Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 25
I
aaaoTso .8 jiuo
M0RGUNBLAÐIÐ
iihí's: OKÝÓBÉÍ
25
Lögmenn
Ég er 36 ára lögfræðingur með fjölþætta
starfsreynslu úr atvinnulífinu. Búsettur á
höfuðborgarsvæðinu. Hef mikinn áhuga á
að starfa við lögmennsku.
Ég óska eftir að kaupa mig inn í rekstur lög-
mannsstofu með það fyrir augum að skapa
mér framtíðarstarfsvettvang eða að starfa á
lögmannsstofu sem fulltrúi.
Þeir, sem hafa áhuga að skoða málið, vin-
samlegast sendið inn nafn og heimilisfang
fyrir 13. október nk. merkt: „Trúnaður -
9066“.
Atvinna óskast
Er einkaritarinn/skrifstofustúlkan
að fara í barnsburðarleyfi?
Þá er ég einmitt manneskjan sem þú ert að
leita að. Ég er 24 ára stúlka með verslunar-
og stúdentspróf og mig vantar vinnu í eitt
ár. Hef reynslu sem einkaritari.
Upplýsingar í síma 74427.
Barnapössuní
Bandaríkunum
Barngóð/ur aðili óskast á bandarískt heimili
í New York til að gæta að 4 börnum ásamt
léttum húsverkum. Skilyrði er að viðkomandi
tali ensku. Innifalið er fæði og húsnæði
ásamt einhverjum launum.
Hringið eða skrifið til Mr. Woodhouse, sími:
901-212-8066707, 30-21, 1 52 Str., Flush-
ing, New York 11354, USA.
Bókhald
Reynslumikill starfsmaður á sviði bókhalds,
uppgjörs o.s.frv. óskar eftir framtíðarstarfi.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Kredit - 0102“.
Barnagæsla
Barngóð kona óskast til að gæta 5 ára stelpu
2-3 morgna í viku. Er í Seláshverfi.
Upplýsingar í síma 79466.
„Au pair“ - Noregur
Vönduð og róleg 17 ára eða eldri manneskja
sem reykir ekki og helst vön börnum óskast
til að gæta barns á fyrsta ári af íslenskum
ættum. Starfið hefst í febrúar 1990. Góð
aðstaða.
Umsókn sendist auglýsingad. Mbl. fyrir 14.
október merkt: „Noregur -363“.
STJÓSEFSSPtrALlBB
HAFNARFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
athugið
Eftirtaldar stöður eru lausar um áramótin
1990 eða fyrr eftir samkomulagi:
1. Staða hjúkrunarfræðings á skurðstofu-
deild.
2. Staða hjúkrunarfræðings á lyflækninga-
deild.
Um er að ræða hlutastörf, en fullt starf kem-
ur til greina.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri,
Gunnhildur Sigurðardóttir, í síma 54325.
Búfræðingur
Starfskraftur með búfræðimenntun óskast í
sveit. Laun samkvæmt samkomulagi.
Nöfn og símanúmer leggist inn á auglýsinga-
deild Mbl., merkt: „B - 7752“.
Snyrtivöruverslunin
Evita
Nýjabæ, Eiðistorgi 11.
óskar eftir starfskrafti strax.
Upplýsingar á staðnum mánudag og þriðju-
dag milli kl. 10.00 og 12.00 fyrir hádegi.
Starfsfólk vantar
strax til í skelfiskvinnslu í Stykkishólmi.
Húsnæði á staðnum.
Upplýsingar í síma 93-81013 eða 81146.
ÁLAFOSS
Aðalbókari
Óskum að ráða aðalbókara til starfa hjá Ála-
fossi hf. á Akureyri.
Starfssvið aðalbókara: Merking fylgiskjala.
Afstemmingar. Uppgjör. Frágangur bókhalds
til endurskoðunar. Skýrslugerð og úrvinnsla
ýmissa upplýsinga úr bókhaldi. Stjórnun bók-
haldsdeildar. Aðalbókari er ábyrgur gagnvart
fjármálastjóra fyrirtækisins.
Við leitum að viðskiptafræðingi sem hefur
yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á flóknu
og margþættu bókhaldi. Viðkomandi þarf að
vera nákvæmur og leggja metnað sinn í að
bókhaldið sé vel uppfært á hverjum tíma.
