Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER bindandi, en leiðsögnin er augljós. Áhersla er lögð á að miklar máls- bætur séu fyrir hendi og sjúkdómur tekinn sem dæmi um slíkt, en hann þarf þá að vera bæði ólæknandi og kvalafullur. Ákvörðunin hluti af daglegu starfí lækna En hvernig horfir mál þetta við íslenskum læknum og öðrum þeim, sem annast dauðvona fólk? Málið hefur ekki verið mikið til umræðu meðal lækna — a.m.k. ekki opin- berlega. Hinn 27. þessa mánaðar hyggst Læknablaðið í tilefni af 75 ára afmæli blaðsins gangast fyrir siðamálafundi lækna um skilgrein- ingu dauða, líknardauða og líffæra- flutninga. Málshefjendur verða þeir Örn Bjarnason, trúnaðarlæknir Ríkisspítala, og Sigurður Guðmunds- son, lyflæknir. Morgunblaðið ræddi málið við þá og átti auk þess viðtöl við þá Kjaitan Magnússon, krabba- meinslækni á Landspítalanum, Ólaf Þ. Jónsson, svæfingalækni á Borg- arspítalanum, og sr. Sigfinn Þorleifs- son sjúkrahúsprest á Borgarspítalan- um. Kjartan hefur fyrstur orðið: „Maður er alltaf að þræða hinn gullna meðalveg. Það er að sjálf- sögðu skylda hvers læknis að reyna að lækna sjúkdóminn. Nú er það hins vegar svo að oft verður það ljóst að stríðið gegn sjúkdóminum er tap- að og þá verður maður að einbeita sér að því að koma í veg fyrir þján- eftir Andrés Magnússon LÍKNARDAUÐI. Orðið eitt vekur sterkar tilfinningar, en samt sem áður forðast menn yfirleitt eins og heitan eldinn að ræða hann. Menn hafa heyrt og lesið um að í Hollandi sé líknardauði tíður, en yfirleitt afgreiða menn það mál með því að Holland sé afskaplega sérstakt dæmi og því ekki tækt til almennrar umfjöllun- ar. Hitt vita víst færri, að á Islandi þurfa læknar iðulega að taka ákvörðun um meðferð dauðvona og kvalinna sjúklinga og í mörg- um tilfellum er talið velferð sjúklingsins fyrir bestu, að læknirinn haldi að sér höndum frekar en að framlengja dauðastríðið í árang- urslausri glímu við Hel, sem alla leggur að lokum. Engar tölur eru fáanlegar um fjölda þeirra, sem látast af þessum sökum hér- lendis, en miðað við viðbrögð þeirra, sem Morgunblaðið hefúr rætt við, má ætla að ekki sé um færri en þrjú til fjögur hundruð tilfelli að ræða á ári hverju. Viðmælendur blaðsins voru ekki allt- af á einu máli um hina ýmsu fleti málsins, en allir lögðu þeir áherslu á að umræða um þetta ofúrviðkvæma efiii væri löngu tímabær. Hér verður ekki miklu rúmi eytt í líknardauða almennt, heldur aðeins einn anga þess máls: „Takmarkaða meðferð við lok lífs“. Líknardauði er þýðing á grísku orði: „Evthanasia“, sem þýða má sem „hinn góða dauða“ og er þá átt við að maður hljóti kvala- lausan dauða. Hugtakið hefur hins vegar fengið á sig aðra merkingu innan læknisfræðinnar: Að deyða sjúkling með læknisfræðilegum hætti eða að leyfa honum að deyja, í því skyni að líkna honum. Hér í grein- inni verður notast við orðið líknar- dauða, nema þegar um beinar tilvitn- anir er að ræða eða ástæða er til þess að gera greinarmun á líknar- drápi (beinn verknaður) og líknar- dauða (maður deyr af „eðlilegum orsökum", vegna þess að læknar héldu að sér höndum). Skilgreiningar Það, sem sett er undir einn hatt sem líknardauði, er raunar fjölda- margt. Einföldustu skilgreininguna á væntanlega Þorsteinn Gylfason, heimspekingur, sem flutti erindi um líknardráp árið 1976 í tilefni sýning- ar Leikfélags Reykjavíkur á leikrit- inu „Er þetta ekki mitt líf?“ eftir Brian Clark, en erindið var birt hér í blaðinu. Hann segir: „Það er líknardráp ef maður stuðlar beint eða óbeint að dauða annars vegna þess og þess eins að dauðinn er hinum deyjandi manni fyrir beztu.“ Svo segir Þorsteinn það annað mál, hvað sé hinum deyjandi manni fyrir bestu, og vandast þá málið. I islenskri lögfræði er hugtakið líknardráp eða líknardauði ekki til, en þær lagagreinar, sem helst kynnu að eiga við eru 213. og 214. grein hegningarlaganna, sem fjalla annars vegar um manndráp, sem framið er fyrir „biýna beiðni" þess, sem drep- inn er, og hins vegar um það ef maður stuðlar að því að annar ræður sér bana. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara, hefur aldrei verið höfðað mál á hendur Á AÐ LEN6JA DAUDANN UM LEID 06 LÍFID? nokkrum manni vegna brota á grein- um þessum. Hins vegar hefur Jónatan Þór- mundsson lagaprófessor bent á að í athugasemdum með 213. grein komi fram leiðbeining um beitingu 75. greinar laganna (um lækkun eða niðurfellingu refsinga vegna máls- bóta) í vissum tilvikum: „Séu miklar málsbætur fyrir hendi, svo sem að sá, sem [sjálfs- morðsins] beiðist, sé haldinn ólæknandi, kvalafullum sjúkdómi, mundi mega lækka refsingu eða jafnvel láta hana niður falla eftir ákvæðum 75. gr.“ Af þessu má Ijóst vera að ráð er gert fyrir því að líknardráp kunni að verða framin. Þessi athugasemd við lagagreinina er vitaskuld ekki ingar. Auðvitað á að reyna að lengja líf sjúklinga sinna, en þegar í því felst að læknii'inn er að lengja dauð- ann um leið, þá fara að renna á menn tvær grímur og það er mjög áleitin spurning hversu langt á að ganga í því að beijast gegn almætt- inu.“ „Hver einasti heilbrigðisstarfs- maður hefur lent í þessari valþröng," segir Sigurður Guðmundsson. „Þetta er hluti af okkar daglega starfi; sumsé það að gera eftirfarandi upp við okkur: Eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að lengja líf sjúklingsins, enda þótt Ijóst sé að við getum ekki bjargað lífi hans? Eigum við að lengja þrautir hans? Hvort höfum við meiri skyldum að gegna gagnvarí lífinu sem ab-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.