Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER sem listamann, en fá svo ekki að fylgja eftir þeim breytingum sem maður vill ná fram. Erlendis eru dansarar svo margir og upplýsingar og nýjungar streyma úr öllum áttum, ólíkt því sem hér gerist þar sem maður er nánast lok- aður inni með sömu dönsurunum allan daginn. Það á að vera hreyfing á hlutunum. íslenska dansflokknum var gefíð hreiður innan Þjóðleik- hússins á sínum tíma og óttinn við allar breytingar er mikill. Eg hef fengið þann stimpil að vera manneskjan sem raskar hlutun- um. Ef hér væri annar dansflokkur þá væri þetta öðruvísi. Samkeppni mundi leiða til spennu og hvatningar til að standa sig betur.“ Hinn 19.september sl. fékk Hlíf bjartsýnisverðlaun Bröstes sem er mikill heiður fyrir listamann og við- urkenning fyrir störf hans. Því finnst mörgum það undarlegt að hún skuli nú segja skilið við starf sitt einmitt á slíkum tímamótum. „Astæðan fyrir því að ég hætti með dansflokkinn er margþætt," segir Hlíf. „Listdansstjóri er ráðinn við Þjóðleikhúsið, ekki við sjálfan dansflokkinn. Stjórn dansflokksins skipar þjóðleikhússtjóri, einn úr Þjóðleikhúsráði og einn dansari. Ég réði því engu, en hafði ekki kynnt mér það áður en ég byrjaði. Hlut- verk mitt var aðeins það að þjálfa flokkinn og koma með uppástungur um verkefnaval. Að vísu hefur list- dansstjóri óbein áhrif, en að mínu mati þyrfti að koma ábyrgur stjórn- andi fyrir flokkinn sem einnig hefði vit á dansi. Málið snerist í rauninni um það hvort endurskipuleggja ætti flokkinn eður ei. Ég vildi koma grunni undir íslenska dansflokkinn þar sem hann gæti byggt á sinni eigin menningu. Finna farveg þar sem íslensk dans- skáld, tónskáid og leikmyndahönn- uðir gætu í sameiningu tekist á við listsköpun og skapað sér sín eigin sérkenni. Það segir sig sjálft að slíkt vinnst ekki á nokkrum mánuðum, eða tveimur árum. Ég óttast að ef áherslan er ekki lögð á þetta mark- mið þá erum við aðeins að hjakka í sama farinu. En það er eins og það megi ekki hagga neinu innan stofnunarinnar. Allt á bara að ganga vel og huggu- lega fyrir sig. Hugmyndir mínar um breytingar fengu því lítinn hljóm- grunn.“ Hlíf hefur verið gagnrýnd fyrir verkefnaval, að hún leggi litla áherslu á sígildu verkin. Hún segir það ekki vera rétt. „í þau tvö ár sem ég var með dansflokkinn voru í raun- inni aðeins tvær sýningai', haustsýn- ing 1987 og kortasýning 1988. Þjóð- leikhússtjóri bauð mér síðan að semja dansa fyrir kortasýninguna 1989 eftir að við unnum Norður- landakeppnina í maí 1988. Hins veg- ar getur flokkurinn sökum smæðar sinnar varla sýnt sígildan ballet með góðu móti. Til að geta sinnt bæði sígildum ballett og nútímaballett þurfa annaðhvort að vera mjög íjöl- hæfír dansarar við flokkinn eða hann mun stærri.“ ■ — Flokkurinn hefur þó oft sýnt sígild verk, ekki satt? „Jú þau hafa verið sýnd. En í flokknum eru aðeins 14 dansarar og mikið ójafnvægi milli karldansara og kvendansara. Einstaklingar eru einnig ólíkir innbyrðis hvar snertir hæfileika. Sígildur ballet verður að byggja á mjög samhæfðum hóp hvað varðar hreyfingar og form, til að ná 'þessum hreinleika sem eðli hans krefst." — Nú hef ég heyrt að dansmeyjar fíokksins kunni ekki lengur að dansa á táskóm, þú hafir alltaf látið þær hlaupa berfættar um sviðið? Hlíf skellir uppúr: „Hvaða gróu- sögur er nú þetta!“ Nei, ég hef ekki verið dugleg við að kenna á táskóm. Það er undir listdansaranum sjálfum komið hvort hann æfir á táskóm eða mjúkum skóm. Atvinnudansari í sígildum ballett verður hins vegar að æfa að staðaldri á táskóm.