Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 23
-- A TVINNUAUGL ÝSINGAR Sölumaður ÞEIR sem kynnu að hafa áhuga á að spreyta sig í sölu- mennsku í Frakklandi og hafa nokkra frönskukunnáttu ættu að gefa auglýsingu í blaðinu í dag gaum. Stórt fyrirtæki í útflutningi og framleiðslu á sjávarafurðum vill ráða sölu- mann til starfa í Frakklandi. Viðkomandi þarf að heíja undir- búningsstörf hér heima sem fyrst, en flytur til Frakklands í desember. Kennarastöður FYRIRHUGAÐ er að ráða kennara í sagnfræði til kennslu við heimspekideild Háskóla íslands. Kennslusvið hans verður mannkynnssaga nýaldar og aðferðafræði sagnfræðinnar. Tekið er fram í auglýsingu í dag að um ráðningu í sérstaka tímabundna lektorsstöðu gæti orðið að ræða. Umsóknarfrest- ur er til 1. nóvember. Þá er ennfremur auglýst eftir kennara á sviði siðfræði svo og kennara til að kenna bókmennta- fræði og samanburðarmálvísindi í þýsku. * Utvarpsmaður RÍKISÚTVARPIÐ óskar eftir að ráða umsjónarmann með morgunþætti á Rás 1. Áskilið er að viðkomandi hafi góða þekkingu á sígildri tóniist og sé allvel að sér í straumum og stefnum léttrar tónlistar. Þá er.reynsla í gerð útvarps- þátta æskileg. Sölustörf MARKAÐS- og sölustörf eru laus hjá Álafossi hf. á Akur- eyri eða í Reykjavík. Starfssviðið er markaðssetning og sala á framleiðsluvörum fyrirtækisins erlendis og innanlands þ.m.t. markaðsrannsóknir, söluáætlanir, þátttaka í vöruþró- un, ásamt skipulagningu og framkvæmd sölu- og markaðsað- gerðra. Ekki er krafist sérstakrar menntunar en er gerð krafa til góðrar tungumálakunnáttu og reglusemi. Atvinnuleyfi TAKMÖRKUÐUM fjölda íslendinga býðst atvinnuleyfi erlendis samkvæmt auglýsingu í blaðinu í dag. Þar segir að vegna tengsla við erlenda aðila sé mögulegt að útvega atvinnu, húsnæði, ráðgjöf um ijárfestingu og lagalegan rétt innflytjenda. Leigumarkaður! MIKID af húsnæði er til leigu af ýmsum gerðum hjá Leigumiðlun húseigenda t.d. fyrir verslanir, skrifstofur, verk- stæði og lagerhúsnæði. Þá hefur eftirspurn eftir atvinnuhús- næði stóraukist að undanförnu samkvæmt auglýsingu lei- gumiðlunarinnar. Fyrirtækið tekur að sér margvíslega þjón- ustu t.d. úttekt leiguhúsnæðis, útvegun leigutaka, auglýs- ingar o.sv.frv. SMÁAUGL ÝSINGAR Myndakvöld FYRSTA myndakvöld Ferðafélags íslands á þessu hausti verður haldið á miðvikudaginn 11. október i Sóknarsalnúm, Skipholti 50A og hefst kl. 20:30. Þátttakendur í gönguferð um Jötunheima í Noregi munu segja frá ferðinni í máli og myndum sem var á vegum Norska ferðafélagsins. í auglýs- ingu segir að forvitnilegt sé að fræðast um gönguleiðir í Noregi og aðstæður fyrir göngufólk. Morgunblaoio/Svcmr Frá fyrsta starfsmannafúndi vetrarins.Á myndinni eru talið frá vinstri: Katrín Pálsdóttir, Auður Ragnarsdóttir, Gylfí Oskarsson, Þröstur Laxdal, Baldvin Jónsson, Alda Halldórsdóttir, Selma Gunnarsdóttir, Stella Meyvantsdóttir, Gunn- hildur Gestsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Agnes Þorleifsdóttir og Sigríður Páls- dóttir. Barnadeild Landakotsspítala: Aukin símenntun með- al forgangsverkefha Neskaupstaður; Skortur á starfsfólki ATVINNUÁSTAND hér hefur verið gott það sem af er þessu ári og bendir allt til að svo verði áfram. Nægur fiskiskvóti er eftir í byggðalaginu til að halda uppi fullri vinnu út árið, auk þess sem síldar- og loðnuvertíð að fara í gang. Hörgull hefur verið á starfskrafti til fiskvinnslu og eru nú á milli 30-40 aðkomumenn starfandi hér í þeirri grein. Meirihlutinn er útlend- ingar og þá aðallega Svíar. Þá hefur einnig vantað iðnaðar- menn til starfa og hefur þurft að fá utanbæjarmenn til að taka að sér byggingarverkefni á staðnum. Vönt- un á húsnæði er tilfinnanleg og hafa margir sýnt áhuga á að flytja hingað- á staðinn en húsnæðisskortur hefur komið í veg fyrir það. Atvinnuástand er sem sagt gott og má kannski segja að of mikil vinna hafi verið og of fáar hendur. Ágúst Akureyri: Á BARNADEILD Landakotsspítala hafa starfsmenn