Morgunblaðið - 01.10.1989, Side 21

Morgunblaðið - 01.10.1989, Side 21
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ SUNXUPAGUK, l.; UKTÓai:R 1989 21 r=--rr— Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Byggðastofnun og Sigurey Sú ákvörðun Byggðastofnunar að gjaldfella lánið á togaran- um Sigurey frá Patreksfirði, sem Stálskip hf. í Hafnarfirði keypti á uppboði, er óskiljanleg eftir það, sem á undan er gengið. Hin upphaflega ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar um að gjald- fella þetta lán, ef skipið yrði selt frá Patreksfirði, var mjög um- deild. Eftir að Stálskip hf. hafði fallið frá tilboði sínu og síðar boðið Patreksfirðingum að ganga inn í það, sem þeir höfnuðu, eru allar hugsanlegar forsendur fyrir þessari ákvörðun Byggðastofn- unar brostnar. Það var því ekki að ástæðu- lausu, að Matthías Á. Mathiesen, fyrsti þingmaður Reykjaneskjör- dæmis, kallaði þingmenn kjör- dæmisins saman til fundar í fyrradag til þess að ræða þetta mál. Einn þingmanna kjördæmis- ins er Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sem fyrir nokkrum vikum sá ekkert at- hugavert við afstöðu Byggða- stofnunar. Nú hafa þingmenn Reykjaneskjördæmis lýst því yfir, að þeir séu ósáttir við ákvörðun Byggðastofnunar og að þeir muni óska eftir fundi með forsvars- mönnum stofnunarinnar ag fara fram á, að ákvörðun þessi verði endurskoðuð. Fyrri ákvörðun Byggðastofn- unar var umdeilanleg og að mati Morgunblaðsins voru alls ekki rök fyrir henni. En síðari ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar lýsir þvílíkri óbilgirni, að furðu sætir. Það er því miður ekki út í hött að tala um valdníðslu í þessu sambandi. Ein afleiðing þessarar ákvörðunar, ef fast verður haldið við hana, hlýtur að verða sú, að þingmenn á suðvesturhorni landsins taki höndum saman um að ná fram þeim breytingum á lögum um Byggðastofnun, að ekki verði með tilvísun til þeirra hægt að endurtaka aðgerðir af þessu tagi. Önnur afleiðing getur orðið sú, að harkalegar deilur verði innan allra þingflokka um kjör í stjórn Byggðastofnunar, vegna þess, að þingmenn Reykjavíkur- og Reykjaneskjör- dæma telji að eina leiðin ti! að koma í veg fyrir svo augljóslega ósanngjarnar afgreiðslur verði önnur skipan í stjórn stofnunar- innar. Einkafyrirtækið í Hafnarfirði, sem keypti Sigurey frá Patreks- firði er lýsandi dæmi um einka- framtak í atvinnulífi, sem stendur fyrir sínu með svo afgerandi hætti, að þjóðarathygli vekur. Þetta fólk hefur hafizt til vegs í sjávarútvegi fyrir eigin dugnað og útsjónarsemi. Það hefur ekki notið sérstakrar fyrirgreiðslu stjórnvalda og aldi’ei farið fram á hana. En það á rétt á því að sitja við sama borð og aðrir í þessu þjóðfélagi. Akvörðun stjórnar Byggðastofnunar stríðir gegn réttlætiskennd almennings í þessu landi. Þess vegna eiga stjórnendur þessarar stofnunar þann kost einan að endurskoða þessa ákvörðun. Útrýming • skorts og fá- tæktar er ekki sízt mikilvægur þáttur í þjóðfélagi allsnægt- anna og stuðlar í raun að frelsi. Það er auð- veldara að vera fátækur í fátæku landi en ríku. Og sá sein missir heilsuna