Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 14
flaaorao .8 fluoAaunyiua GiaAjanuDflOM
' MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER
SI
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
/mynd Þorkell Þorkelsson.
í MUSTERI listdansins er nú
andrúmsloftið þungt og menn
ekki á eitt sáttir um hvort
fersku lofti hafi verið ætlað þar
inn.
Þjóðleikhússtjóri fór þess á leit
við Hlíf Svavarsdóttur að hún
skrifaði ekki undir nýjan
ráðningarsamning sem
Iistdansstjóri Þjóðleikhússins.
Sjálf hafði hún komist að sömu
niðurstöðu því tillögur hennar
um breytingar á íslenska
dansflokknum féllu ekki í góðan
jarðveg. Aftur á móti fannst
mönnum full ástæða til að veita
henni bjartsýnisverðlaun
Bröstes sl. september sem
viðurkenningu fyrir störf
hennar og listrænan árangur.
að er athyglis-
vert fyrir leik-
mann að horfa
listdansara
vinna húsverk,
sjá hvernig
þessi óvinsælu
störf verða að ,
fágaðri athöfn í höndum hans. Allar
hreyfingar agaðar og hnitmiðaðar
og það lifnar næstum yfir hollensk-
um stólum og bollapörum við þessa
mjúku meðferð.
— Hefurðu nógu breitt bak til að
taka þeirri gagmýni sem þú hefur
fengið? spyr ég Hlíf meðan hún lýk-
ur morgunverkunum.
„Ég er vön að taka á móti gusun-
um,“ segir hún og hlær við.
— Hafa listdansarar mikinn
sjálfsaga?
„Það fallega við dansinn er það,
að hann miðlar. En hann krefst þess
að dansarinn sé í stöðugri endur-
þjálfun, reyni jafnvel að fara yfir sín
líkamlegu takmörk. Ef dansari hefur
ekki sjálfsaga þá ber vinna hans
engan árangur. Agi er .ekki skerðing
á frelsi eins og margir halda. Agi
er opnun, ekki lokun.“
Hlíf kom frá Hollandi fyrir rúmum
tveimur árum ásamt ‘ eiginmanni
sínum og þremur börnum eftir 17
ára dvöl þar ytra. Eftir heimkomuna
var hún beðin um að taka starf list-
dansstjóra að sér og gegndi því
starfi þar til nú, en hefur ekki hug
á að starfa þar lengur við núverandi
aðstæður.
Ég spyr hana hvernig það hafi
verið að koma frá Hollandi þar sem
gróska ríkir í listdansi og taka við
starfi listdansstjóra hér.
„Þetta var í fyrsta sinn sem ég
gegndi ábyrgðarstöðu, og ég gerði
mér ekki grein fyrir því hvernig
stofnun Þjóðleikhúsið er. Eðli hennar
felur í sér afturhald. Það var erfitt
að kyngja því að vera ráðin í stöðu
þar sem allt traust er sett á mann
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
MI8TÖK MÉV VORIJ AÐ VERA E14141KRÖEEHARDARI.
SEGIR HLIF 8VAVAR8DÓTTIR
FVRRVERAJVDILISTDAJVSST JÓRIÞ JÓÐLEIKHLSSIJVS