Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER
ttti t r—r — - ■, ~. r. ■" ;-:----
39
Bylgjans
Vetrardagskrá
virka
daga
■■■ Nokkrar breytingar hafa orðið á dagskrá Bylgjunnar. Á
000 morgnana frá mánudegi til föstudags frá'kl. 7 til 9 sjá Sigur-
steinn Másson og Haraldur Kristjánsson um morgunstundina.
Þetta er fréttatengdur morgunþáttur með fréttum af veðri, umferð
og flugi ásamt viðtölum við fólk. Ýmislegt verður í gangi s.s. opin
lína og viðtöl við framámenn í þjóðfélaginu. Tíminn frá kl. 9 til 12
verður í umsjá útvarpsstjórans Páls Þorsteinssonar sem leikur ýmis-
konar tónlist og verður með margs konar uppákomur. Tíminn frá
hádegi til kl. 3 er í umsjá Valdísar Gunnarsdóttur sem verður með
rólegt hádegisútvarp að vanda. Á fimmtudögum er ráðgert að hafa
svonefnt „Snyrtipinnahorn". Þar verður einhver heppinn hlustandi
valinn til að fara í ljós, gufubað og snyrtingu sér að kostanaðar-
lausu. Hlustendur Bylgjunnar geta skrifað til þáttarins og verður
dregið um hver mætir í útsendinguna. Haldið verður áfram að trúlofa
í beinni útsendingu á föstudögum milli kl. 13 og 14.
Eftirmiðdagar frá kl. 15 til kl. 19 verða í umsjá Bjarna Ólaís
Guðmundssonar. Hann verður með ýmsa fullorðinsleiki og vinsæla
tónlist.
málefni. (Endurtekinn frá sama degi.)
22.15 Veðurfr’egnir. Orð kvöldsins. Dagskrá
morgundagsins.
22.30 Samantekt um þróun mála í Austur
- Evrópu. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson.
(Einnig útvarpað á miðvikudag kl. 15.03.)
23.10 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti
R. Magnússyni.
24.00 Fréttir.
0.10 Samhljómur. Umsjón: Bergljót Har-
aldsdóttir. (Endurtekinn frá morgni.)
1.00 Veðurfregnir.
1.10 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
RÁS2
FM 90,1
7.03 Morgunútvarpið. Leifur Hauksson og
Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með
hlustendum.
8.00 Morgunfréttir. - Bibba í málhreinsun.
9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Alberts-
dóttir. Neytendahorn kl. 10.03 og af-
mæliskveðjur kl. 10.30. Bibba í mál-
hreinsun kl. 10.55 (Endurtekinn úr morg-
unútvarpi) Þarfaþing rrjeð Jóhönnu Harð-
ardóttur kl. 11.03.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti
Einari Jónassyni. (Frá Akureyri.)
14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir
kynnir allt það helsta : em er að gerast
í menningu félagslífi oi. fjölmiðlum. Milli
mála. Ámi Magnússon I ;ikur nýju lögin.
15.03 Stóra spurningin. Spurningakeppni
vinnustaða, stjórnandi. og dómari Flosi
Eiríksson.
16.03 Dagskrá. Dægurrr álaútvarp. Stefán
Jón Hafstein, Guðrún C-unnarsdóttir, Sig-
urður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson og Sigurður G. Tómasson. -
Kaffispjall og innlit upo úr kl. 16.00. -
Stórmál dagsins á sjöl :a tímanum.
18.03 Þjóðarsálin og má ð. Ólína Þorvarð-
ardóttir fær þjóðarsál na til liðsinnis í
málrækt.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 „Blítt og létt..." Gyða Dröfn Tryggva-
dóttir rabbar við sjómenn og leikur óska-
lög. (Einnig útvarpað kl. 03.00 næstu
nótt á nýrri vakt.)
20.30 Útvarp unga fólksins. Við hljóðnem-
ann er Oddný Eir Ævarsdóttir og Sigrún
Sigurðardóttir.
21.30 Fræðsluvarp: „Lyt og lær". Fyrsti
þáttur dönskukennslu á vegum Bréfa-
skólans (Einnig útvarpr 5 nk. fimmtudags-
kvöld á sama tíma.)
22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir
djass og blús. (Úrvali útvarpað aðfara-
nótt laugardags að loknum fréttum kl.
5.00.)
0.10 [ háttinn.