fær sjálfsbjargaiviðleitni sinni ekki fullnægt. Hér er því um mikið mannréttindamál að ræða. Átökin gætu orðið ófyrirsjáanleg, ef almannaþörf væri ekki sinnt. Við höfum séð þurfandi fólk fara bylt- ingaeldi um rótfúin ríki ógnar og auðnuleysis; horft uppá hetjur og skurðgoð í hlutverki grimmdar og glæpa. Hví skyidum við þá ekki leita jafnvægis sem varðveitir, en tortímir ekki. Ég kann ekki Óbærilegan • léttleika tilverunnar utan bókar. Man því ekki hvernig Sabína tekur til orða á veitingahúsi í Sviss. En í kvikmyndinni sem er athyglis- verð að mörgu leyti þótt ég skilji ekki hvernig fullorðið fólk getur verið að striplast endalaust á tjald- inu segir hún við enn eitt fórnardýr- ið að dægurtónlist veitingahússins sé hávaði. Yfirþjónninn vill ekki lækka tónlistina. Þá spyr Sabína, Hvernig getið þér borðað og hlustað á skít?! Hún minnir á að það séu gerviblóm á borðinu. Og þeir setja gerviblómin jafnvel í vatn! Þessi tékkneski flóttamaður er sem málpípa Kundera að minna okkur á að það sé ekki einungis ámælis- verð kúgun og alræðisógn austan járntjalds, heldur skuli vestur- landabúar líta í eigin barm og hreinsa til hjá sér. Lýðræðið sé ein- att ekki annað en gerviblóm í vatni. Tónlistin hávaði eða skítur. En Kundera gleymir því að í náttúr- unni þar sem frelsið er algjört kem- ur grasið grænast undan skítnum. Jafnvel hann hefur þannig einnig tilgang; og hann er hluti af frelsi náttúrunnar. Hún gerir ekkert að gamni sínu, hef ég heyrt Jón Krist- jánsson fiskifræðing segja um rat- vísi laxa. Það á áreiðanlega við um alla þætti umhverfis okkar. Alltr hefur sinn tilgang, þótt okkur sé hann ekki alltaf augljós. Verum raunsæ. Krefjumst þess ómögulega, hefur ver- ið sagt. Við getum að sjálfsögðu gert óguðlegar kröfur til lýðræðis, en það er ekki fullkomið frekar en við sjálf. Það hefur aftur á móti reynzt svo vel að vestrænar þjóðir telja að unnt sé að afgreiða allt með kosningum. Niðurstöður þeirra jafngildi réttlæti; jafnvel sannieika. En það er rangt. Sið- ferðilegur sannleikur fæst ekki í pólitík. Meirihlutinn býr ekki yfír neinum sannleika eða réttlæti sem minnihlutinn þekkir ekki. Með kúguðum þjóðum, höfum við séð, kviknar réttlæti af einstaki- ingsatgervi; einsog listin. Hópsálin er samvizkulítil og áhrifagjörn til illverka. Alþýðudómstóll og aftöku- sveitir fylgjast að inní myrkviði sögunnar. En lýðræði er réttlátara en annað stjórnskipulag, það vitum við af reynslunni. Það er ekki af neinum guðlegum toga einsog réttlæti Krists sem við ráðum ekki við. En fyrirheitið er mikilvægt. Og vonin. Gunnar kaupmaður í Von • mun hafa verið sérstæður persónuleiki og eftirminnilegur á margan hátt. Mér hefur verið sögð sú saga að hann hafi einhvern tíma sagt þegar honum blöskraði nútímaverzlunarhættir, Þið eigið ekki að hafa svona flókið bókhald, drengir, og eyða öllum þessum tíma í það. Ég hef tvo króka hjá mér, annan fyrir tekjur — hinn fyrir gjöld. Mismuninn á ég sjálfur. Þessi gullna regla í viðskiptum á jafnvel við um Sambandið. En þar hafa menn einnig augsýnilega ruglazt á krókum. Hafa ekki ætlað sér af. Og stjórnmálamenn