sett sér markmið að því er varða hina ýmsu þjónustu deildarinnar og í fram- haldi af því gert starfsáætlun fyrir hvert starfsár, sem er endurskoðuð árlega. Þessi aðferð, að setja sér ákveðin markmið, var upphaflega íramkvæmd 1984 að tilhlutan Öldu Halldórsdóttur, hjúkrunarráðgjafa. Nýlokið er fyrsta starfsmannafundi deildar- innar á þessum vetri og hafa forgangsverk- eftii fyrir næsta ár verið rædd. Eitt af forgangsverkefnum vetr- arins er að endurmeta bráða- þjónustuna og að auka símenntun starfsmanna deildarinnar. En um 50—60% innlagna barna er vegna bráðaþjónustu. Telur starfsfólkið að með aukinni sérhæfingu og menntunarkröfum hafi þörfin fyrir fag- og starfsþjálfun aukist. Eins og áður er ætlunin að fá sérfræð- inga innan hjúkrunar og læknis- fræði til að hajda fyrirlestra ásamt starfsþjálfun. Á vegum deildarinnar er yfirstandandi hálfsmánaðar námskeið í bráðaþjónustu barna, sem er aðallega ætlað nýbyrjuðum starfsmönnum. Er góð samvinna um þetta innan deildarinnar, því meira álag verður óhjákvæmilega á það starfsfólk, sem ekki sækir nám- skeiðið. Með styrkri stoð Thorvaldsens- félagsins er nú að takast að koma upp betri aðstöðu fyrir foreldra á deildinni. Þetta eykur að sögn starfsfólksins möguleika á foreldra- fræðslu og virkri þátttöku þeirra í meðferð barnanna. Ætlunin er að útbúa setustofu með hvíldaraðstöðu fyrir foreldra. sem þau geta leitað til með vanda- mál sín. Einnig hefur barni og for- eldrum verið boðið í heimsókn á deildina til að kynnast starfseminni og starfsfólki. Þar taka börnin meðal annars þátt í leikmeðferð fyrir aðgerðir. Er t.d. byijað að þróa leikmeðferð í samvinnu við hjúkrunarfræðinga og lækna á svæfinga- og skurðdeild og jafn- framt með meinatæknum þegar teknar eru blóðprufur. Allt slíkt starf stuðlar að því að síður þarf að beita valdi þegar til alvörunnar kemur. Er starfsfólkið sammála um að þetta hafi gefist mjög vel og greinilega dregið úr ótta barnanna við sjúkrahúsdvölina. Er ætlunin að taka heimsóknir fyrir dvöl aftur upp í vetur, en þær hafa fallið nið- ur um skeið. Telja starfsmenn að það geti flýtt fyrir bata þegar börn- in eru ekki hrædd. Við deildina starfa bæði fóstrur og kennari. Reynt er að hafa sjúkrahúsdvöl- ina eins stutta og hægt er. Telur starfsfólkið að það sé börnunum fyrir bestu, og þá með þeim fyrir- vara að foreldrar geti haft samband við deildina eftir þörfum. 118 Akureyr- ingar án vinnu 25 bæst við í október Akureyri. í LOK septembermánaðar voru 118 skráðir atvinnulausir á Akur- eyri, en um mánaðamótin þar á undan voru þeir 112. Atvinnulaus- ir karlar voru 51 og konur 67. Á sama tíina á síðasta ári voru at- vinnulausir alls 51, eða jaftimargir og atvinnulausir karlar eru nú. Flestir þeirra sem við atvinnuleysi búa eru verkafólk úr tveimur verkalýðsfélögum, Einingu og Iðju. Alls 20 karlar úr þessum tveimur félögum er á atvinnuleysisskrá og 51 kona, eða alls 71. Frá Félagi verslunar- og skrif- stofufólks eru 22 skráðir atvinnu- lausir, 7 karlar og 16 konur. Nú þegar einungis eru liðnir örfá- ir dagar af októbermánuði hafa 25 manns úr ýmsum félögum skráð sig hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni. Grindavik; Arvisst atvinnuleysi Grindavík. TÆPLEGA 1.000 atvinnuleysisdagar voru skráðir í Grindavík í sept- ember sem jafiigildir því að 74 manns hafi verið án atvinnu. Leikmeðferð gefur góða raun Á síðastliðnum árum hefur verið lögð rík áhersla á að barnið og fjöl- skyldan hafi sinn ákveðna hjúk- runarfræðing, sjúkraliða og lækni, Nú eru 62 manns á skrá og að sögn Guðnýjar Guðbjartsdótt- ur hjá atvinnumiðlun Grindavíkur bætast daglega við nýir á skrá. Flestir skráðir eru verkakonur eða 42 og 10 sjómenn. Að sögn Guðnýj- ar er vonast til að úr rætist þegar síld fer að berast á land, en síldveið- ar mega bytja 8. október næstkom- andi. Segja má þvi að ástandið í atvinnumálum sé ekki gott en menn vona að úr rætist. FÓ "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.