Morgunblaðið - 01.10.1989, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ VERÖLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989
Hvar er
veðrið?
EITT frægasta og áþreifanleg-
asta sérkenni Englands er veð-
rið; í daglegu tali einfaldlega
kallað „enska veðrið“. Nafnið
kallar fram í huga fólks minning-
ar um gráa daga, sem einkenn-
ast af rigningu og dumbungi,
mistri og skýsprengdum himni.
Veðrinu er kennt um skaplyndi
eyjaskeggja og lífsstíl, grámyglu
hversdagsleikans, og jafnvel um
hið heimóttalega og litlausa í
listalífi þjóðarinnar, þegar slíkt
birtist. Því andinn rúmist ekki í
lágskýjuðu landi. Skáld og lista-
menn þjóðarinnar líta í rómatík
sinni í suðurátt, til heitari og
bjartari landa, þar sem sólin
skín í heiði, litimir blómstra og
mannlífið iðar og listamenn og
andans jöfrar hugsa stórt.
En nú hefur enska veðrið verið
týnt í ár. Og afleiðingarnar
hafa ekki látið á sér standa. Suð-
rænn, útlendur léttleiki hefur grip-
ið um sig. Fólk sprangar léttklætt
um götumar og dettur ekki í hug
að nokkurn tíma rigni aftur. Hvít
húðin æpir á móti dýrðinni og fá-
læti norðursins er kastað. Allt í
einu á þjóðin ekki vatnsbirgðir til
að svala þorstanum, kyngir kyn-
slóðagömlum þjóðaríg og drekkur
marga lítra af frönsku vatni dag
hvern. Og enn lækkar í vatnsbólum
svo að garðræktunarþjóðinni er
bannað að vökva blómin sín og
trén, sem það elskar betur og leng-
ur en hvert annað. Það er líklega
stærsta fómin.
En ekki fyrir alla. Maður nokkur
í Cornwall virti uppáhaldstréð sitt
meira heldur en landlægt vökvun-
arbann og fannst lítið að borga 20
þúsund krónur í sekt til að halda
því á lífi. Kvaðst mundi gera hið
sama aftur. Og ekki eru það aðeins
mennirnir sem taka fjörkipp og
klípa sig í hvert sinn sem þeir líta
til sólar, heldur hefur náttúran tek-
ið nokkur feilspor í gleðidansi
sínum. Ráðvillt blóm sprungu út í
ótíma og vetrarhimininn fylltist af
fagnaðarhljóm fugla sem gleymdu
sér um stund, því fuglaskörum sem
venjulega flýja eyjuna yfir vetrar-
mánuðina hugnaðist hið milda
loftslag svo vel að þeir hunsuðu
árlegu fardagana.
En nýja veðrið hefur skaðað
gamla siði. Regnhlífin, hið óijúfan-
lega tákn Lundúnaborgar, virkaði
líklega í fyrsta sinn fáránleg í því
hlutverki sínu, þegar henni og aus-
andi rigningu var ætlað að tákna
England á hátíðarskrúðgöngu á
Bastilludaginn í París. Þann fjórt-
ánda júlí 1989 höfðu allir í London
nefnilega steingleymt því að
regnhlíf hefði nokkuð með daglegt
líf þeirra að gera. Svona geta klisj-
ur úrelst á nokkrum nóttum.
En nú haustar. Vonandi láta
æðri máttarvöldin breytinguna til
hins venjulega tíðarfars ganga
hægt fýrir sig, svo að embættis-
menn hafi ráðrúm til að fara í
gamalkunnu teinóttu fötin sín og
setja grafsvarta kúluhattinn upp.
Og ekki síst til að gefa borgarbúum
tóm til að finna regnhlífina og ónot-
uðu orðin, svo hægt sé að fara að
tala um veðrið á nýjan leik.
Upp komast svik
um síðir...
Tveir slökkviliðsmcnn í Boston voru reknir úr starfi fyrir
skemmstu fyrir að villa á sér heimildir. Þeim þótti súrt í broti að
þurfa að sætaþeim örlögum eftir tíu ára starf í slökkviliðinu og
áfrýjuðu brottrekstrinum til dómstóla,cn allt kom fyrir ekki: hvítu
tvíburabræðurnir Philip og Paul Malone voru reknir fyrir að halda
því fram að þeir væru svartir og þeir skyldu ekki endurráðnir til
slökkviliðsins._______
Bræðumir Malone sóttu fyrst
um að verða slökkviliðsmenn
árið 1975,en voru ekki ráðnir vegna
slælegrar frammistöðu á prófi, sem
lagt er fyrir alla umsækjendur um
opinber störf. Aðhöfðust þeir ekk-
ert meðan jörðin rann eftir braut
sinni tvo hringi umhverfis sólu, en
árið 1977 gerðu þeir aðra atlögu
að slökkviliðinu. Enn var árangur
þeirra á prófinu ófullnægjandi.
