Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 33
flTtftfrmro p qTT: MORGUNBLAÐIÐ MIIMNAldHtí^MMgur s.'öktóber Aðfaranótt fimmtudagsins 28. september síðastliðins, á 71. af- mælisdegi sínum, lést Friðrik Karls- son framkvæmdastjóri Domus Medica, eftir að hafa tekist lengi á við illskeyttan sjúkdóm. Eftir frá- fall Friðriks er mikið tómarúm í Domus Medica, en þar byggði hann hús og stjómaði starfsemi á vegum lækna seinni hluta ævi sinnar. Friðrik var Húnvetningur að ætt og uppalinn í Vestur-Húnavatns- sýslu. Hann var miklum mannkost- um búinn og valdist snemma til mannaforráða, en ungur að árum starfaði hann sem verkstjóri við brúarbyggingar vítt um land. Kunni hann margar sögur að segja frá mönnum og viðburðum frá þessum árum. Friðrik gerðist byggingameistari og fékkst við íbúðarhúsabyggingar, þegar þeir Bjarni Bjarnason læknir kynntust. Bjarni var þá mikið í fé- lagsmálum lækna og vildi byggja yfir þá hús, sem þeir ættu og réðu sjálfir. Læknar voru þá ekki ólíkir starfsbræðrum sínum í dag, þeir voru á móti þessu og tölglu sjálf- stæði sínu einna best borgið með fjárhagslegum meinlætum. Bjarni fékk nú Friðrik, þennan duglega og starfsglaða, „no non- sense“ mann í lið með sér og saman tókst þeim að sannfæra læknana um að það væri mögulegt að byggja hús fyrir lækna, Domus Medica, og að það væri skynsamlegt. Á árunum 1963-64 hófust svo framkvæmdir og 1966 hófst starfsemi í Domus Médica. Það var ekki háttur Friðriks né í geði hans að bíða eftir, að eitt- hvað yrði til eða gerðist, sem hann gæti sest ofaná og haft það náðugt ^ að loknu verki. Hann stóð í sífelld- um viðbyggingum og endurbótum á húsinu og fjármagnaði mikinn hluta þess með rekstri samkomusal- ar og leigu húsnæðis. Hann hafði frumkvæði að þessu sjálfur og tal- aði fyrir því og tryggði sér stuðning iæknafélaganna og stjórnar Sjálfs- eignarstofnunarinnar Domus Medica til þessara framkvæmda. Ekki komust þó allar áætlanir á byggingarstig, enda jókst ekki áræði lækna að þvi skapi, sem þeim fjölgaði. Læknasamtökin eiga Friðriki mikla þakkarskuld að gjalda. Hann vann mikið og oft erfitt starf af ósérhlífni og ósérplægni. Honum var hlýtt til lækna og hann taldi sig þurfa að hjálpa þessum hópi manna, sem höfðu svo dæmalaust lítið fjármálavit og litla einurð til að gera eitthvað fyrir sjálfa sig. Ekki er líklegt að læknar sjálfir geri sér almennt grein fyrir, hversu mikilvæg störf Friðriks hafa verið fyrir stéttina og læknisþjónustuna, sem rekin er hér á landi. Læknar eignuðust eigið húsnæði fyrir ýmsa félagsstarfsemi, útgáfustarfsemi o.fl. Þeir eignuðust húsnæði fyrir lækningastarfsemi og lækninga- tæki og þó að starfsemin í Domus Medica hafí ekki verið á þeim sam- starfsgrundvelli, sem upphaflega var ráðgert, þá voru þetta þó spor í átt til sjálfstæðis lækna, til að þeir gætu án truflunar gert það besta sem í þeirra valdi stóð fyrir sjúklinga sína. Laus við valdafíkn eða forræða„komplexa“ skynjaði Friðrik þá hættu, sem að læknum steðjaði af því að missa frá sér stjórnun á eigin störfum, glata fag- legu sjálfstæði sínu. Ég kynntist Friðriki ekki fyrr en ég kom heim frá námi. Hann var sjálfstæðismaður og fór ekki í felur með það. Man ég að hann sagði mér eitt sinn, nokkru eftir að ég kom fyrst til starfa í Domus Medica og við höfðum