kunna þessu bara vel. Þeir geta þá ráðskazt með velflest fyrirtæki landsins og leikið börbörsona. Þessi samanburður er til marks um þær breytingar sem orðið hafa á íslenzku þjóðfélagi á stuttum tíma. En hvernig væri að koma krókunum í lag — og hætta að gera út á kerfið? Nú er talað um ftjálshyggju vegna þess allt hneigist að sósíal- isma. Áróðurinn gegn fijálshyggj- unni eru sniðug blekkingarbrögð útsjónarsamra sósíalista sem skreyta sig með fijálslyndi, en trúa á kerfið og ríkisforsjá; hömlur og opinbera handleiðslu. En fijálshyggja hefur aldrei tíðkazt á Islandi, að minnstakosti ekki á okkar dögum. í hæsta lagi einhverskonar „grá ftjálshyggja", svoað ég hagi orðum mínum með hliðsjón af gráa markaðnum og öðrum tízkuorðum. En það er engin fijálshyggja. Hún er einfaldlega fólgin í óskilgreindu frelsi. Það þarf ekki síður að endurskoða hugtakið frelsi en önnur hugtök. Og víst er að margir fijálshyggjumenn kallast á með þokulúðrum, ekki síður en aðrir hugsjónamenn. Við þekkjum gjörningahríðir úr gömlum bók- menntum okkar. Fijálshyggju- hríðirnar eru tiltölulega saklausar, þótt þær eigi stundum uppruna í ofstæki. Hinar eru verri sem eiga rætur í stalínisma og ógnarstjórn og villa svo um fyrir blásaklausu fólki að jiað heldur engum áttum. Slíkar feigðarhrinur hafa ávallt leitt til dauða og ófrelsis. Þær minna á svansþokur í Njálu og öðrum forn- um skáldskap þarsem fjölkynngi kemur við sögu. Grái markaðurinn ber verðbólg- unni fremur vitni en frjálshyggju. Hann hefur verið sjúkdómseinkenni hennar. Það þrífst ekkert í hálfgerð- um fjötrum, hvorki fijálshyggja né annað. En öllu má nafn gefa! Við erum í raun litlu betri en kommún- istaleiðtogar sem halda það sé hægt að fella markaðskerfi að alræðis- hyggju. En að því kemur að þeir verði að velja. Ef markaðurinn sigr- ar hrynur kerfið einsog í Ungverja- landi; þjóðfélagið opnast og lagar sig að markaðnum. Þokunni léttir. Og velmegun eykst, því markaður- inn kallar á framkvæmdaþörf og útsjónarsemi, andrúni og athafnir; en kerfið á fjötra og deyfð. M. (meira næsta sunmukig) HELGI spjall SJÁLFSTÆÐISMENN koma saman til landsfund- ar í næstu viku. Þar má búast við miklum umræð- um um ýmsa grundvallar- þætti í þjóðmálum samtím- ans, fiskveiðistefnuna, landbúnaðarmál, ríkisútgjöld og afstöðuna til Evrópubandalagsins. Það er mikilvægt, að Sjálfstæðisflokkur- inn marki ákveðna stefnu í þessum veiga- miklu málaflokkum en það er líka nauðsyn- legt, að flokkurinn búi sig vel undir næstu stórátök á vettvangi stjórnmálanna, sem væntanlega verða sveitarstjórnarkosning- arnar næsta vor. Staðan í stjórnmálunum nú er að mörgu leyti áþekk því, sem var á svipuðum tíma fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar 1974 og 1958. í báðum tilvikum sátu vinstri stjórnir að völdum. Vinstri stjórnin, sem komsttil valda sumarið 1956, var orðin mjög veik um haustið 1957 og riðaði til falls vorið 1958. Sjálfstæðisflokk- urinn vann stórsigur í borgarstjórnarkosn- ingunum í Reykjavík þá um vorið. Vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem komst til valda sumarið 1971, var