1.00 Næturútvarþ á Iráðum rásum til
morguns. Fréttir kl. '7.00, 7.30, 8.00,
8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20,
14.00, 15.00, 16.01, 17.00, 18.00,
19.00, 22.00 og 24.00.
Næturútvarpið
1.00 Áfram Island. Dægurlög flutt af
íslenskum tónlistármönnum.
2.00 Fréttir.
2.00 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobs-
dóttir spjallar við gest sem velur eftirlætis-
lögin sín. (Endurtekinn þáttur frá þriðju-
degi á Rás T.)
3.00 „Blftt og létt..." Endurtekinn sjó-
mannaþáttur Gyðu Drafnar Tryggvadóttur
frá liönu kvöldi.
4.00 Fréttir.
4.00 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpi mánu-
dagsins.
4.30 Veðurfregnir.
4.40 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heiðar
Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Endur-
tekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1.)
5.00 Fréttir af veöri, færð og flugsam-
göngum.
05.01 Lísa var það, heillin. Lísa Pálsdóttir
fjallar um konur í tónlist. (Endurtekið úr
val frá miðvikudagskvöldi á Rás 2.)
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
6.01 Á gallabuxum og gúmmiskóm. Leikin
lög frá sjötta og sjöunda áratugnum.
Landshlutaútvarp á rás 2
Útvarp Norðurland kl. 8.10-8.30 og
18.03-19.00.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Páll Þorsteinsson með morgunþátt.
Fréttir og ýmsar upplýsingar fyrir hlust-
endur, í bland við tónlist. Fréttir kl. 8.00,
9.00 og 10.00.
10.00 Valdis Gunnarsdóttir. Bibba i heims-
reisu kl. 10.30. Fréttir kl. 10.00, 12.00
og 13.00 og 14.00.
14.00 Bjarni Olafur Guðmundsson. Gömlu
lögin, nýju lögin og allt þar á milli. Óska-
lög og afmæliskveðjur. Fréttir 16.00 og
18.00. Bibba í heimsreisu kl. 17.30.
18.00 Reykjavík siðdegis. Hallgrimur Thor-
steinsson.
20.00 Þorsteinn Ásgeirsson. íþróttadeildin
kemur við sögu, talmálsliðir og tónlist.
24.00 Nætun/akt Bylgjunnar.
ROT
FM 106,8
9.00 í eldri kantinum. Tónlistarþáttur. E.
10.00 Plötusafhið'mitt. Tónlístarþáttur. E.
12.00 Tónafljót með Stjána stuð.
13.30 Af vettvangi baráttunnar. E.
15.30 Laust.
16.30 Umrót. Tónlist, fréttir og upplýsingar
um félagslíf.
17.00 Laust.
18.00 Heimsljós. Trúarleg tónlist i umsjá
Ágústs Magnússonar.
19.00 Bland í poka. Tónlistarþáttur í umsjá
Ólafs Hrafnssonar.
20.00 FÉS — unglingaþáttur. Umsjón Bragi
og Þorgeir.
21.00 Frat. Tónlistarþáttur með Gauta Sig-
þórssyni.
22.00 5 mín. Nútímatónlist í umsjá Gunn-
ars Grímssonar.
23.30 Rótardraugar. Lesnar draugasögur
fyrir háttinn.
24.00 Næturvakt.
STJARNAN
FM 102,2
7.00 Þorgeir Ástvaldsson mættur á morg-
unvaktina. Fylgst með málefnum liðandi
stundar og fólk tekið tali. Fréttir kl. 8.00
og 10.00.
9.00 Gunnlaugur Helgason. Hádegisverð-
arpotturinn, Bibba í heimsreisu o. fl.
Fréttastofan kl. 12.00, 14.00. Stjörnuskot
kl. 11.00 og 13.00.
14.00 Margrét Hrafnsdóttir. Kl. 16.30 er
Stjömuskáld dagsins valið og kl. 18.15
er talað út. Bibba i heimsreisu kl. 17.30
Fréttir kl. 14.00 og 18.00. Stjörnuskot
kl. 15.00 og 17.00.
19.00 Vilborg H. Sigurðardóttir i klukku-
stund.
20.00 Kristófer Helgason. Óskalög og gam-
anmál allt kvöldið.
24.00 Næturvakt Stjörnunnar.
EFF EMM
FM 95,7
7.00 Hörður Arnarson.
9.00 Sigurður Gröndal og Riohard Scobie.
11.00 Steingrimur Ólafsson.
13.00 Hörður Arnarson.
15.00 Sigurður Gröndal og Richard Scobie.
17.00 Steingrimur Ólafsson.
19.00 Anna Þorláks.
22.00 Þorsteinn Högni Gunnarsson.
