Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 13
13
MORGUNBLAÐIÐ.SyNNUDAGUR 1. OK|,TÓBER 1989
Margrét Hermanns- Auðardóttir
hef ur raskað viðteknum
hugmyndum manna um landném
íslands og hefur margt að
athuga við það hvernig við hugum
að fortíð okkar
Morgunblaðið/Bjami
Margrét Hermanns- Auðardóttir
gangi nokkuð í mót „ríkjandi sögu-
skoðun", þurftir þú að herða upp
hugann áður en þú settir þær fram?
„Já, auðvitað þurfti maður það en
það var bará að bíta á jaxlinn og
halda áfram. Auðvitað voru stundir
þegar það var ansi mikið álag sem
hafði áhrif á mann sjálfan og einnig
fjölskyldu og nánasta umhverfi.“
— Erum við íslendingar „kreddu-
fastir“, staðnaðir í okkar sögulegu
fræðum?
„Við getum verið það. Ég held því
fram að íslensk fornleifafræði hafi
staðnað, sé engan veginn í takt við
fornleifafræði í nágrannalöndunum.
Þegar unnið er að rannsóknum eru
ekki notaðar til viðmiðunar og stuðn-
ings þær aldursgreiningaraðferðir
sem standa til boða. Ef það væri
gert færum við kannski að sjá öðru-
vísi niðurstöður heldur en við höfum
fengið hingað til. Það er líka merki
um stöðnun eða frekar hnignun að
fornleifar hafa verið eyðilagar í mikl-
um mæli undanfarna áratugi vegna
alls kyns framkvæmda. Það er merki
um stöðnun þegar ekki er veitt fé í
að skrá þær minjar sem vitað er um.
Það er merki um stöðnun þegar fólk
tilkynnir um minjafundi og því er
lítt eða ekki sinnt og ekki til að ýta
undir áhuga almennings.
íslensk fornleifafræði býr við
kröpp kjör. Til hennar er litlu fé
varið og tæpast skilningur á öðru
en að rannsaka höfðingjasetur. Flest-
ar þjóðir leggja metnað sinn í að
grafast fyrir um uppruna sinn með
því að styrkja stöðu eigin fornleifa-
fræði og telja hana homstein allar
menningarviðleitni."
— En þurfum við nokkuð að grafa
fyrir upprunanum, segja ekki Ari
fróði og Landnáma ágætlega frá
honum?
„Þannig hugsa eflaust sagnfræð-
ingar. En það stendur ekki allt í
varðveittum miðaldaritum. Kannski
stendur ýmislegt þar sem okkur af-
komendunum var ætlað að trúa.
Nútímamaðurinn gleymir því oft að
á fyrri tímum fóru skriftir og völd
hönd í hönd. Ritun Landnámabókar
tengist ákveðnum valdahagsmunum.
Við erum alin upp við þessa ákveðnu
;sögu um Ingólf og landnámið og
þess vegna hefur kannski verið tak-
markaður áhugi á því að hlúa að
þróun fomleifafræðinnar. Hvað
snertir fornleifafræðina er stað-
reyndin sú að við erum mjög illa sett
í samanburði við aðrar þjóðir. Hér
höfum við enga fornleifafræðistofn-
un tii að skipuleggja rannsóknir og
veita faglegan stuðning, bjarga forn-
leifum og skrá þær. Það þarf að
auka rannsóknir um allt ísland, ekki
bara tilfallandi fornleifagröft í
Reykjavík, þegar þarf að reisa ein-
hver mannvirki. Að vísu taka ný þjóð-
minjalög gildi um næstu áramót en
það er hætt við að allt framtak fari
í nauðsynlegar en kostnaðarsamar
viðgerðir á steinsteypunni í Þjóð-
minjasafni. 600 milljónir hafa verið
nefndar. Það var einmitt vegna þessa
sem ég taldi og tel að það væri mikil-
vægt að koma fornleifavörslunni og
rannsóknum fyrir í sjálfstæðri ein-
ingu eða stofnun.
Það eru sárafáar stöður í landinu
fyrir fomleifafræðinga, t.d. bara ein
auglýst staða í Þjóðminjasafni. Þetta
er ekki bara spurning um fjármuni,
þetta er líka spurning um að styðja
þá sem hafa hug og þor að fást við
rannsóknir. Ég hef iðulega reynt að
leita stuðnings hjá Þjóðminjasafni
en oftast án árangurs og ég er ekki
ein um það.“
— Þetta er hvöss gagnrýni sem
þú hefur reyndar orðað áður, hver
eru viðbrögðin?