farin að veikjast mjög haustið 1973. Þegar land- helgisdeilan við Breta leystist í nóvember 1973 og umræður um hugsanlega brottför varnarliðsins hófust, lenti sú vinstri stjórn í mikilli varnarstöðu, sem leiddi til stórsig- urs Sjálfstæðisflokksins í borgar- og sveit- arstjórnarkosningum 1974 og falls vinstri stjórnarinnar. í kjölfar borgarstjórnar- kosninga vann Sjálfstæðisflokkurinn stór- sigur í þingkosningum sumarið 1974. Núverandi vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar stendur mjög höllum fæti. Skoðanakannanir sýna, að óvinsældir hennar eru miklar. Efnahagsaðstæður eru mjög erfiðar. Kreppan í efnahags- og at- vinnumálum dýpkar stöðugt. Kjaraskerð- ingin er mikil og fer vaxandi. Talið er, að atvinnuleysi geti aukizt mjög, þegar kemur fram á veturinn. Trú fólks á framtíðina er í lágmarki. Við þessar aðstæður er eðlilegt, að Sjálf- stæðisflokkurinn einbeiti öllum kröftum sínum að sveitarstjórnarkosningunum, sem fram fara næsþa vor. Vígstaða flokks- ins er mjög sterk. í Reykjavík er málefna- staða Sjálfstæðismanna sterkari en nokkru sinni fyrr. í sumum nágrannasveitarfélög- um Reykjavíkur sitja vinstri stjórnir við völd. Samanburðurinn á stjórn höfuð- borgarinnar og stjórn þessara sveitarfé- laga er Sjálfstæðismönnum mjög í hag. Þegar allt þetta er haft í huga er ljóst, að Sjálfstæðismenn hafa einstakt tækifæri til að vinna mikinn sigur í sveitarstjórnar- kosningum næsta vor, bæði í Reykjavík og í fjölmörgum kaupstöðum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er nú í minnihluta. Markmið Sjálfstæðismanna á að vera að vinna meirihluta í rnörgum þeirra sveitar- félaga, þar sem þeir eru nú í minnihluta. Auk þess, sem stórsigur í sveitarstjórn- arkosningum á borð við úrslit kosninganna 1958 og 1974 hefur mikla þýðingu fyrir Sjálfstæðisflokkinn á þeim vettvangi er augljóst, að áhrif slíkra kosningaúrslita á landsmálin geta orðið mikil. Ef stjórnar- flokkarnir gjalda mikið afhroð í sveitar- stjórnarkosningum og missa meirihluta sinn í sveitarfélögum á borð við Kópavog, Hafnarfjörð og Keflavík, svo að dæmi séu nefnd, mun það valda miklum óróa og óánægju innan þeirra flokka. Trúnaðar- menn flokkanna í sveitarstjórnum munu kenna ríkisstjórninni um tap þeirra og ófarir í kosningunum. Þess vegna getur stórsigur Sjálfstæðisflokksins í sveitar- stjórnarkosningum orðið lykill að falli nú- verandi ríkisstjórnar með sama hætti og gerðist 1958 og 1974. Og þess vegna þarf landsfundur Sjálfstæðismanna, sem saman kemur í næstu viku, að leggja meginlínur um undirbúning flokksins að þessum mikil- vægu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikil tæki- færi í þeirri kosningabaráttu, sem standa mun næsta vetur og vor. í síðustu þing- kosningum missti flokkurinn fylgi bæði til Alþýðuflokks og Borgaraflokks. Augljóst er, að möguleikar Sjálfstæðisflokksins til þess að ná þessu fylgi á nýjan leik eru miklir. Borgaraflokkurinn, sem varð til vegna klofnings úr Sjálfstæðisflokknum, hefur gengið til liðs við vinstri stjórn. Kjós- endur Borgaraflokksins munu áreiðanlega snúast til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn á ný í stórum stíl. Alþýðuflokkurinn höfðaði mjög til kjósenda Sjálfstæðisflokksins í síðustu þingkosningum. Nú situr Alþýðu- flokkurinn í vinstri stjórn og hefur snúið baki við þeim stefnumálum, sem flokkur- inn lagði mesta áherzlu á í þingkosningun- um. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því ein- stakt tækifæri til að ná þessum kjósendum til sín. Framsóknarflokkurinn sótti töluvert fram á þéttbýlissvæðum suðvestanlands í síðustu þingkosningum. Ekki fer hjá því, að stórir hópar kjósenda, sem gengu til liðs við Framsóknai’flokkinn þá, hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með frammi- stöðu flokksins í ríkisstjórn. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn rneiri mögu- leika í þessu kjósendafylgi en nokkru sinni fyrr. Þegar allar aðstæður eru metnar hefur Sjálfstæðisflokkurinn sennilega betra tækifæri nú en nokkru sinni fyrr til þess að ná miklum árangri í sveitarstjórnar- kosningum. Þessi staðreynd ætti að vera landsfundarfulltrúum Sjálfstæðismanna hvatning til þess að ganga samhentir til leiks. UMRÆÐUR UM fiskveiðistefnuna af því tagi, sem að undanförnu hafa farið fram m.a. á sjávarútvegsráð- stefnu Sjálfstæðis- Umræður um fisk- veiðistefiiu fyrir áratug flokksins og hér á síðum Morgunblaðsins, eru ekki nýjar af nálinni. Þannig fóru fram mjög athyglisverðar umræður um fisk- veiðistefnuna og hugsanlegan auðlinda- skatt eða sölu veiðileyfa hér í blaðinu á árinu 1979. Það er forvitnilegt að rifja upp nokkra þætti þessara umræðna í ljósi þess, sem fram hefur komið opinberlega síðustu vikur. Á ársþingi iðnrekenda 1979 flutti dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, ræðu, þar sem hann sagði m.a.: „Þráfaldlega hefur verið fram á það sýnt, að endur- gjaldslaus nýting sameiginlegra fiskstofna hljóti að leiða til of mikillar og óhag- kvæmrar sóknar og offjárfestingar, bæði í skipum og veiðitækjum. Fræðilega hefur verið sýnt fram á það með góðum rökum, að þennan vanda sé auðveldast að leysa með fjárhagslegum aðgerðum, annaðhvort í formi auðlindaskatts á einstakar sjávarút- vegsgreinar eða með sölu leyfa til þess að veiða ákveðið magn af fiski. Þótt færa megi góð og gild rök fyrir aðgerðum af þessu tagi, er þó varla við því að búast, að slíkt fyrirkomulag geti komizt á nema í áföngum á tiltölulega löngum tíma.“ Hinn 2. júní 1979 ritaði dr. Jóhannes grein í Morgunblaðið, þar sem hann fjall- aði um gagnrýni, sem fram hafði komið á ræðu hans á þingi iðnrekenda frá þremur forystumönnum í sjávarútvegi, þeim Kristjáni Ragnarssyni, Tómasi Þoi’valds- syni og Eyjólfi ísfeld Eyjólfssyni. í grein þessari sagði dr. Jóhannes Nordal m.a.: „Séu fiskveiðar stundaðar án nokkurra takmarkana á grundvelli fijáls markaðs- búskapar, en án þess að rétturinn til veiða sé verðlagður með nokkrum hætti, hlýtur niðurstaðan að verða of mikil sókn, sem leiðir fyrr eða síðar til stórfellds samdrátt- ar eða eyðingar fiskstofna. . . Sé aftur á móti unnt að fara þá leið að verðleggja veiðiréttinn með einhveijum hætti mundi tilhneigingin til of mikillar sóknar hverfa, svo að hæfilegur afli yrði tekinn með lág- markstilkostnaði án skömmtunar eða hafta. Þannig mundi þessi leið sameina kosti markaðsbúskapar eðlilegri heildar- stjórn í notkun sameiginlegrar auðlindar.