Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTOBER fiska við þessar aðstæður. „í þessum tilvikum þarf sífellt að vera að meta aðstæður: Hvenær er verið að lengja lífið og lengja stríðið og hvenær er verið að stytta hvort tveggja?" Sr. Sigfinnur segir málið vissulega horfa öðru vísi við þegar um meðferð gegn langvinnum sjúkdómi er að ræða heldur en þegar læknir á gjör- gæsludeild stendur frammi fyrir þeim vanda að allt það, sem gerir lífið að lífi er á burt: inntak, gæði og möguieikar manna á að vita í þennan heim eða annan. Þá þarf læknirinn jafnvel að meta á nokkrum andartökum hversu langt á að ganga til þess að halda fast í það ástand. Olafur Þ. Jónsson, yfirlæknir á svæfingar- og gjörgæsludeild Borg- arspítalans, hefur mikla reynslu a_f meðferð sjúklinga í gjörgæslu. „Á gjörgæslu fáum við rhikið af stór- slösuðu fólki og það er vitaskuld fi-umregla að gera allt sem við getum til þess að bjarga þeim, svo framar- lega sem nokkur minnsta von er um bata. Reyndar leggjum við áherslu á að fá ekki sjúklinga inn á deild, sem er vonlaust að gera nokkuð fyrir, því það hlýtur vitaskuld að vera skilyrði fyrir því að menn séu í gjörgæslu að við eigum einhveija möguleika á að hjálpa þeim.“ Ólafur segir að á gjörgæsludeild sé oft ekki mikið ráðrúm til vanga- veltna um hvort takmarka eigi með- ferð eða ekki — allt sé gert til þess að bjarga sjúklingunum. „Hins vegar er það með þessa deild eins og aðrar að menn eru alltaf að taka ákvarðan- ir upp á líf og dauða. Um slíkt er hins vegar nær ógemingur að setja alhæfar reglur. Hvert tilfelli verður að meta fyrir sig.“ „Din skurk! Lad ham dn i fred“ Öm Bjarnason segir að þegar hann hafi hafið störf að loknu læknis- námi hafi hann stundum skort reynslu til þess að meta aðstæður rétt, sérstaklega þegar hann þurfti að taka ákvarðanir með nokkurra mínútna fyrirvara. Hann minnist þess að hafa verið með stórslasaðan mann á skurðborðinu í Landakots- spítala og þurfti Örn að ákveða til hvaða bragðs hann skyldi taka. „Systir Gabríela, sem þá var yfir á skurðstofu, kom þar að sem ég var að setja mig í stellingar og sá hvað um var að vera. Þá kom hún til mín og sagði „Din skurk! Lad ham do i fred.“ Hún var mér nú ekki reið, blessuð, enda voru orðin „Din skurk“ blíðuhót úr hennar munni. En þetta var sú kalda gusa, sem ég þurfti, því á þessu augnabliki varð mér ljóst að mér kynni að verða á á skyssa, svo ég kallaði til yfirlækninn og bar málið undir hann. Hann reyndist sömu skoðunar og systir Gabríela; maðurinn var alltof langt leiddur til þess að ég ætti að hefja endurlífgun." „Svo getur fleira komið til,“ segir Örn. „Einhverju sinni var ég sóttur út á sjó til þess að gera að sámm erlends sjómanns, sem hafði orðið fyrir hræðilegu slysi. Þegar ég kem um borð sé ég að maðurinn er mjög illa leikinn og í bráðri lífshættu. Ég reyndi að sjálfsögðu allt sem ég gat til þess að bjarga manninum og fór út í aðgerðir, sem varla er hægt að kalla annað en „hetjulegar“ tilraunir í blóra við öll líkindi. Maðurinn lifði.“ „En þar með er ekki öll sagan sögð,“ bætir Öm við. „Nokkrum árum síðar kom þessi maður aftur til íslands og þess var getið í blöðun- um. Þegar ég sá hins vegar myndir af honum komst ég ekki hjá því að velta því fyrir hvort ég hefði átt að leggja mig svo mikið fram við að bjarga lífi hans. Maðurinn var svo bæklaður að ég var hreint ekki viss um hversu mikið hann þakkaði mér lífbjörgina. En þegar maður hugsar sig betur um er náttúrulega ljóst að mér var engin önnur leið fær.