Starfið er stjórnunarstarf sem gerir kröfu til
faglegra vinnubragða.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu-
blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar
merktar „Aðalbókari Álafoss hf.“ fyrir 18.
október nk.
Hagvangur hf
Grensásvegi 13
Reykjavík
Sími 83666
Ráöningarþjónusta
Rekstrarráðgjöf
Skoöanakannanir
Frá heimspekideild
Háskóla íslands
Heimspekideild Háskóla íslands óskar að
ráða einn kennara á sviði siðfræði. Tíma-
bundin ráðning sem lektor kemurtil greina.
Umsóknir með upplýsingum um menntun,
rannsóknir og önnur störf, sendist Háskóla
íslands, heimspekideild, Árnagarði v/Suður-
götu, 101 Reykjavík, fyrir 1. nóvember nk.
Skrifstofustjóri
Staða skrifstofustjóra Sparisjóðs Svarfdæla,
Dalvík, er laus til umsóknar. Laun samkvæmt
kjarasamningi starfsmanna bankanna.
Umsóknum, er greini frá aldri, menntun og
fyrri störfum, skal skila fyrir 20. október nk.
Nánari upplýsingar veita sparisjóðsstjóri eða
skrifstofustjóri Sparisjóðsins.
Sparisjóður Svarfdæia,
Dalvík.
Fyrirtæki athugið
35 ára viðskiptafræðingur, sem náð hefur
mjög góðum árangri í starfi, hyggist skipta
um starf í haust eða vetur. Reynsla bæði
úr smá- og stórfyrirtæki og góð meðmæli.
Fyrirspurnir sendist auglýsingadeild Mbl. fyr-
ir 16. október merktar: „Markviss - 9065“.
Vanur stýrimaður
óskar eftir plássi strax, helst á togveiðum
eða loðnuveiðum.
Upplýsingar í síma 92-14119.
Við óskum eftir að ráða eftirfarandi starfs-
menn til starfa sem fyrst fyrir tvo af við-
skiptavinum okkar:
Ritara (359)
til að annast ritvinnslu, skjalavörslu, inn-
heimtu, gjaldkera- og bókhaldsstörf. Starfs-
reynsla og þekking á bókhaldi er æskileg og
góð enskukunnátta er nauðsynleg.
Sölumann (361)
til að annast kynningu og sölu á líftryggingum
til fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi þekkingu
og reynslu af tryggingamálum, hafi mjög
góða enskukunnáttu, geti starfað sjálfstætt
og eigi auðvelt með mannleg samskipti.
Nánari upplýsingarveitir Katrín S. Óladóttir.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., á eyðu-
blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okkar.
Hagvangur Y if
Grensásvegi 13 Reykjavík | Slmi 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoöanakannanir
Yfirvélstjóri
Yfirvélstjóra vantar á 103ja tonna stálbát
með 500 ha. aðalvél, sem gerður verður út
á skelveiðar í vetur.
Upplýsingar í síma 95-24043 eða 985-31690
eftir kl. 17.00.
BORGARSPÍTAUNN
Lausar Slðdur
Hjúkrunarfræðingar!
Dagvinna
Skipulögð aðlögun
Áhugasama hjúkrunarfræðinga vantar til
starfa við skurðhjúkrun á skurðdeild Borg-
arspítala. I boði er mjög áhugaverð aðlögun,
sem nær yfir 19 vikna tímabil og byggist á
tilsögn, sýnikennslu, umræðum, skipulögðu
lesefni og lestíma, ásamt sjálfstæðum verk-
efnum.
Vinna á skurðdeild fer fram á dagvinnutíma-
bili alla virka daga. Verkefnin eru fjölbreytt
og áhugaverð og mótast af því hlutverki
Borgarspítalans, að vera aðal slysa- og
bráðasjúkrahús landsins. Hjúkrunarfræðing-
ar á skurðdeild sinna gæsluvöktum utan
dagvinnutíma og hafa þess vegna góða
möguleika til aukinna tekna.
Verið velkomin og kynnið ykkur möguleikana.
Gyða Halldórsdóttir, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri á skurðdeild, í síma 696357.
I