Morgunblaðið - 01.10.1989, Síða 39
MÖRGÍíNBLÁÐIÐ ÚTVARP/SÍÖIWI^R^sun^gW 1. ÖKTÖBER 1989
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Páll Þorsteinsson með morgunþátt.
Fréttir og ýmsar upplýsingar fyrir hlust-
endur, í bland við tónlist. Fréttir kl. 8.00,
9.00 og 10.00.
10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Bibba íheims-
reisu kl. 10.30. Fréttir kl. 10.00, 12.00
og 13.00 og 14.00.
14.00 Bjami Olafur Guðmundsson. Gömlu
lögin, nýju lögin og allt þar á milli. Óska-
lög og afmæliskveðjur. Fréttir 16.00 og
18.00. Bibba í heimsreisu kl. 17.30.
18.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thor-
steinsson.
20.00 Þorsteinn Ásgeirsson. íþróttadeildin
kemur við sögu, talsmálsliðir og tónlis't.
24.00 Næturvakt Bylgjunnar.
RÓT
FM 106,8
9.00 Rótartónar.
12.00 Stjáni stuð.
13.30 Af vettvangi baráttunnar. Gömlum
eða nýjum baráttumálum gerð skil. E.
15.30 Laust.
16.30 Umrót. Tónlist, fréttir og upplýsingar
um félagslíf.
17.00 Laust.
18.00 Á mannlegu nótunum. Flokkur
mannsins.
19.00 Bland í poka. Tónlistarþáttur í umsjá
Ólafs Hrafnssonar.
20.00 FÉS — unglingaþáttur. Umsjón Bragi
og Þorgeir.
21.00 Frat. Tónlistarþáttur með Gauta Sig-
þórssyni.
22.00 Hausaskak., Þungarokksþáttur i um-
sjá Hilmars Þórs Guðmundssonar.
23.30 Rótardraugar. Lesnar draugasögur
fyrir háttinn.
24.00 Næturvakt. ivar og Sigþór.
STJARNAN
FM 102,2
7.00 Þorgeir Ástvaldsson mættur á morg-
unvaktina. Fylggi með málefnum liðandi
stundar og fólk tekiö tali. Fréttir kl. 8.00
og 10.00.
9.00 Gunnlaugur Helgason. Hádegisverð-
arpotturinn, Bibba i heimsreisu o. fl.
Fréttastofan kl. 12.00, 14.00. Stjörnuskot
kl. 11.00 og 13.00.
14.00 Margrét Hrafnsdóttir. Kl. 16.30 er
Stjörnuskáld dagsins valið og kl. 18.15
er talað út. Bibba í heimsreisu kl. 17.30
Fréttir kl. 14.00 og 18.00. Stjörnuskot
kl. 15.00 og 17.00.
19.00 Vilborg H. Sigurðardóttir í klukku-
stund.
20.00 Kristófer Helgason. Óskalög og gam-
anmál allt kvöldið.
24.00 Nætun/akt Stjömunnar.
EFFEMM
FM 95,7
7.00 Hörður Amarson.
9.00 Sigurður Gröndal og Richard Scobie.
11.00 Steingrímur Ólafsson.
13.00 Hörður Arnarson. •
15.00 Sigurður Gröndal og Richard Scobie.
17.00 Steingrímur Ólafsson.
19.00 Anna Þorláks.
22.00 Þorsteinn Högni Gunnarsson.
Útrás
16.00MS 20.00MH
18.00FB 22.00MR
Útvarp Hafnarfjörður
18.00-19.00 Menning á mánudegi. Rætt
við listafólk o.fl.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.10— 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03—19.00 Svæðisútvarp Norðuriands.
Rás 2:
Stóra
spum-
ingin
■■■■ Rás 2 efnirl.il spurn-
1 r 03 ingakeppni vinnu-
10 — staðanna í vetur
undir nafninu Stóra spurning-
in og verður <á dagskrá kl.
15.03 alla virka daga. Þá
mæta fulltrúar vinnustaða í
hljóðstofu til að gUma við stóru
spurninguna. Þeir verða í
beinu símsambandi við vinnu-
félaga sína sem geta lagt þeim
lið ef þörf krefur. Dómari og
spyrill er Flosi Eirfksson, sá
er gat sér góðan orðstír í
spurningakeppni framhalds-
skólanna í vetur sem leið. Flosi
er nú sestur hinum meginn við
borðið og byggir á mikilli
reynslu í spurningakeppnum.
Stóra spurningin verður kynnt
klukkan 9.30 í morgunsyrpu
Evu Ásrúnar, en í þæltinum
Milli mála verður svo keppt
um réttin til að svara henni.
Rás 2:
Þjóðarsálin
HB Þátturinn Þjóðarsál
03 hóf göngu sína á Rás
2 um áramót. Stjórn-
endur dægurmálaútvarps hafa
nú ákveðið að útfæra þáttinn
frekar í vetrardagskrá og
brydda upp á nýjungum.