“ Kjartan Magnússon bendir á að jafnvel þótt meðferð gagnist sjúkl- ingi ekki, þá verði einnig að hafa í huga að oft geta krabbameinssjúkl- ingar lifað um mjög langan tíma — jafnvel um árabil — án nokkurrar meðferðar gegn sjálfu meininu. Krabbamein eru yfirleitt langvinnir sjúkdómar og stundum getur það jafnvel verið betra þegar allt kemur til alls, að hefja ekki sjúkdómsmeð- höndlun, því hún kann að hafa í för með sér áhættu og mjög óþægilegar aukaverkanir. „Það er alltaf mikil togstreita, sem kemur upp, bæði hjá sjúklingi og þeim sem annast hann. Hjá yngra fólki er það augijóst að meðferð gegn illkynja sjúkdómi verður ákafari og maður þorir að reyna meira þegar ungt fólk á í hlut heldur en aldraðir. Aldur á í sjálfu sér vitaskuld ekki að stýra ákvörðun um meðferð, en staðreyndin er sú að eldra fólk þolir meðferð yfirleitt verr heldur en þeir, sem yngri eru. Þá er það nú líka oft svo að gamalt fólk er sáttara við það að leiðarlokin séu ekki langt undan, meðan að lífsgleði yngra fólks er oftast mun meiri.“ „Þessar leiðir verðum við alltaf að kanna allar, áður en við getum tekið einhveija ákvörðun um það að halda að okkur höndum," segir Kjart- an. „Þegar það er allt fullreynt, þá er hægd- að fara að leiða hugann að þessu í samráði við sjúklinginn og ákvörðunin er hans. Við, sem meðhöndlum illkynja sjúkdóma, sem oft eru langvinnir, njótum þess að hafa þennan langa tíma öfugt við það sem gerist á gjör- gæslu þar sem læknarnir verða oft að taka ákvarðanir með mjög stutt- um fyrirvara, enda hver sekúnda dýrmæt. Við þekkjum sjúklinginn yfirleitt ákaflega vel þegar að því kemur að illa fer að ganga. Þegar læknir er kominn að því að taka ákvörðun um meðferð, sem getur verið umdeild: hvort eigi að vera að framlengja líf þegar ekkert er fram- undan, þá veit hann oft óskir sjúkl- ingsins í því efni, hvað hann hugsar og hvað hann vill. Stundum hefur maður rætt þetta við viðkomandi sjúkling á þessum langa sjúk- dómstíma, hvað eigi nú að gera þeg- ar staðan er orðin slík. Hversu langt maður á að ganga við að framlengja lífið örlitið, þegar fullljóst er hvað er framundan? — Dauðinn.“ Kjartan segir að sem fyrr skipti trúnaður hjúkrunarfólks og sjúklings meginmáli. „Fæstir sjúklingar geta tekið afstöðu til þessa upp á eigin spýtur og átt frumkvæði að því að ræða mögleikann á takmarkaðri meðferð. Hins vegar eigum við auð- veldara með að nálgast þennan vanda með þeim og getum rætt þessi mál. Við höfum heiðarleika gagnvart sjúklingnuin í hávegum, segjum sannleikann ef spurt er um hann og umfram allt Ijúgum við ekki að sjúkl- ingnum. Traustið milli krabbameins- sjúklinga og lækna þeirra er yfirleitt mjög mikið og reyndar kemst hjúkr- unarfólkið oft nær sjúklingnum en við læknarnir og getur rætt val- þröngina á kannski aðeins öðrum nótum. Takmörkuð meðferð í lok lífs á fyrst og fremst að fara að óskum sjúklingsins og helst í samráði við hann, með þeim takmörkunum þó að menn séu ekki beinlínis að þrengja sér inn á sjúklinginn, því einkalíf hans er jafnfriðhelgt og annarra. Það eru einfaldlega ekki allir, sem geta horfst í augu við þessa hluti. Þegar meðferð styttir líf sjúklings Það geta komið upp þau tilvik — þar sem meðferð mistekst — að meðferðin beinlínis stytti líf sjúki- ingsins. Lyfjameðferð býður hættu á aukaverkunum heim, t.d. hvítblóð- kornafæð, sem eykur líkur á sýkingu vegna minnkandi mótstöðuafls líka- mans. En þá miðast vitaskuld allt að því að meðhöndla slíkar aukaverk- anir, sem ekki