Malone-bræður höfðu hins vegar
svarað því til í umsóknum sínum
að þeir væru svartir á hörund og
fengu því starfann í krafti reglu-
gerðar, sem sett var árið 1975 og
veitir minnihlutahópum forgang
þegar sótt er um starf hjá hinu
opinbera. Þannig var nefnilega mál
með vexti, sögðu þeir, að móðir
þeirra hafði frætt þá á því milli
þess sem þeir tóku prófin að lang-
amma þeirra hefði verið svört.
Engar athugasemdir voru gerðar
við tilkall þeirra til að vera svartir
og árið 1978 tóku þeir tii starfa.
Þeir börðust við elda í dyrum og
dyngjum og björguðu köttum úr
tijám. Lá kyrrt um litarhátt þeirra
í áratug. En þar kom að frama-
girnd Malone-bræðra varð þeim að
falli. Þeir ákváðu að fara fram á
stöðuhækkun í slökkviliðinu og
þurftu þá að gangast undir annað
próf. Að þessu sinni stóðu þeir sig
með afbrigðum vel og skýrslur um
þá voru afhentar yfirmanni slökkvi-
liðs Boston til úrskurðar um það
hvort þeim skyldi veitt stöðuhækk-
un. Slökkviliðsstjórinn varð agn-
dofa þegar hann sá í skýrslum að
hinir bleikskinna bræður voru
sagðir svartir á hörund. Hann ák-
vað að við svo búið yrði ekki unað,
skaut málinu til yfirvalda í Massac-
husetts og bræðrunum var vikið
úr starfi.
Dómarinn sem skar úr um áfrýj-
un þeirra sagði í úrskurði sínum
að óyggjandi sannanir lægju fyrir
því að Malone-bræður hefðu ekki
haldið fram svörtum litarhætti
sínum í góðri trú: Það var hins
vegar þeirra hagur að grípa til allra
bragða til þess að reyna að tryggja
sér vinnu í slökkviliðinu. Þeir sýndu
ekki fram á að þeir væru svartir
og þaðan af síður hegðuðu þeir sér
eins og svertingjar í samskiptum
við annað fóík, sagði dómarinn.
Mál þetta hefur dregið dilk á
eftir sér. Ray Flynn, borgarstjóri
Boston, fyrirskipaði rannsókn á
starfsmannahaldi í slökkviliði, lög-
reglu og skólum til að komast að
því hvort fleiri hefðu haldið því
fram að þeir tilheyrðu minnihluta-
hópi til að krækja sér í stöðu. Eng-
inn lögregluþjónn virtist sigla und-
ir fölsku flaggi. Skólayfirvöld gripu
til þrotlausra málalenginga og
drekktu rannsókninni í skrif-
finnsku. Mál ellefu slökkviliðs-
manna, sem sögðust vera af suð-
ur-amerískum uppruna, hafa verið
til rannsóknar. Sjö gátu sannað
uppruna sinn, en sögðu upp starfi
sínu frekar en að sæta rannsókn.
En svartir sauðir á borð við Mal-
one-bræður hafa ekki fundist.
Sjón er sögu
Við sluppum með skrekkinn — og hvílíkt Guðslán. Fellibylurinn
Hugo stefndi um tíma á Florida og fólk hér úti á ströndinni, sem
er álíka langt frá okkur og íbúar Selfoss og Hellu eru frá Reykjavík,
var farið að negla fyrir glugga á húsum sínum og fjarlægja báta
sína eða reyra þá niður. En svo breytti Hugo Iítillega um stefnu
og skall á strönd Suður-Karólínu, gerði þar ótrúlegan usla og skildi
þar eftir sig sömu slóð dauða og eyðileggingar og á Leward-eyjum,
Virgin-eyjum og Purerto Rico, 21 maður lá í valnum í Karólínuríkj-
unum og Virginíu. Sumt af þessu gerðist eftir að einn af fréttamönn-
um Morgunblaðsins hringdi í mig og bað mig að hætta að senda
fréttir af fellibylnum, því hannværi víst búinn! Hann fékk hjá mér
símanúmer formanna tveggja Islendingafélaga. Eg vona að hann
hafi ekki haflt upp á neinum Islendingi sem I þessu lenti. Það er
einnig harla ólíklegt því fiest svæðin sem Hugo fór yfir urðu síma-
sambandslaus og verða það allt upp í tvær vikur eftir áhlaupið.
Eg þekkti þennan hugsanagang
fréttamannsins, því ég hafði
gerst sekur um hið sama meðan
ég var í erlendum fréttaskrifum á
íslandi. En kominn á fellibyljaslóð-
ir skynja ég og sé eyðileggingar-
mátt fellibylja. Ég bjó í Denver í
fyrra, þegar Gilbert gekk yfir eyjar
sunnan Kúbu, yfir Yucatan-skaga
og flatlendið í Mexikó fyrir botni
Mexíkóflóans, og fylgdist með hon-
um í sjónvarpsfréttum. Hann varð
hundruðum manna að bana -
margfalt fleirum en Hugo - en samt
náði hann ekki eins miklum tökum
á okkur og Hugo. Ég var í ör-
uggri fjarlægð frá Gilbert. En um
tíma stefni Hugo á svæðið þar sem
ég bý nú - jafnvel húsið okkar. Við
fylgdumst því með honum „af lífi
og sál“. Þegar hann skall á borg-
inni Charleston í S-Karólínu. Um
miðnætti aðfaranótt 22. sept. var
hér 23°C hiti, góð birta frá hálfu
tungli og stjömubjartur himinn!