16.00 MS
18.00 FB
UTRAS
20.00 MH
22.00 MR
Útvarp Hafnarfjörður
•18.00-19.00 Menning á mánudegi. Rætt
við listafólk o.fl.
SVÆÐISÚTVARP ÁRÁS 2
8.10— 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03—19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
Bylgjan:
Undir
augu
fiögur
Nýr þáttur í umsjá Bjarna Dags Jónssonar hefur göngu
sína á Bylgjunni á mánudagskvöld. í þættinum fær Bjarni
til liðs við sig sálfræðing, félagsráðgjafa og fleira gott
fólk. Ýmis mál sem varða flesta verða tekin fyrir og veður síminn
opinn meðan á útsendingu stendur.
22 —
Rás 1:
Hemám og
hervemd
■^■■B Á mánudagsmorgun
1A 30 verður hadið áfram
með þáttaröðina sem
Pétur Pétursson hefur tekið
saman um ísland, Heimsstyij-
öldina síðari og stefnu íslend-
inga gagnvart hernaðarumsvif-
um allt frá því að þeir lýstu
yfir ævarandi vopna- og hlut-
leysi við gerð sambandslaga-
sáttmálans árið 1918 til vorra
daga.
Pétur segir frá aðdraganda
Heimstyxjaldarinnar síðari og
því hvaða aftöðu íslendingar
tóku til deilumála svo sem
innrásar ítala í Abbesíníu og
uppgangs
nasismans í Þýskalandi. Auk
þess mun Pétur fjalla um skipt-
ar skoðan-
ir mann um dvöl erlends hers hér á landi, bæði á stytjaldarárunum
og eftir þau. í þáttunum mun Pétur ræða við menn sem muna og
tóku þátt í þessum deilumálum og verður leitast við að draga fram
sjónarmið beggja deiluaðila.
Pétur Pétursson
GARUR
eftir Elínu Pálmadóttur
Skiptir máli -
fyrirhvern einn
G
yðingakona í sjónvarpinu að
segja sögu sína, þegar íslending-
ar sendu flóttafólkið — hana,
mann hennar og barn — úr landi,
gin nasistanna. Þjóðveiji að
segja frá björgun austur-þýskrar
ástkonu sinnar vestur fyrir múr-
inn hér í Gárum fyrir tveimur
vikum. Heimildakvikmynd á
skjánum um raunir flóttafólks á
báti frá Viet Nam, sem eftir
hörmungar nær Malasíu og
hverfur inn í flóttamannabúðir.
Fréttir um útlit fyrir að grimmu
rauðu kmerarnir, sem á valda-
tíma sínum fyrir áratug útrýmdu
milljónum
manna, komist
aftur til valda
með hlutleys-
isstuðningi
hins vestræna
heims. Allar
þessar per-
sónulegu frá-
sagnir eru inni
í stofu hjá
manni og
varpa kastljósi
á hvemig er
að búa í lönd-
um ófrelsis og
hvemig farið er með manneskjur
í veröldinni. Áhorfandinn stynur:
Skelfilegt! Og snýr sér að næsta
máli. Þeir sem horfðu á hörm-
ungar bátafólksins hafa eflaust
andað léttara þegar fólkið steig
á land og hélt inn í flóttamanna-
búðirnar. Óvitandi, eins og ís-
lendingar yfirleitt, um að vísast
mundi það dúsa þar eins og rott-
ur í búri áram saman. Ekki svo-
sem von að fólk svo fjarri geti
eða vilji ímynda sér þá aðstöðu.
Við sleppum þó ekki, þessi fáu
sem komið hafa í þessar búðir,
hlustað á Kambódíufólkið segja
sína eigin ótrúlegu hörmungar-
sögu eða bátafólkið frá Viet Nam
lýsa i gildrunni vonum sínum um
að komast einhvern tíma út í
þennan bjarta heim, sem er að
hafna því.
Þegar vonska heimsins getur
ekki haldið sig pent í burtu, þarf
alltaf að vera að koma fyrir
augu, gleður hjartað að sjá að
ti! er fólk á þessu landi, sem
lætur sér ekki nægja að bölva
myrkrinu og segja: Skelfilegt,
maður getur bara ekki horft á
þetta! Þeir kveikja á kerti til að
lýsa obbolítið í myrkrinu. Orlítil
tilraun til að bæta heiminn, var
fyrirsögn i blaðinu í vikunni í
tilefni þess að Kaupþing ætlar
að kosta 100 indversk börn í
skóla, ekki af því að það leysi
vanda fátæku ríkjanna, heldur
til að koma þessum einstakling-
um til hjálpar, eins og Pétur
Blöndal orðaði það svo smekk-
lega. Og það er til fleira svona
fólk á okkar landi, ekki margir,
en til þó.