“ — Ert þú sjálf hrifnari af nútíma- verkum? „Nútímaverk henta hópnum betur vegna þess að dansararnir eru mis- jafnir hvað varðar tækni og stíl. Það útilokar þó ekki að flytja smærri sígild verk ef jafnvægi væri milli karl- og kvendansara. Þannig myndi flokkurinn nýta hæfileika sína. Það var nú kannski einmitt það sem ég vildi gera, nýta hæfíleika flokksins, og því fór ég til ríkislög- fræðings og spurði hvort ég mætti segja upp dönsurum og endurskipu- leggja dansflokkinn." — Varstu ekki nokkuð grimm þar? „Jú, sjálfsagt, en fleiri hafa sýnt grimmd en ég. Leikhús er vægðar- laust, og svo er þetta aftur spurning um afstöðu. Ég tel að viss háski sé samfara öllu listalífí. Menn verða helst að komast fram úr sjálfum sér án þess að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Listin er engin félags- stofnun. Þetta er erfitt þegar fólk er búið að. starfa lengi á sama stað. Það fer ungt inn í þessa listgrein og er því hrætt við að takast á við aðra hluti. Ég varpaði þessari sprengju til að koma af stað umræðu um þessi mál. Hvað verður um dansara þegar hann hefur dansað í ein 10 til 16 ár? Vissulega er erfitt að skilja við dansinn," segir Hlíf hugsi, „en það er nú oftast þannig að þegar einum kafla lýkur þá tekur annar við. Við höfum nú t.a.m. skóla sem þarf að byggja upp og þar vantar hæfileika- fólk.“ — Er það rétt að sumar dans- meyjar flokksins séu orðnar þreyttar og heimakærar? „Að vissu leyti. Metnaður er ekki nógu mikill. Sá sem stofnaði fíokk- inn gerði kraftaverk á sínum tíma, en sú sýningafæð sem hér er nægir ekki til að hvetja fólk til dáða. Að- eins tvær sýningar eru settar upp á ári hverju, ef þá það. Ég var með hugmyndir um að nota þennan dauða tíma sem kemur milli sýninga til að vera með uppákomur úti í bæ. Vera með nokkra dansara sem sýndu ef til vill í hádeginu á Kjai'valsstöð- um við undirleik, eða jafnvel á vinnu- stöðum úti á landi. Það er svo mikil- vægt fyrir dansara að sýna stöðugt. En ég fór vegna afleiðinga þeirrar meinsemdar sem var innan flokksins þegar Nanna Ólafsdóttir fór fyrir tveimur árum. Ég þoli ekki stöðnun. Ég verð að geta unnið með hóp þar sem hver einstaklingur er mikils virði, og þar sem gagnkvæmt traust og ást ríkir. íslenski dansflokkurinn hefur allt- af viljað hafa stjórnina i sínum hönd- um og enginn þorað að taka af skar- ið og standa uppi í hárinu á honum. Yfirstjórn með bein í nefinu hefur aldrei verið til. Það er röng stefna að tala um lýðræði innan listastofn- unar, þáð er alltaf einn sem'verðúr1 að stjórna og taka' ákvarðanir. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa fleiri en einn kokk í eldhúsinu. Dansflokkurinn er nú að leita að þægilegri manneskju sem þjálfar einungis verk sem hentar öllum.“ — Hver var styrkur þinn sem stjórnandi? „Styrkur minn lá í þeirri reynslu sem ég hef og ástríðunni fyrir þess- ari listgrein. Mistök mín voru þau að vera ekki kröfuharðari." Ég spyr hver reynsla hennar hafí verið og hún segir mér að hún hafi farið 15 ára gömul að heiman til að dansa. „Ég hef reynslu sem nem- andi, atvinnudansari, danshöfundur og kennari. Svo er ég með þeim ósköpum fædd að hafa áhuga á öllu sem list hefur uppá að bjóða. Ég hef mikinn áhuga fyrir tónlist og myndlist, og finnst það stórkostlegt þegar hægt er að sýna dans við lif- andi tónlist. Á vorsýningunni voru þrir þættir listarinnar sameinaðir. Þá var dansað eftir tónlist Hjálmars Ragnarssonar og Þorkels Sigur- björnssonar, og sviðsmyndina hann- aði Siguijón Jóhannsson. En auðvit- Þaó er röng stefna aö tala um lýóræói innan listastofnunar, þaó er alltaf einn sem veróur aó stjórna og taka ákvaröanir. Vió afhendingu verólaunanna sagói ég aó þetta væri ekld spurning um bjartsýni, heldur u m ástrióu. áð er það í sjálfu sér gömul hefð að sameina listdans, lifandi tónlist og myndlist. Ég er líka mikið gefin fyrir hið hefðbundna, ég er enginn byltingar- sinni. Ég vil bara ýta við fólki, álít að ég sé að hvetja það þótt aðrir álíti að ég sé að rífa niður. Hollensk- ur málsháttur hljóðar eitthvað á þessa leið: Væg meðul láta sárin úldna." — Varstu dugleg að uppgötva ungt hæfileikafólk? „Ég var nú frekar ódugleg við það. Ég skipti mér lítið af skólanum, mestur tíminn fór í að þjálfa og semja. En ég lét taka inntökupróf í flokkinn og náði m.a. í dansara úr Jazzballettflokki Báru.