Krumlur Hugos voru í um það bil
300 km fjarlægð en hér varð hans
ekki vart. Við sluppum en dauðinn
og eyðilegginin var eins og í seiling-
arfjarlægð. Mér er fullljóst, að ef
hann hefði gengið hér yfir, hefði
lítið farið fyrir þremur himinháum
furutijám sem eru á lóð hússins
þar sem við búum. Þau virðast
ríkari
sterk — ég næ ekki utan um stofna
þeirra allra — en svona tijám kippti
Hugo upp með rótum í þúsunda-
tali í Karólínu. í fallinu brutu þau
hús, lögðu saman bíla, slitu raf-
magns- og símalínur og ollu öðrum
skaða. Fyrif einhveija tilviljun
gerðist þetta þar en ekki hér.
Ég held að margir íslendingar
misskilji fellibyli - haldi jafnvel að
það sé einhver aumingjaháttur
fólks á eyjum í Karíbahafi og
Bandaríkjunum eða hvar sem þá
ber nú að landi, að gera svona
mikið veður út af þessu; hús þess
séu bara illa byggð og það geti
sjálfu sér um kennt.
Þó margt sé illa byggt og hrófl-
að upp, aðallega heimkynni fátækl-
inganna, þá er þetta mikil einföldun
og herfilegur misskilningur. í felli-
byl felst meira afl en nokkur mað-
ur getur gert sér í hugarlund.
Menn standa gapandi af undrun
eftirá, þegar þeir líta yfir dauða-
og eyðileggingarslóð fellibyljanna.
Að þessu sinni fengu menn
tveggja sólarhringa frest, allt var
reyrt niður og birgt sem menn
höfðu tök á að binda eða treysta.
Hundruð þúsunda manna héldu eða
voru fluttir til öruggari staða.
Hvernig hefði verið umhorfs, ef
ekkert hefði verið að gert? Það er
ekkert sem stenst mátt fellibylja
af þessari eyðileggingargráðu.
Maðurinn stendur enn ráðþrota
gagnvart náttúruhamförunum.
Hús, brýr og dreifingarkerfi vatns
og rafmagns, sem hafa staðið af
sé öll veður um áratugaskeið, eru
eins og eldspýtnamannvirki, þegar
fellibylina ber að. Slóð þeirra er
mjó, - en samt of breið. Margir
sleppa - en þeir sem verða á leið
fellibyljanna tapa miklu - stundum
bæði aleigunni og lífinu líka. í
Karólínuríkjunum verður rafmagn
ekki komið á allsstaðar fyrr en
eftir 3-4 vikur. Og hugsið ykkur
að lifa á heitum slóðum, þar sem
kæling húsa, geymsla matvæla og
aðrar lífsnauðsynjar byggjast á
raforku. Flóðin sem fellibylir valda
eru annar kapítuli. Ég þekki einn
íslending sem missti aleigu sína,
hús og innbú, í fellibyl. Hann og
kona hans óðu í land með börnin
sín á bakinu. Þessi maður gat ekki
hugsað sé að búa lengur á strönd
þar sem von væri á fellibyl. Óttinn
við fellibyli hverfur aldrei úr bijósti
hans. Ég held að aðeins jarðskjálft-
ar og eldgos á íslandi jafnist á við
fellibylji á suðlægum slóðum.
Þeir koma skyndilega, þegar
þeir líoma, þeir standa stutt — en
hvílík eyðileggingarspor. Það tekur
vikur, mánuði og jafnvel ár að
byggja upp og bæta skaðann. Hugo
varð nær 50 manns að bana — það
tjón verður aldrei bætt. Eignatjón
er mælt í milljörðum dollara —
þremur milljörðum dollara bara í
Karólínuríkjunum. Svona veður
koma sem betur fer ekki á Islandi
eða norðurslóðum, þó oft blási þar
vel. Fárviðri þar eru ekki eins
snögg og skörp, en vara lengur og
gera öðru vísi usla og reyna sannar-
lega á þolrifin.
Sumir græða á fellibyljum t.d.
krossviðarsalar, trésmiðir o.fl.
Sjónvarpsmenn ætluðu að lýsa
gangi mála þegar Hugo bar að
landi í S-Karólínu. Allt fór það fyr-
ir ofan garð og neðan og varð varla
lýsing á öðru en hvernig frétta-
manninum var innanbijósts, hvern-
ig honum tókst að standa í lengstu
lög og annað er að honum vék.
Þeir reyndu en tókst ekki. Mynda-
vélar og orð gátu ekki sýnt fólki
veðurofsann og afleiðingar hans í
náttmyrkri og 200 km vindhraða á
klukkustund. En þegar aftur árlaði
og birti blasti eyðileggingin við.
Hún sýndi okkur hversu óendan-
lega litlir mennirnir eru gagnvart
ógnarmætti náttúrunnar — Iíka
blaða- og fréttamenn.