kynnst, að hann hefði haldið að hér væri kominn enn einn komminn. En Friðrik starfaði í Domus með miklum ágætum með læknum, sem höfðu allar mögulegar eða ómögulegar pólitískar skoðanir. Menn drógust að Friðriki. Hann var laus við fals og undirferli, hafði góða kímnigáfu, og þorði að segja hug sinn eða útlista hugmyndir sínar, ef honum fannst ástæða til. En römm er sú taug er rekka dregur, föðurtúna til. í Víðidalnum eignaðist Friðrik jörð og þangað sótti hugurinn. Við vorum nokkrir félagar hans, sem urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að mega taka þátt í ferðum hans heim í dalinn. Þetta var hópur manna, sem stang- veiðimenn kallast, og komu árlega til veiða í Víðidalsá og Fitjá. Þetta voru skemmtilegar veiðiferðir og margar góðar minningar eigum við félagarnir með Friðriki við ána. í þessum hópi var hann hrókur alls fagnaðar, en gaf sér jafnframt tíma með veiðinni, að ræða við sveitunga sína, fylgjast með búfé, telja folöld sín, eða kanna það nýjasta í búnað- arháttum á bæjunum. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við góðan dreng, hrein- skiptin mann, íslenska bóndann, byggingameistarann og fram- kvæmdamanninn Friðrik Karlsson. Okkar var auðnan að kynnast hon- um. Við vottum Guðrúnu konu hans og börnum þeirra, Karli og Sigríði innilegustu hluttekningu. Fyrir hönd lækna og samstarfs- manna í Domus Medica. Matthías Kjeld Þ.ÞORGRÍMSSON&CO mURUTLAND J||f ÞÉTTIEFNI Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF ÁRMÚLA 29, SÍMl 38640 ISAFJÖRÐUR Páll Kr. Pálsson UPPBYGGING IÐNAÐAR I DREIFBYLI lönlánasjóður gengst nú fyrir fundum um uppbyggingu iðnaöar í dreifbýli. AÖ þessu sinni: ■ 10. októberá ÍSAFIRÐI Hótel ísafirði kl.20.15 ■ Markmið fundanna er: anrnimiiwiíraiw að kynna starfsemi Iðnlánasjóðs fyrir stjórn- endum fyrirtækja og fulltrúum atvinnulífs í dreifbýli, að vekja áhuga stjórnenda fyrirtækja á nýsköpun, sameiningu fyrirtækja og samstarfi þeirra. Lögð verður áhersla á þessa málaflokka: Lánafyrirgreiðslu, vöruþróun, markaðsmál, tækni, afkastagetu, söluaðferðir, dreifileiðir og samstarf við önnur fyrirtæki. ■ Dagskrá: 1. Kynning á starfsemi Iðnlánasjóðs og þeirri fyrirgreiðslu sem Iðnlánasjóður veitir fyrirtækj- um. Bragi Hannesson, bankastjóri. 2. Fyrirlestur um markaðsathuganir og mat á markaðsþörf. Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri. 3. Fyrirlestur um vöruþróun. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri. 4. Fyrirlestur um samstarf og samruna fyrirtækja. Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri. 5. Fyrirlestur um arðsemismat á hugmyndum. Jafet S. Ólafsson, útibússtjóri. Gert er ráð fyrir að hver fyrirlestur taki 20-30 mínútur. Fundarstjóri verður Jón Magnússon, formaður stjórnar Iðnlánasjóðs. VIÐ HVETJUM ALLA ÞÁ SEM MÁLIÐ VARÐAR TIL AÐ KOMA. (0) IÐNLÁNASJÓDUR “ ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 04 OO Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. ...í HELGARFERÐ * Flug og gisting í tvær nætur á Hótel Kennedy. Verð á mann í tveggja manna herbergi. Gildir frá 1. nóvember. FLUGLEIÐIR Upplýsingar og farpantanir í síma 690 300 og á söluskrifstofum z Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju, Kringlunni og Leifsstöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.