— Ég hef verið að kynna mér þess-
ar mikilvægu breytingar innan
KGB og svo vilt þú ekki hjáipa
mér þegar ég hyggst skrifa um
þær.
— Halló.
— Og þú svaraðir ekki spurning-
unni. Hvers vegna starfrækið þið
upplýsingaskrifstofu?
— Halló.
— Hvers konar spurningum megið
þið svara?
— Hailó.
Hér sá Sergej Vasílíev ekki
ástæðu til að hafa samtal þetta
lengra og lagði á enda var umræðu-
efnið ef til vill tæmt. Þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná
sambandi við hann á ný.
— Ég skil ekki. Ég kann lítið í
ensku. Fáðu einhvern sem talar
rússnesku.
— Þú talar mjög góða ensku og
ég veit að þú getur svarað mér.
— Ef þú hringir eftir hálftíma
verður félagi minn hér og hann
talar mjög góða ensku.
— Þá það. Þakka þér fyrir. Ég
hringi eftir hálftíma.
— Góðan dag. Ég hringi frá Is-
landi. Gæti ég fengið að tala við
ígor Prelín?
— Halló, Halló. Mjög gaman að
heyra í þér.
— Já, einmitt það, takk, sömuleið-
is. yið hvern tala ég með leyfi?
— Ég heiti Sergej Vasílíev.
— Sæll. Ég er að reyna að kynna
mér þær miklu breytingar sem nú