“ Nokkru síðar eða hinn 23. júní 1979 gaf Morgunblaðið út sérstakt blað með viðtölum við þijá unga vísindanienn, sem höfðu haldið fyrirlestra á ráðstefnu, sem reiknistofa Raunvísindastofnunar Háskóla íslands efndi til í byijun júnímánaðar um REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 30. september reiknilíkön á sviði fiskifræði. Einn þessara fyrirlesara var Ragnar Árnason, hagfræð- ingur, sem sagði m.a. í viðtali við Morgun- blaðið: „Líkönin hafa verið lengi í deigl- unni, m.a. það líkan, sem ég nota, en ég hef unnið að því síðan 1976. Niðurstaðan er sú, að allir helztu fiskistofnarnir, ef til vill að loðnunni undantekinni, eru ofnýttir. Það má segja, að sókn í þorsk, ýsu og karfa sé alltof mikil samkvæmt þessu líkani. . . Á grundvelli þessa líkans má fullyrða, að það verður að minnka sókn mjög verulega, um 40-65% . ..“ Ragnar Árnason_ vék síðan að sölu veiðileyfa og sagði: „í þessu sambandi er bezta fyrir- komulagið það, að þessi veiðileyfi geti gengið kaupum og sölum á milli útgerðar- manna. Það myndi leiða til þess, þegar fram liðu stundir, að hagkvæmustu útgerð- irnar gerðu út. Þær einar hefðu ráð á veiðileyfum og þannig fengjum við hag- kvæmustu skipin með hagkvæmustu sókn- ina.“ Einar Júlíusson, eðlisfræðingur, sem hefur skrifað töluvert um þessi mál hér i Morgunblaðið að undanförnu, m.a. i dag, laugardag, og sl. fimmtudag, var einn þeirra, sem fluttu fyrirlestra á ráðstefnu háskólamanna 1979. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið 23. júní 1979: „Mikil- vægasta niðurstaða þessara útreikninga minna er að aflinn fer í fyrstu vaxandi með auknum skipaíjölda og siðan hraðm- innkandi. Þegar fiskveiðiflotinn nálgast 70 þúsund smálestir nálgast hrygningar- stofninn lágmark sitt og aflinn hrynur niður í ekki neitt. Þetta hefur verið að gerast hér á landi á síðustu árum og það er orðið óhjákvæmilegt að minnka fisk- veiðiflotann til þess, að fiskstofnarnir geti náð sér ... Samkvæmt niðurstöðum reikn- ilíkansins væri unnt að ná 50 milljarða ágóða af útgerðinni hér á landi, ef fisk- veiðiflotinn yrði minnkaður úr 64 þúsund smálestum í 36 þúsund smálestir. Kæmi það fram í auknum afla síðar meir og minni tilkostnaði.“ Þriðji fyrirlesarinn, sem Morgunblaðið ræddi við fyrir 10 árum, var Þorkell Helga- son, stærðfræðingur, sem sagði m.a. í við- tali við blaðið: „Ávinningurinn af minnk- andi sókn er ef til vill fremur í formi minni útgerðarkostnaðar en aukins aflaverðmæt- is. En sparnaður í sókn næst auðvitað því aðeins að raunverulega sé dregið úr sókn- arkostnaði. Samdráttur til dæmis í því formi að loka góðum miðum eða banna veiði ákveðna daga í viku eða mánuði getur hugsanlega minnkað aflann — en dregur hann nokkuð úr útgerðarkostnaði? Eg fæ ekki séð neina aðra sanngjarna leið en einhvers konar auðlindaskatt eða veiðileyfasölu. í fyrstu mætti nota þessar skatttekjur til að ná fram