“ Við ræðum um aldur listdansara og að áliti Hlífar ættu þeir að hætta að dansa milli þrítugs og fertugs. „Það fer eftir dansaranum sjálfum, líkamlegum hæfileikum hans og þeim hlutverkum sem hann dansar. Það er sorglegt hversu starfsævi dansarans er stutt, hann hættir ein- mitt á þeim árum sem hann þrosk- ast hvað mest sem manneskja. Ég hætti þrítug að dansa, ári áður en ég átti að fara á biðlaun. Ég var svo hrædd urn að ég yrði annars löt! í Hollandi er það þannig, að hafi dansari verið 10 ár með flokknum þá fær hann laun í fjögur ár eftir að hann hættir. Það er styrkur með- an hann er að laga sig að nýjum aðstæðum. Það er nú ekki ljóst hvernig þessu er háttað hér, en mér fyndist fáránlegt að setja fólk á eftir- laun þegar það hættir. Hvorki má teljast svo að líf dansara sem hætta eftir tíu ára starf sé lokið, né hefur þjóðfélagið efni á slíkum ósköpum." Samstarfsörðugleikar Hlífar og þjóðleikhússtjóra hafa verið nefndir en Hlíf vill ekki gera of mikið úr þeirn: „Ég hef aldrei fengið að semja eins mikið og hér heima, og ég er þakklát fyrir það. Það hef ég sagt við Gísla. Hins vegar hefði ég gjarnan viljað njóta nieiri trausts og stuðnings, sem ég taldi mig hafa þar sem ég var ráðin í þessa stöðu. Við komum úr tveggja vikna ferð til fjögurra borga á Norðurlöndum þar sem við sýndum þijú verk. Eitt þeirra var „Rauður þráður“ sem ég samdi með 11 dansara í huga. En síðan var ég beðin um að nýta allan hópinn eins og alltaf hafði tíðkast. Það er ekki hægt að búa til ný hlut- verk í eitt ákveðið verk, ekki frekar en gerist í leikritum, svo ég bauðst til að semja nýtt verk fyrir hina ________________________________15 dansarana og var því að semja tvö verk á rúmum þremur vikum. Ég komst að því seinna að þetta var gert til að láta líta svo út að allt væri í lagi innan dansflokksins. Þetta er í raun spurning um að leiða hesta saman. Það er hlutverk hvers einasta stjórnanda þegar hann velur sér listafólk að treysta því og leyfa því að bera ábyrgð á verkum sínum. Ekki neita því mörgum sinn- um áður en hann gefur loks sam- þykki sitt til framkvæma hlutina. Við unnum keppnina á Norður- löndum og þetta var mjög jákvætt ferðalag. En það var eins og það kæmi ekkert Þjóðleikhúsinu við, því við vorum ekki kvaddar, fengum enga hvatningu og ekki einu sinni heillaskeyti þegar úrslit lágu fyrir. Þetta er tvískinnungur sem ég skil ekki. En dansararnir stóðu sig frábær- lega. Við fengum hvatningu og gagnrýni, og það var stórkostlegt að sjá hve margir dansarar efldust og komust langt sem listamenn. Af hveiju er þetta ekki alltaf svona? hugsaði ég þá með mér. Listdansari þroskast ekki í æf- Úr myndasafni Þjóðleikhússins ingasölum, hann verður að sýna. Og það á að vera hægt að hafa fleiri sýningar hér á landi. Aðeins með reglubundnu sýningarhaldi er hægt að byggja um traustan áhorf- endahóp.“ — Hvaða atvinnumöguleika hefur nú fyrrverandi listdansstjóri? „Sjálfsagt hef ég litla möguleika hér. Ég er rétt að lenda eftir sumar- ið og þarf tíma til að átta mig.“ — Értu bjartsýn? „Við afhendingu verðlaunanna sagði ég að þetta væri ekki spurning um bjartsýni, heldur um ástríðu. Það þarf að kenna fólki að horfa á ballett, alveg eins og að njóta lista. Við verðum að leita innanfrá, hægt og rólega í takt við þessa litlu hræðslutilfinningu sem býr með okk- ur. Byija á litlu sviði. Þetta er kannski það sem mig dreymir um, og þetta er það sem ætti að gerast innan dansflokksins. Áður en ég kom höfðu nokkrir dans- arar fengið fjárveitingu til að sýna eigið verk utan Þjóðleikhússins og ég var mjög ánægð með það fram- tak, - og sýningin var góð. Við eigum að nota það hæfileika- fólk sem við eigum og leyfa því að fara ótroðnar slóðir. Þegar ég sé mann sem þorir, sem hefur þennan kjark og neista, þá finnst mér allt í lagi þótt hann detti' margsinnis á andlitið, því oftast rís hann upp aft- ur og eflist sem listamaður." Rauður þráður Sýning íslenska dansflokksins fékk fyrstu verðlaun á Norðurlöndum vorið 1988.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.