tengjast sjúkdómnum beint heldur meðferðinni. Ef það þykir hins vegar fullreynt að lækna sjúkdóminn, engin tegund meðferðar ber árangur og upp koma einkenni eða sjúkdómsástand, sem fer versnandi, þá einbeitir maður sér að því að gera lífið sem bærilegast fyrir sjúklinginn. Þegar sjúklingur á ekkert annað fyrir sér en þjáningarfulla legu og á í raun ekkert líf eftir nema biðina eftir dauðanum, er afskaplega hæpið að vera að taka til sérstakra ráðstaf- ana gegn sjúkdómi eins og til dæmis lungnabólgu. Því þegar búið er að lækna hana, þá kemur bara eitthvað annað, sem þarf þá að fara að ráð- ast gegn og þannig áfram, þangað til sjúklíngurinn deyr. Þá þarf að taka ákvörðun um hvort halda eigi að sér höndum — helst í samráði við sjúklinginn. Ég tel að það sé beinlín- is rangt að vera framlengja líf sjúkl- inga þegar svo er málum komið.“ Þáttur aðstandenda En hvar koma aðstandendur þarna inn í, t.d. ef sjúklingurinn er meðvit- undarlaus? Taka ættingjar ákvarðan- ir fyrir hönd sjúklingsins eða halda þeir sig fjarri? Eða kemur ættingjum kannski málið ekkert við? „Það er allur gangur á því hvern- ig ættingjarnir blandast þessu,“ seg- ir Kjartan. „Það eru ekki aðstand- endur, sem ákveða til hvaða ráða er gripið eða látið vera að grípa til, t.d. gegn lungnabólgu í svona tilvikum. Vitaskuld er farsælast að hafa þá með í ráðum og láta þá fylgjast með því, hvað menn telji skynsamlegast og hvað þeir telji vera sjúklingnum fyrir bestu, þó slíkt sé oftast erfitt að ákvarða. En oft hefur maður reyndar rætt við sjúklingana áður og þeir eru gjarnan búnir að sætta sig við hlutskipti sitt og vita að hverju stefnir. Enn sem fyrr miðar allt að því að láta sjúklingnum líða sem best.“ En það er nú þannig með aðstand- endur að þrátt fyrir að við þekkjum þá nú yfirleitt, þá er hitt h'ka til að þeir hafi afskaplega lítið fylgt sjúkl- ingnum og birtast svo á elleftu stundu og hafa þá kannski mjög ákveðnar skoðanir á málunum. En hvort sem ættingjarnir eru nákomnir sjúklingnum eða ekki, þá held ég að þeir eigi yfirleitt engu betra en hjúkr- unarfólk með að leggja endanlegt mat á það hvað sé sjúklingnum fyrir bestu.“ Kjartan segir að ást aðstandenda á sjúklingnum geti líka orðið til þess að þeir fari fram á að bókstaflega allt sé gert til þess að halda síðasta lífsneistanum í honum, þrátt fyrir vonlausa stöðu. Annað segir hann reyndar spila inn í þetta og það er að fólk heldur oft í vonina um að lykillinn að krabbameinsgátunni finnist einn góðan veðurdag og óvar- legar fréttir í fjölmiðlum um ný lyf vekja oft falskar vonir í bijóstum sjúklinga og aðstandenda þeirra í þá veru. Ólafur Þ. Jónsson kveðst hafa góða reynslu af viðbrögðum ætt- ingja. Þrátt fyrir að um skyndilegt áfall sé iðulega að ræða segir hann flesta taka þessum málum af skyn- semi. „Þegar fólk er komið yfir fyrsta áfallið tekur það rökum. Ef það er ljóst að ekkert er hægt að gera og dauðinn óumflýjanlegur — tala nú ekki um ef heiladauði hefur þegar átt sér stað — gera ástvinir sjúklings- ins sér fljótt grein fyrir því að það er búið að gera allt, sem hægt er að gera og sætta sig við það eins og hægt er.