Morgunblaðið - 01.10.1989, Qupperneq 34
MORGCMiLADII) FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR
1. OKTÓBER 1989
Peter Bröste, Hlíf og Ebbi Mörk.
BJARTSÝNISVERÐLAUN
Hlíf Svavarsdóttir heiðruð
BRUÐHJON VIKUNNAR
Hefla nýjan lífskafla með
hjónabandi
Brúðhjón vikunnar að þessu sinni
eru Þóra Lind Karlsdóttir og
Salomon Viðar Reynisson til heimilis
að Frostafold 6 í Reykjavík. Þóra
Lind er 26 ára heimavinnandi hús-
móðir, en Salomon er 28 ára gam-
all vélvirki. Börn þeirra þrjú eru
Svavar Örn, Gylfi Snær og Reynir
Viðar, 8, 5 og 2 ára gamtir. „Við
erum búin að vera lengi erlendis, í
Færeyjum og Israel, og ákváðum
að þegar við kæmum heim myndum
við hefja nýjan kafla í lífi okkar.
Hætta flakkinu, flytja í nýja íbúð
og gifta okkur. Nú hefur það geng-
ið eftir,“ segir Þóra. Þau hafa þekkst
í sjö ár, en byijuðu að vera saman
í ársbyijun 1984. 27 ágúst það ár
opinberuðu þau trúlofun sína, þá
stödd í Vaglaskógi. Og upp á dag
1989 voru þau gefin saman í Viðey-
jarkirkju af sr. Þóri Stephensen.
„Það kom ekki annar til greina,
hann er fjölskyldupresturinn, skýrði
tvo strákanna og fermdi mig,“ segir
Þóra.
Stóri dagurinn hófst á því að
Þóra fór í snyrtingu og hárgreiðslu,
en Salomon sá þá um að skreyta
Subarúinn. Um hádegisbilið snæddu
þau saman hádegisverð og um það
bil klukkan eitt sigldu þau út í Við-
ey, Þóra með brúðarkjólinn kirfilega
hulinn sjónum brúð- gumans.
Hálftvö komu gestimir og að þeim
mættum var eftir engu að bíða, at-
höfnin fór fram og gekk hið besta.
Meðal efnis var orgelleikur og lék
austurrískur orgelleikari úr Háteigs-
kirkju lagið Plate d’amour að athöfn
lokinni.
„Við vorum svo heppin, að veðrið
var dásamlegt, sól og blíða, og voru
allir úti við um stund eftir athöfn-
ina. Þá voru teknar margar myndir,
en við erum öll frekar grett á mynd-
unum vegna sólarinnar," segja þau.
En svo lá leiðin aftur til meginlands-
ins og í foreldrahús Salomons, en
þar var haldin 70-manna veisla og
gjafirnar hióðust upp. Meðal annars
fengu þau olíumálverk af Viðey eft-
ir einn besta vin þeirra og styttuna
„Andlit Ástarinnar" frá starfsfélög-
um Salomons.
Að veislu lokinni hurfu brúðhjónin
til síns heima og áttu góða kvöld-
HARGREIÐSLA
Draumurinn að vinna
í Frakklandi eða
Los Angeles
Hlíf Svavarsdóttir hlaut nýlega
hin svokölluðu Bjartsýnisverð-
laun Bröste sem veitt eru árlega til
norræns listamanns . Þetta er ann-
ars í níunda skiptið sem þessi verð-
laun eru veitt, en þeim fylgir ávísun
upp á 30.000 danskar krónur. At-
höfnin fór fram í ráðhúsi Lyngby í
Danmörku og fyrir hönd Bröste af-
henti Ebbi Mörk Hlíf ávísunina og
rósabúnt. Mörk þessi er ballet- og
leiklistargagnrýnandi danska blaðs-
ins Politiken.
Bröste tilgreinir ýmsar forsendur
fyrir vali Hiífar. Til að byija með sé
hún drífandi og skapandi kraftur í
íslenskum ballet sem eigi sér ekki
langa hefð hérlendis. Þá hafi hún
hlotið „Petrusjka“-verðlaunin á norr-
ænu balletdansmóti í Osló í mai á
síðasta ári.
í texta sem Bröste lét frá sér fara
vegna afhendingar verðlaunanna að
þessu sinni segir að þau megi skoða
sem útrétta hendi til íslenskra lista-
manna og þeirrar bjartsýni sem ein-
kenni þá í heild séð. Og á sama tíma
eigi verðlaunin að efla tengsl
íslenskra og danskra listamanna.
