Morgunblaðið - 01.10.1989, Side 27
ATVIMNA/RAÐ/SWIA x i ^ , ,. .■ki."-í!Li,27
ATVINNUA UGL YSINGAR
Verkfræðingur
28 ára vélaverkfræðingur óskar eftir starfi
sem fyrst. Margt kemur til greina. 3ja ára
starfsreynsla á verkfræðistofu við hitunar-
og loftræsikerfi.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt
„N-7126".
Farandsala
Fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í sölu á
vörum beint til viðskiptavina getur bætt við
sig verkefnum. Margt kemur til greina.
Áralöng reynsla. Afkastamiklir sölumenn.
Tilboð merkt: „Húsasala - 9912“ sendist
auglýsingadeild Mbl.
Kjötiðnaðarmaður
Viljum ráða kjötiðnaðarmann eða mann van-
an úrbeiningum frá og með 1. nóv. nk.
Mjög góð vinnuaðstaða.
Vinnutími frá kl. 8.00-17.00.
Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
4. okt. nk. merkt: „Kjötiðnaðarmaður-7232“.
Afgreiðslumaður
óskast
Afgreiðslumaður óskast til starfa í varahluta-
verslun.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf ósk-
ast sendar auglýsingadeild Mbl. fyrir 9. októ-
ber merkt: „A - 7127“.
TILKYNNINGAR
§ | pBorgarskipulag
- borgarverkfræðingur
Reitur við Traðarkotssund
- bílageymsluhús
Reitur 1.171.0 markast af Laugavegi, Ingólfs-
stræti, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Deiliskipu-
lag reitsins var auglýst frá 6. janúar til 17.
febrúar 1988. Fram er komin tillaga að bíla-
geymsluhúsi á lóðinni Hverfisgötu 20, en
skipulagstillagan er að öðru leyti óbreytt.
Tillagan er til kynningar á Borgarskipulagi,
Borgartúni 3, og hjá Borgarverkfræðingi,
Skúlatúni 2, næstu 4 vikur eða til og með
27. okt. nk.
fFrá Borgarskipulagi
Reykjavíkur
Reitur milli Mýrargötu og Nýlendu-
götu - deiliskipulag
Reitir 1.130.2 og 1.131 markast af Mýrar-
götu að norðan, Seljavegi að vestan, Ný-
lendugötu að sunnan og Ægisgötu að aust-
an. í samræmi við samþykkt skipulagsnefnd-
ar 14. ágúst sl. er að hefjast deiliskipulags-
vinna á þessum reitum.
Þeir, sem vilja leita sér upplýsinga eða koma
á framfæri ábendingum, hafi samband við
Ólaf Halldórsson, deildarstjóra á Borgar-
skipulagi, Borgartúni 3, eða Guðmund Gunn-
arsson hjá Arkitektaþjónustunni sf., Hellu-
sundi 3, Reykjavík.
Verkamenn óskast
Verkamenn óskast að fóðurstöð okkar, Korn-
görðum 12. Mikil vinna. Frítt fæði.
Upplýsingará staðnum hjá afgreiðslustjóra.
Ewoshf.,
Korngörðum 12,
104 Reykjavík.
Hafnarfjörður
Óska eftir skrifstofustarfi hálfan daginn (fyrir
hádegi). Hef góða alhliða reynslu af skrif-
stofustörfum.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„D - 2204“.
Atvinnurekendur
Rekstartæknifræðingur sem einnig hefur
réttindi vélfræðings (VF-1) og víðtæka starfs-
reynslu óskar eftir starfi við framleiðslu-
stjórnun eða rekstur .
Tilboð sendist augl.deild Mbl. merkt: „V - 784“.
Verkamenn
Verkamenn óskast til starfa við áhaldahús
Seltjarnarnesbæjar.
Upplýsingar í síma 621180 og 612100.
Bæjartæknifræðingur.
1S1 Hundahreinsun í
Reykjavík o.fl.
Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 201/1957
um varnir gegn sullaveiki, skulu allir hundar
eldri en 6 mánaða hreinsaðir af bandormum
í október- eða nóvembermánuði ár hvert.
Eigendum hundanna er bent á að snúa sér
til starfandi dýralækna í Reykjavík með
hreinsun.