„Végna gagnrýni um að of mik-
ið beri á neikvæðni og kvörtun-
um í fári þjóðarsálarinnar ætlar
dægurmálaútvarpið að kalla á
hlustendur til baráttu fyrir góð-
um málstað," sagði Stefán Jón
Hafstein sem lengstum hefur
rætt við hlustendur. „Málstað-
urinn er íslensk tunga og mál-
rækt. Þjóðarsálin verður hvött
til virkrar málræktar." Vikuleg-
ur símatími verður helgaður
þessu efni. Ólína Þorvarðardóttir verður sérstakur umsjónarmaður
Þjóðarsálarinnar á mánudögum næstu vikurnar.
Rás 1:
Hlutleysi, hemám
og hervemd
tB í dag klukkan 10.30
30 hefst á Rás 1 ný
þáttaröð sem Pétur
Pétursson hefur tekið saman
um ísland, seinni heimstyrjöld-
ina og stefnu íslendinga gagn-
vart hemaðarumsvifum, allt frá
því að þeir lýstu yfir ævarandi
vopn- og hlutleysi við gerð sam-
bandslagasáttmálans árið 1918,
til vorra daga. í fyrstaþættinum
segir Pétur frá aðdraganda
styijaldarinnar og því hvaða
afstöðu íslendingar tóku til
deilumála samtímans s.s. innr-
ásar ítala í Eþíópíu og upp-
gangs nasismans í Þýskalandi.
Pétur ræðir við menn sem muna
eða tóku þátt í þessum deilumál-
um. Meðal annars ræðir hann við Jón Á. Gissurarson um ferð hans
til Þýskalands árið 1933 og dregur fram samtímaheimildir um ferð
Helga Hjörvars til Ítalíu og Halldórs Kiljan Laxness til Moskvu á
árunum milli stríða.
Ólína Þorvarðardóttir
Stöd 2:
Fötin skapa
manninn
Fjalaköttur Stöðvar 2 sýnir í kvöld þýsku bíómyndina Föt-
OO 50 in skapa manninn, Der letzte Mann, frá 1924 eftir F.W.
^ _ Mumau. í henni segir frá dyraverði á fínu hóteli sem
Lmil Jannings leikur. Hann er ákaflega stoltur af starfinu og þá
sérstaklega af einkennisbúningnum. Hann spígsporar í honum um
hótelið og nágrannar hans eru að springa af monti fyrir hans hönd.
Dag einn ákveður framkvæmdastjóri hótelsins að setja hann í nýtt
starf í fatahengi hótelsins, sem fylgir öllu ómerkilegri einkennis-
búningur. Með það er dyravörðurinn fyrrverandi rúinn allri vii’ðingu
og vinir og vandamenn snúa við honum baki. Hann á sér þó upp-
reisn æru áður en yfir lýkur og var endir myndarinnar séstaklega
settur saman til að hæðast að hamingjuríkum endalokum allra banda-
rískra bíómynda á þessum árum. Maltin: ★ ★ ★’Á
3Ö
GÁRUR
eftir Elínu Pálmadóttur
Ogjörðin snýst
og snýst
Súrsuð júgur voru oft gefin
hundum! Þessi setning barst
mér á öldum ljósvakans einn
morguninn. Hundum? Eitthvert
mesta ljúfmeti, sem ég hefi feng-
ið um æfina, vom einmitt súrsað-
ar júgursneiðar endur fyrir löngu
hjá henni Sigurbjörgu í Felli í
Sléttuhlíð. Þetta gómsæti úr
súrnum hjá þessum snillingi hef-
ur oft komið í hugann þegar ég
í útlendu veitingahúsi hefi fengið
einhvem fínan, súran forrétt,
sem þar er gjarnan kynntur sem
sérréttur hússins. í þeim mikla
áhuga á framandi réttum, sem
nú er í tísku,
svo vel þrífast
veitingahús
með ítalskar
pítsur, austur-
landamat,„fra-
nskt eldhús"
o.fl., hefur
hugmyndflug-
ið lítt beinst að
því að nýta og
þróa gamla
íslenska rétti.
Oft þarf ekki
mikið til þess
að þeir falli inn
í nútímamatargerð, en haldi
sínum sérkennum. T.d. lenti und-
irrituð fyrir 2-3 árum fyrir tilvilj-
un á þessum afbragðs kokteilp-
innamat, sem gaman var að
bjóða. í ísskápnum var hvalur,
sem mátti skera í pinnamat, og
þessi fína heimalagaða sinn-
epssósa, en engar pylsur. Kom
þá ekki í ljós hvílíkt sælgæti súr-
ir hvalbitar eru, sé þeim difið í
sinnepssósu! En hvalur er nú víst
úr sögunni í bráð. Margt fleira
höfum við, en nýtum ekki. Gefa
til dæmis hvannastilkar ekki jafn
gott og sérkennilegt bragð sem
sellerí? Nú ætti að vera óþarfi
að fóðra rollur lengur á hvönn-
inni. Mætti forða henni í girtrum
görðum.