raunverulegum samdrætti í úthaldi með því að kaupa upp óhagkvæmustu veiðiskipin. En þegar fiski- stofnarnir hafa rétt við tel ég slíka skatt- heimtu eðlilega aðferð til að dreifa stór- auknum arði veiðanna til þjóðarinnar." TÆPUM TVEIM- ur mánuðum síðar eða 11. ágúst 1979 gaf Morgunblaðið út annað sérblað um þetta mál, þar sem leitað var til ýmissa aðila um viðbrögð og umsagnir vegna þeirra sjónarmiða, sem þremenningarnir settu fram. Einn þeirra, sem til var leitað í ágúst, var Bjarni Bragi Jónsson, núverandi aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, sem hafði vakið máls á auðlindaskatti á árunum 1961-1962, sem „viðbrögð við óhóflegri bjartsýni um getu okkar til að tengjast efnahagsbandalög- um“, eins og hann orðaði það í viðtali við Morgunblaðið þennan dag. En Bjarni Bragi sagði m.a.: „Menn hafa ótímabærar áhyggjur af því, að of harkalega muni að sjávarútveg- inum gengið með auðlindaskatti, einkum þó með sölu veiðileyfa, sem fyrirtæki og byggðarlög mundu missa alveg af. Ein- mitt vegna þeirrar áhættu tel ég æski- legra að beita almennu gjaldi heldur en sölu sérstakra veiðileyfa. Álagning auð- lindaskatts útilokar engan veginn ráðstaf- anir í byggðamálum og ýmsar sérstakar Viðbrög'ðin íssS í»s* !>r» Jölífinnes* Nortlíth Vandi lgir vegsemd hverri £££&&£ t&tur v ó«vntr»rtn« lit* - i&a eda nogra Umstöðu ; sjávarútvegs SJS5S.S5 SrrC. SHH’ tmtn* tttödu ITGERÐIN Auðlindaskatt eða óheftasókn? fayywtmXwtoUxw 'mkUx «««»« • u,„„Kw. «***■»*» *>*•*****<*«*« *< «« * ««» »««««*. Á w *<n ♦»> »5 .. <tM(t>*«> t nftW**'***’ l>*»>ll*«t«. »>*; ♦>, >»*«« M orax- 'Wjjsr. ««(«4 ...... Arðsemi - eða botnlaust tap? TJKÍSS. «t*«’rt>ir **H afi« - ^akmarkana S > iþivtíur vnndi ivokaord JTGERÐIN Áaðmmnka sóknina? Hvemigáað mmnkasóknina _UM M LUNt L í ELÖHt aðlögunaraðgerðir, þ. á m. félagslegar í þágu sjómanna .. . Mál þetta er nú komið svo langt í almennri umræðu, að tæpast er lengur vansalaust fyrir stjórnmálamenn að láta svo sem þetta séu ekki stjórnmál.11 Ágúst Einarsson,_ sem þá var viðskipta- fræðingur hjá LÍÚ, andmælti háskóla- mönnunum m.a. með þessum orðum: „Það kemur frarn í viðtölum við þremenning- ana, að stærð skips og flota sé að öllu leyti ráðandi um aflamagn, en þetta er misskilningur, sem rétt er að leið- rétta ... Sú fullyrðing stenzt ekki, að eitt skip geti fiskað jafn mikið og fjögur skip nú , svo sem fram kemur í viðtalinu við Einar Júlíusson ... Þá má einnig nálgast þetta frá annarri hlið, þ.e. að frá íslandi eru gerðir út ríflega 70 togarar og fiskar sá aflahæsti tvöfalt meira en sá afla- lægsti. Spurningin er hvers vegna er slíkur munur á afla þessara skipa, þegar litið er til þess, að afkastageta þeirra er svipuð, þ.e. jafnmargir í áhöfn og svipuð burðar- geta.“ Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur, sem nú er framkvæmdastjóri Verzlunarráðs íslands og varaþingmaður Sjálfstæðis- flokks fyrir Norðurlandskjördæmi vestra, sagði m.a.: „Þannig verður að segja, að auðlindaskattur er alls ekki svo fráleit hugmynd séu nauðsynlegar hliðarráðstaf- anir gerðar og ekki hefur að mínu viti verið bent á aðra og betri leið til að koma því til leiðar, að fiskurinn verði veiddur með eins lítilli fyrirhöfn og unnt er.