Við greiðslu árlegs leyfisgjalds þarf að fram-
vísa gildu hundahreinsunarvottorði.
Hundaeigendur, sem senda heilbrigðiseftir-
litinu gilt hundahreinsunarvottorð fyrir 7.
desember nk., verður gefinn kostur á að
greiða leyfisgjaldið með gíróseðli.
Gjalddagi þess verður nú 1. janúar og ein-
dagi 1. mars.
Nýja samþykkt um hundahald er unnt að fá
í skrifstofu heilbrigðiseftirlitsins og eru
hundaeigendur hvattir til að kynna sér vand-
lega ákvæði hennar, þar sem veigamiklar
breytingar hafa orðið á eldri samþykkt um
hundahald í Reykjavík.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
HÚSNÆÐIÓSKAST
íbúð óskast miðsvæðis
Sendiráðsstarfsmaður óskar eftir 3-4 her-
bergja íbúð með stórri stofu, nálægt mið-
bænum. Leigutími 2-3 ár.
Upplýsingar í símum 15158 eða 17621.
Skrifstofa og lager
Heildverslun með hár- og snyrtivörur óskar
eftir húsnæði fyrir starfsemi sína. Æskileg
stærð ca. 100 - 200 fm. Samnýting að ein-
hverju leyti gæti komið til greina.
Upplýsingar í síma 689979.
Matreiðslumaður
Matreiðslumaður óskar eftir starfi.
Hefur meðmæli ef óskað er.
Upplýsingar í síma 686198 eða 98-63328.
Atvinna óskast
23 ára maður óskar eftir vinnu strax. Allt
kemur til greina.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt:
„V - 0709“, fyrir 6. okt. ’89.
Atvinna óskast
Vantar vinnu. BA-próf frá H.í. Reynsla m.a.
í skrifstofu- og kennslustörfum.
Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. fyr-
ir 9. október merkt: „Starf - 9911“.
Atvinna óskast
28 ára gamall fjölskyldumaður óskar eftir vel
launuðu starfi. Margt kemur til greina. Er
lærður bifvélavirki með meistararéttindi.
Tilboð sendist auglýsingadeildár Mbl. merkt:
„Góð laun - 12670“ fyrir 6. sept. '89.
„Au pair“
Samviskusöm „au pair“ ekki yngri en 18 ára
óskast á ísl.-enskt heimili rétt fyrir utan Lon-
don. Má ekki reykja. Umsókn sendist auglýs-
ingadeild Mbl. merkt: „London - 2824“ eða
hringið í síma 90 44 372-64962.
ÓSKASTKEYPT
Hakkavél og reykofn
Óskum eftir að kaupa stóra, notaða hakka-
vél og reykofn.
Upplýsingar í síma 24839.
Vörulagerar óskast
Óska eftir að kaupa allskonar vörulagera,
fatnað, matvöru, gjafavöru, búsáhöld, verk-
færi eða annað, sem til er í talsverðu magni.
Vinsamlegast hringið í síma 687063.
Steypustöð - steypubfll
Verktaki óskar eftir að kaupa steypustöð,
fasta eða flytjanlega, með a.m.k. 15 m3
afköstum á klst. Auk þess er óskað eftir að
steypubíl.
Áhugasamir leggi inn nöfn og símanúmer á
auglýsingadeild Mbl., merkt. „Steypa - 7746.
RJNDIR - MANNFAGNAÐUR
Hluthafafundur
Hluthafafundur verður haldinn í Steinullar-
verksmiðjunni hf. mánudaginn 9. október nk.
kl. 17.00 í Safnahúsinu á Sauðárkróki.
Á dagskrá verða eftirfarandi mál:
1. Tillaga stjórnar um hækkun hlutafjár um
kr. 91.593.700,00.
2. Tillaga stjórnar um breytingar á sam-
þykktum félagsins um aukinn meirihluta
atkvæða til ákvörðunar um hlutafjáraukn-
ingu og um heimild til að halda stjórnar-
fundi símleiðis.
Tillögur og önnur gögn liggja frammi á skrif-
stofu félagsins í eina viku fyrir fundinn.
Stjórn
Steinullarverksmiðjunnar hf.
R AÐ AUGL YSINGAR