Matargeymsluaðferðir hafa
vitanlega breyst og eru að breyt-
ast. Fer eftir aðstæðum á hveij-
um tíma. íslensk matargeymsla
og þar af leiðandi matargerð ein-
kenndist löngum af landlægu
salt- og kryddleysi, þótt víking-
arnir væru búnir að læra að veija
mat í salti fyrir íslandsbyggð og
farnir að kenna það á öðrum
ströndum. Almenningur hér á
landi fer ekki að nota salt að
neinu ráði fyrr en á síðustu öld,
svo allan mat varð að geyma í
súr eða vindþurrka hann. Þar í
liggur okkar hefð, sem við gæt-
um þróað og sérhæft okkur í.
En þá rennur upp tími matar-
varðveislu í salti, sem verður
eðlilega að saltfískverkun og út-
flutningi á saltfíski. Tæknin við
varðveislu- á mat og flutning á
markað réði aðferð og smekk.
Síðan tekur við frystitæknin með
sína miklu möguleika til varð-
veislu á físki og kjöti og upp renn-
ur nýtt tímabil. Salfískurinn
víkur hjá þeim þjóðum, sem eiga
þess kost og hafa efni. Og við
frystum enn nær allan mat, fisk
og kjöt, sem við þurfum að
geyma og flytja milli staða. Höf-
um sjálf lært að borða langgeymt
kjöt í frysti.
En veröldin stöðvast bara ekki
þar sem maður helst kýs. Mark-
miðið er vitanlega að fá matvæli
sem nýjust til neyslu. Og með
ört bættum samgöngum í lofti
og á landi með hraðbrautum og
hraðlestum, aukast stöðugt
möguleikarnir á að fá nýmeti,
sem hvorki hefur verið saltað né
fryst. Þá kröfu gera atiðvitað í
sívaxandi mæli þær þjóðir, sem
hafa efni á því. Hinar koma sjálf-
sagt á eftir, eins og alltaf hefur
gerst í henni veröld. Semsagt er
ljóst orðið, að langfrosin matvæli
eru á útleið í heiminum. Ennþá
að vísu hægt, en bítandi. Þeir
kröfuhörðu og efnuðu eru farnir
að ætlást til þess að fá kjöt af
nýslátruðu og fisk upp úr sjó.
Frystingin sem geymsluaðferð á
matvælum er óhjákvæmilega á
útleið eins og fyrri ágætar
geymsluaðferðir. Er að víkja fyr-
ir öðru æskilegra — nýmetinu.
Langgeymdur matur í frysti,
kannski í hálft annað ár, þykir
ekki lengur eftirsóknarverður,
enda næstum jafndýr vegna
orkukostnaðar.
Höfum við hér uppi á íslandi
kannski ekkert tekið eftir þessu?
Erum enn að ijárfesta í stórum
stíl í frystingu og frystigeymsl-
um, sem á eftir að borga upp á
næstu áratugum? Þegar enginn
vill lpngur borga aukalega fyrir
fíystinguna? Ætlum við að verða
jafn seinheppin með það og
kindakjötið, sem var verið að
ráða bændum til að rækta sem
feitast löngu eftir að hinn ríki
heimur — sá eini sem hefur efni
á að skipta við okkur — var á
leið og kominn í magurt fæði?
Með minnkandi erfiðisvinnu
vegna nýrrar tækniþróunar, varð
þörfin fyrir þá orku horfin og
fitan þarmeð óæskileg. Kannski
við ættum nú að líta svolítið til
átta, kíkja á það sem er að ger-
ast úti í hinum stóra heimi? Þær
tilhneigingar berast venjulega
hingað áratug eða áratugum
síðar.
Nú erum við hér á íslandi á
kafí í heilsuræktarbyltingunni.
„Inni“ er hreyfing og útivera,
heilsuræktarstöðvar, fitulaust
heilsufæði og umfram allt tá-
grannar manneskjur. Sér maður
þá ekki í blaðaskrifum að farið
sé að bóla á því að sú ímynd sé
að byija-að láta á sjá í velferð-
arríkjunum, m.a. vestan hafs.
Farið að bera á því að fólk vilji
makindi, sé farið að láta eftir sér
að borða úti á veitingastöðum
annað en megrunarfæði og konur
á efri bameignaaidri unnvörpum
að drífa sig í að eignast fleiri
böm. Farnar að sjást þybbnari
manneskjur, sem kæri sig kollótt-
ar. Ja, heimurinn heldur víst
áfrani að snúast og við með —
svo lítið á eftir hér uppi undir
heimskautsbaug.