“ Og Ólafur Björnsson, prófessor, segir í Morgunblaðinu 11. ágúst 1979: „Auðvitað er hægt að takmarka sóknina með beinum bönnum og kvótum. Auðlindaskattur þýðir aftur á móti, að markaðsöflunum er beitt til þess að takmarka sóknina. Getan og viljinn til þess að greiða auðlindaskatt ræður því þá, hveijir stunda veiðarnar. Deilan um réttmæti auðlindaskattsins er því skyld deilunni um það, hvort takmarka skuli innflutning með innflutningsleyfum eða með því að skrá rétt gengi en láta síðan framboð og eftirspurn ráða.“ Halldór Ásgrímsson, núverandi sjávar- útvegsráðherra, var einn þeirra, sem létu Morgunblaðinu í té umsögn um sjónarmið þremenrtinganna og sagði m.a. um stærð fiskiskipaflotans: „Á undanförnum árum hafa vextir verið mun lægri en verðbólgu- stigið og hefur það hvatt til meiri fjárfest- ingar en ella. Ný ákvæði um verðtrygg- ingu munu eflaust hafa veruleg áhrif á endurnýjun fiskiskipaflotans, því erfitt er að sjá fjárhagslegan grundvöll fyrir nýsmíði við núverandi ástand, sem byggir á verðtryggðu fjármagni. Rétt er að hafa slíkt í huga, þegar mat er á það lagt, hvort ráðlegt sé að selja hluta flotans úr !andi.“ Og Ólafur Gunnarsson, sem þá var framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað sagði um þetta sama mál; „Með núverandi lánakjörum getur afla- kóngur þessa lands ekki staðið í skilum með afborganir og vexti af nýju skipi... Það liggur í augum uppi, að varla verður mikil ásókn í skip á næstunni, svo bærilega virðist séð fyrir því vandamáli.“ EINUM ÁRATUG eftir að þessar miklu umræður siðar fóru fram á vett- vangi háskólans, á síðum Morgunblaðsins og víðar sýnast þær vera í sama farvegi og þá. Þótt færð hafi verið sterk rök fyrir því, að fækka yrði fiskiskipum til þess að hægt væri að stórauka arðinn af fiskveið- unum, hefur fiskiskipum fjölgað jafnt og þétt og flotinn stækkað að afkastagetu. Trú Halldórs Ásgrímssonar og Ólafs Gunn- arssonar á, að dýr lán mundu koma í veg fyrir skipakaup hefur ekki orðið að veru- leika. Þvert á móti. Nú eru á leið til lands- ins fiskiskip, sem kosta samtals um 2 milljarða króna! í raun og veru stöndum við í svipuðum sporum og 1979. Engar grundvallar- ákvarðanir hafa verið teknar. Stjórnmála- mennirnir ýta vandanum á undan sér ár eftir ár. Á meðan versna lífskjör þjóðarinn- ar vegna þess, að hún nýtur ekki þess arðs af fiskveiðunum, sem hún gæti auð- veldlega, ef rétt væri að þeim staðið. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur mikið verk að vinna í þessum efnum. Áratug „Þegar allt þetta er haft í huga er ljóst, að Sjálfstæð- ismenn hafa ein- stakt tækifæri til að vinna mikinn sigur í sveitar- stjórnarkosning- um næsta vor, bæði í Reykjavík og í flölmörgum kaupstöðum, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn er nú í minnihluta. Mark- mið Sjálfstæðis- manna á að vera að vinna meiri- hluta í mörgum þeirra sveitarfé- laga, þar sem þeir eru nú í minni- hluta.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.