Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C
229. tbl. 77. árg. SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER ______ PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Mbl/RAX
Reykvískt æskufólk
Fiskifræðingar með nýjar upplýsingar um fískstofiiana í Barentshafí:
Oveijandi að he§a loðnu-
veiðar fyrr en árið 1992
Rauð bindi á
steíhumótin
Lundúnum. Daily Telegraph.
Vinsælasti hálsbindaliturinn er
ennþá blár og hann nota 40 af hundr-
aði karlmanna við öll tækifæri, sam-
kvæmt könnun sem bresku binda-
verslanirnar Tie Rack gerðu. Enn-
fremur kom fram að ungir menn
tengja rauð bindi við þá sem klífa
metorðastiga stórfyrirtækjanna. Þeir
segja að með því að nota rauð bindi
í vinnuni tryggi menn sér athygli yfir-
mannsins. Auk þess bendi liturinn til
þess að þeir séu atorkumenn. Hins
vegar eru rauð bindi minna notuð
utan vinnustaða. Aðeins um átta af
hundraði karlmanna segjast nota
rauð bindi er þeir heimsækja foreldra
unnustunnar en um fimmtungur
þeirra velur slík bindi á stefhumótin
við hana eina.
Ítalía:
Dauðsföll vegna
eituijyija algeng
Róm. Reuter.
FLEIRI deyja af völdum eiturlyfja-
neyslu á Italíu en í nokkru öðru landi
Vestur-Evrópu, samkvæmt skýrslu
sem lögð hefur verið fyrir ítalska
þingið. 791 ítali lést af völdum eitur-
lyQa í fyrra, eða um tveir á degi iiverj-
um. Vestur-Þýskaland kemur næst
með 670 dauðsfóll en þar á eftir koma
Spánn og Frakkland. ítalska þingið
Qallar nú um tillögur varðandi að-
gerðir til að stemma stigu við eitur-
lyfjavandanum, til að mynda algjört
bann við neyslu eiturlyfja.
Ræningi með
gxirku að vopni
Lundúnum. Daily Telegraph.
Glæpamaður nokkur
framdi fjórtún rán
með gúrku að vopni,
að því er fram kom
við réttarhöld í Lund-
únum á fostudag.
Hann vafði gúrkunni
í plastpoka og þóttist
vera með byssu í pok-
anum. Þannig rændi hann rúmlega
9.000 sterlingspundum (um 890.000
ísl. kr.) í bönkum og skrifstofum.
Maðurinn kvaðst sekur um rán en
vísaði á bug ákæru um að hann hefði
beitt gúrkunni á ólöglegan hátt.
Ósló. Frá Kune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞAÐ berast æ uggvænlegri upplýsingar
um ástand fiskstofhanna í Barentshafi.
Nú segja norskir og sovéskir fiskifræð-
ingar að ekki sé verjandi að hefja loðnu-
veiðar að nýju í hafinu fyrr en árið 1992.
ætt var um ástand loðnustofnsins í
Barentshafi á fundi í Múrmansk í Sov-
étríkjunum eftir að sex hafrannsóknaskip
höfðu lokið fjögurra vikna rannsóknaferð
um hafið. „Niðurstaða fundarins var að
loðnustofninn er í vexti en of lítill miðað
við sterku árgangana á liðnum áratug. AU-
ir voru á sama máli um að ekki væri grund-
völlur fyrir loðnuveiðum, hvorki á árunum
1990 né 1991,“ sagði Johannes Hamre,
fiskifræðingur við hafrannsóknastofnunina
í Björgvin.
Þessar upplýsingar koma fram nokkrum
dögum eftir að Alþjóðahafrannsóknaráðið
(ICES) lagði til að þorskveiðar í Barents-
hafi yrðu minnkaðar niður í 100.000 tonn
á ári úr 300.000 tonnum.
„Astand þorskstofnsins er alvarlegt og
rannsóknir sýna að draga verður stórlega
úr þorskveiðum á næsta ári. Á næstu 4-5
árum vel'ður endurnýjun stofnsins mjög
lítil," sagði fiskifræðingurinn Knut Sunn-
annas.
' Þessar upplýsingar eru mikið áfall fyrir
íbúa Norður-Noregs, þar sem þúsundum
verkamanna í fiskiðnaði hefur verið sagt
upp störfum. Norska stjórnin hefur því skip-
að nefnd til að leggja fram tillögur fyrir
15. nóvember um hvernig bregðast eigi við
kreppunni í Norður-Noregi.
Sjómenn í Norður-Noregi hafa látið í ljós
miklar efasemdir um tillögur fiskifræðinga
um að draga úr þorskveiðum á Barents-
hafi. Þeir benda á að sömu fiskifræðingarn-
ir og leggja þetta til höfðu þremur árum
áður sagt að hægt yrði að veiða allt að
800.000 tonn af þorski á ári á Barentshafi
í byijun næsta áratugar.
Bette Davis látin
New York. Reuter.
LEIKKONAN góðkunna Bette Davis
lést sl. föstudag, 81 árs að aldri. Bana-
mein hennar var krabbamein. Hún
var fiutt í skyndi frá Spáni, þar sem
hún var við kvikmyndahátíðina í San
Sebastian, til sjúkrahúss í Parísar-
borg. Bette Davis lék í yfir 80 kvik-
myndum á starfsferli sínum. Hún
hlaut Oskarsverðlaun tvisvar sinnum.
LÍKNARDAUÐI
Á að lengja dauóann um leið og lífið ?/ 10
MEHWEMD
IMISTIRIM