Ekki hefur hún Þóra Einars-
dóttir legið á liði sínu, öldruð og
heilsutæp manneskjan. Hún hef-
ur komið upp í fátæku fjalla-
þorpi á Indlandi heimili fyrir alls-
lausar, holdsveikar stúlkur. Og
ekkert er aumara í verölóinni en
þær, hraktar úr samfélaginu og
sjúkar. Og þarna í fjöllunum í
Suður-Indlandi hefur hún haldið
svolítið uppi sóma íslands á
heimili fyrir nokkrar þessara
stúlkna, þar sem íslenski fáninn
blaktir við hún við hátíðleg tæki-
færi og í salnum, yfir stúlkunum
að læra að sauma til að hafa
ofan af fyrir sér, hangir mynd
af forseta íslands. Að þessu sneri
hún sér eftir áratuga aðstoð við
fanga í heimalandi sínu.
Kvöld eitt nýlega bauð Rauði
krossinn í kvöldkaffi til að minn-'
ast þess að þá voru 10 ár liðin
síðan víetnömsku flóttamennirn-
ir komu til íslands úr flótta-
mannabúðum í Malasíu. Var
ánægjulegt að sjá hve vel þetta
fólk hafði staðið sig hér. Krakk-
arnir, sem þá komu, orðnir
myndarlegir íslenskir unglingar.
Þarna var rauðakrossfólk, sem
tók á móti þeim og veitti þeim
stuðning aðlögunarárið. Og sumt
hefur í rauninni ekki sleppt af
þeim hendinni, þó aðstoð RK
ætti.þá formlega að vera lokið.
Bjöm Friðfinnsson sýndi
skyggnur sem hann tók í flótta-
mannabúðunum, þegar einmitt
þetta fólk var valið til íslands.
Og þennan áratug hafa þeir átt
sér óbilandi bakhjarl í honum og
heimili hans. Til hans hafa þeir
getað leitað. Hann hefur stungið
upp á og stutt þá ungu til að
fara í skóla, afla sér iðnréttinda,
leiðbeint þeim og hjálpað til að
koma sér þaki yfir höfuðið og
vinnu við hæfi.
Sumt af þessu fólki, sem kom
fyrir 10 árum, hefur haldið
áfram til æðri heima eða til ann-
arra landa, en aðrir fengið ætt-
ingja sína til sín .í staðinn. Ein-
stúlka hefur fengið/til sín fátæka
foreldra og fimm yngri systkini.
Stendur undir heimilinu. Ætli
margar aðrar íslenskar unglings-
stúlkur geri betur? Ein systirin
sagði mér að þau vantaði hús-
næði innan skamms. Spurð hvort
þau þurfi stóra ibúð, svaraði telp-
an áköf: Já svona 3-4 herbergi!
Þau eru níu í heimili. Og hún
hlakkaði til að fara að byija í
skóla með systkinum sínum. Alls
eru hér 62 víetnamskir flótta-
menn. Og nú eftir 10 ár er orðið
ljóst að þeir gera hér engan
skaða, þvert á móti. Því ætlar
ríkisstjórnin að taka við
flóttamönnum á ári í 3 ár. Betra
en ekkert. En við erum víst sjálf
montin af þessu framtaki. Og
það megum við eiga, að það litla
sem við gerurn, gerum við vel.
Fyrir hvern einstakling skiptir
það að sjálfsögðu óskaplegu
máli, hvort hann er sendur á vit
gasklefanna, heftur í þrengslum
og ófrelsi flóttamannabúða æfi-
langt, lendir í útrýmingu rauðra
kmera einhvers staðar, er hrak-
inn holdsveikur eða fær að læra
til að eiga möguleika í lífim
Ég er sjálf rígmontin af þessum
íslensku einstaklingum, sem
slökkva ekki bara á tækinu, held-
ur gera eitthvað sjálfir. Við hin,
með litla vottinn af kristilegu
hugarfari, höfum tækifæri til að
styðja við bakið á þeim án mik-
illa útláta á orku eða fé.
iiéiiiiii