Tvítug stúlka, Selma Guð-
björnsdóttir, hefur getið sér
gott orð við einhvern strangasta
hárgreiðsluskóla sem fyrirfinnst,
Pivot Point í Chicago í Banda-
ríkjunum. Að loknu 11 mánaða
námi stendur hún með pálmann í
höndunum, 7000 dollara styrk til
að fara í kennaranám í hágæða-
skóla. í janúar hefst sú skólaganga
og atvinnumöguleikarnir biða við
hvert fótmál með slíkt nám að
baki sér. Selma á ekki langt að
sækja hágreiðsluhæfileika sína,
faðir hennar ,Dúddi, er einn af
þekktustu hárgreiðslumönnum
þessa lands.
„Ég, er auðvitað mjög glöð yfir
Morgunblaðið/Bjami
Selma Guðbjörnsdóttir á hár-
greiðslustofunni „Hjá Dúdda“.
því hversu vel þetta gekk allt sam-
an, en það var mikil reynsla að
standa í þessu. Ekki síst þar sem
skólinn er ótrúlega strangur. Sem
dæmi um það má nefna, að reikn-
að er með að nemendur ljúki nám-
inu á 1560 klukkutundum á 10
mánaða tímabili. Fari menn fram
yfir það, borga þeir 5 til 8 dollara
með sér fyrir hveija klukkustund
sem þeir fara umfram kvótann.
Mæti menn eina mínútu of seint
þá er tekinn af manni hálftími og
mæti menn fimm mínútum of seint
er tekinn klukkutími. Svo verður
allt að vera hreint og snjóhvítt.
Ef skórnir eru skítugir verður
maður að fara úrtíma, kaupa skóá-
burð og hreinsa skóna, auk þess
að missa tíma. Ef það sést brún
spenna í hárinu verður hún að
hverfa og hvit að koma í hennar
stað. Og ef maður gleymir nafn-
spjaldinu sínu verður maður að
kaupa nýtt. Þannig mætti áfram
telja. En á móti kemur að kennslan
er meiri háttar,“ segir, Selma.
Pivot Point rekur skóla um heim
allan, til dæmis í Bandaríkjunum,
Italíu, Japan og Ástralíu. Styrkn-
um fylgir samningur um að vinna
fyrir Pivot Point í þijú ár að loknu
kennaranáminu. Selma segir það
fara þannig fram, að fyrst að lo-
knu kennaranáminu fylgi. menn
vönum kennara í kennslustundum,
en taki svo við og sjái um kennsl-
una einir. Bæði sé um bóklegt- og
verklegt nám að ræða. En hvað
tekur svo við?
„Ég vil einhvern tíman koma
heim og vinna, en æðsti draumur-
inn er að vinna við hárgreiðslu í
Frakklandi eða Los Angeles," seg-
ir Selma Guðbjörnsdóttir.
j PlanPerfect j
16 klst. hnitmiðað og vandað námskeið í notkun g
hins aðgengilega töflureiknisins PlanPerfect.
Leiðbeinandi. Andrés Sigurðsson.
Tími: 10., 11., 12. og 13. okt. kl. 13 - 17
1 I
1
1
Tölvufræðslan
Borgartúni 28, sími 687590
I
.J
VEISTU AÐ IsfjLANDS-
Náma Landsbankans er þjónusta sem léttir undir með námsmönnum. VISA-kort#
BANKANUM ER NÁMA
affhending skjala vegna LÍN, sveigjanlegri afborganir lána, 100.000 króna
FYRIRl
NAMSFOLK.
námsstyrkur og hátt námslokalán er meðal |»ess sem sækja má í Námuna.
[ Náman er ný fjármálaþjónusta í
Landsbankanum, sérstaklega ætl-
uð námsfólki frá 18 ára aldri. Því
ekki að hefjast handa nú þegar og sækja í námu
Landsbankans. Með því að skapa þér gott orð í
Landsbankanum - þó í litlu sé, leggurðu grunninn að
fjárhagslega öruggri framtíð. Allar nánari upplýsing-
ar, fúslega veittar í næsta Landsbanka. Við bjóðum
námsfólk velkomið.
Nýttu þér námuna.
IANPSBANKI
í S L A N D S
N • A • M • A • N
(
4
i
i
I
(