; „Undanfarin ár hefur mikill tími
af minni hálfu farið í lagastríð,
þ.e.a.s. endurskoðun þjóðminjalag-
'• anna og þar hef ég látið í mér heyra
' við misjafnar undirtektir. Það er oft
notað í deilum á Islandi að drepa
( umræðunni á dreif; að ráðast á per-
sónu fólks. Það hefur heyrst að ég
, sé haldin menntahroka og annarri
óáran sem manni er sjaldnast gefið
' tækifæri til að mæta á ærlegan hátt.“
— Hefur þú engar áhyggjur af
því að þínar niðurstöður verði gripn-
ar á lofti og e.t.v. notaðar miður
fræðilega til að rökstyðja einhvers
konar uppmnakenningar. Aður en
þú veist af verði kominn einhver sér-
vitringur með háþróaða hug-
arsmíði,„ímyndunarbyggð“, og
rökstyðji hana með tilvísun til þinna
kenninga?
„Ég verð náttúrulega að taka af-
stöðu til slíkra skrifa ef þau skyldu
koma.“
Fortíð í nútíð
— Hvað ertu að fást við og rann-
saka núna?
„Ég gegni nú rannsóknarstöðu í
fornleifafræði við Háskóla íslands.
Ég hef fengið Vísindasjóðsstyrk til
að vinna forkannanir á verslunar-
staðnum á Gásum við Hörgárósa
norður í Eyjafirði og hef um það
samvinnu við aðila í Noregi sem vilja
kanna hvernig verslunin hér tengist'
versluninni í Björgvin. Við vitum í
raun og veru sáralítið um hvað var
verslað framan af. Og í tengslum við
þær rannsóknir kanna ég með Þor-
birni Friðrikssyni efnafræðingi
hvernig jámvinnsla og seljabúskapur
hafi hugsanlega haft áhrif á verslun-
ina hér á landi. Einnig er ætlunin
að reyna að sjá hvaða áhrif brenni-
steinstakan í Mývatnssveit hafði á
verslunina er fram í sótti.“
— Ritaðar heimildir segja ekki
allt. Segðu mér. Heldurðu að land-
námsmennirnir hafi búið jafn flott
og sögualdarbærinn gefur tilefni til
að ætla?
„Hörður Ágústsson hefur unnið
mikið og gott starf en ég efast um
að það hafi verið svona vel þiljað og
hátt til lofts í Stangarbænum.“
— Ertu „fagidjót" hefur þú önnur
áhugamál en fornleifafræðina?
„Eg hef áhuga á tónlist, stunda
laugarnar og ferðast en þar verður
að játa að ég tek fagið með mér.
Dóttirin hefur sagst ætla að verða
allt annað en fornleifafræðingur
enda langþreytt á því að skoða forn-
leifar og gömul mannvirki."
• •
BILAÞVOTTASTOÐ
Til sölu vandaðasta fáanlega bílaþvottavél |
frá Kleindienst í V-Þýzkalandi.
Vélin þvær allar stærðir af bílum, frá
stærstu rútum til minnsta Mini.
Vélinni fylgir útbúnaður til undirvagns-
þvottar.
Af sérstökum ástæðum verður vélin
seld á hálfvirði.
Uppl. í síma 91-17678 kl. 16-20.
TVEIR
MÁNUÐIR
TIL STEFNU
Frestur til að skila inn handritum í árlega samkeppni
Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka rennur út þann
30. nóvember 1989. Verðlaunin verða afhent í Fimmta
sinn næsta vor og mun verðlaunabókin þá koma út
hjá bókaútgáfu Vöku-Helgafells.
íslensku barnabókaverðlaunin 1990 nema 150.000
krónum auk þess sem höfundur verðlaunabókarinnar
fær greidd höfundarlaun fyrir verkið samkvæmt
samningi Rithöfundasambands Islands og Félags
íslenskra bókaútgefenda.
Að sjóðnum standa bókaútgáfan Vaka-Helgafell, fjöl-
skylda Ármanns Kr. Einarssonar, rithöfundar, Barna-
bókaráðið (íslandsdeild IBBY-samtakanna, Barna-
vinafélagið Sumargjöf og menntamálaráðuneytið.
Dómnefnd mun velja verðlaunasöguna úr þeim hand-
ritum sem berast. Ekki eru sett nein mörk varðandi
lengd sagnanna og einungis við það miðað að efnið
hæfi börnum og unglingum. Óskað er eftir að hand-
rit séu send í ábyrgðarpósti og utanáskriftin er:
Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka
Vaka-Helgafell
Síðumúla 29
108 Reykjavík
Sögumar skulu merktar dulnefni, en rétt nafn höfundar
látið fylgja í lokuðu umslagi. Allar nánari upplýsingar
æru veittar hjá útgáfunni í síma (91) 6 88 300.
Nú eru einungis tveir mánuðir til stefnu. Stjórn Verð-
launasjóðsins vill því hvetja höfunda barnabóka til
að senda handrit í samkeppni og efla þar með veg
íslenskra barnabóka.
Verðlaunasjóður
íslenskra barnabóka
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á^3um Moggans!