“ Svo getur líka komið til að ættingj- arnir beijast beinlínis um sjúklinginn vegna erfðamála og annars slíks, þannig að menn verða að vera á varðbergi gagnvart slíku, þó svo að þetta séu að sjálfsögðu alger undan- tekningartilvik. Af þeirri ástæðu tek- ur Kjartan undir skoðanir þær, sem reifaðar voru fyrst í greininni um að ekki megi leiða ákvæði um líknar- dauða í lög. Hvað er dauði? „Ég er þeirrar skoðunar að mest ríði á að hugtakið „dauði“ sé skil- greint," segir sr. Sigfinnur. „Nú er miðað við það að þegar hjartað hætt- ir að slá sé maður látinn, en nú er hægt að halda slíku lífsmarki eftir að heiladauði hefur orðið. Sé það gert er svo spurning hvort ekki sé verið að vinna beinlínis gegn lífinu, þ.e.a.s. verið að viðhalda ástandi, sem er ekkert annað' en endalaus dauði." Þeir Kjartan og sr. Sigfinnur telja þó, að áður en hægt er að setja nið- ur einhveijar reglur: siðareglur eða vinnureglur um mál sem þessi, verði opinber umræða að hefjast. „Það sem kannski skortir mest hér er umræða. Vandinn er til staðar og hann hverfur ekki með þögninni,“ segir sr. Sigfinnur. „Og þetta á reyndar líka við um sjálfan dauðann. Fólk er alltof feimið við að ræða slík mál, þegar annað blasir þó ekki við. Ástvinir sjúklingsins fara alltof oft í feluleik þagnarinnar. Þeir sitja uppi með sameiginlega vitneskju, en vegna misskilinnar hlífðar ræða þeir hana ekki — hvorki innbyrðis né við sjúklinginn — einmitt þegar fólk þarf mest á því að halda, að tala saman og syrgja saman Sigurður Guðmundsson, lyflæknir, segir það há sér og samstarfsfólki sínu að ekki eru til neinar viðteknar skilgreiningar á dauðahugtakinu. „Vegna þess að umræða um dauða- hugtakið hefur ekki farið fram hafa mörg okkar verið feimin, mér liggur við að segja alltof feimin, við að draga úr meðferð, þegar heiladauði hefur orðið. Það má segja, að þegar um gamalt fólk er að ræða, sé vand- inn „leystur", því yfirleitt deyr líkam- inn skömmu eftir að heiladauði hefur orðið.“ Ólafur Þ. Jónsson tekur i sama streng og Sigurður hvað varðar heiladauða ungs fólks. í vissum til- vikum geta öll líffærakerfi utan heil- ans verið heilbrigð og ekkert því til fyrirstöðu að líkaminn geti haldið áfram að starfa í nokkurn tíma með næringargjöf og notkun öndunarvél- ar. Hann segir þó að yfirleitt séu íslendingar nógu vel upplýstir til þess að átta sig á því að lífi sjúkl- ings sé í raun lokið þegar heiladauði hefur orðið. „Það tekur vitaskuld tíma fyrir fólk að átta sig á því, að lífi sjúklings- ins er lokið. Yfirleitt sættir fólk sig við orðinn hlut. Hins vegar veit ég .ekki til þess að það gerist nema í algerum undantekningartilvikum — kannski einu sinni á ári — að heila- dauður sjúklingur sé beinlínis tekinn úr sambandi við öndunarvél og þá eftir mjög nákvæma yfirvegun allra hlutaðeigandi aðila.“ Könnun Morgunblaðsins bendir til þess að nokkuð sé um líknardauða á íslandi. Allir þeirra, sem við var rætt, voru sammála um að þessi mál hefðu gengið áfallalaust fyrir sig til þessa og benti reyndar einn á að aldrei hefði verið gerð athugasemd við slíkt dauðsfall. Hitt má vera Ijóst að læknar mættu gjarnan vera betur búnir undir það að fást við siðfræði- lega erfiðleika. Örn Bjarnason bendir til dæmis á að forspjallsvísindi hafi verið felld úr námskrá læknastúd- enta við Háskóla Islands, sem hann telur öldungis fráleita ráðstöfun. Siðareglur lækna bjóða þeim að vernda líf með öllum tiltækum ráð- um, en viðmælendur blaðsins hallast að því að þeim beri ekki að viðhalda lífi, þegar ljóst er að um tilgangs- lausa framlengingu dauðastríðsins er að ræða. Til þess að læknar og ekki síður sjúklingar geti tekið ákvarðanir um þessi alvarlegu ráð, þurfa menn þó að gefa þeim gaum, áður en fólk er beinlínis komið í þá úlfakreppu að þurfa að hrökkva eða stökkva fyrir framan dauðans dyr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.